Afmæli stubbsins míns.

Afmælið gekk vel hjá stubbinum.  Það kom fullt hús af flottum krökkum og þó megi segja að hávaðinn hafi verið nokkuð mikill, þá voru þau öll bara svo flott og skemmtileg.  Ég ætla að vona að þau fari saman gegnum þessi erfiðu ár sem eru framundan, og að þau hlúi hvort að öðru, til að ekkert þeirra fari út í vitleysu, því þetta er viðkvæmur aldur og með sameiginlegu átaki þá geta þau stutt hvort annað og passað upp á hvort annað hvert á sinn hátt, þannig að þau komist öll í gegn um nálaraugað.

IMG_6387

trommusettið var náttúrulega spennandi, og sumir voru hreinlega rosalega flottir að þeyta kjuðana svo að aðdáunarver var.

IMG_6391

en strákarnir komu líka með græjur til að spila, þetta var sko alvöru....

IMG_6392

Og sífellt komu fleiri. 

IMG_6393

Já það voru pitsur og gos, og nammi og hvað eina. 

IMG_6395

ég held að þau hafi bara skemmt sér vel yfir veitingunum.

IMG_6394

En það þurfti að koma græjunum í lag, og þar eru strákar bestir, nema ef enginn er til að gera hlutina, þá tökum við stelpurnar við og gerum nákvæmlega það sem þarf. Bara ekki þegar þeir eru viðstaddir... hafiði tekið eftir þessu lífsreyndu konur?

IMG_6397

en músikinn dunaði og það var dansað.

IMG_6398

ég get alveg samsamað mið þessari rauðhærðu stúlku, ég er líka svona dansfífl, með jákvæðum formerkjum.

IMG_6402

Hér er verið að leika fyrir framan myndavélina LoL

IMG_6407

Flottar stelpur.

IMG_6411

Það er bara eitthvað svo heilbrigt og skemmtilegt við krakka sem eru af hjartans einlægni að skemmta sér.

IMG_6423

Jamm hehehe sumir eru rólegri en aðrir.

IMG_6429

Úlfur í prinsessuherberginu. 

IMG_6439

stelpurnar mínar sváfu hér, það var notalegt, amma skaust svo inn um morguninn og stalst til að taka mynd heheheh.... Þetta eru ömmukrútt.

IMG_6440

Svona var nú veðurútlitið í morun.  snjór og vindur...

IMG_6455

Og að lokum undir svefninn, Gulli er bangsi sem hefur verið á Bakkaskjóli yfir 25 ár.  Krakkar taka ástfóstri við hann og hann fær að fara með þeim heim yfir helgi.  Mamma á svo að skrifa um það hvernig helgin gengur.  Það fylgir honum bók til að skrifa í.  Við settum þessa mynd inn í bókina hans Gulla, því okkur fannst við hæfi að hann fengi líka mynd af sér og aðdáanda sínum.  Og hér er sú mynd.

en svona að lokum, krakkar mínir ef þið kíkið hér inn til að skoða myndirnar, þá vil ég segja þetta.

Ég vil þakka ykkur fyrir prúðmannlega framkomu, og umhyggju fyrir mér.  Þið eruð yndæl og góð, ég óska þess að þið standið saman og standið bæði með ykkur sjálfum og hinum krökkunum um að verjast öllu utanaðkomandi sem áreitir ykkur.  Ég sé að þið eruð hæfileikarík og flott, og það mun fleyta ykkur langt, en besta vörnin sem til er, er að þið ákveðið að standa saman, verja hvort annað og taka tillit til hvors annars.  Ég verð 65 ára á þessu ári, ég hef hitt mín skólasystkin núna á fimm ára fresti í allmörg ár og við rifjum upp skólagönguna, við munum öll svo margt frá okkar skólaárum, við munum ekki bara það sem við gerðum vel, við munum líka alltof vel það sem miður fór, og við hefðum svo gjarnan viljað laga.  En það var þá of seint.  Þið aftur á móti eigið þetta allt eftir og örugglega hittinga gengum ykkar tíð.  Látið þær minningar verða fallegar og gleðiríkar með því að breyta rétt og vel, það er ykkar val.  Knús og mikið var ég ánægð með ykkur öll í gær. Heart 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Yndislegt og fallegt að vanda elsku ljúfa fallega kona :0) takk takk og knús knús og klemm.....:0)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.3.2009 kl. 00:08

2 Smámynd: Tiger

 Frábærar myndir Ásthildur mín, svo mikið líf í þessu unga fólki sko! Til lukku með strákinn þinn líka ...

Það er endalaust gaman að fylgjast með þessum unglingum þegar þau taka sig saman og byrja að skemmta sér og stunda smá "partýfíling".

Það er endalaust skemmtilegt að fá að sjá þessar myndir hjá þér og þakka ég kærlega fyrir það að fá að vera með í fjörinu hjá ykkur!

Og að lokum - alveg brilljant lokaorð hjá þér Ásthildur mín - til krakkanna! Það er svo mikið satt að þau eiga núna framundan skólalífið og tilveruna og svo mikið lífsnauðsynlegt að standa saman og hlú að hvert öðru í gegnum unglingsárin! Það er svo mikið sem góður vinahópur getur afrekað samferða í gegnum skóla og unglingsárin og næsta víst er að góður hópur getur unnið kraftaverk fyrir bæði hópinn sjálfan - og aðra ef þau eru ljúf og góð við alla sem þau mæta ..

Takk fyrir mig yndislega frænka og hafðu það dásamlegt í komandi viku - sem og bara alltaf!

Tiger, 9.3.2009 kl. 00:20

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hvað get ég sagt?  Þú ert einfaldlega einstök manneskja Ásthildur, bæði víðsýn og full af kærleik.

Ekki skrýtið að börnum líði vel í návist þinni. 

Myndirnar eru auðvitað gargandi fjörugar.

Knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.3.2009 kl. 08:04

4 identicon

Það hefur verið rosafjör í partíinu og verður örugglega lengi munað. Mikið rétt, það skiptir öllu að eiga góða vini og líta til hvert með öðru. Ef þau halda hópinn geta þau stutt hvert annað. Fallegur og glaður hópur.

Dísa (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 08:32

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll fyrir hlý orð í minn garð.  Þetta var afar gott partý og þau höfðu mestar áhyggjur af því að þau hefðu of hátt þessar elskur.  En við höfðum bara ánægju af því hve vel þau skemmtu sér.  Já þetta eru góð börn, eins og ég held að flestir unglingar séu.  Það er bara einhvernveginn þessi viðkvæmi aldur, þess vegna er svo mikilvægt að þau sjálf hjálpist að og verndi hvort annað.  Þau eru jú í mestri nálægð og skynja örugglega fyrst af öllum ef eitthvað er að hjá þeim næsta. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2009 kl. 10:05

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Fallegur og glaður hópur sem er gaman að sjá. Þil þín Ásthildur mín þú er svo yndisleg og gefur mikið af þér og hefur hjálpa mér og öðrum mikið. Hjatans knús til þín og takk.

Kristín Katla Árnadóttir, 9.3.2009 kl. 10:53

7 Smámynd:

Til hamingju með drenginn Ásthildur mín. Það er ómetanlegt fyrir börnin að eiga svona griðastað þar sem hægt er að skemmta sér og vinum sínum án skamma og ólundar hinna fullorðnu. Þau eru rík börnin þín og barnabörnin að eiga þig að

, 9.3.2009 kl. 11:45

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk báðar tvær

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2009 kl. 11:53

9 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

frábærir krakkar

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 9.3.2009 kl. 17:51

10 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Kæra Asthildur til hamingju með drenginn þinn. Þú ert bara mögnuð og sérstök manneskja. Tek undir allt sem aðrir hafa skrifað hér fyrir ofan. Það mættu vera til fleiri eintök af Ásthildi Cesil þá hefði engin áhyggjur meir. Takk fyrir flottar myndir og kærar kveðjur til þín og hópsins þíns. kv Sirrý

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 9.3.2009 kl. 19:18

11 Smámynd: Laufey B Waage

Til hamingju með stubbinn.

Laufey B Waage, 9.3.2009 kl. 20:19

12 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Til hamingju með Úlf  Þú ert náttla bara alveg einstök manneskja  Það er æðislegt fyrir krakkana að fá að koma til þín í partý og fá að vera þau sjálf.

Takk fyrir blómamyndirnar hér á undan. Gaman að sjá allt springa út.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 10.3.2009 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2022149

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband