16.3.2009 | 20:23
Má bjóða ykkur í bíltúr?
Ég ætla að bjóða ykkur í bíltúr frá Stykkishólmi til Ísafjarðar yfir Laxárdalsheiðina. Gjörið svo vel að hoppa upp í bílinn og njótið íslenskrar náttúr, svo hrein og yndisleg. Perla engu öðru lík.
Þessi er að vísu tekinn á leiðinni til Stykkishólms.
Hólmarar eiga glæsilega nýja kirkju og svo eiga þeir víst aðra gamla ekki síðri. Diddú var með tónleika þarna á laugardaginn, en því miður hafði ég ekki tíma til að hlusta á hana.
Stykkirhólmur er einn af fegustu bæjarstæðum á Íslandi er óhætt að segja, alveg eins og Ísafjörður.
ég hafði samt ekki tíma til að aka um bæinn, því við áttum langa leið fyrir höndum.
Veðrið var dulúðugt, sólin óð í skýjum og birtan var sérkennileg, en allt svo fallegt.
Hver á sér fegra föðurland.
Þetta gæti verið beint upp úr draugasögum íslenskum.
Þar sem maður er einn í heiminum til að njóta fegurðarinnar.
Stærri er Gullfoss þessi foss, þetta er auðvitað vatn en í öðru formi.
Ein einmana falleg gömul kirkja á víðavangi.
Víðernin sem við erum svo kærulaus um því miður. Þetta er fjársjóður komandi kynslóða.
Það er að segja ef við fáum að vera í friði með landið okkar. Það gæti verið að við yrðum hrakinn héðan af fólki sem þarf að flýja sín heimili vegna þess að þau verða óbyggileg, sannarlega hrollvekjandi hugsun, en alls ekki útilokuð.
En allt þetta er okkar í dag.
Himnagalleríið er alveg opið þessa dagana.
En það þarf líka að huga að praktískum hlutum eins og að gefa hestunum.
Hér sést ofan í Hrútafjörðinn.
Skýin eru eilíf uppspretta fegurðar, og hér sjást þau vel fyrir mengun.
Og aldan brotnar við fjörunnar grjót.
Hvít fjöllinn móti bláu hafi.
Svartir kletta drangar rísa eins og tröll sem dagað hafa uppi.
Og sólin brosir bak við skýin.
Færustu myndhöggvarar gætu ekki gert þetta betur.
Og heldur ekki þetta listaverk, en þau eyðast líka fyrr en önnur. Þess vegna ber að njóta þeirra á stað og stund.
Skyldi ísbjörn hafa fengið sér far með þessum?
HVergi er himininn blárri en í fallegu íslensku vetrarveðri.
Og komin heim, ég býð ykkur í kaffi elskurnar og þakka samfylgdina, vona að þið hafið notið ferðalagsins.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 2022150
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir mig - ljúfur bíltúr
Man þegar ég kom í Stykkishólm í fyrsta skipti, þá sagði ég upphátt: Þetta er fallegasta bæjarstæði á landinu....og mér finnst það ennþá
Sigrún Jónsdóttir, 16.3.2009 kl. 20:51
Já þetta er fallegur staður Sigrún mín. Og tjaldsvæðið þeirra er mikið flott líka og sundlaugin. Það skiptir máli.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.3.2009 kl. 21:33
Sæl og blessuð
Alltaf gaman að koma í Hólminn. Frábært ferðalag með þér en ég á inni kaffisopann.
Vertu Guði falin
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.3.2009 kl. 21:45
Enginn vafi, þetta er stórkostlegt bæjarstæði og ekki síðra frá sjó. Takk fyrir að fá að sjá með ykkur. .
Dísa (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 23:02
Gaman að fá að "hoppa" uppí bílinn með þér og fá að njóta ferðarinnar. Ég er á því að Stykkishólmur sé fallegasta bæjarstæðið á landinu.
Ég þigg kaffibollann þegar ég hef mig í að kíkja vestur Takk fyrir mig
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 16.3.2009 kl. 23:40
Elsku Sígrún mín, láttu það bara vera sem fyrst
Velkomin mín kæra æskuvinkona
Alltaf velkomin Rósa mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.3.2009 kl. 23:53
Takk fyrir bíltúrinn, þetta land er svo fagurt, maður grætur hreinlega yfir þeim sem vilja eyðileggja þessa ómetanlegu fegurð. Og þessi ótrúlegi blái litur eins og þú bendir á... bara dásamlegt.
Takk takk
Ragnhildur Jónsdóttir, 17.3.2009 kl. 13:01
Sæl mín kæra. Þær eru alltaf svo lifandi myndirnar þínar og þú segir svo skemmtilega frá. Takk fyrir ferðalagið. Það var yndislegt.
kær kveðja, Silla
Sigurlaug B. Gröndal, 19.3.2009 kl. 09:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.