Ég er þjóðin - þjóðin er ég.... og þú!

Miðað við hve hörð mótmælin voru í gær, og svo viðtal við einn þingmann samfylkingarinnar sem sagði að hann gæti ekki stutt ríkisstjórnina lengur bætti við aðspurður að hann teldi að þingmenn bæði hjá sjálfstæðismönnum og samfylkingu væru sama sinnis, þá bjóst ég eiginlega við því að fá að heyra þær fréttir í morgun fyrst af öllu að Geir H. Haarde hefði gengið til forseta og beðist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt.

En nei ó nei, það sem ég heyrði var yfirlýsing frá dómsmálaráðherra um að hann ætlaði að fjölga lögreglumönnum. 

Nú þekki ég ekki þankagang ráðamanna og ég mun sennilega seint skilja hann eða af hverju stólarnir eru svona þægilegir, þó þeir séu orðnir brennandi heitir svo úr rjúki.  Hvað er það sem þau óttast svo mjög að þau loka augum og eyrum fyrir kröfum fólksins?

Þetta er fólkið sem þurfti að læðast heim í gærkveldi bakdyrameginn.  Halda þau virkilega að fólk hætti og gefist upp?  Að þetta síendurtekna staðfestuleysi íslendinga gerist nú eins og alltaf áður.  Þau gefast upp og allt verður í lagi.  Svo verður þetta gleymt í næstu kosningum?

Já ég held því miður að það sé rauninn.  Að Þau virkilega haldi að ef þau þreyja þorran og góuna, þá hætti þetta allt saman, fólkið gefist upp og síðan komi til þetta venjulega gullfiskaminni sem við erum fræg fyrir.

Það versta við þetta er að við höfum sjálf skapað þetta ástand.  Við höfum kennt þeim að við sitjum bara þæg og góð sama hvað gert er.  Einkavinavæðing, ráðning vina og vandamanna í toppstöður, spilling einstakra ráðherra og jafnvel lögbrot af þeirra hendi.  Við höfum hreinlega kennt þeim að svona megi.  Þess vegna geta þau ekki skilið að í dag sé þetta ekki svona.  Að nú sé allt breytt, alvaran tekinn við.  Þau halda í alvöru að þetta sé bara skrílslæti í einhverjum vinstri grænum.  Þeir vita að þeir hafa tögl og haldir í fjölmiðlum, og að þar sé reynt að fegra ímynd þeirra og mála hina dekkri litum.

En jafnvel það er að breytast.  Fjölmiðlafólk er að verða aðgangsharðara og farið að sýna meira af hegðun þeirra.  Það kemur örugglega af þrýstingi frá fólkinu á gólfinu, sem sættir sig ekki lengur við þöggunina.  Þau þurfa bara að standa saman í því að slá skjaldborg til varnar sannleikanum og réttlætinu, svo það verði ekki þaggað niður.

Ég veit að flestir lögreglumenn eru prúðmenni og gott fólk.  Innan um þann hóp leynast því miður bullur og ofbeldismenn, sem njóta þess að "láta helvítin hafa það".  Slíkir menn eiga aldrei að fá leyfi til að ganga í búningum.  Þeir setja blett á alla hina sem vinna af trúmennsku og góðum hug.  Það eru mennirnir sem eyðileggja trúnaðartraustið sem almenningur verður að geta borið til lögreglunnar.  Það þarf líka að taka piparúðann af þessum mönnum, þeir hafa sýnt að þeir nota hann til að vera í stórkallaleik og rambóstælum.  Ég er mjög hissa á að það skuli ekki vera búið að grípa í taumana og innkalla þessa úða, svo misnotaðir sem þeir eru.  Það getur ekki þýtt nema eitt, stjórnvöld samþykkja þetta ofbeldi.  Eftir höfðinu dansa limirnir, og það virðist vera að þessum mönnum sé hreinleg veitt veiðileyfi á mótmælendur.  Þetta er ekkert nýtt, því þeir hafa lengi haft svona "skotleyfi" á undirmálsfólk og fíkniefnaneytendur.  Þetta er bara stigið fyrir ofan, því samkvæmt skilgreiningu valdsins eru mótmælendur skríll. 

Það sem yfirvöld skilja ekki, vegna gjárinnar sem aðskilur þá frá fólkinu að hér er alvara á ferð.  Sífellt fleiri missa lífsviðurværi sitt, sjálfsvirðinguna og tækifærin til að framfleyta sér.  Um leið og það er tekið frá fólki gerist eitthvað.  En á sama tíma og þetta gerist, þá er sýnt að valdið heldur hlífiskyldi yfir þeim sem rupluðu og rændu fólkið.  Þeir sem hafa sitt á hreinu í skattaparadísum hér og þar um heiminn, og ætla að kaupa landið upp á brunaútsölu.  Með fullkomnu leyfi og aðstoð valdsins.  Svona lítur nú dæmið út ef maður skoðar atburði síðastliðna mánuði.

Og svo biður þetta fólk um vinnufrið.  Óskapast yfir hávaðanum.  Forseti þingsins segir með hroka að auðvitað komi það alls ekki til greyna að breyta neitt starfi þingsins.  Forgangurinn er líka augljós, það er verið að fjalla um leyfi til sölu á bjór og léttvíni í verslunum.  Hvernig eigi að greiða fyrir innvols og líkamsparta og ég veit ekki hvað og hvað. 

Er nema von að fólki blöskri.  Síðast útspil sýslumannsins á Selfossi var svo einn af dropunum sem fyllti mælinn.  Að auglýsa fjöldahandtökur á skuldara meðan þjófarnir ganga lausir.  Þó honum hafi verið gert að hætta við þann gjörning var skaðinn skeður. 

Fólki er hreinlega ofboðið og það er ekkert skrítið við það.  Fólkið sem er að mótmæla er þjóðin sjálf, þetta eru ekki bara einhver vinstri græn, eða stúdentar, eða einhver gengi.  Þetta eru ömmur afar, mæður, feður allt litrófið við ég og þú.  Um leið og lögregla piparúðar mótmælenda á Austurvelli, piparúðar hann mig um leið og lögga handleggsbrýtur mann með kylfu, handleggsbrýtur hún mig.  Ég deili lífsreynslunni með þeim sem verða fyrir ofbeldinu af því að ég deili áhyggjum mínum með þeim samsama mig þeim.  Væri þarna sjálf ef ég hefði tækifæri til.  Reiðin sem gagntekur mig við að horfa upp á lögregluna misbeita valdinu er reiði þjóðarinnar.  Þjóðar sem loksins hefur risið upp og mótmælir óréttlæti, svikum, lygum og öllum þeim óþverragangi sem finna má. 

Krafan er einföld hún getur ekki verið einfaldari; við viljum ykkur burt.  Við viljum ekki að þið aukið lögregluafskipti, við viljum heldur ekki að þið farið að skipta út mannskap, eða grauta eitthvað og krukka í ykkar liðum.  Við viljum hreint borð.  Við viljum neyðarstjórn samsetta af fagfólki, sem bjargar því sem bjargað verður NÚNA.  Við viljum svo fá að kjósa í vor.  Ef þið bara opnið augu og eyru þá getið þið heyrt að þetta er krafa þjóðarinnar, meira að segja krafa flestra þeirra sem deila með ykkur flokkum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Heyr heyr.takk fyrir gódann pistil.

Kvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 21.1.2009 kl. 12:15

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Frábær pistill hjá þér. Það ætti að senda hann á allt þetta fólk á þingi sem er ekki í neinum raunveruleikatengslum og með alvarlegar ranghugmyndir um sjálft sig og þjóðina sem þetta fólk er hætt að tilheyra.

Helga Magnúsdóttir, 21.1.2009 kl. 12:45

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég er að vona að það dragi til tíðinda næsta sólarhringinn.  Vona bara að niðurstaðan verði að hér verði komið á utanþingsstjórn, því traust almennings á stjórnmálamönnum er ekki til staðar.  Góður pistill hjá þér að venju Ásthildur mín.

Sigrún Jónsdóttir, 21.1.2009 kl. 15:28

4 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Góður pistill Helga mín. Það er nú merkilegt hvað þessir karlar ofmeta sig. Burt með þá og neyðarstjórn til starfa.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 21.1.2009 kl. 16:24

5 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Fyrirgefðu Ásthildur mín ég setti óvart Helgu nafnið, en ég er sko sammála Helgu líka.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 21.1.2009 kl. 16:26

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég mundi einmitt orða það þannig að þessi hópar sem eru að mótmæla séu þverskurður þjóðarinnar.  Kveðja vestur

Ásdís Sigurðardóttir, 21.1.2009 kl. 20:46

7 Smámynd:

Gott innlegg Ásthildur. Tími íslensku þjóðarinnar er að renna upp

 

, 22.1.2009 kl. 01:02

8 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Samfylkingin dansar erinda tækifærismennsku þegar hentar líkt og frá upphafi.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.1.2009 kl. 01:25

9 Smámynd: G Antonia

flott hjá þér!!!

G Antonia, 22.1.2009 kl. 03:27

10 identicon

Sæl Ásthildur.

Meiriháttar pistill.

Þessi Ríkisstjórn er VANHÆF og

svo er Þetta  ekki lýðræði   þetta er glapræði.

Baráttukveðjur.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 04:47

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er allt að fara úr böndunum sýnist mér.  Hvað verður næst.  Mér sýnist einstaka lögreglumenn vera farnir að fara offari, þeir hafa fengið veiðileyfi á mótmælendur ofbeldissinnuðu lögreglurnar.  Andstyggilegt að mínu mati, og spurning hve lengi hógvært alþingisfólk lætur sig það engu skipta. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2009 kl. 08:46

12 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

appelsínugult er liturinn sem talar gegn öllu ofbeldi. skrifum allar athugasemdir með appelsinugulu og mætum í bæinn meðeitthvað appelsínugult NÚNA!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.1.2009 kl. 12:28

13 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ég skil vel alla þessa reiði. En mér finnst fólk líka verið farið að ganga of langt. Það haga sér margir eins og lögreglan eigi sök á ástandinu. Að ganga á línuna og berja grjóti í skyldi lögreglunnar finnst mér fáránleg hegðun. En auðvitað er það minnihluti fólks sem hagar sér þannig, en eru um leið að eyðileggja fyrir fjöldanum. Ég vil fara og mótmæla friðsamlega og allt í lagi að vera með hávaða, en ég treysti mér ekki til að fara. Hef ekki heilsu í að lenda í slagsmálum.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 22.1.2009 kl. 13:06

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér Sigrún mín, það er fámennur hópur sem hagar sér þannig, rétt eins og lítill hópur lögreglumanna eru ofbeldismenn og skemma fyrir öllum hinum.

Appelsínugult gott mál Katrín mín.  Ég skal gera það.  Gangi ykkur vel með mótmælin, þið eru þar í mínu nafni líka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2009 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 2022157

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband