Smá tiltal og krúttfærsla.

Áður en ég set hér inn ljúfara efni og yndislegra, langar mig að koma á framfæri minni sín á það sem er að gerast.

Það er talað um að mótmælin séu að breytast í óeirðir og fólk hafi ekki lengur tök á ofbeldinu.  Löggan segir að það sé undir mótmælendum komið hvort þeir taki á móti. 

Þetta er hvorttveggja hálfsannleikur. 

Í fyrsta lagi sýna langflestir lögreglumenn aðdáunarverða þolinmæði og þrautseigju.  Þarna standa þeir hreyfingarlausir og taka móti eggjum og mjólk án þess að depla auga.  Þeir eiga alla virðingu skilið.  En innan um þessa virðingarverðu lögreglumenn og konur, eru ofbeldismenn sem ætti að vera búið að fjarlægja fyrir löngu.  Þeir eru í lögreglubúningum en ættu ekki að fá að setja slíka upp, því búningurinn verndar þá.  Þeir sýna af sér ofbeldi og ofstopa.  Þeir ráðast tilefnislaust á hvern sem fyrir verður, miða á ljósmyndara og heimildargerðarmenn, til að varna því að ódæðin náist á myndband.  Það er lögregluyfirvöldum ekki til sóma að verja þessa ofbeldismenn.  Miklu frekar á að taka þá úr umerð.  En þeir virðast vera þarna í skjóli yfirvalds sem dreymir um að stofna her.  Þess vegna nýtur þessi stofnun því miður ekki trausts.

En ég vil biðja fólk um að láta lögregluna vera í friði, flestir þeirra eru fólk eins og ég og þú, sem hafa tapað miklu og eru skuldsettir.  Það er líka langbest að gefa ofstopamönnunum ekki tækifæri til að haga sér eins og fílar í postulínsbúð. 

Langflestir mótmælendur eru friðsemdarfólk, það er að vísu reitt, en hefur sýnt ótrúlega stillingu og þolinmæði.  Innan um þá eru ofbeldismenn sem hafa yndi af átökum og gera sitt til að æsa ástandið upp.  Það er erfitt að ráða við þá vegna þess að yfir þeim er enginn stofnun sem þarf að gæta að virðingu sinni.  Þeir hafa engan yfir sér nema sjálfa sig.  Þess vegna á að gera eins og Hörður biður um að reyna allavega að tala þá til, og fá þá til að láta af ofbeldinu.  Það gerir illt verra fyrir alla hina og skemmir fyrir.

En að það sé undir mótmælendum komið að allt fari vel er kjaftæði.  Það eru til margar myndir og frásagnir sem sýna einmitt að löggubullurnar efna oftast til illindanna, með framferði sínu.  Það ættu yfirvöld að taka fyrir strax ef þau vilja halda trúnaði og trausti almennings á stofnunni Lögregla.

Annað  sem ég vil koma á framfæri, af því að menn virðast ætla að hlaupa á tilboð Framsóknar um að styðja Vinstri græna og Samfylkingu vilji þeir koma á nýrri ríkisstjórn.  VIÐ VILJUM ÞAÐ EKKI.

VIÐ VILJUM EINMITT SPILLINGUNA BURT, OG ENGA PÓLITÍK Í BILI HELDUR UTANÞINGSSTJÓRN MEÐ FÓLKI SEM HEFUR EKKI KOMIÐ NÁLÆGT PÓLITÍKINNI.  Er þetta svona erfitt að sjá og skilja? Og hvað haldið þið að það myndi gera þessum flokkum ef svo yrði kosið í haust?  Jú ég veit það, í fyrsta lagi myndu mótmælin halda áfram, þetta er ekki það sem verið er að biðja um.  Og svo myndi fylgi Samfylkingarinnar halda áfram niður á við, einnig Vinstri grænna og Framsóknar.  Vilja menn virkilega taka sjensinn á því?

Nei hér er best fyrir alla aðila að komið verði til móts við almenning um utanþingsstjórn sem fengi svigrúm til að endurskipuleggja lýðræðið og nýja stjórnarskrá og ný kosningalög.  Í anda Njarðar P. Njarðvík og Vilmundar heitins Gylfasonar.  Það verður aldrei ALDREI sátt um neitt annað, þó sumir séu með ráðherraglýjur í augunum.  Og hana nú!.

 

En léttara hjal.

IMG_5281

Dagurinn í fyrradag var fallegur, í gær var rok og svo er lika í dag.

IMG_5283

Það blæs dálítið, lognið er að flýta sér.

IMG_5285

Þetta er eins og það sé pottlok yfir fjöllunum.

IMG_5312

Morgnarnir ganga sinn vana gang.  Fyrst er Hanna Sól vakinn og sett framan við sjónvarpið, svo er Úlfur vakinn og svo vaknar litla skottið sjálf örlítið seinna.  Brandur vaknar um leið og afi kemur fram.

IMG_5313

Úlfur tilbúinn og bíður eftir rútunni.

IMG_5314

Brandur er mjög áhugasamur um morgunmat telpnanna.

IMG_5318

Svo er knúsast svolítið áður en prinsessur klæða sig upp til að fara í leikskólann.

IMG_5320

Jamm ég sagði prinsessur, svona var Hanna Sól klædd í gær.

IMG_5323

É pðinseðða sagði skottið.

IMG_5324

Hún ákvað líka að fara með bók í skólann.  En amma gat laumað henni frá.

IMG_5275

Hér er hún að segja Úlfi til með tölvuna. Hún verður tveggja ára núna 23. janúar.

IMG_5276

A sjáðu! segir hún og fylgist vel með öllu.

IMG_5279

Afi og skottan, hún er að skoða mynd sem Steingrímur S.T. Sigurðsson heitinn teiknaði af ömmu hér á balli fyrir mörgum árum.

IMG_5286

Hanna Sól er byrjuð á sundnámsleiði.  Hún er að vísu flugsynd en það er eiginlega svona hundasund, nú á hún að læra að synda venjulega.

IMG_5291

Og stinga sér og alles.

IMG_5293

Þetta þarf allt að lærast.

IMG_5295

Það var fullt af krílum sem eru á námskeiði, þrjú holl líka.

IMG_5298

Og mamma, Hönnu Sól vantar svona froskalappir í réttri stærð, hún var alltaf að missa þessa.  Hún þarf líka að venjast þeim.

IMG_5302

Synt áfram í röð.  Sumir krakkana voru rosalega dugleg. Hanna Sól var líka mjög dugleg miðað við að hún var þarna í fyrsta skipti.

IMG_5306

Þetta kemur allt saman.

IMG_5307

Þær eru saman á leikskólanum á Suðureyri.

IMG_5309

Svo var voða notalegt að skríða í heita pottinn eftir sundið.

IMG_5310

Ekki sleppa þessi börn við aðgerðir útrásarvíkinganna.  Þeirra vegna verða þau að taka á sig rúmar 6 millur á barn, svo þeir geti leikið sér og flutt fjármagn á Caymaneyjar með aðstoð stjórnvalda. Nei það er ekkert réttlæti í því. 

IMG_5325

Sem betur fer er þetta bara ský, en ekki það sem það lítur út fyrir að vera.  Eigið góðan dag elskurnar.

Munið að þið mótmælið í mínu nafni.  Og ef þið verðið fyrir einhverju eins og táragasi, piparúða eða kylfum, þá snertir það mig líka, og vekur mér reiði.  Það er alveg skýrt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég er nú ekki alveg sammála því að búningurinn verndi lögreglumenn. Það hefur aldrei verið veist að mér og ráðist á mig með ofbeldi nema einmitt í lögreglubúningi.

Svo er eitt dálítið fyndið sem ég fattaði yfir sjónvarpinu í gær. Eftir að við urðum bloggvinkonur er ég farin að fylgjast með veðrinu á Vestfjörðum sem ég gerði aldrei áður. Hafði alveg áhyggjur af ykkur kúlubúum í öllum þessum stormviðvörunum.

Helga Magnúsdóttir, 22.1.2009 kl. 14:36

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Sammála.

Þetta er reyndar ekki appelsínugul bylting. Hjá Karli Jónssyni heitir þetta Búsáhaldabyltingin. Eitthvað er það svona í heimilislegum stíl eins og myndirnar þínar.

Haukur Nikulásson, 22.1.2009 kl. 14:36

3 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ég kvitta heils hugar undir þennan pistill þinn. Takk fyrir þetta.

Mikið er hún Hanna Sól dugleg í sundinu. Og pðinþeððan flott að vanda  

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 22.1.2009 kl. 14:41

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Helga ég meinti að búningur lögreglunnar á að vera til að vernda þá.  Það er þung refsing við að ráðast á lögreglu í búningi, og það á að vera svo.  Búningurinn er að hluta til þeim til varnar.  Þannig meinti ég það.  En það vill brenna vð að fólk taki reiði sína út á lögreglunni, sér í lagi drukkið fólk um helgar.  En eins og þú veist er alltaf best að reyna að tala fólk til, ekki byrja á að beita ofbeldi.  Takk fyrir umhyggjuna elsku Helga mín, hún snertir mig.

Takk Haukur minn.  Búsáhaldabyltingin er gott nafn á hana. 

Knús Sigrún mín.  Ja ég er voða hress og stolt af Hönnu Sól í sundi.  Og litlaskottið er heimsins yndislegasti perluprakkari.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2009 kl. 14:56

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegar myndir takk fyrir mig

Ásdís Sigurðardóttir, 22.1.2009 kl. 15:34

6 Smámynd:

Ég er svo heilshugar sammála þér Ásthildur. Verum í appelsínugula liðinu. Sætar myndirnar af börnunum að venju og flottar myndirnar af fjöllum og himni. Ná alveg þessari risjóttu tíð. Takk fyrir mig

, 22.1.2009 kl. 17:13

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

knús knús og ljúfar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 22.1.2009 kl. 17:45

8 Smámynd: Herdís Alberta Jónsdóttir

Takk Ásthildur enn og aftur góður pistill. Vona að allt sé á sínum stað í og í kringum kúluna eftir storninn.

Herdís Alberta Jónsdóttir, 22.1.2009 kl. 22:36

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hér er ennþá allt á sínum stað, en veðrið er ekki gengið niður ennþa´Dísa mín.

Sömuleiðis Linda mín

Já við skulum vera í appelsínugulaliðiðnu Dagný mín

Takk Ásdís mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2009 kl. 22:39

10 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Appelsínugular búsáhaldabyltingakveðjur

Ragnhildur Jónsdóttir, 23.1.2009 kl. 01:15

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2009 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 2022156

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband