23.1.2009 | 20:00
Bara hreint úr úr mínu öskurreiða hjarta.
Ég vil byrja þennan pistil minn á fleygum orðum; kirkjugarðarnir eru fullir af ómissandi fólki. Þá er ég ekki að vísa til veikinda Geirs og Ingibjargar. Heldur einungis að minna fólk á að maður á ekki að persónugera vandann.
Ég er satt að segja alveg gáttuð, ég er fyrst og fremst gáttuð á því hve þykk hljóðhimnan virðist vera á stjórnmálamönnum ÖLLUM, og stjórnmálafræðingum, fréttamönnum og öllu heila valdaklabbinu í þessu þjóðfélagi.
Þið hafið greinilega ekkert hlustað, ekkert heyrt eða viljið ekki vita ótíðindin; sum sé þau að mótmælendur vilja hvað!!! Jú ríkisstjórnia burt, seðlabankastjórana burt, fjármálaeftirlitið burt, útrásarliðið burt, spillinguna burt!!!
Er þetta svo erfitt að meðtaka? Ójá það er erfitt að fá það beint í æð að fólk vill ykkur ekki lengur.
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun að mestu leyti byggðar á tillögum frá Nirði P. Njarðvík sjá hér http://www.nyttlydveldi.is/ um að mynduð verði utanflokkastjórn, þar sem gerð verði alvarleg útttekt á lýðræðinu, farið yfir stjórnarskrána, fækkað þingmönnum og gerðar margskonar leiðréttingar og breytingar í átt að virkara og betra samfélagi.
Ég get vel skilið að þið ágætu pólitíkusar hræðist slíka naflaskoðun, hvert og eitt ykkar, því svo sannarlega getur það haft mikil áhrif á stöðu ykkar sjálfra og aðild að Nýja Íslandi. En ÞIÐ ERUÐ EKKI AÐALATRIÐIÐ Í ÞESSU SAMBANDI, HELDUR ÞJÓÐIN SEM HEILD. RÉTTARRÍKIÐ ÍSLAND ER Í HÆTTU SEM LÝÐVELDI EF EKKERT VERÐUR AÐ GERT. Og núna er tíminn til að breyta.
Með hrókeringar milli flokka, eða hrókeringar milli manna í æðstu stöðum gerist ekkert af þessu. Þið hafið þann samtryggingarmátt að ekkert kemst þar að annað en ykkar persónulegu þarfir, samanber eftirlaunafrumvarpið fræga og fleiri mál því tengd.
Við sem höfum mótmælt viljum breytingar, við viljum að þessi ríkisstjórn víki, og að sett verði á stofn utanþingsstjórn sem mun taka á þessum málum, síðan má kjósa eftir nýjum formerkjum.
ÞIÐ HAFIÐ EKKI LENGUR TRAUST OKKAR, EKKERT YKKAR. Því miður fyrir ykkur.
Þess vegna finnst mér afar ógeðfeld umræðan um hvort hér verður grænblá eða rauðgræn ríkisstjórn fram að kosningum. Eða hvort einhver ráðherra tekur hattinn sinn og staf. Það bara skiptir engu máli í þessu samhengi!
Hér hefur verið töluð hrein og tær íslenska af fólkinu í landinu, sem er að missa allt sitt, eða á í allskonar erfiðleikum og hefur misst traustið á valdastrúkturnum eins og hann leggur sig.
Því er það í hæsta máta sorglegt þegar æðstu stjórnendurnir, sem reyndar eru báðir fárveikir diskutera um hvernig ÞAU ÆTLA AÐ HAFA ÞETTA. Umboðslaus eins og þau eru.
Ég hef fulla samúð með veikindum þeirra beggja, og finnst það dapurlegt að svo skuli vera komið fyrir þeim báðum. En því í ósköpunum taka þau sér ekki frí og eftirláta öðru fólki að takast á við þau mál sem þarf að gera NÚNA. Það er slíta þessu samstarfi og biðja um að skipuð verði utanþingsstjórn að vilja fólksins.
Mér finnst það líka í hæsta máta ósmekklegt af þessu fólki að ætla okkur það að hafa sektarkennd út af veikindum þeirra, og vilja að við lítum á þau sem hetjur að standa í þessu svona veik. Ég segi fyrir mig, ég vil það bara alls ekki. Það er ekkert sem bindur ykkur við þær stöður sem þið nú hafið gegnt um árabil. Við höfum fullan skilning á því að þið þurfið hvíld og næði til að hlú að ykkur sjálfum, og berjast til heilsu á ný.
Ég vil ekki persónugera þennan vanda. Og ég fæ klíju af að hlusta á meðvirkniskórinn sem hér talar út í eitt, veitist að Herði Torfa og öðrum sem vilja halda okkar sjálfsögðu góðu óskum til streitu.
Ég hugsa stundum að það sé von að landið hafi sporðreists, þegar ég upplifi hverslags meðvirknishænur eru hér í stórum stíl, og eru nú að reyna að koma inn sektarkennd hjá þeim sem vilja standa á sjálfsögðum rétti sínum að mótmæla.
Þeir segja að nú sé markmiðinu náð það verði kosningar í vor.
Það voru aldrei markmið mótmælenda að það yrði bara kosið í vor.Markmiðin voru að þessi ríkisstjórn færi frá, Seðlabankastjórnin færi frá, fjármálaeftirlitið færi frá, spillingaröflin færu frá. Að tekið yrði á spillingunni.
Ekkert af þessu hefur verið gert. Og nú eiga menn bara að sitja og þegja af því að formennirnir eru svo veikir að þeir eiga samúð okkar skylda.
Það er fullt af fólki sem er veikt og þarf skilning, verður hætt að senda þeim reikninga eða veita þeim einhverja aðstoð svo þau geti lifað betra lífi? Verður þar með tekið meira tillit til aldraðra og öryrkja af því að þau þurfa aðhlynningu? Fá menn betri meðhöndlun af því að þeir eru jú veikir, af hendi hins opinbera?
Nei við persónugerum nefnilega ekki vandann. Við höfum öll okkar djöful að draga, en við þurfum að lifa við það, og oftast án þess að almenningur þurfi að hliðra til fyrir okkur.
Ég get svarið það að ég næ ekki upp í nefið á mér fyrir reiði. Hér er hámark hinnar heimóttarlegu lítilmótlegu þjóðarsálar.
Landið er að fara til fjandans, og við eigum bara að setjast og bíða af því að tvær manneskjur hafa veikst og að þeirra eigin mati getur enginn annar sinnt þeirra störfum. Þó hafa þau svo sannarlega andskotan ekki verið að gera neitt, ekki sýnilegt allavega. Og það sem verra er að það er fólk sem tekur undir þennan söng og vælir í kór. Meðvirkniskór.
Þetta er mín sýn á málið, og ég bið ykkur kæru mótmælendur, látið ekki einhverjar skammsýnisraddir telja úr ykkur kjarkinn. Við erum í fullum rétti til að halda áfram að mótmæla og mótmæla hátt og ennþá hærra en áður, ef þetta lið spillingar og samvirkni hefur ekki ennþá heyrt kröfurnar okkar.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 2022150
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ elsku Ásthildur..takk fyrir að skrifa allt sem mér liggur á hjarta og eins og ég vildi hafa sagt það. Ég er bara svo þreytt eftir barninginn undanfarna daga og langar vaktir í mótmæelunum að ég hef varla orku til að svara nákvæmlega þessu sem þú ert að gera núna. Og veitu eitt enn...?
Í gær boðaði Nýtt lýðveldi.is til blaðamannafundar um þær hugmyndir og leiðir sem við getum farið til að umbylta og breyta þessu þreytta spillingarbæli æí alvöru lýðræðisríki...eitthvað sem margir mulrararnir hafa röflað yrir. Að það séu engar lausnir og hvað eigi eiginlega að koma í staðinn fyrir þessi spillingaröfl sem við bú sitjum uppi með. Og hvað haldiði að margir fjölmiðlar hafi sent fulltrúa sinn til að koma þessum mikilvægu upplýsingum til almennings??
Enginn. Ekki einn. Þöggunin er alger!!!!
Manni fallast bara hendur..en þeir eru uppfullir af fréttum um hvað samfylkingin er að kannski að hugsa um að gera..hversu mikið fylgi framsókn sé með í skoðanakönnunum..eins og einhver hafi í alvöru áhuga á því?? Þetta lið er búið að vera..klúðraði öllu sínu og skal nú bara hypja sig..ég vil upplýsingar um nýjar leiðir, nýja hugmyndafræði og nýtt fólk. Punktur.
En sama gamla valdablokkin er söm við sig...hún ætlar ekki að fara fet..og það sorglega er að fólk er að kaupa þetta rugl.
Já ég er örg og þreytt..en verð orðin fín á morgun eftir góðan kvöldmat heitt bað og svefn..og þá verður baráttan tekin tvisvar sinnum sterkar en áður. Fyrir svona rugli getur maður bara ekki gefist upp....ALDREI!!!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 23.1.2009 kl. 20:15
Hraustlega skrifað, ég er semsagt meðvirknishæna því ég er ekki með algjörlega sömu sköðun og þeir sem vilja kjósa strax, skemmtilega orðað. Ég held mig við mitt og aðrir halda sér við sitt og sleppum svo öllum uppnefnum. Segi ekki meira. Vona að afmælisdagur litlu skottunnar hafi verið ánægjulegur, algjör prinsessa þar á ferð. Kveðja vestur
Ásdís Sigurðardóttir, 23.1.2009 kl. 20:16
Hjartanlega sammála, Ásthildur . Var að fá áskorunina í e-mail- Katrín, ætla að lesa Njörð í kvöld fyrir háttinn. Það er auðvitað hneyksli ef enginn fjölmiðill hefur mætt á fundinn.
María Kristjánsdóttir, 23.1.2009 kl. 20:22
Ásthildur, þú segir hér: ÞIÐ HAFIÐ EKKI LENGUR TRAUST OKKAR, EKKERT YKKAR. Því miður fyrir ykkur. Þetta er bara ekki rétt. Ríkisstjórnin nýtur trausts margra, þó svo að ýmislegt mætti betur fara. Það er ekkert betra í boði.
Katrín Linda Óskarsdóttir, 23.1.2009 kl. 20:33
Fólk heldur að það sé ekkert betra í boði þar sem ÞÖGGUNIN er svo virk og upplýsingar um það sem er í boði komast ekki til almennings!!!!!!!!!!! Goshhh hvað sumir eru.........heilaþvegnir eða eitthvað. Ég vil þessa ríkisstjórn frá sem allra fyrst..svo vil ég neyðarstjórn með hæfu fólki og erlendum ráðgjöfum sem eru sérfræðingar á ýmsum sviðum..og á meðan vinnum við hin að alvöru uppbyggingu á nýju lýðræði og alvöru heilbrigðu íslandi. Ný framboð og hreyfingar fá tíma til að koma sér saman og kynna sig og svo verður gengið til kosninga og þjóðin velur sér leið og fólk sem hún treystir. Svo tökum við slaginn næstu árin saman og komumst vonandi uppúr þessu hrikalega ástandi.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 23.1.2009 kl. 20:41
Katrín Linda annað heyri ég allstaðar sem fólk kemur og tjáir sig við mig. Og má ég benda þér á að í nýjustu skoðanakönnun eru þeir með rétt rúmlega 40% fylgi. Svo þau eru í mínum huga umboðslaus og hana nú.
Já María mín, við skulum lesa vel og vandlega yfir Njörð p. Mann með víðtæka reynslu og góðar tillögur.
Ásdís mín elskuleg, þú ert samt yndisleg meðvirknishæna.
Við vinnum þetta á seiglunni Katrín mín Snæhólm.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2009 kl. 20:43
Eins og tala' út úr mínu hjarta, þetta er ekki það sem við viljum.
Það sem við viljum, er utanþingsstjórn. það sem við viljum, er utanþingsstjórn.
Verst að ég kann ekki að syngja eða láta fara fyrir mér en mig langar á mótmælin á morgunn. Ég vil ekki kosningar strax, ég vil utanþingsstjórn.
Kidda (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 20:56
Þú segir satt Ásthildur ég er yndisleg og ábyggilega stundum meðvirk eins og við öll, við viðurkennum það bara ekki alltaf
Ásdís Sigurðardóttir, 23.1.2009 kl. 21:02
Ég er að detta inn í að vera of meðvirkur, eins & Ásdíz Sig, þarf greinilega að skoða sporin mín aftur. Ekki fyrir ríkizstjórninni, ozeize& neinei, heldur frekar fyrir frekjubruzzunni þér & þínu málefnilega ~mannamáli~ .
Til dæmiz, ég var ózammála þér um eitthvað um daginn, en ég gleymdi því!
Steingrímur Helgason, 23.1.2009 kl. 21:38
Takk fyrir pistilinn Ásthildur, þetta er hverju orði sannara. Og við ykkur hin sem trúið því að best sé að gera ekki neitt, bara lofa þessum drullusokkum að klóra yfir skítinn sinn áfram, þá er þetta ykkur bara mátulegt. Auðvitað vita flestir að það mun taka tíma að komast út úr þessari krísu sem búið er að leiða þjóðina í, en að ætla að hafa allt óbreytt er skelfileg tilhugsun. Það þarf að stokka allt uppá nýtt, ekki seinna en STRAX. Nú er lag..... Steini Árna
þorsteinn Árnason (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 22:10
Snilldarpistill hjá þér Ásthildur! Ég er sammála hverju einasta orði. Ég hef aldrei verið neitt pólitísk né haft neinn sérstakan áhuga á stjórnmálum yfir höfuð. Nú er ég hins vegar að vakna til lífsins og hef farið að mótmæla hvern laugardag síðan mótmælin hófust. Ég er ekki þarna fyrir Hörð Torfa og ég er ekki yfirlýst VG stuðningskona. Ég er þarna fyrir mig sjálfa, fyrir hönd barnanna minna og fyrir hönd þeirra sem hafa þegar fundið fyrir áhrifum kreppunnar. Margir vinir mínir og fjölskyldumeðlimir hafa sýnt þessum mótmælum mínum stuðning en segjast ekki komast vinnu sinnar vegna, eru í staðinn með mér í anda. Sjálf er ég mjög meðvirk kona á margan hátt en svo sannarlega ekki í þessu máli. ;-) Ég mun mæta á Ráðhústorgið á Akureyri á morgun og held áfram í búsáhaldabyltingunni þangað til.........
P.s Líst vel á Njörð og er að sjálfsögðu búin að skrá mig.
María Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 22:19
kirkjugarðarnir eru fullir af ómissandi fólki.
þakka þér fyrir að minna mig og aðra sem þar eiga sitt fólk, á þessa staðreynd...við bara vissum þetta ekki
Katrín, 23.1.2009 kl. 22:23
Ójá það er ýmislegt í stöðunni annað en flokkakerfi!
Geir og Ingibjörg eiga að slíta þessu stjórnarsamstarfi strax og snúa sér að því að ná heilsu sinni á ný!
Meðvirknishænurnar geta svo gaggað í horninu á meðan.
Hrönn Sigurðardóttir, 23.1.2009 kl. 22:24
Ásdís Sig og Katrín: Þessi ríkisstjórn nýtur núna lítils fylgis og kannski er það rétt hjá þér Katrín að það sé ekkert betra í boði í augnablikinu. En það kemur fyrir næstu kosningar. Flokkssleykjuhátturinn er kominn fram yfir síðasta söludag og gildir um alla flokka.En veikindi Geirs og Ingibjargar hafa ekkert með erfiðleika þjóðarinnar að gera. Og þó að við höfum samúð með þeim hverfa erfiðleikarnir ekki né sök sekra. Þess vegna halda mótmælin áfram þrátt fyrir píkuskræki bleikra sjálfstæðisprinsessa.
Ævar Rafn Kjartansson, 23.1.2009 kl. 22:29
LOL
"þakka þér fyrir að minna mig og aðra sem þar eiga sitt fólk, á þessa staðreynd...við bara vissum þetta ekki"
Varstu búin að gleyma því?? Vá...dramadrottning!!!
Takk fyrir frábæran pistil Ásthildur!!!
Heiða B. Heiðars, 23.1.2009 kl. 22:30
ehm... ok.... segið svo að maður veki ekki athygli með HUGE fontum :)
Heiða B. Heiðars, 23.1.2009 kl. 22:31
Þér er vorkunn Heiða
Katrín, 23.1.2009 kl. 22:38
Æi kommon Katrín... "kirkjugarðarnir eru fullir af ómissandi fólki" er vel þekktur frasi og ég hef aldrei á ævinni séð hann persónugerðan áður!!!!
Heiða B. Heiðars, 23.1.2009 kl. 22:41
Takk fyrir Ásthildur.
Vona að einhver fjölmiðlamaðurinn lesi hann sér til fróðleiks. Bogi var yndislegur þegar hann spurði í beinu útsendingunni í dag hvort einhver ástæða væri til frekari mótmæla. Allir ánægðir eða hvað? Kanski er enginn vinur hans eða ættingi í þeim ömurlegu sporum að vera missa allt sitt? Og kanski ætla öll börnin hans að búa erlendis svo þau munu ekki verða lífstíðar skuldaþrælar? Ég oft verið hugsi yfir hvort gegnheilt Sjálfstæðisfólk sé ekki líka Íslendingar, snerta þessar hamfarir það ekkert. Allavega hefði það gott af að lesa pistil þinn.
Kveðja að austan
Ómar Geirsson, 23.1.2009 kl. 22:51
Ég er í kasti. Var Katrín búin að gleyma ástvinunum ómissandi í kirkjugarðinum?
Skömm er að þessu.
Gott að þú skyldir minna hana á Ásthildur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.1.2009 kl. 23:07
Skil ekki hvernig hún gat gleymt einhverjum mosuðum hún Katrín.
...það virðist vera LEIÐI sem fylgir henni alla tíð.
Hún ætti samt að reyna að GRAFA stríðsöxina.
Vignir (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 23:11
....sjitt, hvað var ég að hæðast með þetta!
Þetta er víst alþekkt, svona minnisbrestir.
....það er til friggins frasi "Grafið og gleymt"
............sem væri reyndar skrambi gott nafn á útararstofu sem sæi um að hola niður óvinsælu fólki!
Vignir (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 23:14
Ji maður á ekki að hlæja eins og svín af fólki sem á látna ættingja.
En ég þekki svo fáa sem þannig er ástatt um.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.1.2009 kl. 23:18
Þetta er náttúrulega dauðans alvara Jenný, samt alveg drep!
Komdu samt með einn djók og málið er dautt....
....eins og þessir ná-nustu
Vignir (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 23:20
"Það er ekkert betra í boði" en ég spyr getur það orðið öllu verra? Þetta hljómar svolítið eins og "jú hjónabandið er slæmt og makinn beitir ofbeldi en ég veit hvað ég hef en ekki hvað ég fæ svo ég verð bara kyrr"
Steinunn Aldís Einarsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 23:22
Það er algjört must að ,,íbúar"kirkjugarða fái að njóta návista Vignis, Jennýjar og Heiðu ......þau eru algerlega ómissandi
Katrín, 23.1.2009 kl. 23:38
Svo satt Ásthildur
, 23.1.2009 kl. 23:41
Katrín, manni sýndist að allt þitt fólk væri þar...
...ertu að bjóða okkur á ættarmót hjá þér?
Eina sem angrar mig er að þú ferð varla í pólitík ef bakland þitt er kirkjugarður.
Vignir (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 23:41
Ég á það sameiginlegt með leiðtogunum að hafa greinst nýlega með illkynja æxli, reyndar svo heppin að það greindist snemma og náðist að skera það burtu og vonandi verð ég laus við það í framtíðinni. Þegar ég var að ræða við minn yndislega lækni, um hvað ég hefði mikið að gera í vinnunni og ég hefði nú engan tíma fyrir svona "krabbameinsvesen" þá sagði hann nákvæmlega þetta "Kirkjugarðarnir eru fullir af ómissandi fólki" .. og ég gerði mér grein fyrir því að ég þurfti að taka frá minn tíma til að hvíla mig og vera veik, ef ég passaði ekki upp á mig endaði ég einmitt í kirkjugarðinum! .. Ég tók því ekki illa þó hann segði þetta, heldur skildi nákvæmlega hvað hann meinti.
Við neyðumst stundum til að ýta á pásu í lífi okkar, okkar sjálfra og auðvitað annarra vegna.
Flott hjá þér Ásthildur að tala (öskra) með hjartanu, ég held að við þyrftum að gera það fleiri.
p.s. verum prúð við Katrínu - stundum geta orð/setningar hitt mann illa, sérstaklega ef það er misskilið og það virðist hún hafa gert hér.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.1.2009 kl. 23:49
Jiii Ég skammast mín ogguponkupons en ég græt samt af hlátri yfir Vigni.
Hrönn Sigurðardóttir, 23.1.2009 kl. 23:56
Ég er í kasti út af helvítinu honum Vigni.
Ég telst til ná-hirðar hans.
GARG
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.1.2009 kl. 00:04
Jóga, ég veit að maður á ekki að láta svona en þetta er ógissla fyndið.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.1.2009 kl. 00:06
Mjög flottur pistill, hann lýsir minni skoðun að flestu leiti.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.1.2009 kl. 00:09
Ég er enn að grenja....... fyndið er bara vægt til orða tekið!
Hrönn Sigurðardóttir, 24.1.2009 kl. 00:09
Þakka þér kærlega fyrir kröftugan og þarfan pistil, Ásthildur! Ekki veitir af með allan hneykslunar-áróðurs-kórinn í gangi.
Þakka líka athugasemdirnar sem komu út heilsusamlegum tárum!
Katrín sem á sitt fólk í kirkjugarði, ólíkt flestum öðrum, er óborganleg!
og Jenny AB:""Ji maður á ekki að hlæja eins og svín af fólki sem á látna ættingja. En ég þekki svo fáa sem þannig er ástatt um." Takk :)
Hlédís, 24.1.2009 kl. 00:19
Vel að orði komist
Kristján Logason, 24.1.2009 kl. 00:23
Katrín fattaði þetta og kom með gott kommbakk.
Við erum öll fordauð, ef ekki dauð. Það þýðir ekkert annað en að taka því létt.
Í lífinu eru einungis 2 valkostir, að lifa vel... eða bara alls ekki. Vona að ég hafi náð að lífga upp á þetta og ekki meitt neinn, vil engan meiða... nema kannski Stebba Fr
Vignir (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 00:29
Ó, og Jenný, þú verður ekki hluti af minni ná-hirð. Hélstu að ég væri alkapati?
Hjá mér er engin 12 spor, en örgglega 6 fet áður en (þegar) yfir líkur.
vignir (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 00:32
Þetta með baklandið fór með það.
Djöfull vont að geta ekki hætt að hlæja.
Ég er að DEYJA úr magaverkjum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.1.2009 kl. 00:36
Jenný, það verður yfirstéttarbragur á þér þegar þú færð nýja ættarnafnið, gengur í Katrínar klan og verður Jenný Heitin.
Vignir (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 00:38
Fólk er greinilega (og sem betur fer) svo misjafnt sem það er margt og húmor þess eftir því. Þó að það megi snúa sorglegustu staðreyndum upp í eitthvað fyndið ef viljinn er fyrir hendi, þá eru jú alltaf takmörk fyrir öllu. Kannski verst að hláturinn lengi lífið
Katrín Linda Óskarsdóttir, 24.1.2009 kl. 00:43
Vei loksins sló ég í gegn....ætlaðist reyndar til að þetta væri skilið á allt annan veg en ha´ ef maður getur slegið í gegn hjá rjóma íslenskra bloggara , skítt með alla ironíu....þetta er ekkert smáupphefð...újé
Katrín, 24.1.2009 kl. 00:45
Katín Linda: Þá á ég eftir að verða allra kerlinga elst því ég hef ekki hlegið svona mikið í árafjöld. Held að það eigi eftir að ganga af mér dauðri, svei mér þá.
Jenný Heitin er flott, ekki drepast úr öfundsýki.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.1.2009 kl. 00:46
Katrín: Þó það sé dauft yfir baklandinu þínu þá ertu sjálf asskoti lifandi.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.1.2009 kl. 00:47
Já, öll höfum við misst fólk sem var okkur náið og eigum um það minningar eða litla minjagripi
Ég geng um með forláta gullúr sem áður var í eigu gamals manns sem núna er látinn, kostagripur sem metinn er á um 2 milljónir ...
... ég þekkti gamla fauskinn reyndar ekkert, var bara svo heppinn að koma fyrstur að líkinu.
Vignir (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 00:48
Ég er þér hjartanlega sammála Ásthildur, þakka þér fyrir þennan frábæra pistil. Þú segir allt sem mig hefur langað til að segja. Takk enn og aftur.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 24.1.2009 kl. 00:50
Zauðvigtað, legg ég til að jenfólið verði bannað úr þezzu athugazemdarkerfi, enda er hún Framsóknarkvendi !
Steingrímur Helgason, 24.1.2009 kl. 01:08
já, já Jenný ég er bráðlifandi og á meira að segja lifandi bakland..er ættstór en .þó eru reyndar eru nánin ættmenni í helvítis baráttu við krabbann og að halda sig frá öllum þeim ómissandi sem hvíla í krikjugörðum landsins en ég er viss um að þegar þau lesa þessi orðaskipti munu þau taka bakföll af hlátri...enda bráðfyndið fólk hér á ferð...
..
Katrín, 24.1.2009 kl. 01:19
Katrín, hélt þú hefðir verið að gera góðlátlegt grín áðan. Varst svo bara að óska okkur dauða, magnað. Ekki veit ég hvað veldur skemmdum þínum en hvar byrjaði þessi veila? Þú trompast yfir þekktri tilvísun í ljóð sem þú augljóslega misskilur, svo kallarðu þig kennara? Hvað kennirðu? öðrum um?
Þú ert eins og fólkið sem hringir inn á útvarpsstöðvar til að reyna að breyta þeim í stað þess bara að skipta um stöð.
Féllstu í lífsleikni líkt og Heimir L Fjeldsted eða?
Hatu þig bara frá vonda fókinu okkur.
Vignir (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 01:25
Vignir þú fattar ekki húmorinn a.m.k. ekki þegar hann snýr að þér.
Vertu kært kvaddur og segi bara amen á efir efninu
..
Katrín, 24.1.2009 kl. 01:48
Frábær pistill Ásthildur og segir allt sem ég er að hugsa.
Sigrún Jónsdóttir, 24.1.2009 kl. 02:49
ÉG ER SVO 100% SAMMÁLA ÞÉR. Og takk fyrir að skrifa staðreyndirnar eins og þær eru.
ISG og Geir eru svo sorglega einþykk að þau telja þetta allt fjalla um þau sjálf. Hvað eigum við að gera, mín kæra vinkona, Ásthildur? Hvað eigum við að gera og hvað á Íslenska þjóðin að gera?
Hvað gerir fyrirtækiseigandinn er hann hefur rekið starfsmanninn sökum þjófnaðar og slakrar viðveru er hann mætir alltaf, þrátt fyrir skýra uppsögn, aftur og aftur, dag eftir dag og lætur launadeildina halda áfram að borga sér milljón á mánuði?
Hversvegna vorkennir þjóðin þeim tveim svo mikið nú, en gleyma öllu fólkinu sem nú er að missa allt. Hvað með okkur öll sem eigum eftir að lifa við skerta heilbrigðisþjónustu vegna þeirra er fólkið missir nú tár yfir? Hvað með gamla fólkið sem var nú ráðist fyrst á? Ekki er nokkur sála að skrifa hér á bloggið og vorkenna þeim eða dauðadæma þá er ráku veika, gamla og lasburða fólkið út af heimilum sínum á Akureyrir. Eða þá láglaunafólkið er nú missir vinnuna og mun því missa heimili sín. Á ekki nesti fyrir börnin í sín í skólann.
Hvað er að fólki.
Mín vorkunn liggur annarstaðar.
Halla Rut , 24.1.2009 kl. 02:51
Naglinn hittur lóðbeint á höfuðið! takk fyrir þennan Ásthildur.
...og alveg drepfyndnar athugasemdir :D meira að segja viss um að látnir ættingjar katrínar myndu skellihlæja ef þeir væru ekki dauðir
Aurora (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 06:55
Fin grein hjá þér kæra cesil sem mjög gott var fyrir mig að lesa sem fylgit með þessu utanfrá .
Kærleiksknús yfir til þín frá Lejrekotinu
SteinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 24.1.2009 kl. 07:23
Takk öll, ég er búin að skemmta mér vel yfir svörum ykkar hehehe... ég hef misst af góðu partýi sé ég. En það er gott að geta hlegið og skemmt sér.
Halla Rut mín, það sem við getum gert núna er að hvetja fólk til að skrá sig á nyttlidveldi.is og gert allt sem í okkar valdi stendur til að fá almenning til að krefjast þess að sú leið verði farinn. Hún er eina færa leiðin út úr þessu feni. Maður horfir upp á pólitíkusana með ráðherra glýju í augunum að fá að taka við. Svo sem skiljanlegt og mannlegt. En við getum ekki leyft þeim það. Við verðum að krefjast þess að nýtt Ísland rísi og allt verði gert til þess hér verði stjórnarskrá Íslands löguð að raunveruleikanum, yfirbyggingin minnkuð og grunnurinn styrktur. Ég er ennþá sannfærðari en áður að meginn þorri fólks vill einmitt það.
Ef við leggjumst öll á eitt, við erum tæp 300.000 þau öll hin innan við 300 ef allt er talið, spillingaröflin og pólitíkusarnir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.1.2009 kl. 10:36
Ég held þó að vald þeirra er nústjórna sé svo sterkt að það þurfti til nýjan flokk er fær það mikinn fjölda atkvæði í kosningu að hann geti breytt þessu. Fundir og undirskriftalistar breyta þessi ekki. Því miður.
Nema þá kannski að til komi alvöru bylting og allt verði vitlaust. Það virðist vera, því miður, það eina sem þessir menn skilja.
Halla Rut , 24.1.2009 kl. 10:53
Já Halla Rut ég er tilbúin í slaginn. Bretta upp ermar og hreinlega taka völdin af þessum valdasjúku einstaklingum. Þetta var góð samlíking hjá þér með starfskraftinn sem er rekinn dag hvern en kemur alltaf aftur eins og ekkert sé.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.1.2009 kl. 11:23
Takk fyri flottann pistil kæra Cecil mín tó svo ég sé ekki sammála öllu sem tar stendur.
Hjartanskvedjur til tín og tinna mín kæra.
Gudrún Hauksdótttir, 24.1.2009 kl. 11:52
Kær kveðja til baka Guðrún mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.1.2009 kl. 13:10
Ef að við viljum það sem þú segir þá er það eina í stöðunni að stofna nýjan hreinan flokk sem kemst þá vonandi til valda. Þá fyrst getum við breytt, upprætt spillinguna og látið þá svara til saka sem stálu frá okkur ærunni og lífsgæðunum.
Halla Rut , 24.1.2009 kl. 13:18
Ef það fer þannig Halla mín. Ég vona samt að við getum þrýst á með fjöldahreyfingu til að krefjast utanþingsstjórnar. Ef það bregst, þá er hitt í stöðunni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.1.2009 kl. 13:20
Takk fyrir þennan frábæra og sanna pistil. Tek undi hvert orð.
Fólk sem er komið til vits og ára hefur flest lennt í því að eiga við veikindi að stríða eða þeirra nánust og eða/missir. Rökhugsun er þá ekki efst á blaði eða vinnusemi það er eðlilegasti hlutur i heimi þess vegna eigum við rétt á veikindadögum.
'Ég skrifa líka upp á allt sem Halla vinkona mín seigir.
Persónulega hef ég aldrei verið eins veruleikafirrt eins og þegar ég hef ætlað að koma mínu fram vegna samúðar með mér. Meðvirknin lýtur stundum svo vel út virðist gera fólk svo mannlegt
Rannveig H, 24.1.2009 kl. 13:34
En hvað það er nú gott að við vinkonurnar skulum vera svona sammála.
Ásthildur, Halla og Rannveig væru nú góðar að taka á þessari meðvirkni enda vitum við hversu aum hún er.
Halla Rut , 24.1.2009 kl. 15:29
Ég er svo sammála hverju orði hjá þér, og þetta er löng grein þannig að ég segi bara vá til hamingju - og takk!
halkatla, 24.1.2009 kl. 17:29
Frábær pistill og hressandi! Tek undir allt sem þú segir og ég vona að sem flestir lesi. Knús til þín og baráttukveðjur
Margrét St Hafsteinsdóttir, 24.1.2009 kl. 22:57
Vil bæta við, að ríkisstjórnin hefur MJÖG lítið fylgi í raun. Þessar háværu raddir sem arga á blogginu eru bara örfáar hærður, sem nýta sér það að Hörður Torfason, sem hefur staðið sig frábærlega komst eitthvað misskiljandi að orði. Hann baðst þó afsökunar, en hver hefur gert það í ríkisstjórninni?
Það er sama við hvern maður talar, það eru allir (nema þessir örfáu) að bíða eftir breytingum og vilja nýtt Ísland og spillingarlaust land.
Amen.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 24.1.2009 kl. 23:00
Þið kunnið svo sannarlega að orða hlutina þarna fyrir vestan!
Róbert Björnsson, 24.1.2009 kl. 23:23
Solla Guðjóns, 24.1.2009 kl. 23:38
Sæl Ásthildur.
þetta minnir mann á gamla tíma þegar þá ALVÖRU þingmenn töluðu þannig í logni að úr varð ROK.
Frábær pistill hjá þér.
Þetta er búið að vera ótrúlegt hvað stjórnvöld komast af með að gera þjóðinni mikinn skandal og þannig að seint eða aldrei grær hjá mörgum
og á meðan.
Dansa allir þeir sem stóran þátt í þessu þessu hruni, út um víðan völl og stofna ný alþjóðleg fyrirtæki .
Að ganga að þeim með einhverjum hætti ? NO WAY !
(Þeir eru með diplomatapassa, fer maður að halda )
Takk fyrir frábæran pistil.
Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 02:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.