Árshátíð Grunnskólans á Ísafirði, sundnámskeið og fleira skemmtilegt.

Það var nóg að gera hjá mér í dag ja fyrir utan vinnuna.  Í morgun var árshátíð grunnskólans, það er alltaf hin besta skemmtun og gott fyrir sálina að sjá hvað þessar elskur eru að gera.  Og hvað þau eru dugleg og hvað mikil vinna er lögð í atriðin, bæði að semja þau, jafnvel ljóð og lög, búninga og leikin atriði.  Og mér finnst þetta alltaf fara batnandi með hverju árinu.  Hafið þökk fyrir þetta kennarar, ég er stolt af því góða uppeldisverki sem þarna fer fram.   En themað í ár er hafið og sjómennirnir okkar, hafsins hetjur það er vel til fundið núna á þessum erfiðu tímum að benda á mikilvægi þeirra og þess sem þeir draga úr sjó. 

IMG_7060

Allir hjálpast að, sumir selja miðana og aðrir eru dyraverðir, svo eru ljósamenn, hljóðmenn og hljóðfæraleikarar.  Þau eru frábær.

IMG_7061

Þessar dömur voru kynnar dagsins.

IMG_7063

Fyrsta atriðið kynnt.  1. bekkur sem er að koma fram í fyrsta skiptið núna.

IMG_7065

Þau gengu inn salinn, lítil krýli sum að koma fram í fyrsta sinn, aðrir sennilega vanari ef þeir eru í tónlistarskólanum.  Sum voru feimin og undirleit, önnur stikuðu bara eins og þau ættu heiminn.   Þessir hressu krakkar kynntu svo atriðið sitt.

IMG_7066

Þau fóru með þulur um fiskana og nöfnin á hafinu, og aðra um þau nöfn sem fólk ber en er frá hafinu.  Þetta var samið af einum kennaranum, og virkilega flott hjá henni Boggu, ég þarf að fá það þetta hjá henni og eiga.  Mjög skemmtilegt og þau kunnu þetta allt utanað.

IMG_7068

ég átti kríli í hverjum árgangi get ég sagt ykkur. Heart Og sumstaðar tvö og þrjú.

IMG_7071

Þau voru ekki neitt mikið feiminn við áhorfendur og sungu fallega og fóru með.

IMG_7073

Kynnarnir komnir í nýja búninga.

IMG_7074

Annars bekkingar voru á smábátum og þeirra atriði var líka mjög fínt, eins og reyndar allra.

IMG_7079

Það var skemmtileg lausn að útbúa fiska á höfuðin á krökkunum kom vel út.

IMG_7082

Þau fóru líka með skemmtilegar þulur og söng.

IMG_7089

Þriðju bekkingar lentu líka í ævintýrum á siglingum.

IMG_7090

Þessir ungu herramenn spiluðu undir sönginn hjá þeim á píanó og fiðlu.

IMG_7093

Í fjórða bekk fékk stelpan að fara í veiðiferð með pabba sinum.  Mamma hennar ætlaði svo að elda fiskinn en hún vildi þá ekki borða hann sem er synd því fiskur er hollur og góður matur.

IMG_7095

Þar var lika spilað undir, nema ég held að þær hafi ekki spilað, en taktarnir sýna að þær kunna að halda á fiðlum.

IMG_7098

Hvaða fiskur er þú eiginlega ?  Ég er plokkfiskur LoL

IMG_7100

Fimmti bekkur minntist Jörundar Hundadagakonungs.  Lopapeysurnar versus breskir sjóarar.

IMG_7103

Og íslendingarnir létu ekki bjóða sér neitt múður, þeir hröktu bretana á brott með réttlætið að vopni.

IMG_7105

Þó endaði allt í góðu.  Við viljum auðvitað halda friðin.  Það er alltaf best, en við látum ekki traðka á okkur.

IMG_7107

Hér var líka live músikk.  við búum svo vel að hafa tvo tónlistarskóla, og flest börn læra á hljóðfæri.  Það gerir þau fjölhæfari á þessu sviði.  Og eykur hróður skólanna allra. Ingibjörg tónlistarkennari þarna með þeim.

IMG_7108

Sjöttu bekkingar voru að fiska niður á bryggju þegar þau villtust upp í skemmtiferðaskip og fóru óvart í siglingu.

IMG_7113

Í Hudson Bay hittu þau ísbjörn. 

IMG_7122

Í New York sáu þau nýjustu dansana. Og loks varð þeim bjargað af björgunarsveitinni svo allt fór vel. 

IMG_7127

Sjöundu bekkingar fóru að sigla á fleka og hittu allskonar kvikendi fyrir á sjónum m.a. Svamp Sveinsson.

En í heildina var þetta hin besta skemmtun og ég skemmti mér vel.  Leikgleðin og ánægjan skein úr hverju andliti.  Kennararnir fylgdust vel með og hafa lagt mikinn tíma og vinnu í að gera allt sem best úr garði, það hefur greinilega verið föndrað, saumað, málað og límt undanfarna daga.   Hafið þökk fyrir þessa uppbyggilegu skemmtun.  Þetta skilar sér örugglega í betra sambandi nemenda og samstöðu bæði milli þeirra og svo ekki síst kennara.  Hjartans þakkir fyrir mig.

IMG_7144

Seinnipartinn var svo sundnámskeiðið hjá Hönnu Sól.

IMG_7148

Þetta er síðasti tíminn, svo er sýning næsta þriðjudag og svo leiktími eftir páska.  Þau hafa náð gífurlegum framförum þessi kríli og það er virkilega gaman að sjá hve góðum árangri kennararnir hafa náð þær Margrét og Guðrún.

IMG_7152

Hanna Sól er ánægð með sundbolin sem amma á Hellu gaf henni þó hann sé blár en ekki bleikur.

IMG_7154

Nú er að læra að stinga sér.

IMG_7155

Þau eru eldklár þessir krakkar.

IMG_7157

Reyndar eru strákarnir bara tveir.

IMG_7158

Að búa sig undir stökkið.

IMG_7163

Svo er endað á heita pottinum, það er erfitt fyrir okkur mömmurnar og ömmurnar að ná þeim uppúr pottinum til að fara heim.

IMG_7166

Og stubbur búin að láta klippa sig.  Sunna frænka hans klippti hann.  Þetta varð að gerast fyrir beltaprófið í Tai Kwon do, því þá verða menn að vera snyrtilegir.  Í kvöld byrjaði hann svo í júdó.  En Sjálfur Bjarni Friðriksson er hér til að starta júdókennslu. 

IMG_7051

Þetta er náttúrulega að byrja á öfugum enda, en nú er farið í leikskólann.

IMG_7053

Allt klárt í bílinn.

IMG_7058

Þessi kastali er á leikskólanum hennar Ásthildar

IMG_7055

Veðrið var ágætt í dag, en það var dálítið farið að rjúka upp seinnipartinn.

IMG_7056

Og hér er svo vegagerðin í Hnífsdal. 

IMG_7130

Þessi fallega kona hefur samþykkt að taka heiðurssætið á lista Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi.  Ég fékk að ráða í þetta skipti, og ég vildi breyta til með þetta ritual að setja einhvern gamlan skarf eða nafntogað fólk í heiðurssætið.  'Eg vildi fá eina af þessum ljúfu tailensku konum sem hafa auðgað samfélag okkar svo lengi, hafa samlagast lífinu hér.  En gefið því meiri lit og ljúfmennsku.  Mig langar líka til að vekja athygli á því hve erfitt er fyrir þær að fá ættingja sína i heimsókn frá heimalandinu.  Það tekur fleiri mánuði ef þeir þá fá að koma í heimsókn.  En þær eiga alla mína virðingu.  Mér er því mikil ánægja að segja frá þessu.  Auðvitað hefði þetta aldrei gengið upp ef mínir menn í kjördæmaráðinu hefðu ekki tekið afskaplega vel í þetta og ljúfmannlega.  En svona er nú lífið í hnotskurn.   Vona að ykkur finnist þetta ekki vera of langt og of mikið.  En þetta var svona dagsverkið mitt fyrir utan að sinna vinnunni á skrifstofunni og svo tókst mér að sá svolítið og fjölga hengiljónsmunna og margarítu á hlaupum.  En eigið gott kvöld mín kæru. Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Það hefur greinilega verið heljarinnar fjör á árshátíðinni.

Bestu kveðjur/Jenni

Jens Sigurjónsson, 3.4.2009 kl. 00:47

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þetta er lífið Ásthildur, að sjá börnin leika, dansa, synda, o.s.frv.  ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.4.2009 kl. 06:58

3 Smámynd: Laufey B Waage

Ísfirðingar flottir á því. Góða helgi mín kæra.

Laufey B Waage, 3.4.2009 kl. 09:33

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gaman af þessum frábæru myndum gaman á Ísafirði. Góða helgi Ásthildur mín

Kristín Katla Árnadóttir, 3.4.2009 kl. 10:47

5 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Virkilega flott árshátíð. Mér finnst sniðugt hvað það er farið að leggja mikla vinnu í þetta hjá skólunum, og allir taka þátt. Sundprinsessan er rosa dugleg og flott

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 3.4.2009 kl. 19:11

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Glæsileg árshátíð þarna á ferðinni.Það er alveg frábært hvað er hægt að ná út úr ungviðinu okkar og kennarar og skólastjórnendur duglegir við það.

Solla Guðjóns, 4.4.2009 kl. 00:30

7 identicon

Hengiljónsmuni, mig langar i svoleiðis með hengifjólunum

knús

Kidda (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 09:51

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll sömul.  Það var virkilega gaman að fá að fylgjast með árshátíðinni.  Hengiljónsmunna er ekkert mál með Kidda mín, nema úti er hann bara einær.  En þá er hægt aðtaka hann inn á haustinn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.4.2009 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband