Hitt og þetta ekki fyrir viðkvæma.(LOL)

Skoðanakannanir eru ekki mínum flokki hliðhollar í dag, en það gerir ekkert til, ég er samt bjartsýn.  Þó fólk reyni að þaga okkur í hel, gerir ekkert til, ég er samt bjartsýn.  Fólk sem reynir að setja á okkur svartan blett með lyginni einni og illum hug, gerir ekkert til ég er samt sem áður bjartsýn.  Við  erum flottust, með besta málefnasamningin og valinn mann í hverju rúmi.  Það munu sitja konur í helming forystusæta á listum hjá okkur flottar sterkar konur í Reykjavik Suður, Kraganum og Norðausturkjördæmi.  Okkar menn eru alþýðufólk sem er nálægt grasrótinni, og hefur gott og mikið samband við fólkið í landinu.  Ég held að þessar skoðanakannanir séu ekki marktækar.  Við skulum sjá hvað kemur upp úr kjörkössum í vor. 

Já ég er bjartsýn, hef alltaf verið og mun vonandi alltaf verða.  Ég vil hvetja alla til að kynna sér málefni okkar á www.xf.is

Nú verða menn að fara að hugsa sjálfstætt.  Það dugir ekki að ætla sér að græða á daginn og grilla á kvöldin og láta D fyrir Drottinn hugsa fyrir sig.  Sá Guð hvorki fæðir fólk né klæðir.  Hann hugsar ekki um litla fólkið, heldur lítur á þau sem auðsveipa þegna sem hægt er að blekkja og nýta sér.  Sá Drottinn vill gera þá ríku ríkari því það eru þeirra menn. 

Hugsandi fólk spyr; hvernig getum við vakið þessa þjóð?  Og það er réttmæt spurning.  Ég er ekki að falast eftir atkvæðum.  Ég er að falast eftir því að þið gott fólk kynnið ykkur það sem flokkarnir hafa fram að færa, en ekki bara það sem fólk segir, heldur skoðið líka hvað þeir flokkar hafa verið að gera hingað til.  Ekki láta segja ykkur fallegar sögur rétt fyrir kosningar.  Lygin verður þá að sannleika og ég held að sumir trúi því sem þeir eru að segja.  En oftar en ekki er það hjómið eitt hjá allof mörgum.  Skoðið til dæmis hvað það ágæta fólk hefur haft fram að færa bara á siðastliðnu kjörtímabili.  Hvaða frumvörp það hefur lagt fram, og hvernig það hefur afgreitt hin ýmsu mál áður en þið trúið fagurgala heimsins. 

En ég ætla svo að setja hér inn svona undir svefninn nokkur lífsins blóm til að gleðja.

IMG_6713

Þetta eru vorblómin mín.

IMG_6714

Þau eru litrík, skemmtileg og lífsglöð.

IMG_6715

Vandamálin eru hvort þau komast út í garðskálan án þess að fara í stígvélin, áður en amma sér til þeirra.

IMG_6716

ég skal mála allan heimin elsku mamma, eintómt sólskin bjart og jamt. Heart

IMG_6717

Já vorið er sannarlega komið í kúlunni.

IMG_6718

Sjáiði áhugasemina hjá litla prakkaranum!!!

IMG_6720

Og svo er það eldhúsborðið sem er rosalega notalegt til setu.

IMG_6721

Þetta er framtiðin.  Ekki láta fagurgala og innantóm loforð eyðileggja framtíð þeirra.  Ekki gefa þeim tækifæri sem hafa setið og stjórnað í 18 ár með þeim árangri sem nú blasir við.  Það er komin tími til að leyfa öðrum að spreyta sig.  Ég er reyndar viss um að margt af því unga fólki sem nú er að bjóða sig fram í fyrsta sinn, vill vel og telur sig geta breytt einhverju, en í þeim stóra trúarflokki sem ég er að tala um verður engu breytt.  Þar er allt í föstum valdaskorðum og enginn fær að rokka þeim bát eitt eða neitt.  Því það þarf að vernda þeirra menn, mennina sem halda þeim við völdin, þar er ekkert til sparað enda maskínan komin á fullt skrið að sverta, niðurlæjga eða þegja í hel þá sem vilja breyta og bæta Ísland. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Helgadóttir

X-ásthildur....

Elín Helgadóttir, 19.3.2009 kl. 22:42

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

x-ást

Hrönn Sigurðardóttir, 20.3.2009 kl. 09:07

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

ÖLL blóm dafna vel hjá þér Ásthildur mín.  Rosalega hefur verið gaman að "kríta" þau snúa meira að segja baki í tjörnina.

Jóhann Elíasson, 20.3.2009 kl. 09:20

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Börnin eru eilíf uppspretta gleði og vonar.

Ég óska FF til hamingju með að vera lausir við kverúlantana.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.3.2009 kl. 09:47

5 identicon

jamm og já...þannig er nú það....Hef einhvernveginn á tilfinningunni að Kreppuáhrifum sé frestað fram yfir kosningar, það er einhvernveginn þægilegra fyrir fjórflokkinn, þas. þrenninguna, VG fylgja  með því að þeir eru að skora ennþá í skoðanakönnunum, en fara þó dalandi. Vona bara að fólk fari nú að vakna og skoða kostina, en við njótum ekki sannmælis ennþá eftir að hafa þurft að burðast með talsmenn sem hafa komið á okkur óorði sem erfitt getur reynst að þvo af, en við munum breiða út boðskapinn og vonadi uppskera þjóðinni til hagsbóta.   Bestu kveðjur til þí og þinna í kúluhúsi, úr Borgarfirði  Steini 'Arna

Þorsteinn Árnason (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 11:00

6 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Það er svo sannarlega rétt hjá þér með vorblómin. Barnabörnin okkar allra eru fallegustu og dýrmætustu vorblómin, þeirra sumar er framundan og eins gott að allir hugsi vel hvernig sumar við veljum þeim.

Knús og kveðjur vestur úr "vorhreingerningarokinu" hér fyrir sunnan

Ragnhildur Jónsdóttir, 20.3.2009 kl. 12:36

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég hef iðulega kynnt mér stefnumál flokkanna, yfirleitt eru þetta "falleg" plögg og margt sameiginlegt í stefnu þeirra en annað sem skilur að eins og gengur.

Í dag er ég meira að skoða persónurnar, sem ætla að framfylgja þessum stefnum og gæti þess vegna sett xið þvers og kruss á alla listana

Vorið í Kúlunni er mörgum vikum á undan Íslenska vorinu, yndislegt

Sigrún Jónsdóttir, 20.3.2009 kl. 15:12

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

xxx Rotveilerhundar!(þeir eru jú allavega einhverjir að vestan, t.d. Erpur Eyvindarsonur skálds)

Magnús Geir Guðmundsson, 20.3.2009 kl. 15:36

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég tek undir orð Sigrúnar hér að ofan...  .. 

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.3.2009 kl. 18:08

10 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

X-Ásthildur, pólitík Gaman af myndunum þínum. Úlfurinn þinn er duglegur að leika við alla barnahjörðina. Þú ert rík mín kæra að eiga alla þessa sólargeisla.

FARÐU VEL MEÐ ÞIG. PLEASE, THINK ABOUT IT.

Guð veri með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.3.2009 kl. 18:16

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Lofa því Rósa mín

Jóhanna mín og Sigrún þið eruð einmitt dæmi um hugsandi fólk sem spáir í hlutina, ég var að meina hina sem ekki hugsa aldeilis ekki taka þátt í mótmælum og nenna ekki að spá í hlutina, bara fara og kjósa sinn flokk hvað sem tautar og raular.  Í raun og veru ætti slíkt fólk ekki að hafa kosningarétt, en svona er nú einu sinni lýðræðið.

 Knús Helga mín.

Erpur er náttlega héðan eða faðir hans Eyvindur Eiríksson og viti menn Eiríkur Guðjónsson og Kristján Guðjónsson faðir Guðjóns Arnar voru bræður, svona gengur þetta nú í dag hehehehe  Magnús minn...

Nákvæmlega Ragnhildur mín börnin okkar eru það dýrmætasta sem við eigum, og okkur ber að skila þeim aðvænlegu umhverfi, framtíð sem þau geta fetað sig með þeirri reisn sem fullveðja frjálsir einstaklíngar eiga að geta.

Flýtur meðan ekki sekkur Þorsteinn minn gætu þeir verið að hugsa blessaðir

Takk Jenný mín, mér er mikið létt, verð að segja það. 

Takk Jóhann minn já spáðu í það, þau meira að segja setja bakið í tjörnina

Knús Hrönn mín

Knús Búkolla mín

Knús Elín mín

Þið eruð öll meiriháttar  Og heppin ég að eiga ykkur að vinum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.3.2009 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2022871

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband