11.3.2009 | 14:40
Ein mórölsk spurning!!!
Jæja þá er seinni turninn fallinn. Ætli Davíð Oddsyni líði eitthvað betur með það? Ekki að ég sé að réttlæta neins gjörðir, en langar aðeins að fara inn á móralskar hugleiðingar.
Gegnum mörg ár hefur Davíð Oddsson eldað grátt silfur við Baugsmenn. Kallað þá götustráka og ég veit ekki hvað. Bar upp á þá að reyna að múta sér og svo framvegis. Það er nokkuð ljóst líka hverjum hugsandi manni að það var hefndarráðstöfun hjá Seðlabankastjóranum fyrrverandi að knésetja og yfirtaka Glitni. Að lokum varð hann að hrökklast frá embætti með skömm sem hann mun aldrei komast frá, þess vegna leiðir maður nú hugann að því hvort honum líði betur að vita að Baugur féll líka.
En einhvernveginn þá er það svo að það líður engum vel við það að annar fari í þrot. Það upplyftir enginn sér með því að niðurlægja annan. Þetta vill oft gleymast í hamagangi og látum.
Hugur minn til Baugsveldisins er beggja blands, annars vegar er hugsun um alla vörulækkunina sem við fengum við opnun Bónus hér á Ísafirði, ég held að það hefi verið reiknað um 30% og munar um minna. Það jók ráðstöfunartekjurnar all mikið á stórum heimilum. Auk þess meira vöruúrval.
Á hinn bóginn þá heyrði maður frá fólki í sama bransa um aðferðirnar sem notaðar voru til að einoka staðina, og ég get ekki sagt að mér hugnist slíkt. Þetta er eins og tvær myntir á sama pening, gott og illt í bland.
Samt held ég að þetta sé lenska í business, og við vitum sennilega ekki helmingin af því sem fer þar fram. En hitt finnst mér ófyrirgefanlegt þegar stjórnmálamenn og ráðamenn þjóðarinnar eru svo veruleika fyrrtir að þeir fara að skipta sér af því hver lifir og hver deyr í bransanum.
Þeirra hlutverk er að setja reglur og umhverfi sem allir eiga að fara eftir. En ekki flokka menn niður í heppilega og óheppilega bissnessmenn. Þá er lýðræðið komið allt á skjön, eins og nákvæmlega hefur gerst hér hjá okkur.
Sjálfstæðisflokkurinn er ekki beint stjórnmálaflokkur, hann er frekar annað hvort valdastofnun eða trúfélag, nema hvorttveggja sé. Þar innanborðs er fólk sem; svo ég kvóti nú í þeirra aðalhuguð; spáir ekki mikið í pólitík, en vill græða á daginn og grilla á kvöldin. Þetta fólk virðist ekki hugsa mikið, eða spá í hvernig hlutirnir eru. Þeir horfa bara á brosandi andlitin á glansmyndunum og sjá bara XD.
Svo eru hinir sem trúa blint öllu sem þessir mógúlar láta frá sér fara. Allt sem þeir segja er heilagur sannleikur, og allir hinir ljúga. Þannig hafa margir sett Davíð Oddsson á stall, þar sem hann dagaði uppi, vegna þess að það flæddi að honum og hann gat ekki stigið niður.
En sem betur fer er ég að sjá menn sem eru komnir í nafnaskoðun og skilja hreint ekkert í sínu fólki hvernig það hagar sér. En þetta fólk setur samt Xvið Déið, og telur sig geta breytt einhverju innanfrá. Ég gæti sagt þeim að það væri alveg vonlaust, en þeir myndu ekki trúa mér. Þessi flokkur virðist nefnilega hafa það eitt að markmiði að halda völdum í landinu. Það er sýnilegt þessa dagana og hefur aldrei verið sýnilegra, að þeir hugsa fyrst og fremst um að flokkurinn haldi velli, að þeir ráði stofnunum og innri strúktúr landsins. Fólkið er bara þarna til þess eins að kjósa þá aftur og aftur og aftur.....
Ég var að lesa bloggið hans Sigurðar Inga Jónssonar og þar birtir hann þetta flotta kvæði. sem mig langar til að setja hér inn, ljóðið er eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi og nefnist söngur Loddarans.
Söngur loddarans
Ég er einn af þeim átján,
sem allur heimurinn þekkir,
því ég er frægasta fíflið
og fíflið, sem alla blekkir.
En þeir verða fyrstir frægir
og falla síðast í gleymsku,
sem iðka loddaraleiki
og lifa á fjöldans heimsku.
Sé mér boðið að sitja
að sumbli með öðrum köppum,
þá geng ég í gömlum frakka
með gljáandi silfur hnöppum.
Ég veit hvað höfðingjum hæfir
og hentar í þeirra sölum.
Með skotthúfu skarlatsrauða
skarta ég frammi í dölum.
Ég blæs í lyginnar lúður
og leik á hégómans strengi,
og hræsninnar bumbu ber ég,
svo bergmálið hljómi lengi,
og sé ég í sölum kvenna,
þá syng ég um þeirra yndi.
Ég haga svip eftir sveitum
og seglunum eftir vindi.
Hjá þeim, sem heiminum hafna
og himininn þykjast erfa,
læt ég með lyst og prýði
léttúðarsvipinn hverfa.
Þá læzt ég elska og aumka
alla, sem flaka í sárum.
Með gömlum, gigtveikum klerkum
græt ég krókódílstárum.
Ég tala sem breyskur bróðir
og bið fyrir þjóð og landi
og dingla með koparkrossinn
í kaþólsku talnabandi.
Um miðaldamusterin hljóðu
í myrkrinu einn ég fálma,
og engum öðrum tókst betur
að eigna sér gamla sálma.
Ég leik mér að litlum sálum
og lokka þær sæll og glaður.
Ekkert er léttara en látast
lifa sem helgur maður.
Ég er frægasta fíflið,
sem fellur síðast í gleymsku,
iðkar loddaraleiki
og lifir á fjöldans heimsku.
Frekari greiðslustöðvun hafnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022144
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bónus hefur fært íslenskum heimilum miklu meiri kjarabót en nokkrir kjarasamningar hafa gert. Þótt Bónus Group verði gjaldþrota þá eiga þeir feðgar eftir Haga hf. sem rekur íslensku verslanirnar, Bónus, Hagkaup ofl. En það er með þetta eins og allt að það eru tvær hliðar á málinu og flottræfilsháttur í formi glæsiíbúða í New York, snekkjur og einkaþotur hafa sett ljótan blett á annars gott fyrirtæki.
Nú ætti Davíð Oddsson að verða loksins ánægður, þetta hefur verið hans hjartans mál í mörg ár.
Jakob Falur Kristinsson, 11.3.2009 kl. 16:19
, 11.3.2009 kl. 20:46
Sæl Ásthildur.
Góður pistill hjá þér og ekki skemmir kvæðið pistilinn.
Það verður ekki tekið frá Jónannesi í Bónus að hann var brautryðjandi ásamt Pálma í Hagkaup í lækkun vöruverðs. Og það var kjarabót svo um munaði !
Allir eiga bæði gott og slæmt til ... held ég.
Og það er hægt að þroskast frá hinu slæma til hins góða.
Kær kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 04:36
Mikið rétt Þói minn, það sem þarf er að vita hvað er rétt og hveð er rangt, stundum þvælist það fyrir mönnum.
Knús Dagný mín.
Já Jakob minn, karlinn ætti að kætast núna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2009 kl. 08:48
Magnaður ljóðabálkur ...og svo margir sem þvælast um í frökkum með silfurhnappa og fífla fólkið. Svo sorglegt ...svo sorglegt.
Takk fyrir hugleiðingu Ásthildur mín. Núna bara verðum við að þora að horfast í augu við staðreyndir og hvað er hvað..það þýðir ekkert lengur að reyna að finna eitthvað göfugt við það þjóðarrán og eignaupptöku sem hér hefur átt sér stað. Glæpir eru glæpir...ekki góðir glæpir eða vondir eða úpps óvart glæpir. Það sem her er að gerast er af þannig stærðargráðu og svo mikilli spillingu og ásetningi að það er ekki hægt að yppa öxlum og halda að eitthvað af þessu hafi bara gerst óvart hjá góðum körlum sem meintu vel.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.3.2009 kl. 09:26
ALveg hárrétt hjá þér Katrín mín. Vonandi kemst skriður á þau mál með Evu. Ég vona það.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2009 kl. 10:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.