Hvað með utanþingsstjórn - þjóðstjórn. Er hún út úr myndinni. Please þetta er ákall um samstöðu.

Málin eru að taka vinkilbeyju sem ég er ekki sátt við.

Ég var tilbúin til að leggja flokksstarf til hliðar og leggja af stað upp í göngu, marseringu með þjóðinni um að setja á stofn utanþingsstjórn, eða þjóðstjórn nú eða hvað það er kallað, til að fá utanaðkomandi fólk inn og fara yfir stjórnarskrána og koma á virku lýðræði.  Fá bestu sérfræðina gil að vinna að því.  Mér fannst það eiginlega vera það eina sem kæmi til greina.  Sérstaklega í ljósi kröfu fólksins sem hefur látið mest að sér kveða í mótmælum.  Það hefur einmitt verið krafan um að halda pólitíkinni burtu, en fara inn með sérfræðinga og þá sem best vit hafa á. 

Nú stefnir í að menn séu að rotta sig saman, Vinstri grænir, Samfylking og Framsóknarflokkur til að "taka að sér að redda málunum".  Er það virkilega það sem við viljum?  Er það það sem fólk hefur staðið dögum saman og beðið um í mótmælum?

Nei ekki hefur mér skilist það.  það hefur einmitt verið krafan að PÓLITÍK VÆRI EKKI INN Í MYNDINNI, ÞEIR AÐILAR SEM HAFA SETIÐ ÞARNA NIÐRI Á ALÞINGI OG RÁÐIÐ RÁÐUM SÍNUM yrðu ekki með í þetta sinn, ekki í  Nýja Íslandi.

En ónei í skjóli fyrirhyggjunnar og björgunar, þá kemur þetta fólk fram og ætlar sér að taka við kyndlinum.  Setjast í ríkisstjórn og bjarga okkur þjóðinni.  Bíðið meðan ég æli. 

Hvað hugsa menn sér, að Ingibjörg Sólrún verði forsætisráðherra? Steingrímur þá utanríkisráðherra? Ekki svo að Steingrímur myndi ekki sóma sér ágætlega þar.  En málið er bara að með þetta sama samtryggingarfólk ennþá þarna inni þá BREYTIST EKKI NEITT.  Það verður ekkert rippað upp, það verða engar breytingar sem máli skipta, ekki fækkur þingmanna, ekki breytingar um að ráðherrar sitji ekki á þingi, samtryggingin er nefinlega samnefnari þessa fólks.  Allt í einu núna kvaka þingmenn um gömlu kosningaloforðin, sem þeir hafa steinþagað um síðan þeir komust í ríkisstjórn.  Nú á allt í einu að fara að draga þau upp, dusta af þeim rikið og sýna á brjóstinu eins og orðu. 

Fyrirgefið ég er bálill.  Augnablik hélt ég að það væri pláss fyrir réttlætið, samhyggðina og nýja sýn.  En ónei, við sitjum uppi með sama gamla þreytta liðið, sem ætlar að bjarga okkur af sinni snilli.

Ég segi; ÉG ER BÚIN AÐ FÁ NÓG.  ÉG VAR TILBÚIN AÐ GLEYMA AUGNABLIK STJÓRNMÁLUM OG TAKA ÞÁTT Í AÐ SKAPA NÝTT ÍSLAND.  NÝJA SÝN, BREYTA TIL BATNAÐAR.   En ég sé að það á bara að troða nýjum andlitum af gömlum belgjum niður í kokið á okkur.

Stjórnmálamenn hafa gefið okkur puttan.  Þeir ætla ekki að gefa valdið til fólksins.  Þeir ætla bara að hrókera og skipta um lið.  En það verður sama liðið áfram, bara hinir. Þau hafa ekki heyrt orð af því sem sagt hefur verið.  Ekkert hlustað.

Og auðvitað draga svo flokksdindlarnir sig í hlé, því það má hætta andófinu af því að þeirra flokkur fær smjörklípu.... eða hvað!

Er þetta það sem hrópað var á Austurvelli? Nei við sögðum Nýtt Ísland.  Kosningar í vor og þjóðstjórn, utanflokkastjórn eða hvað sem það kallast strax.

Ég vona svo sannarlega að við hættum ekki hér, tökum þessa dúsu og látum okkur þetta lynda.  Þá var til enskis barist.  Því það er sami rassinn undir þeim öllum.  Og þó þeir hrókeri til og frá til að halda völdum núverandi stjórnmálaafla, þá verður það ALREI OKKAR NÝJA ÍSLAND.  Það verður sama sullið í annari skál!

Please látum í okkur heyra, látum þetta fólk vita í eitt skipti fyrir öll, að við viljum breyta og við viljum ekki meiri pólitík í bili.  Það er komin tími á að bestu sérfræðingar okkar taki við og leiði okkur tæknilega út úr ósómanum.  Þegar leikreglur hafa verið skerptar og breytt stjórnskipulagi, þá má kjósa.  Þangað til megum við biðja ykkur að halda ykkur burt kæru pólitíkusar.  Við höfum fengið upp í kok af ykkur í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Bendi á undirskriftalista Njarðar P.Njarðvík  http://www.nyttlydveldi.is

, 22.1.2009 kl. 20:01

2 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

það þarf skýran, sterkan leiðtoga með bein í nefinu, sem þorir getur og vill

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 22.1.2009 kl. 20:05

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég er alveg hjartanlega sammála þér.

Helga Magnúsdóttir, 22.1.2009 kl. 20:08

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þjóðstjórn er það sem ég berst fyrir akkurat núna!

Hrönn Sigurðardóttir, 22.1.2009 kl. 22:20

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott Hrönn mín, líka ég.

Gott að vita Helga mín.

Það þarf fyrst og fremst fagfólk í stjórnarráðið Hulda mín.

Já ég er búin að skrá mig þarna Dagný mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2009 kl. 22:41

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég er á sama báti og þú Ásthildur mín.  Utanþingsstjórn strax!

Sigrún Jónsdóttir, 22.1.2009 kl. 23:29

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég kemst ekki inn á undirskriftarlistann http://www.nyttlydveldi.is, vona að það sé vegna mikils álags

Sigrún Jónsdóttir, 22.1.2009 kl. 23:31

8 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Utanþingsstjórn og þjóðstjórn eru ólík fyrirbæri þar sem sú fyrrnefnda er stjórn utan þings án þingmanna, en hin síðari stjórn allra flokka er sæti eiga á Alþingi.

" Ég var tilbúin til að leggja flokksstarf til hliðar og leggja af stað upp í göngu, .."

Ekki ertu hætt í Frjálslynda flokknum ?

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.1.2009 kl. 01:23

9 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Segji sama utantingstjórn  og tad straks.

Gudrún Hauksdótttir, 23.1.2009 kl. 07:37

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei Gmaría mín alls ekki, ég lít einfaldlega svo á að meðan þetta ástand varir vil ég leggja mitt af mörkum til að leggja alþingi og flokkana til hliðar um stund, meðan fagfólk er fengið til að vinna nýju stjórnskipulagi.  Það verður ekki gert af neinu viti með stjórnmálaflokkum og pólitíkusum. Það verður að vera utanaðkomandi afl sem þar leggur til og framkvæmir.

Áfram nýja Íslad!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2009 kl. 08:56

11 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Sammála þér með nýja Island.

Kristín Katla Árnadóttir, 23.1.2009 kl. 09:36

12 Smámynd: Sigríður Inga Sigurjónsdóttir

Ég er alveg búin að fá nóg af flokkapólitík í bili. Það gáfulegasta sem ég hef heyrt síðustu viku er það sem Njörður P. Njarðvík hefur fram að færa. Hann er einn af þeim sem hugsar um eitthvað annað, en eiginhagsmuni  

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 23.1.2009 kl. 09:57

13 identicon

Afmæliskveðjur og knús í kúluna! ;)

Hjördís P (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 10:38

14 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Utanþingsstjórn er það kallað þegar forseti velur ráðherra en þjóðstjórn þegar ráherrar koma úr öllu flokkum.

 Ég er svo innilega sammála þér Ásthildur að ég held ég hafi ekki í fyrri tíð verið meira sammála nokkurri manneskju.

Ef þú hlustar á ræður flokksfélaga okkar þá skín í gegn að þeir eru að vonast eftir að enda ferilinn með því að komast í þjóðstjórn fram á haustið. Þetta er tálsýn en ekki landsýn.  Ef mynduð verður ný ríkisstjórn fyrir kosningar í vor veður það VG og SF fjarlægari möguleiki er utanþingsstjórn. Af hverju sætta menn sig ekki við að það verða kosningar í vor og fylkja liði?

Sigurður Þórðarson, 23.1.2009 kl. 11:15

15 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Eftirfarandi skoðanakönnun sýnir svo ekki verður um villst að leiðtogar flokkana  búa mið minnkandi traust allmennings  SHÁ HÉR

Sigurður Þórðarson, 23.1.2009 kl. 12:51

16 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

  góða helgi

Ásdís Sigurðardóttir, 23.1.2009 kl. 13:04

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skila afmæliskveðjunni Hjördís mín  

Siggi ég gat ekki opnað linkinn.  En takk fyrir mig.

Sömuleiðis Ásdís mín.

Sigga ég skil þig og alla hina.  Hér verður að gera eitthvað allt annað.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2009 kl. 14:10

18 identicon

Utanþingsstjórn er það eina sem ég get samþykkt. Burtu með flokkakerfið. Mun skila auðu þar til það er komið í gegn.

Knús í kúluna

Kidda (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 14:32

19 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég skil það ekki en skjalið er stórt þannig að þú þarft að bíða

 En skoðaðu á þetta fyrir næsta miðstjórnarfund:    http://www.mmr.is/media.htm

http://www.mmr.is/media.htm

 Þetta er gríðarlega stórt úrtak og það væri fullkomið ábyrgðarleysi af okkur að loka augunum fyrir því. Ég vil líka benda þér á að þetta fer stórum versnandi.  Líklega er of seint í rass gripið en það er ekki endilega öruggt ef fólk vill vakna. Þeir sem kalla sig stuðningsmenn forystunnar eru vissulega samábyrgir  þó þeim gangi ekkert nema gott til. Þetta þekki ég best sjálfur.  "Sá er vinur er varar"

Sigurður Þórðarson, 23.1.2009 kl. 15:38

20 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Linkurinn er hérna líka   

       http://mmr.is/files/0901_tilkynning_trauststjornm.pdf

Sigurður Þórðarson, 23.1.2009 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 2022156

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband