Smámömmó, blóm í kúlu og ýmislegt smálegt.

Allt gott héðan.  Ég þurfti að sækja stóru stúlkuna mína á leikskólan á hádegi í gær, hún var komin með gin og klaufaveiki. Það var samt miklu auðveldara að eiga við hana blessaða stór og þroskuð fimmára hnáta.  Sem betur fer gat ég tekið verkefnin með mér heim í þetta skiptið.

En nú er föstudagur og helgin framundan.

IMG_6723

Veðrið ljúft eins og sjá má.

IMG_6724

Það er líka hægt að sjá að mikið hefur tekið upp snjóinn úr fjöllunum þessa hlýviðrisdaga.

IMG_6726

En ég lofaði Kiddu vinkonu minni nokkrum blómamyndum úr garðskálanum, til að minna á vorið.  Hér er begonía sem er alltaf falleg vegna litar blaðanna.

IMG_6727

Það er ekki langt í að Kamelíufrúin fari að sýna sína eldrauðu knúppa.

IMG_6728

Prímúlur eru endalaus uppspretta gleði og fegurðar.

IMG_6729

Og litadýrðar.

IMG_6730

Vetrarlaufið er komið með hvít falleg ber.

IMG_6732

Beinviðurinn líka flottur.

IMG_6734

Og taxusinn.

IMG_6735

Ílexið þessar sígrænu plöntur lífga svo sannarlega upp á garðskálann.

IMG_6737

Yukkan og súlusýprisinn eru líka glæsileg.

IMG_6740

Já hún vildi fara í skólann sú stutta.

IMG_6741

Að vísu nýkomin heim frá leikskólanum Cool

IMG_6746

En taskan var bara svo spennandi.

IMG_6747

Og maður þarf náttúrulega að fara allaleið. LoL

IMG_6749

Hér er svo indíjána prinsessa!!!

IMG_6750

Þegar maður er heima, þá þarf að dunda sér við eitthvað LoL

IMG_6751

Þetta kann hún líka ennþá.

IMG_6752

Tjörnin er endalaus uppspretta ánægju.

IMG_6757

Og við ákváðum að grilla af því að það er föstudagur.  Hanna Sól fékk að kveikja í grillinu, undir öruggri stjórn afa.

IMG_6758

Hviss bang!!!

IMG_6759

Já og það tókst.

IMG_6761

Það er samt alltaf best að sulla bara LoL

IMG_6764

Litla dýrið söng; allur matur á að fara, upp í munn og oní maga.... Hún er ótrúleg, farin að tala svo mikið og syngja.

IMG_6765

Svo er rosagaman að fara í eltingarleik við afa með krabbann.  Þ.e. grillklóna, spennandi fram yfir allt.

IMG_6775

En svona er lífið í kúlunni, nú eru þær báðar sofnaðar eins og englar, afi í sundi og Úlfur í Taekwon do og amma að skrifa hér til ykkar elskuleg. 

Ég vona svo bara að þið eigið gott kvöld. 

Ég get upplýst það hér að laugardaginn 28 marz n.k. verður námskeið í klippingu trjáa hér á Ísafirði, og sennilega 18 apríl námskeið í ræktun matjurta.  Spennandi námskeið.  Þessir aðiljar höfðu hvoru tveggja samand í dag og ég ætla að vera þeim innan handar með það sem ég get.  Svona ofan á allt hitt.  GrinHeart En það er reyndar mikill áhugi núna á ræktun almennt.  Og það er vel.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

úff..... ég fékk alveg fiðring í magann við krabbaklóna

Vona að Hanna litla Sól nái sér sem fyrst og sendi ykkur kærleik í kúlu

Hrönn Sigurðardóttir, 20.3.2009 kl. 21:18

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.3.2009 kl. 21:21

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehe Hrönn já þessi krabbakló er stórhættuleg

Knús Búkolla mín

Knús Jenný mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.3.2009 kl. 21:28

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Alltaf eru myndirnar þínar jafn fínar.  Eltingaleikurinn hjá Ella og Hönnu Sól toppar samt allt.  Góða nótt.

Jóhann Elíasson, 20.3.2009 kl. 21:28

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir mig

Sigrún Jónsdóttir, 20.3.2009 kl. 21:37

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Jóhann minn og góða nótt

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.3.2009 kl. 21:38

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús Sigrún mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.3.2009 kl. 21:39

8 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Greinilega gott líf í kúlunni.

Bestu kveðjur / Jenni

Jens Sigurjónsson, 20.3.2009 kl. 21:51

9 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

takk það fer alveg að koma sumar

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 20.3.2009 kl. 23:38

10 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Góða helgi 'Asthildur mín .. Fínar myndir eins og alltaf

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 20.3.2009 kl. 23:52

11 Smámynd: Auður Proppé

Knús í helgina Ásthildur mín, alltaf jafn gaman að fá svona skemmtilega mynda seríu

Auður Proppé, 21.3.2009 kl. 09:29

12 identicon

ÆÆ þurfti hún að fá þetta líka. Mátti náttúrlega búast vðið því þegar það var komið í húsið. En þær virðast samt una glaðar og gamana að sjá einbeitinguna hjá Hönnu Sól að kveikja á eldspýtunni og eltingaleikurinn er stórgóður. Alltaf hægt að ná upp spennu þó vitað sé að öllu er óhætt. . Góða helgi.

Dísa (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 10:37

13 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og kveðjur .0)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.3.2009 kl. 17:49

14 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Dásamlegar myndir. Vetur að hopa allavega í bili útivið en það er aldeilis komið vor í Garðskálanum.

Vona að stelpurnar hressist. Þær eru ríkar að eiga afa og ömmu sem dekra svona vel við þær.

Guð veri með ykkur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.3.2009 kl. 21:47

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir hlý orð öll sömul.  Ég hef ekki komist í að fara blogghringinn minn í dag, var með tvo lítla skæruliða í pössun, svo það varð lítið úr verki hjá mér.  Knús á ykkur öll

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2009 kl. 22:37

16 identicon

Sæl Ásthildur.

Já, ég er oft, kominn heim þegar ég skoða síðuna þína..........bara annað ártal !

Kær kveðja til allra.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 2022930

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband