Af prinsessum og öðru fyrirfólki.

Eftir þessa framsóknaryfirhalningu er ekki úr vegi að setja inn smá prinsessumyndir og af öðru góðu fólki.

IMG_5176

Prinsessur eru vanmetnar í dag allavega mínar þær hafa sterkan persónuleika, og þó þær séu ungar að árum þá hafa þær stálvilja allavega þessar sem hér eru kúluprinsessurnar mínar.

IMG_5183

Sjáið bara, þær eru til í hvað sem er. 

IMG_5184

Og flottar eru þær.

IMG_5194

Þessi prinsessa átti langt samtal við afa sinn um daginn, þar sem hann útskýrði fyrir henni að þeir fyrstu yrðu siðastir og hinir síðustu fyrstir.  Hún vill nefnilega alltaf vera fyrst, inn í bílinn, út úr bílnum, og núna síðast vakna fyrst af öllum.  Og eftir þetta samtal, sagði hún við ömmu, ég vil vera fyrst, og þess vegna má Ásthildur fara fyrst út úr bílnum, af því að þeir sem eru fyrstir verða síðastir og þeir sem eru síðastir verða fyrstir.  Og þannig er það bara núna.

IMG_5196

Málið er að börn eru miklu eftirtektarsamari en fullorðnir.  Og þau fylgjast miklu betur með því sem er að gerast í kring um þau en fullorðið fólk, og þessi litla dama var farin að íhuga málin, sá að sú stærri var alltaf á undan, og svo kom að því að það gerðist sem ég vissi að myndi gerast, hún sagði É fytt!

IMG_5199

Já málið er að hún er ekki alveg búin að ná þessu með síðastir og fyrstir, svo ennþá er allt í jafnvægiLoLHeart

IMG_5213

Amma sagði Úlfur, þú setur aldrei inn myndir af þér, þessi fer á netið sagði hann um leið og hann smellti af. Og auðvitað er það netið....

IMG_5248

Hér er svona pabbaprinsessa, en nýtur athygli frá föðurbróður líka.

IMG_5252

Og svo er dundað sér við eitt og annað þar sem tvær prinsessur koma saman.

IMG_5253

Skipst á ýmsum hlutum og svona.  Einhverju sem skiptir máli og svoleiðis.

IMG_5254

Og samningar hafa náðst, enda hvað er peli eða afaskyr á milli vina.

IMG_5255

Og maður er manns gaman.

IMG_5257

Og alltaf gaman að fara í smáreiðtúr, þó bykkjan sé bara rugguhestur.

IMG_5262

Og svo er haldið heim á leið.

IMG_5264

Þó sumir dundi sér við að horfa á videó.

IMG_5266

Svo blundar alltaf þessi modelismi í manni frá unga aldri heheheh

IMG_5267

Já það er hægt að vera ansi frumlegur þó maður sé ekki orðin tveggja ennþá.

IMG_5270

ég verð að fara að gefa mér tíma til að þrífa þennan spegil.  En einhvernveginn þá hleypur draslið ekki frá manni.  Allt hitt tekur meiri tíma, og gefur manni meira. InLove

IMG_5215

Þetta er veðrið í gær.

IMG_5216

Veðrið í dag kemur örugglega á morgun hér.  Ein eigið góða nótt elskurnar mínar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 20.1.2009 kl. 07:53

2 identicon

Yndislegar myndir. Og hjá litla fólkinu eru að byggjast upp minningar um hvað er gaman og friðsælt hjá ömmu og afa og þær endast endalaust og má nota síðar til að slaka á og láta sér líða vel. ástarkveðjur til allra sem búa og koma í Kúlu..  Snjórinn gerir svo mikla birtu og ekki veitir af.

Dísa (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 08:23

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Dísa mín  Kærleikskveðjur til þín líka.  Já Snjórinn birtir allt upp, og nú er sólin að smokra sér niður fjallið náði niðurfyrir Gleiðarhjallan í gær. 

Knús Huld mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2009 kl. 08:31

4 Smámynd: Laufey B Waage

Kannast mjög svo við þetta. Ég á eina 4ra ára prinsessu hér í næsta hverfi.

Laufey B Waage, 20.1.2009 kl. 09:04

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Óborganlegar litlu skvísurnar og allir kúlubúar

Solla Guðjóns, 20.1.2009 kl. 09:22

6 Smámynd: Herdís Alberta Jónsdóttir

Góðan daginn, takk fyrir Ásthildur, ég er svo löt að blogga þessa dagana en pistillinn þinn um Framsókn var algjörlega frábær og nákvæmlega það sem ég var að hugsa.... Kögun hringir einhverjum bjöllum.... Það var eitthvað svo lítið spennandi að sjá myndina á forsíðu Fréttablaðsins í gær af forystu Framsóknar, nýrri og feskri.....þrír menn í dökkum jakkafötum..... allir eins ......  En prinsessurnar og annað fyrirfólk í kúlunni er gaman að sjá, fallegir litir og gleði. Knús til ykkar allra.

Herdís Alberta Jónsdóttir, 20.1.2009 kl. 09:25

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þvílík krútt þessi börn.  Sjá smástelpurnar á trúnó.  Drepur mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.1.2009 kl. 10:50

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þær eru skondnar þessar litlu prinsessur fullar af kærleika og prakkaraskap  Jenní mín.

Dísa mín, já þetta slær mann óneitanlega.  EKki held ég að það haldi vatni eða vindi þessi nýja ferska framsókn þegar farið verður að kafa ofan í hlutina.  en það er bara mín tilfinning.

Takk Solla mín

Laufey mín hvar værum við á þeirra ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2009 kl. 11:58

9 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Þar sem tvær prinsessur koma saman, þar er höll  Iss, ég mundi bara rétta Hönnu Sól eða Ásthildi speglatusku og leyfa þeim að bjástra við spegilinn. Hann mun þá örugglega verða gljáfægður á næstunni

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 20.1.2009 kl. 14:52

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Alltaf jafn yndislegar myndirnar hjá þér.  Takk fyrir mig.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.1.2009 kl. 16:19

11 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það er alltaf sama glimrandi mannlífið í kúlunni hjá þér og ekki vantar úrvalið af kjólunum.

Helga Magnúsdóttir, 20.1.2009 kl. 16:59

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha Sigrún þú segir nokkuð.  Ég ætla að gera einmitt þetta

Takk Ásdís mín

Alltaf nóg af kjólum Helga mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2009 kl. 18:01

13 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Þú ert svo dugleg amma

Guðrún Jónsdóttir, 20.1.2009 kl. 18:13

14 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 20.1.2009 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2022159

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband