3.3.2009 | 11:02
Snjóflóðahætta og illfært um götur.
Jæja mín kæru, þá er veður vont, ófært um Kirkjubólshlið, Óshlíð og Eyrarhlið. Svo ekki komst litla skottan mín í leikskólann, en sú eldri er á Sólborg og það er ennþá fært innanbæjar, þó það sé orðið þungfært. Og svo á að hvessa upp, svo það má segja að ekki sé hundi út sigandi.
Svona er útlitið úr mínum bæjardyrum núna.
Jamm það er komin ansi mikill snjór.
Rétt grillir í Engi. Og nú var verið að hringja bæði frá Grunnskólanum og Leikskólanum Sólborg og tilkynna að það væri verið að loka skólunum vegna ófærðar. Þetta er nú meira ástandið.
Já svei mér ef ég tek ykkur ekki bara með mér á ættarmót í Reykjanesi. Hér er mamma mín sem situr, Dóróthea systir hennar næst henni, Pétur bróðir hennar næstur og Kristín kona hans.
ég Aron bróðir Úlfs Júlíana og Úlfur. Þetta var áriði 1999, sem systkini mömmu hittust, og svo var farið fram í Hraundal og Selið heimsótt, en þar ólst mamma og systkinin upp að einhverju leyti.
Það þurfti að vaða yfir Hraundalsána, því yfir hana er enginn brú. Og eftir allan þennan tíma, mundi Pétur frændi hvar vaðið var. Sumt gleymist ekki.
Hér er svo Selið, moldarbær sem mamma mín ólst upp í, svona erum við nú nálægt fátækt fyrri ára. það er bara ekki lengra síðan en þetta. Og Kreppa hvað!!!
Mamma og Júlíana Lind. þetta var síðasta árið sem mamma mín lifði, og gott að hún skyldi upplifa þessa ferð með ættingjum sínum.
Ein hlýleg og notaleg. Skafti minn í sundlauginni í Reykjanesi með Júlíönu dóttur sinni.
En ég kveð ykkur héðan út snjónum og þeim hættum sem steðja að íbúum hér, verið samt alveg róleg það er vel hugsað um okkur, og almannavarnirnar á vaktinni. Væsir ekki um okkur meðan við höfum rafmagn og svoleiðis.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 2022938
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það eina sem hægt er að gera í svona veðurham er að muna að sumarið kemur alltaf aftur. Takk fyrir að minna okkur á það með ættarmótsmyndunum
Sigrún Jónsdóttir, 3.3.2009 kl. 11:11
Mér finnst svooo gaman í svona vondum veðrum og væri alveg til í að vera fyrir vestan núna. Nú eða bara fá þetta veður hingað suður, þá geta fleiri notið þess! :)
Kv.
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 3.3.2009 kl. 12:18
Skal bara senda þér það suður Þórdís mín
Annars er örugglega betra að takast á við það hér en fyrir sunnan, fólk þar kemst ekki neitt í svona ófærð. Við getum þó bjargað okkur ef með þarf.
Satt segir þú Sigrún mín. Það er notalegt að ylja sér við góðar minningar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2009 kl. 12:30
Voða er gaman að skoða þessar myndir, og ég fæ nú svipaða tilfinningu og Þórdís frænka mín.... það var nú oft gaman í vondu veðri fyrir vestan en það er nú ekki víst að ég líti á það sömu augum núna sem fullorðin.
Þó það sé oft ansi kalt hérna hjá mér og snjór þá er nú sjaldan svona almennilegur bylur. Bestu kveðjur í kúluna í snjónum
Herdís Alberta Jónsdóttir, 3.3.2009 kl. 13:25
Yndislegar myndirnar af ættarmótinu með sumri og sól og mömmunni
Það er líka góð áminning þetta með torfkofann og kreppu... En ég verð að játa að óveður setur alltaf í mig óhug. Og að vita af óveðri í byggð á vestfjörðum hefur einhver áhrif á mig hérna fyrir sunnan sem hef aldrei verið á vestfjörðum í slíku veðri. Maður er náttúrulega bara bilaður
Hér svífur fallegur "jólasnjór" létt til jarðar í dag, fallegur og ljúfur.
Sendi ykkur hlýjar hugsanir
Ragnhildur Jónsdóttir, 3.3.2009 kl. 13:37
Gott að það fer vel um ykkur. Ég man einmitt eftir þessum pælingum með kúluna v.s. snjóflóð, það mundi sennilega bara rúlla yfir án þess að valda tjóni. Það er náttla bara langbest að geta kósað sig innandyra í svona veðri. Og þá er gaman að ylja sér með gömlum myndum.
En hvernig er í Kúlu, fer ekki allt að fara að springa út hjá þér? Hlakka til að fara að sjá blómin vakna

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 3.3.2009 kl. 15:05
Ég skal alveg taka við þessu veðri hér á suðvesturhorninu, að vísu komast fæstir lönd né strönd og mér þykir (alltaf sami vestfjarðahrokinn í mér) fólk hérna ekki kunna að búa sig fyrir vetrarfærð hvað þá að keyra þegar það snjóar örlítið.
En það yrði samt gaman.
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 3.3.2009 kl. 15:08
Gott að frétta af þér
Hrönn Sigurðardóttir, 3.3.2009 kl. 15:51
Knúskveðjur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.3.2009 kl. 17:19
Mikið held ég að við á höfuðborgarsvæðinu hefðum gott af því að fá ekta vestfirskt veður yfir okkur, fólk kann varla að keyra lengur í hálku og ég tala nú ekki í snjó. Það yrði sjálfsagt allt ófært við einum þriðja af svoleiðis veðri og allt stopp
allir bjargarlausir heima hjá sér. Hvað mig langar að fá einu sinni hressilegt banbrjálað veður hérna þó það væri ekki nema einu sinni á vetri eða annan hvorn vetur.
Skemmtilegar myndir að vanda, vildi að útsýnið úr mínum gluggum væri svipað og hjá þér. Ættarmótsmyndirnar eru skemmtilegar, bæði mamma þín og hennar niðjar voru heppin að komast eina ferð saman á hennar æskuslóðir. Sérstaklega eru yngri aðilarnir heppnir að fá að heyra sögur sem gerðust akkúrat þarna.
Spyr eins og Sigrún er ekkert að vakna í kúlunni af gróðri
Risaknús á alla í kærleikskúlunni fyrir vestan í bylnum
Kidda (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 19:07
Ekki vil ég sjá svona veður. Þórdís verður bara að eiga það alein ef óskir hennar um tiflutning veðurs rætast. Sumar myndirnar hjá þér eru þó reyndar eins og fínustu jólakort.
Helga Magnúsdóttir, 3.3.2009 kl. 19:10
Mikið er gaman að sjá myndirnar af ykkur á ættarmótinu, mynd af mömmu þinni elskulegri og þeim systkinum.
Líka að sjá "stóru börnin lítil". Verð að viðurkenna að mig langar ekkert að fá veðrið hingað, þegar koma svona slæm veður fyrir vestan hellist yfir mig tilfinning frá svona veðri fyrir rúmum 40 árum í brjáluðu veðri þar sem fórust tveir togarar og bátur með allri áhöfn. 3o-40 cm ísing var utaná húsinu og bara hvinurinn í veðrinu og mér fannst ég óskaplega lítil hímandi við þriðja mann 7 kílómetra frá næsta byggða bóli. Vona að snjóflóðin láti alla byggð í friði. 

Dísa (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 20:02
bara mars eftir og svo kemur apríl
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 3.3.2009 kl. 20:20
Vona að fari áfram vel um ykkur og þið þurfið ekkert að fara út fyrr en veðrinu slotar. Bestu kveðjur

, 3.3.2009 kl. 21:13
Æ kúriði bara saman í kúlunni öll kærleiksfjölskyldan og biðjum þess að veðrið gangi yfir án tjóns og láta.
Hugsa til ykkar og hlakka líka til að sjá blómamyndirnar fallegu þegar það fer að vora í sálinni á mér..tra la la!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.3.2009 kl. 21:17
Kertaljós og góð bók. Og kannski kakó. Er það ekki málið á svona stundu?
Laufey B Waage, 3.3.2009 kl. 22:15
Það setti að mér óhug að sjá myndirnar að vestan í fréttunum í gærkvöldi.
Vonandi gengur þetta fljótt yfir og yndislegur kirrlátur vestfirskur vetur taki við.
Solla Guðjóns, 4.3.2009 kl. 07:01
SwissMiss time. Arineldur (á geisladiski ef ekki vill betur til) teppi, jólabókin, sem þú hefur ekki náð að lesa. Elli í ruggustólnum með pípu og Dickens að lesa fyrir börnin, sem kúra á teppi við fætur hans. Stormurinn útii og öryggið inni. Svona mála ég þá mynd.
Raunar svipaður skítur hér. Svipuð mynd hér nema af einbúanum.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.3.2009 kl. 08:35
Flottar myndir af ættarmótinu í Reykjanesinu, og mikið svakalega er gelgjan mín og betri helmingurinn minn flott saman í lauginni :):)
kveðja á ykkur í kúluna alla leið innan úr firði
Tinna tengdó (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 09:59
Kæra Ásthildur!
Nú get ég ekki setið á mér lengur,og set hér inn nokkrar línur til þín.Þakka þér fyrir skemmtilega bloggið þitt,og að leyfa okkur hér úti að fylgjast með annasömu og áhugaverðu lífi ykkar í kúlunni.I nærri tvö ár hef ég lesið bloggið þitt og ég dáist að þér.Þú getur alltaf séð björtu hliðarnar á lífinu.Og litlu krílin sem eru hjá ykkur búa eflaust alla tíð að tímanum hjá ömmu og afa.Bestu kveðjur,og haltu áfram að gleðja okkur öll sem lesum bloggið þitt.
Védís
Bíldudal.
Védís Thoroddsen (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 10:40
Manni hlýnar við að sjá myndirnar frá ættarmótinu Ásthildur mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 4.3.2009 kl. 11:08
Skemmtilegir kontrastar veturs og sumars!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.3.2009 kl. 15:02
Það er eitthvað VIÐ'ða að fá almennilega vetur, finnst okkur í höfuðborginni. Slíkt gerist í mesta lagi tíund hvert ár. Stundum fáið þið á 'norðurslóðum' samt all veruleg nóg. Mikið var gaman að öllum fallegu sumarmyndunum - við í 'suðrinu' erum líka farin að hlakka til sumarsins. Hafið það notalegt inn og hressandi úti! Veit að allrar varúðar er gætt - þið kunnið á þetta
Hlédís, 4.3.2009 kl. 17:46
Bestu kveðjur í heim kúlunnar, sem þó aldrei snýst, en iðar samt í sínu skinni, full af lífi!
Magnús Geir Guðmundsson, 4.3.2009 kl. 18:08
Knús knús og ljúfar kveðjur :0)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 4.3.2009 kl. 20:47
Sæl Ásthildur.
Já, snjór og hvað það var oft gaman í den þegar snjórinn var svo mikill að mér var hent út um eldhúsgluggan til að moka frá útidyrunum.
En ekki alltaf jafn gaman ,þegar maður komst ekki VEGNA VEÐURS.
EN allt líður þetta hjá.
Og gott hjá þér að koma með myndirnar af ættarmótinu og fleiri. Hafðu þökk.
Kærleikskveðja til þín og allra þinna.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 10:22
Takk öll sömul, ég er ykkur þakklát fyrir viðbrögðin.
Gott að finna svona hlýju og yl. Ég hef verið upptekinn því ég gekkst undir það hjá vini mínum Smára Haralds að taka að mér fyrirlestur um þær plöntur sem vaxa fyrir vestan. Það er heilmikið mál að gera slíku skil.
Takk Védís mín fyrir innlitið og kveðjuna mér þótti vænt um að heyra hana, og líka hjá ykkur öllum hinum mínum kæru bloggvinum og auðvigað var gott að fá rómantísk ráð frá ykkur líka hehehe.... ég beið alltaf eftir að rafmagnið færi, en það hélt furðulegt nokk allan tímann. En ég mun geyma öll heilræðin ykkar þangað til næst.
Þið eruð meiriháttar!!! 
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2009 kl. 12:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.