31.3.2009 | 09:57
Nýja Ísland - er það ennþá inn í myndinni?
Lýðræðið er fallvalt og auðvelt að skekkja það og afnema ef fólk stendur ekki vörð um það. Því miður bendir margt til þess að Íslendingar séu ekki mjög lýðræðislega sinnaðir, heldur ríkir það meira þýlyndi og foringjadýrkun en góðu hófi gegnir að mínu mati.
Það er margt sem styður þessa ályktun mína. Skýrasta og nýjasta dæmið er klappið og hláturinn í Sjálfstæðismönnum á landsþingi sínu síðastliðin laugardag. Ég hlustaði á hluta af ræðu Davíðs og hvernig fólkið hló að ósmekklegum aðdróttunum hans um mann og annan. Þetta sýndi ekki frjálst fólk eða hugsandi um velferð þjóðar. Þetta sýndi hirð um foringja, eða trúarsamkomu, þar kom klapp og hlátur í staðinn fyrir Halelúja og Amen.
En ég ætlaði ekki að tala um trúfélagið Sjálfstæðisflokk. Ég var að hugsa um nýju framboðin, og svo flokkinn minn. Þeir sem vilja gera eitthvað annað en að raða sér niður í þá fjóra flokka sem fyrir eru, og hafa endalaust verið til staðar, ef maður getur samsamað Vinstri græna við Alþýðubandalagið gamla og Samfylkinguna við Alþýðuflokkinn, og ég er ekki að meina þetta niðrandi alls ekki, sést vel að íslendingar eru algjörir þvergirðingar. Þeir vilja bara það sama aftur og aftur. Þeir geta flykkst út á götur og torg og heimgað endurnýjun, burt með spillinguna, burt með þetta og burt með hitti, en ætla svo ekkert að láta koma í staðinn.
Ég skil þetta ekki alveg. Frjálslyndi flokkurinn ætti að geta verið val fyrir fólk, ef það kynnir sér málefnasamning hans og það sem þingmenn hans hafa lagt fram gegnum tíðina, þá er hægt að sjá þar hafa mörg þjóðþrifamál verið lögð fram á þingi, mörg þörf mál meira að segja sem aðrir flokkar þykjast nú ætla að gera en hafa ekki samþykkt þegar Frjálslyndir lögðu það fram. Sennilega af því að það kom ekki frá þeim sjálfum.
Í raun og veru ætti flokkurinn að mælast með 10% eða meira. Að vísu hefur verið allskonar vandræði í flokknum undanfarið. Þar sem menn hafa verið ósáttir og látið allt flakka í fjölmiðlum, menn farið með hvelli og svo framvegis. En það hafa líka fjölmargir gengið til liðs við flokkinn. Það hefur verið gert grín að orðum Guðjóns Arnars þegar hann sagði að mönnum hafi verið mútað. Það getur vel verið að hann hafi notað vitlaust orð, en ég hef grun um að okkar menn hafi fengið allskonar gylliboð til að flytja sig yfir í aðra flokka. Ég veit líka að fólk sem hefur ætlað að taka sæti á listum flokksins hefur sætt hótunum um atvinnumissi. Ég veit að það eru þónokkrir sem þora ekki að gefa upp afstöðu sína af ótta við bannfæringu afla í þjóðfélaginu. Þar eru atvinnurekendur sem ekki vilja að flokkurinn nái fótfestu, og þá aðallega í sjávarútvegi.
Steíngrímur vék líka með ósmekklegum hætti að flokknum í útvarpinu í morgun, þó hann nefndi enginn nöfn, en sagði að þessi ríkisstjórn ætlaði ekki að kollvarpa neinu í sjávarútvegi, eins og sumir sem í raun væru bestu vinir L.Í.Ú með málflutningi sínum um afnám kvótakerfisins. Þar held ég að Steingrímur tali gegn betri vitund. Okkar áætlanir eru vel röstuddar, vel útfærður og vel framkvæmanlegar. Og það hefur aldrei staðið til að kollvarpa neinu. Heldur vinna að því smátt og smátt að færa aflaheimildirnar til ríkisins þar sem þær eiga að vera. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með Steingrím að heyra hans málflutning.
En svo eru það nýju framboðin. Því miður virðist svo að þau eigi erfitt uppdráttar, sem er í raun og veru óskiljanlegt þegar haft er í huga sú alda óánægju og væntingar um breytingar sem reis nú eftir áramótin. Hvar er allt það fólk sem kallaði eftir breytingum. Núna þegar gott fólk hefur lagt á sig ómælda vinnu við að setja saman stefnuskrá, hefur farið að einu og öllu eftir þeirri forskrift sem lagt var upp með á Austurvelli. Virkilega hugsjónafólk sem vill landinu sínu það besta.
En nei, það hentar ekki fjórflokkunum að hleypa þeim lengra. Það var í lagi að spila með, meðan þetta voru bara mótmælendur, en þegar þau komu saman listum og ætla að bjóða fram, þá var ekki lengur gaman. Það er reynt að þaga þau í hel eins og Frjálslynda flokkinn, og eins og gert var við Íslandshreyfinguna. Og ég er viss um að um leið og nýju framboðin komast yfir 5% markið verður byrjað að naggast í þeim, það er reyndar byrjað nú þegar. Það verður byrjað á að hamast í fólkinu sem leiðir listana. Nú er það Þráin Bertelsson, hann er samkvæmt nýjustu bloggsíðum lýðskrumari, tækifærissinni og lúser. Óalandi og óferjandi. Svona verður haldið áfram með það fólk sem verður í leiðtogasætum.
Nei íslendingar eru þvergirðingar og þrælar hugarfarsins. Þeir vilja lýðræði í orði en ekki á borði. Þeir vilja bara hjakka í sama farinu, berja sér á brjóst og tala um spillingu, stjórnlyndi og drottnunargirni þeirra sem fara með völdin. En að breyta neinu er ekki inn í myndinni. Það kostar of mikið ómak. Það er miklu betra að sitja hundóánægðir í eldhúskróknum og tala um hve allt sé að fara til fjandans, en að gera eitthvað róttækt í málunum. Ég þekki fólk sem nýtur þess að vera fórnarlömb, þetta fólk er aldrei ánægt nema að það sé óánægt, geti kennt einhverjum um ófarir sínar og látið vorkenna sér yfir því hve heimurinn er vondur við það. Svona sé ég þjóðina mína fyrir mér.
Hvað getum við gert til að vekja þessa þjóð, er spurning sem ég hef heyrt oft núna þetta misserið, af manneskjum sem vilja virkilega breyta þjóðfélaginu, hafa lagt sig allar fram um að vekja þjóðina. En vill hún vakna? Ég er farin að efast. Það er bent á þennan eða hinn, ég get ekki kosið þessa af því að þessi er þar, eða ég get nú ekki farið að kjósa hinn af því að þessi sagði þetta. Hvurslagt lýðræði er þetta eiginlega?
Hér á ekki að hugsa um einstaka menn, sem eru að gefa sig út fyrir að leggja sitt af mörkum. Það á að hlusta á hvað þeir hafa fram að færa, fylgja því svo eftir að þeir geri nákvæmlega það, og vera svo menn til að refsa þeim geri þeir það ekki.
Það sem viðgengst í þjóðfélaginu í dag, getur ekki skrifast á neinn nema okkur sjálf. Við höfum komið þjóðfélaginu í það horf sem það er, með kæruleysi, kjánaskap eða fullkominni sjálfseyðingarhvöt. Hvenær höfum við refsað flokki eða einstaka manni í kosningum ef okkur hefur ekki líkað það sem þeir gerðu? Nei með því að kóa endalaust með mínum manni&flokki, sama hvað hann gerir, "Af því að hinir eru sko ekkert betri" getur aldrei virkað í samfélaginu. Það er eins gott að fólk átti sig á því.
Þið hafið val sem eruð þarna úti, þið sem stóðuð á Austurvelli og kröfðust lýðræðis og Nýs Íslands. Þið getið kosið nýju framboðin eða Frjálslynda flokkinn, og sýnt að þið viljið nýtt Ísland, eða þið getið farið í sama gamla farið og kosið fjórflokkinn og ekkert breytist. Ég verð þó að segja að þessi ríkisstjórn hefur gert margt gott. En ég er líka viss um að það er vegna þess að þau vita að augu landsmanna eru á þeim. Þau hafa ekki gleymt Austuvelli og fólkinu þar. En það skuluð þið vita að um leið og fennir yfir þau spor, þá fer allt í sama gamla farið. Þið eruð ef til vill búin að gleyma því nú þegar, en fólkið sem þarna er í forsvari eða með töglin hefur meira og minna verið við völd í íslensku samfélagi síðan sautján hundruð og súrkál. Og það hentar þeim einfaldlega ekki að breyta því. Það er ekkert skemmtileg tilhugsun að einhverjir aðrir komist í þá aðstöðu að blaka við flokkakerfinu. Þeim finnst nóg að berjast hvort við annað um völdin og semja svo um framhaldið. Þau þekkja hvort annað og meðan ekkert breytist þá gengur allt sinn vanagang.
Ég hélt satt að segja að það væri eitthvað að marka þessa lýðræðisbyltingu sem fór óneitanlega vel af stað. En hvar er hún nú? Til dæmis stuðningurinn við Borgarahreyfinguna, sem er bókstaflega stofnuð utan um þau gildi sem sett voru á Austurvelli. Fólk segir með illgirni að þar sé ekki að finna það fólk sem þar stóð fremst í flokki, og þess vegna sé eitthvað defekt við það. Ég blæs á svona kjaftagang. Þeir sem þarna standa í forsvari, er fólkið sem stóð vaktina, barði eldhúsáhöldum og mótmælti.
Gefum litlum flokkum og nýjum flokkum sjens á að lifa og vinna fyrir þjóð sína. Höfum þor til að breyta til. Afsakanir á siflurfati korteri fyrir kosningar virka ekki mjög sannfærandi á mig allavega.
Ef vil viljum breytingar, þá er það í okkar valdi að breyta. Það gerum við með því að veita lýðræðisöflunum brautargengi í kosningum eftir tæpan mánuð. Mitt val er Frjálslyndi flokkurinn, það er vegna sjávarútvegsstefnu hans og tilrauna til að opna nýliðun inn í greinina. Það gerir enginn nema Frjálslyndir fái þeir til þess umboð. En þeir sem ekki vilja ljá okkur sitt atkvæði, en vilja breytingar, ættu að huga vel að málefasamningum nýju flokkanna, og skoða hvort ekki sé hægt að styðja þá og hvetja til dáða.
Lýðræði kostar. Það kostar að við séum vakandi og veljum rétt með opnum huga. Lýðræði þrýfst aldrei þar sem fólk vill ekki hugsa sjálft, vill sterkan leiðtoga og vill græða á daginn og grilla á kvöldin. Það er miklu líkara einræði, þar sem sumir eru jafnari en aðrir. Og þeir sterku vinna og hinir tapa. Það er frumskógarlögmálið í allri sinni græðgi.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott.
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.3.2009 kl. 10:01
góður pistill hjá þér Ásthildur, eins og þú sagðir var klappað og hlegið við ræðu Davíðs, og svo þegar Geir gagnrýndi ræðu Davíðs að hluta þá var líka klappað, passar ekki alveg finnst mér, mér stökk hvorki bros af vör, né klapp frá hendi við þessari ræðu Davíðs.
Hallgrímur Óli Helgason, 31.3.2009 kl. 17:18
Hjarðhegðun og sinnuleysi er eflaust það sem hrjáir þjóðina. Æ, það eru allir orðnir eitthvað þreyttir og þungir - ferlega sorglegt, þar er ég ekki undanskilin. Ég hef eftir umhugsun ákveðið að kjósa Borgarahreyfinguna, mér sýnist - a.m.k. vera mesti ferskleikinn þar.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 31.3.2009 kl. 18:41
Frábær pistill hjá þér.
Áshildur þegar Sjallarnir klöppuðu Davíð lof í lófa þegar hann var að níðast á fólki í ræðu sinni, það sýndi svo ekki var um villst úr hverju flokkurinn er gerður.
Kveðja/Jenni
Jens Sigurjónsson, 31.3.2009 kl. 19:46
Borgarahreyfingin fær mitt atkvæði þetta árið. Lýðveldisflokkurinn eða hvað það nú heitir er það ekki Ástþór sem stendur fyrir því.
Kidda (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 21:49
Flottur pistill hjá þér. Íslenska lýðræðið er bara: Þú mátt segja það sem þú vilt, en gera það sem þér er sagt. Er ekki enn farin að kanna þessi nýju framboð. Eins gott að fara að drífa í því þar sem það styttist í kosningar.
Helga Magnúsdóttir, 31.3.2009 kl. 21:57
Góður pistill og takk fyrir hann. Ég er sammál Hallgrími Óla að ég skil ekki þetta klapplið Sjálfstæðismanna.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 31.3.2009 kl. 22:02
Knús og kossar til þín elsku Ásthildur mín Þú er frá bær að vanda.
Kristín Katla Árnadóttir, 31.3.2009 kl. 22:40
Takk öll. Það er gott að vita að fólk vill kanna hlutina og skoða hvað er í boði. Þannig gefst lýðræðið best. Ég verð nú samt að viðurkenna að mér finnst erfitt að eiga eitthvað við Ástþór Magnússon finnst hann áreitinn og áleitinn. Mér finnst alltaf eins og hann andi ofan í hálsmálið á manni, og mér líkar það ekki. En auðvitað skiptir það ekki máli ef málefnin eru góð og honum treyst til að framkvæma þau.
Ég er sammála því að það var í raun og veru ekki ræða Daviðs sem vakti mesta athygli heldur þetta klapp og hlátur í fólkinu sem var þarna. Það þýðir ekkert að afsaka sig með því að ræðan hafi verið svona fyndin. Skítasendingar í allar áttir að fólki sem ekkert hefur gert á hlut mannsins eru ekki hlátursefni, nema að þetta hafi verið taugaveiklunarkvak í fólki sem vissi ekki hvort það átti að hlæja eða gráta
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2009 kl. 22:51
Glæsilegur pistill Ásthildur.
Hefði ekki getað orðað sumt þarna betur. Undarlegt að Sjálfstæðisflokkurinn sem á stóran hlut í hruni efnahagsins .. mælist með 1/3 atkvæða á meðan Frjálslyndiflokkurinn sem á ekkert í hruninu og hefur barist árum saman gegn t.d verðtryggingunni sem er að sliga fólkið í landinu.. sem og mannréttindabrotum á sjómönnum ... sem eru eða eiga að vera okkar stærsta peningalind. Samt er FF að mælast með 1.2% í könunum. Þetta er skammarlegt. Kjósendur verða að fara að opna augun.
Færeyjar veiddu sig út úr kreppunni hjá sér. Nú þurfum við að setja "tillögur" Hafró til hliðar og veiða fiskinn. Við eigum gullkistu á miðunum sem við þurfum að nota núna... þegar efnahagurinn er eins og hann er.
Síðan eftir 1-2-3 ár er hægt að skoða tillögur Hafró að nýju.
Þrátt fyrir þetta hjá Færeyingum.. virðist vera nóg af fiski í sjónum við þeirra strendur. Sigurjón skrifar góða grein um þetta. www.sigurjonth.blog.is
ThoR-E, 1.4.2009 kl. 15:34
http://sigurjonth.blog.is/blog/sigurjonth/entry/843116/
ThoR-E, 1.4.2009 kl. 15:35
Tja mín dásamlega Cesil, þú verður nú að viðurkenna, að hálsakot þitt og málið, eru nú freistandi og rúmlega það, hlýjan þar óvíða meiri annars staðar og innileikin fyrir innan!
En eru Sjallarnir ekki bara svona kurteisir og vel uppaldir, klappa bara alltaf þegar leiðtogarnir bæra varirnar!?
Held það nú.
Hins vegar, svo ekki sé nú hallað á, þá held ég nú að Ástþór garmurinn standi ekkert sérstaklega fyrir þessu L-framboði, allavega eru þar aðrir fremstir í flokki og framboði, Bjarni Harðar og Sr. Þórhallur heimis.
Magnús Geir Guðmundsson, 1.4.2009 kl. 17:08
Takk fyrir þetta AceR Sigurjón er flottur í pistlum sínum.
Magnús minn ég veit ekkert um fyrir hvað Ástþór stendur í framboði. Hann hefur hins vegar kært mig til sýslumanns fyrir málatilbúnað á spjallvef, sem ég er í ábyrgð fyrir. Ummælin voru sett fram 2004 eða um það leyti sem hann var í framboði til forseta. Þess vegna tel ég þennan mann vera hálfgerðan bullukoll og ómerking, sem einungis vill athygli alheimsins. Var samt ekkert að highlita hann í þessum pistli.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.4.2009 kl. 18:06
Algjörlega sammála þér hér AceR minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.4.2009 kl. 18:07
Ástþór .. já .. þorpsfífl kallaði einhver hann.
Ekki fjarri lagi.
ThoR-E, 1.4.2009 kl. 20:01
Innlitskvitt og ljúfar notalegar kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 2.4.2009 kl. 18:18
Þið sem skiljið ekki að FF skori ekki hærra í könnunum.
Prófið að setja málið í annað samhengi.
Maður á skip. Hann hefur haft sama skipstjóra og stýrimann í mörg ár. Veiðin er engin, var lítil í fyrstu og fer stöðugt minnkandi. Allt logar í illdeilum um borð, þrátt fyrir mannaskipti ?
Hvað haldið þið að útgerðarmaðurinn gerði við slíkar aðstæður.
Við getum verið rosalega fegin að Frjálslyndi flokkurinn skuli ekki vera við völd. Miðað við hvernig honum hefur tekist að höndla sín innri mál er deginum ljósara að hann á ekkert erindi í stóru málin.
Þóra Guðmundsdóttir, 2.4.2009 kl. 23:07
Ég er nú meira undrandi á hvað Sjálfstæðisflokkurinn skorar í könnunum.
FF hefur átt við vandamál að stríða... og ekkert lítil vandamál, þar af leiðandi hefur flokkurinn glatað trausti kjósenda sinna. Þannig að útkoman í könnunum er kannski ekkert skrítin. En þrátt fyrir það að þá á flokkurinn fullt erindi á þing og ekki hægt að dæma frjálslyndaflokkinn og flokksmenn hans eftir nokkrum rotnum eplum.
ThoR-E, 3.4.2009 kl. 08:21
Einmitt AceR við höfum orðið vör við breytingar gagnvart okkur með brotthvarfi manna það er notaleg tilfinning. Við höfum aldrei nokkurntíma lagst í það að niðurlægja eða ofsækja fólk af erlendu bergi brotið. Í málefnasamningi okkar er þess gætt að bera virðingu fyrir öllum manneskjum. Það hentaði bara ekki umræðunni, sérstaklega nokkurra manna sem meðal annars hafa tjáð sig hér mjög svo ósmekklega. Og svo stjórnmálaafla sem vilja ekki neina aukagemsa í stjórnmálaflóruna. Ég er 100% sammála þér í því að okkar málstaður á fullt erindi inn á þing og okkar rödd á að fá að heyrast þar áfram. Ég vil líka sjá að fólk snúi sig meira frá spillingarliði sjálfstæðisflokksins og skoði þá nýju framboðin ef þeir vilja ekki flokkana sem fyrir eru. Lýðræðið er í alvarlegri hættu ef við gætum okkar ekki, og hleypum fólki að sem heldur að það EIGI landið og miðin. Hrokafullt og núna bálreitt og andstyggilegt. Hefur svo sannarlega sýnt sitt rétta eðli. Fólk með heilbrigða skynsemi hlýtur að sjá hve kjánalegt það er að styrkja slík öfl.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2009 kl. 08:32
Einmitt Ásthildur, og kjósendur virðast ekki sjá þetta ...
Ég hef oft sagt í gríni að Sjálfstæðisflokkurinn sé með mikið af atkvæðum í áskrift ... það er ekki fjarri lagi. Miðað við hvað þeir hafa unnið ötullega af því að keyra landið í gjaldþrot síðustu árin .. að þá eru samt næstum 1 af hverjum 3 sem ætlar að kjósa þennan spillta flokk.
Maður veit bara ekki hvað hægt er að segja við svona :(
ThoR-E, 3.4.2009 kl. 08:42
Smá viðbót.
Og brotthvarf nokkurra einstaklinga úr flokknum ... hafa gert honum mjög gott.
Menn sem töluðu ítrekað gegn stefnu flokksins og réðust á flokksbræður og systur sínar.
Gera allt vitlaust og hlaupa síðan með skottið milli lappanna aftur í sinn gamla flokk.
Svei.
ThoR-E, 3.4.2009 kl. 08:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.