Myndir undir svefninn.

Jæja tími á smávegis léttara hjal, myndirnar sem áttu að fara inn í hádeginu.  En sjokkið var svo mikið að ég gat ekki gert neitt.

IMG_6798

Við fórum í sund á Suðureyri í gær, og hér er verið að gefa öndunum.

IMG_6800

Það er hægt að gefa öndum hér og líka þorskum... já það eru þorskar í lóninu sem nánast éta úr lófa manns og það er jafnvel hægt að klappa þeim.

IMG_6801

En prinsessur sitja bara inn í bíl á meðan hehehe...

IMG_6804

Obb obb obb, þegar maður er búin að fá súkkulaðiís og nýkomin úr sundi er upplagt að fá sér smálúr.

IMG_6805

Svo er gott að eiga stóran "bróður" sem ber mann á háhesti heim að dyrum.

IMG_6806

Afar eru líka til þess brúklegir.

IMG_6807

Veðrið er fallegt, þessi er síðan í gær.

IMG_6808

Og þessi líka.

IMG_6813

Það færist líka fjör í garðskálann.

IMG_6814

Enda er vorið komið þar.

IMG_6816

en úti þarf að moka, og þá er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. 

IMG_6824

Og auðvitað þurfa allir að moka.

IMG_6828

Eða fá sér sólhlíf.  Það er allavega sól.

IMG_6829

Já vorið er komið í kúluna, hér eru Zakúrakirsuberin mín byrjuð að springa út.

IMG_6830

Og börnin bedrífa ýmislegt.

IMG_6835

Og þessi litla snúlla er alltaf til í mat, kjöt og fisk meðan sú stóra vill frekar jógúrt og ávexti.

IMG_6836

Og það kvöldar á Ísafirði.

IMG_6839

Himnagallerið fer að opna bráðlega.

IMG_6840

Svona er þetta bara hér.

IMG_6841

Morgunsólin í morgun áleiðis til Hnífsdals. 

IMG_6843

Það er líka komið vor í gróðurhúsinu mínu.  Hér eru sumarblómin að komast á legg.

IMG_6847

Þá fjölgar líka krökkunum í kúlunni.

IMG_6848

Eins og kálfar út á vorin.

IMG_6849

Að ýmsu þarf að hyggja.

IMG_6850

Já það er fjör. 

En hver tími hefur sína tilfinningu, og maður á aldrei að dvelja við það neikvæða og leiðinlega.  Það dregur mann bara niður.  Það á að líta á björtu hliðarnar og gleðjast yfir því fagra og góða.  Gefa frá sér leiðindinn, þau eiga ekki að fá að dvelja innra með manni.  Og best er að reyna að skilja ástæðurnar og fyrirgefa eða að minnsta kosti gleyma þeim bara alveg.  Lífið heldur áfram, ef eitt sund lokast opnast annað og örugglega meira spennandi.  Þá er líka best að biðja almættið um leiðsögn og aðstoð við að gera besta úr öllum hlutum.  Af því að þannig virkar lögmálið. 

Knús á ykkur öll elsku bloggvinir mínir og ég segi bara góða nótt. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Búkolla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.3.2009 kl. 21:37

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.3.2009 kl. 22:03

3 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Það er alltaf líf og fjör í kringum þig, Ásthildur mín. Gaman að fá að fylgjast með. Og ekki skemmir að fá smá forskot á vorið þegar maður "lítur inn" hjá þér  

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 23.3.2009 kl. 23:21

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir mig og góða nótt kveðjur í Kúluhús

Sigrún Jónsdóttir, 24.3.2009 kl. 01:13

5 Smámynd: Auður Proppé

Dugnaður í litla fólkinu og stóra (má ekki gleyma því), ég kemst í vorskapið.  Takk fyrir mig.

Auður Proppé, 24.3.2009 kl. 05:39

6 identicon

Svo sannarlega er vor í öllu hjá þér, smáfólkinu,kúlunni og gróðurhúsinu.  Mér finnst yndislegt að vakna í hálfbjörtu og þegar ég fer af stað í vinnu uppúr hálfátta er orðið fullbjart.  Gott að sjá að Hanna Sól er orðin hress.

Dísa (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 08:31

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Við vorum einmitt að ræða það áðan við Elli að við þyrftum sennilega að setja eitthvað fyrir svefnherbergisgluggann Ásthildur litla ætlaði aldrei að geta sofnað í gær vegna þess að það var svo bjart.  Þó var hún syfjuð og vildi fara að sofa.  Takk Dísa mín, sem betur fer er þessi gin og klaufaveiki genginn yfir, og þær urðu hvorugar að klaufum

knús Auður mín.

knús Sigrún mín, datt í hug að þú hefðir gaman af að sjá tjörnina.

Já Sigrún mín  Þorbjarnar, svo sannarlega finnur maður vorið, fuglasöng er ekki hægt að setja á mynd en hann ómaði í mínum eyrum í morgun þegar ég fór í vinnuna.

Knús Jenný mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2009 kl. 09:00

8 identicon

Það verður allt svo miklu léttara þegar fer að vora, bjartsýnin eykst og manni líður svo vel við að sjá að þrátt fyrir allt þá lifnar gróðurinn við og lífið heldur áfram en léttara með komu vorsins.

Knús í hamingjukúluna

Kidda (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 11:22

9 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Það er greinileg vorstemning bæði í yndislegu börnunum og plöntunum þínum alveg sama hvað öllum snjó líður fyrir utan hús, hann fer að lokum

Ég sé hérna fyrir sunnan að vorið er í miklum undirbúningi. Kirsuberjatréð mitt úti í garði byrjað að bruma vel og verður spennandi að fylgjast með því áfram Barnið innra með mér er líka alveg tilbúið í vor

Takk fyrir að sýna okkur svona skemmtilegar myndir og bestu kveðjur í vestfirskt vor. 

Ragnhildur Jónsdóttir, 25.3.2009 kl. 14:04

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert nú svo jákvæð og elskuleg Ásthildur mín og réttsýn.

Kristín Katla Árnadóttir, 25.3.2009 kl. 19:07

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk stúlku mínar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.3.2009 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2022149

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband