20.1.2009 | 18:32
Í skugga ofbeldis lögreglu með piparúða og friðsamlegra mótmæla.
Mótmælin í dag voru afgerandi. Viðbrögð stjórnarliða er líka eftirtektarverður. Þorgerði Katrínu þótti verst að verið væri að trufla hana við vinnuna sína. Árni Mathiesen taldi að hann hefði ekki gert neitt rangt. Geir bað um þolinmæði. Hversu langt frá þjóðarsálinni er þetta lið eiginlega. Og hver voru svo þessi áríðandi mál sem alþingismenn voru að ræða? Jú þeir voru að ræða um líffæragjafir og hvort selja ætti áfengi í matvöruverslunum.
Getur einhver sagt mér hvað fólkið er að hugsa? Nei auðvitað ekki. Þau eru svo gjösamlega á svig við alla almenna skynsemi.
Ég held að lögreglan ætti að fara á námskeið í framkomu. Þeir voru þeir einu sem beittu ofbeldi Það vakti hjá mér vondar hugsanir að sjá þá standa þarna og rjúka upp af minnsta tilefni og sérstaklega þegar þeir beittu piparúðanum. Þegar gert verður hreint fyrir dyrum eftir að búið er að losna við spillingaröflin, verður að taka í gegn lögregluna og skoða hverjir þar eru sem beita valdi. Eru í Rambóleik. ´Sá ekki betur en aðgerðir þeirra væru fumkenndar, og allt í einu ákveðið að rýma þennan stað eða hinn. Og þá var ráðist til atlögu gegn óvörðu fólki.
Ég hef verið að reyna að gera mér í hugarlund hvað þetta fólk er að hugsa. Hvað er það sem gerir þeim svona erfitt fyrir að segja af sér. Að þau vilja vinna allt til að sitja áfram þó alveg sé ljóst að þjóðin hefur hafnað þeim. þau fórna ærunni, stoltinu og mannlegri reisn til þess að slímsitja hvað sem á dynur.
Hvernig líður þeim, þegar þau heyra hvern sérfræðinginn af öðrum, innlendan sem erlendan segja hreint út að þau séu í besta falli vanhæf í versta falli lögbrjótar. Eða hafa þau lokað öllum skilningarvitum?
Í flugi er ákveðin staður þar sem ekki er hægt að hætta við flugtak. (point of no return) Núna hefur ríkisstjórnin komist á þann punkt að hún á enga leið til að sitja áfram. Henni ber því að segja af sér og koma sér frá.
Mér líður eins og að hafa verið svipt inn í einhverskonar hryllingsmynd, þar sem allt getur gerst. Á nokkrum vikum hefur lífi mínu verið umturnað gjörsamlega. Ég var í öryggi sátt við það sem ég hafði, átti von á rólegum þægilegum tíma í ellinni. þessu var svipt burtu með einu pennastriki þjófa og ræningja. þessir ræningjar sitja ennþá og má ekki blaka við þeim, meðan almenningi blæðir, þar er enga miskunn að fá. Þeir skulu sko fá það óvegið, meðal annars piparúða, beint í augun ef ekki vill betur til.
En ekki nóg með það, heldur var mér kippt út úr umhverfi lýðræðis og inn í ógn alræðisríkis. Þar sem fólkið sem við höfum jú að vísu komið til valda, reynast einræðisherrar og sýna ekkert nema hroka og yfirgang. Ég er reið, en líka hjálparvana, því ég er að gera mér grein fyrir að ósvífið fólk hefur rænt okkur og ætlar að halda áfram að láta okkur blæða, meðan það er að hjálpa sínum auðkýfingum og ræningjum, enda má segja að sum þeirra allavega eru nú einhversstaðar nálægt bankageiranum, spurning um hversu náið. Og er svo firrt að það telur sig eða segist vera að bjarga okkur, moka skaflinn og vill frá frið.
Það er búið að gefa ykkur meira en þrjá mánuði til að bjarga okkur ágæta ríkisstjórn. Það er ekkert sýnilegt sem þið hafið verið að gera. Það tók eina kvöldstund að hækka á okkur áfengi og tóbak. En það tekur meira en þrjá mánuði að gefa út tilskipun um handtökur og rannsaka stærsta þjófnað Íslandssögunnar. Hvað veldur?
Og í Guðsbænum ekki tala við okkur um hvað þið ætlið að gera í Nýju Íslandi, það er bara klám í ykkar munni. Við viljum ykkur ekki. Við erum búin að fá nóg, og þolinmæðin er á þrotum.
Þið hafið fengið rauðaspjaldið svo vinsamlegast komið ykkur burt.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 7
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2022159
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Dobla þig með rauða spjaldið og segi útaf með dómarann.
Ásdís Sigurðardóttir, 20.1.2009 kl. 18:57
Þetta er ótrúlegt, þetta er eins og að þjóðin sé með óvelkominn gest sem ekki rótar sér hvernig sem hann er beðinn. Ég held að ég þekki orðið engan sem ekki hefur orðið fyrir barðinu á kreppunni, annaðhvort misst vinnuna, lækkað í launum eða tapað fjármunum. Ég þekki náttúrlega ekki fólkið í ríkisstjórn, Seðlabanka, FME og í feitum stöðum í bönkunum. Það hefur engu tapað. Það er kominn tími á að henda þessum gesti út með valdi.
Helga Magnúsdóttir, 20.1.2009 kl. 19:03
Það var merkilegt að vera þarna(margir bloggarar systir mín sagði þegar hún sá vígbúnaðinn þetta er bara einsog vera lentur inní miðja "Gerplu" - ég fór alltof fljótt heim- var ekki nógu vel búinn. Var að hlusta núna á fréttir á Rúv, ætli ég skreppi bara ekki niðreftir aftur. Kveðja
María Kristjánsdóttir, 20.1.2009 kl. 19:20
Takk fyrir þetta Ásthildur. Ég er sama sinnis.
Sigrún Jónsdóttir, 20.1.2009 kl. 19:35
Ég redobla vinkonu mína hana Ásdísi Sigurðardóttur. Samtrygging stjórnmálastéttarinnar er slík að við fólkið í landinu verðum að finna farveg til að komast úr sjálfheldunni og gera Ísland betra.
Sigurður Þórðarson, 20.1.2009 kl. 19:35
Ég er líka bálreið eftir viðtalið við lögreglustjórann, þeir voru að verja hvað aftur!!!!! jú alþingishúsiðHÚSIÐ Þeir meiða fólk og niðurlægja til að verja HÚS! Ég er svo gáttuð að ég á ekki orð. Er það nú fyrirlitning gagnvart þjóðinni. Nei hingað og ekki lengra. Sammála gefum þeim rauðaspjaldið og útaf með liðið eins og það leggur sig. Og rannsókn á ofbeldismönnum innan lögreglunnar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2009 kl. 20:20
Það var einstök upplifun að vera þarna í dag! Einstök!!
Hrönn Sigurðardóttir, 20.1.2009 kl. 20:32
Manstu Ásthildur þegar rússneski herinn átti að ráðast á eigin þjóð og Jelsin steig upp á skriðdreka og stoppaði það?
Þetta er svipað....hvar er okkar Ljósvetningagoði nú???
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.1.2009 kl. 22:33
Já Anna alveg rétt, nú vantar okkar Jeltsín. Takk fyrir kveðjuna sem ég fékk frá þér elskuleg mín
O hvað ég trúi þér Hrönn mín. Þetta eru sögulegir tímar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2009 kl. 23:31
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.1.2009 kl. 00:08
Frábær dagur með frábæru fólki.
Þarna var enginn skríll nema hervæddir löggumenn.
Það var hins vegar fullt af flottum löggum sem gerðu ekkert nema standa vaktina.
Þetta var byrjunin á byltingunni.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.1.2009 kl. 00:40
Einmitt hvar er okkar Jeltsín er hann ekki maðurinn sem á að vera maður þjóðarinnar. Hann hefur ekkert talað til fólks sem margt hvað á mjög bágt.
Guðrún Jónsdóttir, 21.1.2009 kl. 08:13
Algerlega klikkað...auðvitað átti að hleypa aumingjans fólkinu inn á Alþingi og leyfa þeim að brjóta og bramla..þetta er hvort sem bara helvítis kofi....þetta helvítis fokking pakk sem þar er inni eru helvíttis aumingjar og hálfvitar....eiga bara skilið að vera barðir í spað þessir andskotar..hafa aldrei gert nokkurn skapaðan hlut af viti....já köllum á Jeltsin, Maó, Lenin og Stalín til hjálpar íslenskri þjóð í neyð...já og Hitler og Göbbels og alla hina...út með lögguna inn með Evu Hauks, Hörð Torfa, Þór Jó og allar hinar frelsishetjurnar ....jíbbí
Katrín, 21.1.2009 kl. 09:38
Ég er stolt af minni tjód.Getur verid ad ástædan fyrir tví ad rádherrar segi ekki af sér sé sú ad tau eiga sér tá ekki vidreisnar von ......Madur spyr sig.Mér væri líka alveg sama svo reid er ég .
Út med hiskid og áfram vor tjód.
Gudrún Hauksdótttir, 21.1.2009 kl. 09:57
Katrín mín þú ert undarlega reið og að mínu mati út í ranga aðila. En hver hefur leyfi til að mótmæla á sinn hátt. Hvað vilt þú gera? Finnst þér virkilega allt vera í lagi og enginn ástæða til að múkka?
Einmitt Jenný, óreirðaseggirnir voru því miður aðiljar innan lögreglunnar, sem svon sannarlega virtust miðbjóða þeim búningum sem þeir bera.
Gulðrún! hvar er forseti vor. Hann hefur til þess rétt að rjúfa þing og boða til kosninga. Ætli hann geti ekki líka skipað utanþingsstjórn eða neyðarstjórn á svona tímum?
Veistu drottning að ég hef grun um að svo sé. Stólarnir eru of þægilegir þrátt fyrir allt, og svo getur vel verið að mótmælin bara hætti. Fólk nenni þessu ekki lengur...... eða þannig er hugsunin.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.1.2009 kl. 10:59
ha ...misskildi ég eitthvað boðskapinn...er ekki svona sem maður á að tala sem mótmælandi...ég sem safnaði þessum ummælum saman af bloggsíðum...við hvaða hús eigum við að mæta á Ísafirði.? Eitthvað sem er með miklu gleri.....újé
Katrín, 21.1.2009 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.