Nýir bankar - nýr Framsóknarflokkur - nýtt þetta og nýtt hitt. En sorrý hvað er nýtt í þessu?

Nú eru allir að tala um Framsóknarflokkinn.  Framsóknarmenn himinglaðir og uppfullir af bjartsýni og segja að hreinsun og endurnýjun hafi átt sér stað. 

Og satt er það vissulega eru þarna ung andlit og sum ný.  Það er samt einhver svona ónotatilfinning í mér.  Framsóknarflokkurinn hefur alltaf verið eins og kamelljónið litast af þeim sem eru þeim næstir.  Opnir í báða enda, skoðanalausir og grípa það sem hendi er næst.  Eða það er mín meining.  Þessi endurnýjun ber dálítin svip af þessu.  Að vísu eru Valgerður, Guðni og Halldór Ásgrímsson ekki með í myndinni, en eru þau horfinn? 

Ég man ekki betur er Birkir Jón Jónsson hafi verið formaður í fjárlaganefnd þegar Birgismálið stóð sem hæst.  Og ekki var hann mikið á verði þar ef ég man rétt.  Guðmundur karlinn frekur til fjársins, þó við sauðsvartur almúginn héldum annað.  Þá er það enginn afsökun fyrir þá sem áttu að gæta peninganna okkar.  Eða er það bara með mælistika á hversu miklu menn klúðra, en ekki hvort þeir klúðra?  En þessi maður var kjörin varaformaður Framsóknarflokksins.  Sigmundur er síðan sonur Gunnlaus nokkurs Sigmundssonar framsóknarmanns.  Ég man nú ekki alveg hvernig mál Kögunar komu til, en minnir nú samt að þar hafi nú einhver "útrás" verið í gangi.  Þannig að nýstraujaði gulldrengurinn er nú sprottinn úr slíkum farvegi.  Þó auðvitað eigi aldrei að láta börnin gjalda foreldranna, eins og Jón Baldvin sagði forðum.  Þá hringja nú einhverjar bjöllur.  Var ekki verið að tala um að hreinsa til og moka út spillingunni komplett?

Svo er hitt að þegar framsóknarmenn tala um heiðarleika, gegnsæi og betri stjórnsýslu, þá fer einhvernveginn kaldur gustur niður minn hrygg.  Ekki hefur nokkur stjórnmálaflokkur verið orðaður við aðra eins spillingu og einmitt Framsóknarflokkurinn, og er þá mikið sagt.  Þar má nefna ýmislegt, til dæmis S.Í.S  veldið sem um áratugi stóð vörð um eiginhagsmuni flokksinsmanna og gæðinga, síðan þessi S hópur með Finn Ingólfsson, Bankar, tryggingafélög og bara nefnið það, voru færð "réttum" aðilum á silfurfati.  Síðan klúðrið með Gift, þar sem millurnar hurfu bara út í loftið rétt si sona!!!

Nei gott fólk, þegar ég er að tala um nýtt Ísland, þá eiga flokkseigendur, flokksforkólfar og aðrir sem hafa nýtt sér að hagnast sjálfir á kostnað almennings ekki þar neina aðkomu. 

Það verður að vera breiðfylking fólksins í landinu, þeir sem ekki hafa neinstaðar nálægt komið, heldur ekki feður og mæður.  Því sjaldan fellur eplið langt frá eikinni.  Og hætt er við að fólk taki til það elst upp við.  Það er mitt mat. 

Nýja Ísland þarf að vera alveg nýtt ekki gömul ullarpeysa sem lappað hefur verið upp á, búið að stoppa og staga í götin.  Þetta hugsa ég þegar núverandi stjórnvöld eru að tala um nýtt Ísland, þau eiga að mínu mati engan aðgang að slíku, því þá væri ekkert nýtt Ísland.  Heldur fyrrnefnd stagbót.  Þá er nú betra að prjóna nýja peysu og nú nýju garni.  Ekki einu sinni vil ég rekja upp þá gömlu og prjóna úr henni nýtt.

Nei hér á allt að umturnast, og nýtt fólk með nýja sýn á réttlæti og jöfnuð að leiða þá breiðfylkingu.  Fólk sem kann, veit og vill byggja upp okkar fagra land, og gera það byggilegt fyrir okkur sem viljum eiga hér heima.  Okkur sem þráum að láta okkur líða vel, treysta þeim sem við ráðum til að stjórna landinu.  Svo við getum horft stolt fram á veginn, vitandi að allir eru með.  Líka öryrkjar, aldraðir og þeir sem minna mega sín.  Helst án aðkomu stjórnmálaflokkanna ef það er hægt.

Við verðum bara að muna að lýðræðið kostar.  Og að við verðum alla tíð og alltaf að veita aðhald og vera óhrædd við að breyta.  Refsa þeim sem ekki stendur sig, og hygla þeim sem gera vel að okkar mati.  Einungis þannig getum við varðveitt hið sanna lýðræði.  Annars er hætt við að allt fari í sama farið.  En vonandi höfum við lært okkar lexíu af þessu öllu saman.  Og þá má segja að öll sorgin og reiðin hafi orðið okkur til góðs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Já það eru mörg KAMELLJÓNIN núna......eitt í dag ,annað á morgun eða ekki neitt.Þetta er allt orðin ein hringavitleysa.Ég hélt að stjórnmálamenn ætluðu að reyna að bjarga þjóðinni en ekki rassgatinu á sjálfum sér.

Skemmtilegar myndir hér að neðan frá fundinum ykkar.

Solla Guðjóns, 19.1.2009 kl. 18:09

2 Smámynd: Offari

Ég er að undirbúa að stofna nýjan Offara með nýrri kennitölu.

Offari, 19.1.2009 kl. 18:15

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Eitthvað hljótum við að vera andlega skyld. Þetta er eins og ég hefði skrifað þetta.

Það er engin í elítunni að gefa sig eða að fara. Það er ennþá setið pottana við að bjarga sér en ekki þér og mér.

Haukur Nikulásson, 19.1.2009 kl. 18:23

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég er svo hjartanlega sammála þér. Ef ekki verður skipt út í brúnni eigum við okkur ekki viðreisnar von. Framsókn hef ég aldrei treyst yfir þveran þröskuld.

Helga Magnúsdóttir, 19.1.2009 kl. 20:00

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Enn ein snilldarfærzlan frá þér.

& svo skammar þú mig fyrir að ég vilji þig í framboð ?

Þú skrifar það sem þjóðarsálin hugzar, óflokkabundið, & gerir það vel.

Mættir bjóða þig fram sem fulltrúi færeyzkra mýrdælínga & mitt atkvæði færi á þig.

Enda okkar flokkzbræður eiginlega sjálfir sáttir við að vera horfnir, ef ég lez rétt í kort, leitt en satt.

Steingrímur Helgason, 19.1.2009 kl. 23:23

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Færeyskur Mýrdælingur hljómar ekki illa Steingrímur minn  ég er náttúrulega að hugsa um þetta tilboð þitt, aðallega hugnast mér þetta sem kallað er sjálfseyðingarframboð, þ.e. að breiðfylking bjóði sig fram, til að breyta stjórnarskránni og virkja lýðræðið og leggur sig svo niður.  Það hugnast mér mjög vel, og ég væri alveg tilbúin til þess, og ég MYNDI SVO LEGGJA MIG NIÐUR, en ekki hanga eins og hundur á roði á völdum.   Því ég vil virkt lýðræði og engar refjar.

Nákvæmlega Helga mín.

Já Haukur ég held að við séum skyld allavega svona í sjötta ættlið.  Án gríns þá held ég að við hugsum líkt, hefur sýnst það á þinum færslum.

Hehehe Offari þannig gerast kaupin á eyrinni í dag sko!

Já Solla mín það eru kamelljón, meðaljón og bara ljón.  Ætli ég fylgi ekki seinasta flokknum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.1.2009 kl. 23:51

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Einmitt Ásthildur tek undir hvert orð hjá þér. Frábær pistill.  Og ég styð heilshugar hugmyndir þínar hugmyndir þínar um breiðfylkingu til að breyta Stjórnarskránni, og virkja lýðræðið, fækka þingmönnum

Framsóknarflokkinn ætti að leggja niður. -  Og nýji varaformaðurinn er nú ekki nýrri en svo að hann hefur í mesta lagi breytt skiptingunni í fína hárinu sínu. Alþingismaðurinn Birkir Jón, sem var aðstoðarmaður Félagsmálaráðherra og formaður fjárveitingarnefndar og stakk svo skýrslunni um Byrgissukkið undir stól,  og veitti Guðmundi verðlaun fyrir sukkið og margfaldaði fjárveiitinguna, sagði svo sem skýringu á háttsemi sinni, að það hefði ekki verið í hans verkahring að láta Félagsmálaráðherra og fjárveitinganefnd fá skýrsluna. Maður sem fremur slík afglöp á ekki að vera á þingi.

 Kögunarmálið var mikill og stór skandall, skýrt dæmi um einkavinavæðingu afrek þeirra Davíðs og Haldórs.   En málið var svo vandlega þaggað niður að það var kallað "köfunarmálið" vegna þess að öll umræða um málið var kaffært  jafnóðum.  Þar fékk Gunnlaugur mikið fyrir lítið.  Eins og Framsóknarmönnum er svo tamt að gera vel við sína. S.s dæmin um Finn Ingólfsson og Ólaf Ólafsson bera vitni um.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.1.2009 kl. 00:34

8 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Æ, Ásthildur það eru þarna nokkrar fljótfærnisvillur.  Ég biðst innilega afsökunar á því.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.1.2009 kl. 00:38

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehe Lilja mín það eru líka nokkrar villur í færslunni minni, svo þér er algjörlega fyrirgefið elskuleg mín.  'Eg man eftir þessu Kögunarmáli, Gunnlaugur var í framboði hér fyrir vestan.  Steingrímur Hermannsson breytti seðlabankanum í kosningaskrifstofu, en þeir höfðu ekki erindi sem erfiði.  Og upp úr því fékk hann þetta allt saman á silfurfati.  Nei takk þetta er sama spillingarliðið og það sem við viljum losna við.  Burtu með spillinguna,  ekki meðtaka úlfinn í sauðagæru enn og aftur.  Nú er bara komið nóg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2009 kl. 00:53

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Nú stöndum við uppi með nýjan formann og nýja forystu sem er tilbúinn að tækla verkefnin sem framundan eru af þeim drengskap sem Framsóknarmenn eru hvað þekktastir fyrir.

Trúiru því að þetta skrifar ein vonarsólin??? Framsóknaræringi.

Halda þessir menn að við séum fífl og fávitar???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.1.2009 kl. 08:25

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið rosalega virkaði maðurinn eitthvað FRAMSÓKARNLEGA  á mig í kastljósinu í gær.  Kemur vel fyrir... ójá... mjúkmáll... ójá...  en tóku menn eftir því að hann hefur mikið álit á sjálfum sér.   Hann ætlar þetta og hann ætlar hitt... ójá.  Mér fannst það dálítið broslegt satt að segja fékk svona "kyrktu hann EMIL" tilfinninguna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2009 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2022159

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband