Smá mömmó undir svefninn!!!

Svona mömmublogg undir svefninn.

Jamm Það var hringt frá leikskólanum hennar Ásthildar um hádegisbilið í dag og mér tilkynnt að hún væri komin með einhverjar bólur, ef til vill hlaupabólu, en þegar nánar var að gáð, þá var talið að sennilega væri þetta gin- og klaufaveiki.   Og ég er ekki að djóka, þó þessi litla rófa sé hvorki með gin né klaufir, þá er þetta víst hægt LoL Allavega eru bólurnar mest í munninum á henni og svo á útlimum. 

En sem sagt amma þurfti að sækja litla prakkarann á leikskólann og hlú að honum heima.  Þar var líka Úlfurinn sem hafði dottið á snjóbretti í gær og gengur við hækjur.

IMG_6649

Í gær aftur á móti var fjör.  Þá var hoppað í rúminu hennar Hönnu Sól.

IMG_6654

Já og ætli hún standi nú bara si sona á veggnum LoL

IMG_6657

Og grallarinn hann afi þurfti auðvitað líka að prófa.

IMG_6660

Veðrið í dag var alveg meiriháttar.

IMG_6664

Ég elska þessa birtu.

IMG_6666

Og svona manngerð fjöll má auðvitað nota til þess að skemmta sér.

IMG_6667

Þetta er gaman.

IMG_6668

Meira af þessu fallega hvíta og bláa.

IMG_6670

Pollurinn með íshröngli.

IMG_6671

Já fallegt veður.

IMG_6677

Svo við ákváðum að fara í göngutúr, enda sú litla ekki með hita, bara bólur.

IMG_6682

Yndislega gaman.

IMG_6684

Svo vildi afi líka láta draga sig.

IMG_6687

Dálítið erfitt, en samt hægt hehehehe

IMG_6683

Friður sé með yður.

IMG_6690

Ekki alveg samt, því þetta eru leifar af snjóflóði á Grænagarð.   En eigendur eru við öllu búnir þar á bæ, enda á snjóflóðahættusvæði.

IMG_6691

Hér hrinur úr hverju gili fyrir innan okkur, en vel er fylgst með öllu og við því alveg örugg.

IMG_6693

Og víst er þetta bæjarstæði fallegt líka.

IMG_6696

Engi og kúlan í sól, kyrrð og friði.

Eigið góða nótt elskurnar. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Frábær frásögn & með frábærilega flottum myndum.

Þú hrezzir mitt líf.

Takk.

Steingrímur Helgason, 17.3.2009 kl. 00:04

2 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Eins gott að mamman sé að læra dýralækningar fyrst litla skotta er komin með gin og klaufaveiki  Hef heyrt um þessa veiki en mundi aldrei láta mér detta í hug að þetta hrjáði mannabörn! Þarf hún lyf eða lagast þetta sjálft?

Flott myndin af Hönnu Sól að hoppa. Ég var smá stund að átta mig á henni  Gaman fyrir krakkana að eiga svona sprækan og skemmtilegan afa. Hann er langflottastur á snjóþotunni  Knús á ykkur

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 17.3.2009 kl. 00:11

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.3.2009 kl. 00:35

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Nú fer alveg að koma vor...er það ekki?  Það er alla vega vorgalsi í heimilisfólkinu.

Knús á ykkur

Sigrún Jónsdóttir, 17.3.2009 kl. 00:42

5 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 17.3.2009 kl. 06:45

6 identicon

Ég segi eins og sagt er hér á undan, hélt ekki að fólk fengi gin og klaufaveiki, enda er hún ekki klaufi - bara prakkari . Vona að henni batni sem fyrst.

En þetta með bæjarstæðið, það er bara eitt af því sem maður veit í hjartanu, en spáir ekki mikið í. Bara sjálfsagt. . Flottar myndir eins og þín var von og vísa.

Dísa (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 08:16

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Rosalega er fallegt veðrið nú er að mínu mati að koma BESTI tíminn fyrir vesta - það er vorið - tíminn meðan snjórinn er enn þá og stillur dögum saman og veðrið þannig að maður verður bara að vera úti verst fyrir hana litlu skottu ef hún verður að vera lengi innivið.

Jóhann Elíasson, 17.3.2009 kl. 09:54

8 Smámynd: Auður Proppé

Eins og alltaf frábærar myndir og afi er greinilega alger grallari, rak hann sig ekki upp í loftið að hoppa svona á rúminu?  

Auður Proppé, 17.3.2009 kl. 09:58

9 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Yndislegar myndirnar þína eins og alltaf Ásthildur mín en hvað heldurðu?? ella sprella er að kkoma vestur á ættarmót í júlí og mín er sko búin að tilkynna öllum fjölsk meðlimum sínum að hún sé að fara í kaffi til Ásthildar í kúlu :) Ji!!! Hvað það verður gaman, ættarmót hjá Sumarliðafjölsk og kaffi í kúlu.... Hlakka svo til :) Risaknús til þín og þinna

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 17.3.2009 kl. 11:07

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Voðalega eru þessar tátur heppnar með Afa Sprella sem er alltaf til í allt!!! Það er lukka að eiga svona forfeður eins og ykkur...ha? Bæði svo uppátækjasöm, aktív og lifandi á allan hátt og með Risastórt hjarta.

Ég gleymdi um stund öllu um kreppuna og fann bara gleði í sinni. Takk fyrir mig.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.3.2009 kl. 11:24

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 17.3.2009 kl. 12:41

12 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Hef einmitt heyrt um "gin og klaufaveiki" í börnum. Það jafnar sig og hún verður ekkert klaufalegri á eftir

Knús til ykkar yndisleg. Algjör dásemd að kíkja hérna inn

Ragnhildur Jónsdóttir, 17.3.2009 kl. 13:05

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll ég er dálítið upptekin með litla prakkarann svona pirraðan og lasinn.  Það er vonlaust að reyna að gera eitthvað annað.  Þessi elska.  Vonandi lagast hún sem fyrst.

Já ég vissi heldur ekki að þetta væri til á fólki.  En þetta eru bólur líkt og hlaupabóla en leggst bara á útlimi og munninn.

Mikið er ég glöð ef ég get sent ykkur smágleði í hjartað svona á þessum síðustu og verstu. 

En ég sendi ykkur knús núna, og þarf að hlaupa til og aðstoða litla stúlku sem vill bara hafa ömmu í seilingarfjarlægð. 

Ella mín mikið er það gaman að heyra að þú verðir á Ísafirði í sumar.  Við sjáumst þá mín kæra ekki spurning.

Fer blogghringinn seinna í kvöld.  Knús.   

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.3.2009 kl. 14:56

14 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ljótt að heyra, en frænka mín ein fékk svona á leikskólanum sínum í Kópavogi, ásamt fleiri leikskólasystkinum sínum, þá var talið líklegast að smitið kæmi með óleyfilega innfluttum köttum og/eða hundum sem gerðu þarfir sínar í sandkassa barnanna.  Þetta var virkilega andstyggilegur tími fyrir saklaus börnin á meðan þau glímdu við gin-og klaufaveikina. -  Flottar myndir eins og alltaf.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.3.2009 kl. 15:34

15 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Alltaf svo fallegar myndir hjá þér af fjölskyldunni og af fallega staðnum okkar.

Vona að börnin hressist fljótt og vel með Guðs hjálp

Guð veri með ykkur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.3.2009 kl. 19:55

16 Smámynd: Elín Helgadóttir

yndislegt...

Elín Helgadóttir, 17.3.2009 kl. 20:11

17 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Flottar myndir og fjör hjá þér. Ég elska líka þessa birtu.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 17.3.2009 kl. 21:14

18 Smámynd: Solla Guðjóns

Dásamlegar myndir.

Ósmekklegt heiti á annars frekar saklausri sýkingu.

Solla Guðjóns, 17.3.2009 kl. 22:22

19 identicon

Sæl Ásthildur.

Já,í fáum orðum. Mjög fallegt.....................................................!

Kær kveðja til allra.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 02:41

20 Smámynd:

Æ ég vona að litli grallari lagist fljótt. Gin- og klaufaveiki í börnum er sem betur fer yfirleitt fljót að ganga yfir. Knús í hús

, 18.3.2009 kl. 10:14

21 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásthildur mín yndislegar myndirnar og snæfjallaströndin í allri sinni dýrð
veistu að afarnir eru eiginlega bestir í að leika sér við þau og við bestar í öðru, samt held ég að þeir afar sem við eigum séu góðir í alla staði og þessar myndir sýna það.
hef heyrt um gin og klaufaveiki í fólki ekki mjög þolandi klæjar hana ekki elskunni?

Kveðjur til ykkar allra
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.3.2009 kl. 10:30

22 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æ vona að elsku börnin lagist fljótt

Flottar myndir að vanda hjá þér Ásthildur mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 18.3.2009 kl. 20:06

23 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Mig langar alltaf svo vestur þegar ég skoða myndirnar þínar, þær eru æði. Vona að skottið þitt jafni sig fljótlega.

Helga Magnúsdóttir, 18.3.2009 kl. 20:33

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll sömul.  Já litla skottið er að verða leikskólaklár eins gott því amman er orðin ansi hmmmm.... hehehehe.. say no more. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2009 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 2022152

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband