Taekwon do og vorbörn.

Litli grallarinn minn var veikur í dag.  Ég tók eftir því í nótt að hún var orðin óvenjulega heit á höndum og fótum, og það reyndist vera svo að hún var með hita í morgun.  Svo hún fór ekki á leikskólann.  Satt að segja var hún frekar pirruð í dag þessi elska, svo amma þurfti að sitja og standa eins og hún vildi Blush Það er svo sem allt í lagi svona endrum og eins.  En það þýðir að orkan mín er farin út í buskan eins og er. 

IMG_6851

Börnunum finnst gaman að leika í garðskálanum.

IMG_6853

Þessar myndir voru teknar í gær.

IMG_6854

Litla grjónið hennar ömmu.

IMG_6856

Hún var sem sagt dálítið pirruð í dag, samt átti amma að setja í hana teyju eins og stóru systur.

IMG_6859

Amma viltu setja gosbrunn? 

IMG_6861

En amma þetta er ekki gosbrunnur þetta er foss!!!LoL

IMG_6865

Halló ég þarf að komast á klóið!!!

IMG_6866

Amma seta teyju!!!

IMG_6867

Úbbs það er enginn gosbrunnur ekki heldur foss, heldur lítill nabbi sem þarna næst LoL

IMG_6868

Sjávu!!!

IMG_6871

Svo var hún lögð af stað í leikskólann.

IMG_6874

En svo var bara notalegra að vera heima hjá ömmu með; teppið mitt og koddann minn. Heart

IMG_6875

En svona er veðrið hér núna.

IMG_6876

Ég fór á taekvon do æfingu hjá stubbnum í kvöld til að taka myndir.  Það verður bráðum afmælishátíð HSV og þá verður gefið út blað með þeim íþróttum sem stundaðar eru hér, og ég lofaði að taka nokkrar myndir fyrir það tilefni.  Hér er verið að bíða eftir að æfing byrji.

IMG_6879

Hér er æfingin byrjuð.  Og ég get sagt ykkur að þetta er gamli íþróttasalurinn þar sem ég var í leikfimi frá 6 ára aldri, og það er sama gólfið, sömu veggirnir, grindurnar og sama lyktin, ég get svarið það.

IMG_6881

Sumt hreinlega breytist ekkert.

IMG_6883

Þeir sem mæta of seint verða að gera armbeyjur.

IMG_6884

6 apríl þá verður beltapróf, og mikil tilhlökkun og kvíði út af því.  En þetta er skemmtileg íþrótt og vonandi verða fleiri næsta ár. 

IMG_6888

Börn og fullorðnir hafa gott af að spreyta sig á þessari sjálfstjórnaríþrótt.

IMG_6891

Þeir skemmtu sér líka vel strákarnir.  Það eru líka stelpur í Taekwondo, en einhverra hluta vegna er enginn þar núna.

IMG_6893

Stubburinn.

IMG_6894

Þeir voru nú líka dálítið að gera sig til við myndavélina drengirnir LoL

IMG_6898

Flottir.

IMG_6902

En ég held að ég hafi ekki orku í meira en að skríða upp í rúm og leggja mig eftir daginn.  Ég ætla að fara blogghringin á morgun.  Segi bara góða nótt elskurnar og megi allir góðir vættir vaka með ykkur öllum og vernda.  Sérstaklega þeim sem eru veikir og þurfa stuðning og knús. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða nótt og ég óska Ásthildi litlu góðs bata  og þér aukaorku. Þegar svona kemur upp finnur maður fyrir að vera ekki lengur 18. En svo gleymist það þegar allt gengur. Meðan mér finnst ég 18 á milli er allt í lagi. En hefurðu tekið eftir hvað speglum hefur hrakað? Sýna miklu lakari mynd.  

Litla dúllan mín vaknaði með 39.9 í morgun og finnst hún eiga bágt. Hún hringdi áðan og ég var svo hissa að hún væri ekki sofnuð. Skýringin sem ég fékk var að hún væri með svo mikinn hausverk að hana langaði ekki að sofa. Svo ég sagði henni að besta lækning við hita og höfuðverk væri að sofa. Það er erfitt að vera lítill og lasinn. Rosaflottar myndir af strákunum á æfingunni og salurinn nákvæmlega eins og ég man hann. Ég hef ekki stigið þar inn fæti í bráðum 48 ár og allt óbreytt. Ótrúlegt.

Dísa (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 22:13

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Ekkert skrýtið að þú hafir verið orðin orkulaus. Það er nú meira en að segja það að sitja og standa eftir ósk ungviðisins. Vona að sú stutta hressist og amma hennar fái kraftana til baka með góðri hvíld í nótt.

Myndirnar dásamlegar. Ég myndi nú ekki þora að vera nálægt þessum strákum ef þeir væru reiðir.

Guð veri með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.3.2009 kl. 23:02

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Skil vel að þú sért þreytt.  Sendi batakveðjur í Kúlu og þakka fyrir kvöldskammtinn minn

Sigrún Jónsdóttir, 25.3.2009 kl. 23:09

4 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Hafðu það sem allra best 'Asthidur mín. Vona að heilsan fari batnandi

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 25.3.2009 kl. 23:58

5 Smámynd: Elín Helgadóttir

Þakka þér fyrir...  ég þrífst ekki án kossa og knúsa þótt ég sé ekkert veik.

Elín Helgadóttir, 26.3.2009 kl. 00:03

6 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Þekki Tai Kwon Do vel.  Sjáflur eru ég nú bara með gula beltið en hann Sigmundur minn (15 ára var fara að taka brúna beltið þegar hann hætti 7 ára).  Þannig að við tókum drjúgan þátt í þessari íþrótt.  Tai kwon do er allra góðra gjalda verð og mæli ég einregið með henni fyrir alla, og sérstaklega fyrir börn og unglinga.  Nauðsýnlegt þó að fullorðnir komi að þjálfun og skipulagningu.  Eitt það skemmtilegasta sem við kynntumst í USA.

Gangi ykkur vel með Tai Kwon Do!

Helgi Kr. Sigmundsson, 26.3.2009 kl. 01:00

7 Smámynd: Laufey B Waage

Vonandi batnar stúlkunni fljótt og vel.

Laufey B Waage, 26.3.2009 kl. 08:59

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 26.3.2009 kl. 09:36

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll fyrir umhyggjuna.  Reyndar er Ásthildur litla ennþá með hitavellu, svo við erum bara heima ömmgurnar og reynum að gera það besta úr öllu.

Gaman að heyra Helgi minn að þið feðgar hafið stundað Tae Kwon Do svo ég skrifi það nú rétt.  Þetta er frábær íþrótt og stubburinn mjög ánægður þar.  Þeir leynast víða sem hafa stundað hana.

Vonandi batnar litlu dúllunni þinni sem fyrst Dísa mín.  Það var mjög sérstök tilfinning að labba þarna inn í gamla leikfimisalinn minn í gær.  'Eg fór fyrst inn og var ein í nokkra stund.  Einhvernveginn hefur salurinn minnkað til muna hehehe.. en allt eins og það var, nema það hafði verið skipt um kaðla, gömlu þykkur kaðlarnir voru farnir og aðrir nylon kaðlar komnir í staðinn, ég er ekki viss um að þeir séu þægilegir.  Sama málningin á gólfinu og var þegar við vorum þarna að hlaupa meira að segja.  Þetta var svona tripp til baka um nokkra áratugi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2009 kl. 09:55

10 Smámynd:

Góðan bata til litlu ömmusnúllu  Það er gott að sumt breytist ekki - það er ekki nauðsynlegt að breyta því sem fullgott er  Eigðu góðan dag Ásthildur mín.

, 26.3.2009 kl. 10:12

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Óska skottunni góðs bata.  Frábært þetta með "fossinn".

Alltaf jafn yndislegt að skoða myndirnar þínar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2009 kl. 10:21

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt Dagný mín.  Ekki breyta breytinganna vegna. Takk fyrir góðar óskir.

Hehe já þær heita víst eitthvað hárgreiðslurnar hjá minni.  Takk mín kæra.

Knús Helga mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2009 kl. 11:36

13 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gódann bata í kotid og takk fyrri tessar dásalegu heimilislegu myndir.

Kvedja frá Hyggestuen

Gudrún Hauksdótttir, 26.3.2009 kl. 11:50

14 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Hafið það gott þarna á Ísó flottar myndir af dúllunum þínum  Knús á þig mín kæra

Guðborg Eyjólfsdóttir, 26.3.2009 kl. 12:45

15 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Það er sko ekki sama hvort hárið er greitt í gosbrunn eða foss ...  nú já eða nabba haha en allt er það jafnsætt á litlum prinsessum

Flottur Úlfurinn og hinir strákarnir í Tae Kwon Do. Þeir kunna greinilega að pósa líka fyrir myndavélina

Vona að litla krútti fari að batna pestin.

Ragnhildur Jónsdóttir, 26.3.2009 kl. 14:05

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elskurnar já ég vona svon sannarlega að litla skottið komist á leikskólann á morgun,  ekki það að hún er alveg meiriháttar skemmtilegur félagi, bara svona lítil snúlla skilur ekki að amma þurfi ekki að gera neitt annað

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2009 kl. 20:55

17 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það getur tekið á taugarnar og orkuna að vera með lasin börn, þó svo að það séu manns eigin börn eða börnin þessara eigin barna. Hafðu það gott.

Helga Magnúsdóttir, 26.3.2009 kl. 21:39

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Helga mín. Sömuleiðis.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2009 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 2022151

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband