Ég er afi minn.

Svei mér þá stundum getur lífi og raunveruleikin slegið öllum leikverkum við.  Ég veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta.  Það er talað um leikfléttur, spenning, uppgjör í skáldverkum.  En þessi leikflétta og spenna er miklu meira en það, og ekki enn ljóst hvernig leikritið endar.  Við fylgjumst öll með og sýnist sitt hverjum.  Þetta er einskonar hringleikahús.... eða þannig, allt komið í hring.  Davið komin undir verndarvæng Ögmundar.  Þvílík snilld ég er alveg viss um að jafnvel Shakespeare hefði ekki dottið þvílík snilldarflétta í hug, og var þó hugur hans frjórri en flestra, þegar kom að plotti.

Þjóðin og jafnvel heimurinn erum stödd í miðju leikverki raunveruleikhússins á Íslandi.  Og enginn veit hvernig lausnin verður, þar getur allt gerst.  Ef þetta væri ekki svo dýrt verk og skaðaði svo marga, þá væri þetta sprenghlægilegt.  En ef til vill má laumast til að hlæja að þessu öllu saman, þó ekki væri nema til að létta aðeins lundina svona mitt í öllu dramanu.

Það er líka rosalega fyndið að lesa bloggið núna, allir svo meðvirkir, með eða á móti, móti eða með, hæst hafa náttúrulega stjórnmálamennirnir okkar, og pótintátar þeirra.  Þeir yfirfæra rifrildi stjórnarliða yfir á sig, og svo er hamast fram og til baka. 

Ég held svei mér þá að fólkið hafi ekkert lært, ekki verið að hlusta, eða taka tillit til okkar vesalinganna sem vorum að setja fram frómar óskir um réttlæti, frið og heiðarleika, von um nýtt Ísland. 

Það hefur allt saman týnst í brimróti og ásakana pólitíkusa fram og til baka.  Við höfum gleymst aftur um leið og búsáhöldin hljóðnuðu um stund. Og kosningabaráttan er ekki einu sinni hafinn!

En gott fólk, við skulum ekki láta þau gleyma okkur, ekki láta þau drekkja vonum okkar um nýtt Ísland.  Ekki hætta að berja potta og pönnur. 

Það sem kemur upp í huga minn núna er setningin hans Ladda hér forðum daga ÉG ER AFI MINN!


mbl.is Davíð undir væng Ögmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Ég held það væri kannski hægt að flokka þetta undir "drama-farsa", er það ekki ágætt nýyrði? manni líður soldið þannig þessa dagana og vikurnar og já mánuðina....

Ragnhildur Jónsdóttir, 28.1.2009 kl. 15:04

2 Smámynd:

Hvílíkt bull sem þetta er

, 28.1.2009 kl. 15:33

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Og ég amma mín.  Var að blogga um þetta líka.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.1.2009 kl. 16:14

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ótrúlegt allt saman.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.1.2009 kl. 17:36

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Takk fyrir mig ljúfust.....

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.1.2009 kl. 20:25

6 Smámynd: Ragnheiður Ólafsdóttir

Sæl Ásthildur mín!

langt síðan ég hef bloggað inn á þig, og almennt bloggað.   Takk fyrir þennan pistil, þetta er jú akkúrat það sem við viljum að rætist það eru jú draumar okkar um réttlæti, jafnrétti, frið og heiðarleika og að fólk standi við gefin loforð, gamla handsalið komi aftur, þannig að fullkomið traust ríki á milli einstaklinga og stjórnmálaaflana/ og innbyrðis milli stjórnmálaflokkana.  Það er komið nóg af sviksemi og óheiðarleika í þessu þjóðfélagi svo vonumst nú til að nýja Ísland fái loks að lifa og dafna það er sko tímabært.

Ragnheiður Ólafsdóttir, 28.1.2009 kl. 20:37

7 identicon

Þessir dagar eru of lengi að líða, of langur tími þar til einhver vitneskja kemur um væntanlega stjórn sem er note bene ekki alveg það sem ég óskaði mér.

Að hlusta á þessa pólítíkusa rausa er eins og að hlusta á börn rífast í sandkassanum. Getum liggur við alveg eins farið á næsta leikskóla og valið 10 krakka til að stjórna landinu.

Knús í notalegustu kúluna

Kidda (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 21:20

8 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Betra væri stundum ad vita ekki hvad rádamenn okkar eru ad gera svei mér tá.En tad meina ég ekki alvarlega.Tad er sami rassinn undir teim öllum sama hvar í flokki teir eru.Nú viljum vid ad teir vinni vinnuna sína teir skulu ekki reyna annad.Tá er okkur ad mæta med pönnur og sleifar ef ekki allann pottaskápinn.

Hjartanskvedjur til tín frá Hyggestuen.

Gudrún Hauksdótttir, 29.1.2009 kl. 09:10

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kannski getum við hlegið að leikritinu eftir næstu kosningar
Kveðja að norðan til ykkar fyrir vestan
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.1.2009 kl. 09:31

10 identicon

Þetta er alveg frábært... nú getur Ögmundur bara sent Davíð sem sendiherra þarna á eyjuna í Kyrrahafinu(sem ég man ekki hvað heitir)..ha..ha..( ja aumingja eyjaskeggjarnir þar... nei líklega eigum við ekki að gera það)kv. Steini Árna

Þorsteinn Árnason (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 10:37

11 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það er sama hvaðan gott kemur. Bara að Davíð hunskist burt.

Helga Magnúsdóttir, 29.1.2009 kl. 12:38

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þeir eru ótrúlega barnalegir stundum pólitíkusarnir okkar.

Hehe Þorsteinn já sendum hann bara til hvað hún nú heitir Nanavúbú eða eitthvað álíka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2009 kl. 13:49

13 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 29.1.2009 kl. 13:59

14 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég skil ekki orðið rassgat í þessu öllu saman.Eina sem ég skil er að D listinn fór ekki frá nema sjálfs síns vegna.......það verður ekki fallegt að hlusta á framboðsæður þeirra þegar þeir fara að hrós happi yfir öllu sem á eftir að mistakast í þessum aðstæum sem nú eru á lofti.NÚ GETA ÞEIR NEFNILEGA BENNT Á AÐRA......

Solla Guðjóns, 30.1.2009 kl. 01:55

15 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Þeir reyna að beina athyglinni hver að öðrum með því að ásaka hvorn annan á víxl. Minnast ekki á mótmælin - Búsáhaldabyltingin var eitthvað sem aldrei gerðist. Það er öruggasta leiðin til að hún gerist ekki aftur. Samtrygging stjórnmálamanna er eitt aumingjalegasta einkenni íslenskra stjórnmála.

Fjölmiðlamenn eru ekki saklausir í þessu, og það eru þeir sem láta undan ágangi athyglissýki stjórnmálamannanna.

Takið eftir hvernig þeir minnast ekki einu orði á mótmælendur, öðruvísi en "Ólgan í þjóðfélaginu hefur ekki farið framhjá neinum".

Það þarf að minna þetta lið á það í umboði hverra þeir sitja.

Rúnar Þór Þórarinsson, 30.1.2009 kl. 08:54

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek alveg undir þetta hjá þér Rúnar.  Og svo ætla þeir (fjölmiðlamenn) hver á fætur öðrum í framboð.  Verði þeim að góðu

Nei Solla mín það verður ekki fallegt að hlusta ég heyrði í þessari Ragnheiði eða hvað hún heitir ljóskhærða Dkonan í Kastljósi, þvílíkur hroki og hatur sem birtist þar úfffff!! Nei við skulum ekki gleyma þessu núna í vor.

Knús Katla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.1.2009 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 2020766

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband