Hún er tveggja ára í dag.

Skottan mín er tveggja ára í dag.  Þennan dag eða aðfararnótt hans sat ég út í Vínarborg þegar Bára mín fékk hríðarnar.  Bjarki maðurinn hennar fór með hana á spítalann, en ég fór inn til Hönnu Sólar.  Datt samt í hug að best væri að hringja í Ella minn og segja honum fréttirnar.  Fór fram til að hringja til að trufla ekki barnið.  En bak við hurðina voru geymt allskonar dót, innisnúrur og einhverjar aflóga hillur, sem ég er að hringja heyri ég dynk og höfðu dyrnar lokast og dótið dottið fyrir þær, þannig að ég gat ekki opnað.  þarna sat ég fyrir utan svefnherbergisdyrnar en inni svaf barnið og hundurinn.  Það var sama hvað ég reyndi ekkert gekk að opna, og um sjö leytið kom pólska ræstingarkonan og við reyndum áfram.  Svo heyrði ég að Hanna Sól var vöknuð, svo ég fór að tala róandi við hana gegnum dyrnar.  Las fyrir hana sögu og söng, hún var ótrúlega róleg.  Ég bað hana að reyna að taka dótið frá. Hún skildi ekkert í af hverju ég kæmi ekki inn, en hún var þá bara þriggja ára.  Loks bara gerðist eitthvað og sem ég rykkti í dyrnar opnuðust þær eins og ekkert væri.  Ég hef aldrei fundið skýringuna á því hversvegna í fyrsta lagi dyrnar smullu aftur, það hafði ekki gerst áður, og síðan opnuðust alveg fyrirvaralaust. 

En sem sagt litla skottan er hér og er tveggja ára í dag.

IMG_1360

Henni fiinnst gaman að búa um sig í tröppunum og þykjast sofa.

IMG_1584

Henni dettur allskonar hlutir í hug, og framkvæmir þá.

IMG_1611

Tjörnin hefur löngum haft aðdráttarafl fyrir litla prakkarann.

IMG_1646

Blómakona er hún líka eins og amma.

IMG_1709

Brandur fær líka sinn skammt af athygli.

IMG_1769

Hún getur líka verið algjör kjúklingur þessi elska.

IMG_1775

Og það er gaman að fara í sund.

IMG_1807

Og sum uppátækin eru kostuleg.

IMG_1821

Vínber eru líka góð.

IMG_1846

Best að fara varlega þegar endur eru einhvarsstaðar í nánd.

IMG_2091

Svo þarf að prófa allt.

IMG_2109

Henni þykir gott að borða.

IMG_3641

Og er sérlega hrifinn af kjöti.

IMG_2354

Sjáðu!!!

IMG_2401

Ég var að sulla.

IMG_3621

Já það þarf ýmislegt að máta og prófa.

IMG_3626

svo er best að skreppa út.

IMG_3635

Hún er líka skapmanneskja mikil.

IMG_3797

En alltaf til í að kyssa.

IMG_4336

Svo er hægt að skoða sjálfa sig frá öllum hliðum.

IMG_2310

Líka gott að knúsa ömmu.

IMG_2427

Og afa.

IMG_4351

Svo getur maður líka verið voða fín.

IMG_4371

Og á morgun fær hún pakka, og þá verður líka veisla.  Pabbi hennar ætlaði að koma í dag, en það var því miður ekki flogið, svo vonandi kemst hann í fyrramálið.

Innilega til hamingju með tveggja ára afmælið elsku Ásthildur Cesil mín !WizardHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Innilega til hamingju með þennan yndislega fjörkálf

Til hamingju með afmælið Ásthildur jr.

Sigrún Jónsdóttir, 23.1.2009 kl. 14:37

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Innilega til hamingju með "litla" Stuðboltann ykkar.  Það er alveg sérstaklega gott að koma inn á "síðuna" þina.  Bestu óskir í kúluna.

Jóhann Elíasson, 23.1.2009 kl. 14:38

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Innilega til hamingju með þennan krúttvilling.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.1.2009 kl. 15:00

4 identicon

Til hamingju með skvísuna kveðja frá frændfólkinu í Hafnarstræti

Guðbjörg (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 15:41

5 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Innilegar hamingjuóskir með litlu prakkaraprinsessuna  Hún hefur sannarlega brætt mig og marga aðra hér með því að vera "hún sjálf"

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 23.1.2009 kl. 15:45

6 identicon

Til hamingju með skottuna þína ,góðar kveðjur til ykkar  kúlubúar Steini Árna

þorsteinn Árnason (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 16:09

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með daginn

Hrönn Sigurðardóttir, 23.1.2009 kl. 16:46

8 identicon

Hjartanlegar hamingjuóskir til litlu Ásthildar. Mér sýnist á myndum og lýsingum að hún líkist mömmu sinni, svolítið frökk og ófeimin. Ekki mús eins amma á hennar aldri (við vorum alltaf svo stilltar). En hún er bráðskemmtileg og lífgar svo sannarlega uppá tilveruna hjá ykkur, enginn getur látið sér leiðast nærri henni. .

Dísa (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 16:47

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilega til hamingju með þessa fallegu og duglegu stelpu ykkar. Það hefur verið gaman að fylgjast með henni vaxa og dafna.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.1.2009 kl. 17:09

10 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Innilegar hamingjuóskir með krúttufjörkálfaprinsessuna

Ragnhildur Jónsdóttir, 23.1.2009 kl. 17:12

11 Smámynd:

Til hamingju með nöfnuna þína

, 23.1.2009 kl. 18:21

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll sömul. Litli prakkarinn var krýnd kórónu á leikskólanum og það var sungið fyrir hana afmælissöngurinn og svo var hún UMSJÓNARMAÐUR  í fyrsta skipti þessi litla snót.  Síðasta afrekið hennar var að spreða út um allt gólf svona CIF cream úr brúsa, meðan amma skrifaði reiðipistillin hér að ofan.  Svo kom hún inn full af hneykslun, sjáðu!!! Amma!!! koddu og sjáðu!! Æ ja stundum getur maður bara ekki verið reiður

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2009 kl. 20:13

13 identicon

Til hamingju með litlu prinsessuna

Kidda (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 20:58

14 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Til hamingju með skottuna. Svei mér þá ef hún minnir ekki á Báru þó Hanna Sól sé líkari henni í útliti.

Þórdís

Þórdís Einarsdóttir, 26.1.2009 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 2022152

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband