12.3.2009 | 09:50
Niðurstöður í póstkosningu Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi.
Ég lofa því að íþyngja ykkur ekki með kosningaáróðri. Reyni að stilla mig allavega. En í gær töldum við atkvæði í kosningu um fimm efstu sæti Frjálslyndaflokksins í Norðvesturkjördæmi. Þetta var póstkosning og eru 255 mann sá kjörskrá. Svarhlutfall var mjög gott eða rétt tæplega 50%
Talningin var spennandi, því mjótt var á munum milli frambjóðenda og ekki ljóst fyrr en í blálokin hvar hver fengi sæti. Það þurfti því að telja þrisvar áður en óyggjandi niðurstaða fékkst.
Guðjón fékk afgerandi kosningu í fyrsta sæti um 90% settu hann í fyrsta sætið.
Sigurjón Þórðarson var kjörinn í annað sætið.
Ragnheiður Ólafsdóttir í það þriðja
Magnús Þór Hafsteinsson í fjórða sætið
Sigurður Hallgrímsson í fimmta sætið.
Ragnheiður fékk líka afgerandi kosningu í þriðja sætið, enda flott kona og skelegg.
Landsfundur Frjálslynda flokksins verður svo haldinn í Stykkishólmi núna um helgina, og þá verður kosið um varaformann, þar sem Magnús Þór hefur fengið mótframboð af mjög hæfum konum. Svo það verður fróðlegt að vita hvað kemur út úr því. Ég reikna líka með því að unnið verði að við notum tækifærið og vinnum í framboðslistum flokksins allavega í Norðvesturkjördæmi, þar sem við erum dreyfð allt frá Fljótum fyrir norðan að Borgarnesi, það er því víðfeðmt svæði svo ekki sé meira sagt.
Það er kjörið tækifæri fyrir fólk sem vill starfa að stjórnmálum að skoða stefnu flokksins og vita hvort þar er flötur á því að styðja við bakið á Frjálslyndum. FLokkurinn hefur enginn spillingarmál á bakinu og nú virðist sem grasrótin hafi fundið uppruna sinn aftur. Við erum komin á beinu brautina eins og við vorum áður.
Frjálslyndi flokkurinn er fyrst og fremst landsbyggða flokkur. Í raun og veru eini flokkurinn sem aldrei hefur kvikað frá þeirri stefnu að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu. Það er líka stefna flokksins að vinna að hagsmunum aldraðra og öryrkja, við höfum okkar fólk þar framarlega á listanum eins og Ragnheiði Ólafsdóttur sem er öryrki og Guðmund Hagalínsson skeleggan baráttumann aldraðra var í 6 sæti síðast, og mun að öllum líkindum vera þar áfram. Guðjón og fleiri hafa flutt mörg góð þingmál um öryrkja og aldraða.
Það var póstkosning um afstöðu félagsmanna til ESB og það var yfirgnæfandi meirihluti sem vill ekki ganga í ESB að svo stöddu. Þannig að okkar afstaða í því er skýr að mínu mati.
Þetta er bara brot af því sem áherslur okkar liggja, en ef einhver vill skoða málefnasamningin þá er hægt að lesa allt um hann á www.xf.is
Ég styð þennan flokk af því að mér finnst vera gott fólk í honum með góð stefnumál og af því að ég þekki vel til, þá get ég staðfest að fólkið sem verður í forsvari á lista flokksins hér í Norðvestrinu allavega er allt saman fólk sem vill vinna að því að bæta hag fólksins í landinu, en ekki að mylja undir sjálfa sig. Á þessum síðustu og verstu tímum þá er það kostur sem ekki verður litið framhjá. Og ég hef ekki betur séð en sú hugsun ríki hjá öllum öðrum í innsta kjarna flokksins. Nú hefur horfið á braut fólk sem ekki hefur talið sig eiga hljómgrunn í flokknum, það er líka vegna þess að forystumenn flokksins hafa verið trúir málefnunum en hlaupa ekki upp til handa og fóta eftir vinsældakönnunum eða loftbólum. Mér líka þar vel. Ég vil vita hvar ég hef fólk, og ég vil að það sem frambjóðendur lofa fólkinu í landinu, það eigi þeir að standa við. Annars á að refsa þeim með því að kjósa þá ekki aftur.
Ég vil það besta fyrir íslenska þjóð, við eigum skilið að fá virkt lýðræði. Hvernig sem við tökumst á við að koma því á, þá er það lykilatriði fyrir velferð okkar allra. Þess vegna skulum við skoða vel, orð og athafnir, hvað hafa frambjóðendur lagt fram á þingi og hverju hafa þeir lofað. Hvað segja þeir og hvað gera þeir svo. Froðusnakka á ekki að setja aftur á vetur. Þeir verða aldrei neitt annað en froðusnakkar og loftbelgir hverju sem þeir klæðast, hvort það eru jakkaföt lopapeysa eða bara lambshúð, eins og margir reyna að sveipa sig með þessa dagana.
Í raun og veru þá erum það við fólkið í landinu sem höfum valdið. Við höfum bara ekki nýtt okkur það hingað til því miður. Því allof margir láta glepjast af fagurgala og flottum fötum. En við hvorki fæðum okkur eða klæðum með slíku, hvað þá að hafa ofan af fyrir fjölskyldum okkar. Við skulum því setja okkur sjálf og okkar í fyrirrúm, og kanna vel hvernig við getum best komið lýðræðinu til vegs og virðingar á ný.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með þetta Ásthildur mín flott hjá Sigurjóni, gangi ykkur vel á landsfundinum.
Ljós til þín ljúfust
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.3.2009 kl. 16:16
Gangi ykkur vel.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.3.2009 kl. 00:17
Hefði reyndar viljað sjá Heiðu ofar, hún á fullt erindi á þing. Hafa hana í öruggu sæti, hefði helst viljað sjá hana í efsta sætinu Ef ég hefði getað kosið fólk en ekki flokka núna þá hefði hún verið efst á blaði.
Knús í kúluna
Kidda (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 18:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.