Opin fundur á Silfurtorgi Ísafirði.

Fundurinn í gær á Silfurtorgi fór vel fram.  Veðrið var fallegt og þarna voru á þriðja hundrað manns.

Guðmundur stjórnaði eins og áður.

IMG_5224

Ræðumenn voru Linda Jónsdóttir

IMG_5229

Mæltist henni vel.   Og Finnbogi Hermannsson.

IMG_5234

Máli sínu til stuðnings talaði hann mikið um litla barnið í Silvercrossvagninum.

IMG_5237

Og hve skuldsett þessi litlu kríli væru strax við fæðingu.

IMG_5221

Það var líka gaman að skoða skiltin, hér eru þrjár hetjur með skilti við hæfi.

IMG_5222

Afar brýn og skiljanleg krafa.

IMG_5223

Sumir hafa haft töluvert fyrir skiltunum sínum.

IMG_5232

Eins og sjá má var töluverður fjöldi samankominn á Silfurtorgi.

IMG_5236

Verkalýðsforinginn okkar hér.

IMG_5240

Veðrið var líka fallegt.

IMG_5245

Feðgar á ferð.

Ég segi það enn og aftur, það er á við tíma hjá sála að fara á svona fund og vinna samstöðuna og að finna að allir eru í rauninni á sama bátnum.  Þið ættuð endilega að prófa sem heima hafið setið.  Hér eru engir sérstakir stjórnmálaflokkar eða flokka drættir yfirleitt, heldur bara venjulegt fólk eins og þú og ég.  Almenningur í þessu landi sem vill breytingar.

IMG_5246

Og dropinn holar steininn, við munum vinna þetta stríð, almenningur í þessu fallega og gjöfula landi. Það tekur það ENGINN fra okkur.  Eigið góðan dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 18.1.2009 kl. 11:32

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 18.1.2009 kl. 12:02

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góðan daginn í Kúluhús  Takk fyrir þetta

Sigrún Jónsdóttir, 18.1.2009 kl. 12:10

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Flott skilti á Ísafirði!

Hrönn Sigurðardóttir, 18.1.2009 kl. 12:44

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Flottur fundur hjá ykkur. Um að gera að mótmæla um allt land.

Helga Magnúsdóttir, 18.1.2009 kl. 15:45

6 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Takk fyrir að fá að sjá þessi skilti á Ísafirði

Máni Ragnar Svansson, 18.1.2009 kl. 21:25

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Duglegir Ísfirðingar, en var rétt hjá mér að um 200 manns hefðu mætt á fundinn á Akureyri og mótmælt niðurskurði í menntamálum.

Hmm... sko listinn hér í borginni er fleiri metra langur.  Þess vegna viljum við þetta pakk frá völdum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.1.2009 kl. 21:39

8 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Flottur fundur hjá ykkur á Ísafirði

Guðrún Jónsdóttir, 19.1.2009 kl. 09:36

9 Smámynd: Laufey B Waage

Flott hjá ykkur. Góð skilti.

Laufey B Waage, 19.1.2009 kl. 11:10

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.1.2009 kl. 13:44

11 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Sammála þér Ásthildur, þetta er á við dágóðan tíma hjá sála, þegar maður finnur samkenndina og samstöðuna hjá sér gjörókunnugu fólki.  Það fjölgar jafnt og þétt í reglulegri samstöðugöngunni á Akureyri þar sem safnast er saman við Samkomuhúsið og gengið yfir á Ráðhústorgið þar sem haldin eru ávörp. - Það var allavega komið 200 manns þegar ég hætti að telja því gangan var að leggja af stað, og fólk var enn að drífa að.

Og nú verður Alþingi  sett á morgunn, mér finnst að það ætti að slíta þinginu og senda alþingismenn heim.  Setja Ríkisstjórnina af.  Setja á neyðarstjórn og semja nýja Stjórnarskrá, og að við stofnum nýtt Lýðveldi, í anda tillagna sem Njörður P. Njarðvík lagði til að gert verði.  Þetta gerðu Frakkar þegar þeir stofnuðu sitt 5 Lýðveldi.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.1.2009 kl. 16:14

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Lilja ég er viss um að þetta er það eina rétta.  Því miður áttar fólkið sig ekki á þessu, þ.e. þeir sem geta gert þetta NÚNA.  En við skulum sjá til, þetta kemur hjá okkur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.1.2009 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2022159

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband