17.1.2009 | 11:01
Er verið að skemmta skrattanum - eða stjórnvöldum?
Mótmæli eins og þau hafa verið núna undanfarið eru ný á Íslandi, eða allavega á þessum tímum. Við höfum setið hljóð og etið allt sem að okkur hefur verið rétt. Ekki hefur þó spillingin farið fram hjá flestum okkar. En við höfum bara gefist upp og ekki náð samstöðu..... fyrr en nú. Hörður Torfason og félagar hafa komið þessu af stað með því að mótmæla á Austurvelli kl. þrjú á laugardögum, hann byrjaði að standa þarna einn, þó ekki hafi verið byrjað að telja fyrr en fleiri létu sjá sig, Gunnar Sigurðsson byrjaði svo með fundina í Iðnó og nú í Háskólabíói, sem hann stjórnar af miklum ágætum, greinilega nýtist honum leikstjórnarmenntunin þar. Síðan hafa aðrir hópar risið upp, Eva Hauksdottir og hennar aktívistar flott fólk og gefur líf í mótmælin.
Eflaust fleiri sem ég kann ekki skil á.
Svo er það Ástþór Magnússon, hann mótmælir mótmælum. Hann ryðst inn á annara fundi, heimtar að fá að tala. Lýsir sjálfan sig fórnarlamb og reynir að setja ljótan blett á margra mánaða uppbyggingu fólks sem er að reyna að breyta ástandinu. http://austurvollur.org/
Fólkið sagði við hann; auglýstu þinn eigin fund og haltu ræðu þar. Hvað gerir svo maðurinn?
Jú hann auglýsir fund inn í öðrum fundi, eða klukkan 15.15 á Austurvelli. þar ætlar hann eflaust að koma í sínum jólasveinabúning og eyðileggja fundinn sem fyrir er. Finnst fólki þetta í lagi?
Aðal brandarinn er náttúrulega þar sem stendur stórum stöfum; sameinaðir stöndum vér sundraðir föllum vér.
Það sem mér þykir verra er að tveir af félögum mínum úr Frjálslyndaflokknum ætla að vera þarna með honum og láta ljós sín skína. Þau gera það ekki í þökk Frjálslyndaflokksins. Auðvitað hefur fólk málfrelsi og getur galað þar sem það vill. En þetta fólk er í miðstjórn Frjálslyndaflokksins, þess vegna vil ég taka sérstaklega fram að þau eru þarna að róa ein, en ekki í umboði flokksins.
Hversu langt á þessi maður að fá að komast með allan sinn ruddaskap. Hann kallar allar manneskjur ljótum nöfnum, og skilur ekkert í af hverju hann "fær ekki að tjá sig". 'Eg held að hann ætti að fara í sjáfsskoðun og hugsa aðeins, hvort sökin liggi ekki hjá honum sjálfum, og þeim sem hvetja hann áfram í vitleysunni.
En mikið held ég að stjórnvöld séu ánægð með hann. Ætli hann fái greitt frá þeim fyrir að eyðileggja svona auglýsta fundi? Hann fær örugglega greiðlega leyfi fyrir fundi kl. 15.15 á Austurvelli. Þó vitað sé að þar stendur yfir fundur frá 15.00 - 16.00. Ef hann hefði haldið fundinn sinn kl. 16.15 þá hefði þetta allt saman verið í lagi og komið mótmælum til góða. Þetta er hrein skemmdarstarfssemi.
Ég veit ekki hvað hægt er að gera, ef heyrist ekki í auglýstum ræðumönnum fyrir hamagangi athyglissjúks manns og pótintáta hans. Hvaða rétt á fólk á því að fá að hlusta og fylgjast með opnum fundi sem það vill sækja, en fær ekki vegna svona fíflaláta.
Heldur þetta fólk virkilega að þetta sé sniðugt, eða hjálpi eitthvað til upp á ástandið? Eða finnst því ástandið eins og það er vera sirkus sem hægt er skemmta sér og skrattanum með.
Ég á ekki orð yfir þetta!
En ég er reið eiginlega bálreið yfir þessu framferði yfirgangi og dónaskap.
P.S. var að frétta að lögreglan hafi verið aðvöruð um að þarna ætti að hleypa upp fundinum og eyðileggja fyrir. Það er spurning um hvað lögreglan gerir í því. Það mun koma í ljós.
Í huga minum eru orðin sem standa þarna á fremsta skiltinu. Helvítis fokking fokk.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022160
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þér. Maðurinn er sjúklega athyglissjúkur og ótrúlegt að fólk skuli í alvöru standa með honum. Mér finnst það bera vott um mikið dómgreindarleysi.
, 17.1.2009 kl. 11:21
Ég hef verið að velta því fyrir mér, hvort það sé eitthvað til í því sem, var sagt á Iðnó-fundinum með mótmælendum og lögreglu. Þar var fullyrt eftir uppákomuna með Ástþór, að hann væri nokkurs konar "agent provoceutur", gerður út af örkinni. Bent var t.d. á dæmið þar sem Ástþór setti heilsíðu-auglýsingu í Fréttablaðið þegar gengið var niður Laugaveginn, og krossbrá aðstandendum við það. Auglýsingin var sögð svo annars staðar hafa verið frí og greidd af Fréttablðainu/Sjálfstæðisflokknum.
Nú veit ég ekki hvort það sé eitthvað til í þessu, en eitt er ljóst, Ástþór er að beina öllum kröftum gegn mótmælendum og í þeim eina tilgangi að reyna sundra fólki, ekki sameina. Ef hann vildi sameina, þá myndi hann ekki standa í svona uppakomum og óhróðri gegn öllum þeim sem standa sína pligt. Hinir hóparnir og mótmælendurnir sem skipuleggja hluti, hafa þá virðingu fyrir hvor öðrum að það er reynt að passa upp á að það trufli ekki skipulögð mótmæli/fundi hvor hjá öðrum.
AK-72, 17.1.2009 kl. 11:25
Ég er líka sammála með manninnhann er ekki í lagi.
kærkveðja.
Kristín Katla Árnadóttir, 17.1.2009 kl. 11:25
Sæl Ásthildur.
Ég hef alltaf litið á Ástþór sem útsendara sjálfstæðisflokksins þó þeir vilji ekki kannast við hann
Sigurður j hafberg (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 11:31
Ekki yrði ég hissa ef í ljós kæmi að þessi athyglissjúki maður væri "gerður út" af valdaklíkunni. Hafi hann og aðrir sem með honum standa skömm fyrir
Sigrún Jónsdóttir, 17.1.2009 kl. 11:45
Ég er miður mín og skammast mín að fólk úr FF skuli bæði verja svona lagað og svo binda trúss sitt við annan eins skemmdarvarg. Ég talaði við frummælandann hjá Ástþóri í morgun og reyndi að leiða honum fyrir sjónir hvaða skaða þeir væru að valda en það var ekki til neins.
Rannveig H, 17.1.2009 kl. 11:48
Spurning hvort Ástþór hefði gripið til þessa ráðs hefði honum ekki verið hent út af borgarafundinum um daginn...sem var opinn sumum en ekki öðrum.
Annars verða þeir sem boða fundi sem þessa að gera ráð fyrir að þangað slæðist einhverjir sem hafa eitthvað allt annað í huga en friðsamleg mótmæli. Því fleiri sem saman koma því auðveldara er að fela sig og gera óskunda. Þetta er þekkt um allan heim. Skæruliðahreyfingar og aðrir öfgamenn fela sig gjarnan í slíkum hópum og sprengja allt í tætlur sem nálægt er. Litla Ísland er engin undantekning og hér finnst samskonar lýður og í öðrum löndum.
Miðað við heiftina sem enn ríkir í fólki má gera ráð fyrir að upp úr sjóði með alvarlegum afleiðingum...þannig er lögmálið.. alltaf sýður upp úr pottinum sé hitinn ekki lækkaður.
Að tengja Ástþór við ákveðin stjórnmálaflokk og stjórnvöld finnst mér bera keim af vænisýki...hann hefur hingað til starfað í eigin nafni. Allir, jafnvel þeir sem eru flokksbundir, hafa enn frelsi til orð og æðis, og þó manni líki ekki hvar þeir ætli að láta sjá sig og með hverjum er það þeirra frelsi.
Lýðræðið virkar í allar áttir og fyrir alla, ef menn gleyma því erum þeir hinir sömu komnir út á hættulegar brautir.
Katrín, 17.1.2009 kl. 12:52
Ef Ástþór hefði komið inn með friði og beðið um orðið, en ekki komið beinlínis til að hleypa upp fundinum, hefði honum eflaust verið leyft að tala. En það voru margir á mælendaskrá þegar hann bað um orðið með yfirgangi og frekju. En sumt fólk hefur undarlegar skoðanir á framkomu manna og hvað er sjúklegt og hvað ekki.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.1.2009 kl. 12:58
Þetta atferli hans sýnir bara, eins og einhver sagði einhvern tíma, að hann er með skítlegt eðli.
Jóhann Elíasson, 17.1.2009 kl. 13:03
Mér er nú brugðið við viðbrögð þin kæra bloggvinakona...jú ég tel að þeir sem sjái tengsl Ástþórs við ákveðin stjórnmálaflokk hvort sem það á að vera Sjálfstæðisflokkur eða Frjálslyndir séu farnir að lesa full mikið út úr engu..enda þessi maður þekktur fyrir að starfa einsamall. Annað hef ég ekki sagt um Ásþór hvorki til lofs né lasts.
Hins vegar er mér umhugða að menn missi ekki sjónar á því að lýðræðið er ekki nokkuð sem einhver einn hópur geti tekið og eignað sér...og skiptir það mig engu máli hvort sá hópur sem mér þóknanlegur eður ei..
Katrín, 17.1.2009 kl. 13:07
Ömurlegar uppákomur hjá þessum friðarins manni eftir hrun bankanna.
Annað hvort er þetta egóflipp nú eða einbeittur vilji til að sundra.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.1.2009 kl. 13:29
Já Katrín mín, í þessu máli skiljum við ekki afstöðu hverrar annarar, en þannig er það oft. Það hefur enginn tekið lýðræðið og eignað sér það, nema Ástþór hefur svo sannarlega reynt það undanfarið að koma sjálfum sér að til að eignast mótmælin. Það er mitt álit og ég ætla ekki að segja meira, maðurinn hefur nú kært mig til sýslumanns, svo það er best að segja sem minnst.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.1.2009 kl. 13:46
Ha, fyrir hvað í ósköpunum? Ég hef alltaf sagt það, maðurinn er ekki með fulle femm, svo ekki sé meira sagt.
Sigríður Jósefsdóttir, 17.1.2009 kl. 15:33
Vandamálið með Ástþór er að hann er algjörlega veruleikafyrrtur. Maður sem gefur sig út fyrir að vera friðarpostulinn í spádómum Nostradamusar getur ekki setið á friðarstóli örfáar sekúndur. Honum virðist í blóð borið að elda grátt silfur við allt og alla í kring um sig. Hann gerir engan mun á réttu og röngu, allt það sem honum dettur í hug að gera er "rétt" hvort sem það stangast á við lög eða siðferðiskennd flestra. Það eina sem hægt er að gera við svona menn er að hundsa þá algjörlega, skoða ekki heimasíðuna hans eða svara athugasemdum sem hann setur inn á síður annarra þ.e.a.s. þegja manninn í hel.
Helga Jónsdóttir (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 16:41
Ljós á Ísland og þær breytingar sem verða að gerast og á þig kæra kona.
Steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.1.2009 kl. 16:56
Aumingja maðurinn er að mínu áliti með athyglissýki á háu stigi og hefur alltaf verið með. Hef litla trú á að hann sé útsendari nokkurs nema sjálfs síns.
Það liggur við að manni verði ómótt í hvert sinn sem hann sést eða heyrist í honum.
Knús vestur á firði í kærleikskúluna
Kidda (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 17:04
Takk elskurnar mínar allar, já það er rétt að maðurinn er gjörsamlega óþolandi í sinni öfgvafullu nærveru. Einhver sagði í dag að hann væri eins og hvítur maður hlypi inn í Harlem og örkraði nigger nigger.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.1.2009 kl. 17:21
Mörg góð ráðin þáði ég frá foreldrum mínum og m.a. að ég ef gæti ekki sagt eitthvað gott um menn, skyldi ég ekki segja neitt. Um Ástþór vil ég ekkert segja.
Hvað kæruna varðar hafði ég einhvers staðar séð skrifað um það og get ekki séð að þú þurfir nokkrar áhyggjur að hafa
Katrín, 17.1.2009 kl. 18:02
Það er nú greinilega eitthvað mikið að hjá blessuðum manninum
Huld S. Ringsted, 17.1.2009 kl. 18:48
Mér fundust þau sem reyndu að trufla fundinn í dag frá Frjálslyndaflokknum frekar lummó...og algerlega úr takti við það sem var að gerast. Styð fullkomlega andófið gegn kvótakerfinu en af hverju að trufla almennt andóf gegn stjórnvöldum með svona yfrigangi og frekju??? Heyrði að þeir sem komu með sendibílinn sem stillt var upp við hlið fundarbíls Harðar að hann hefði verið pantaður í nafni Eiríks Stefánssonar. Eru þau í samstarfi við Ástþór??? Maður spyr sig.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.1.2009 kl. 20:46
Sennilega eru þau í samstarfi, því miður verð ég að segja okkar vegna. En fólk verður auðvitað að velja sér vettvang til að koma sínum málum að, þau hafa greinilega valið að ganga í takt við Ástþór Magnússon. Það er þeirra ákvörðun, hana ber að virða sem slíka. En hún á ekkert skylt við Frjálslyndaflokkinn eins og ég þekki hann allavega, og þeir félagar mínir sem ég hef heyrt í eru ekki sáttir við þessa uppákomu, þar sem flest okkar styðja borgaraleg mótmæli heils hugar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.1.2009 kl. 20:53
Ég veit ekki hvað honum gengur til honum Ástþóri, vona samt að fókusinn beinist ekki að erjum innbyrðist. Allt svoleiðis getur klofið samstöðumáttinn og fréttaflutningur fer að einskorðast við svona uppákomur en ekki efni mótmælanna.
Kolbrún Baldursdóttir, 17.1.2009 kl. 21:02
Verðum bara að líta á hann sem veikann mann, held að flestir sjái hann þannig með allri virðingu fyrir þeim sem eru veikir
Guðrún Jónsdóttir, 17.1.2009 kl. 21:43
Sæl Cesil.
Ég fór í fyrsta skipti á Austurvöll og mótmælti í dag, eins og þú hefur nú verið mjög dugleg til þess að hvetja til.
Ég mótmælti þöggun um kvótakerfið og þöggun almennt með táknrænum hætti, blogga örugglega um það á eftir.
Ég sá Ástþór Magnússon ekki á Austurvelli í dag.
þetta comment þitt
" Það sem mér þykir verra er að tveir af félögum mínum úr Frjálslyndaflokknum ætla að vera þarna með honum og láta ljós sín skína. Þau gera það ekki í þökk Frjálslyndaflokksins. Auðvitað hefur fólk málfrelsi og getur galað þar sem það vill. En þetta fólk er í miðstjórn Frjálslyndaflokksins, þess vegna vil ég taka sérstaklega fram að þau eru þarna að róa ein, en ekki í umboði flokksins. "
er afar sérstakt, ég er ekki í miðstjórn míns flokks, en þótt ég væri það myndi það banna mér að taka þátt í mótmælum sem einstaklingur, Halló Cesil ?
Ég gat ekki betur séð en að minnsta kosti þrír miðstjórnarfulltrúar væru þarna staddir í dag.
Á að banna þeim að sækja svona fundi ?
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 17.1.2009 kl. 22:32
Guðrún María voru þið ekki að efna til annars fundar ofan í þann fund sem var fyrir. Það er mjög ósmekklegt vægast sagt.
Rannveig H, 18.1.2009 kl. 00:26
Þið hver, um hvað ert þú að tala Rannveig ?
kv.Guðrún Maria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 18.1.2009 kl. 00:46
Mér finnst nokkur þversögn í þessari heimspeki sem þú býður uppá Katrín G. Nú þekkti ég ekki foreldra þína en ætli þeir hafi gefið þá uppskrift með þessu göfuga heilræði að þú ættir að geta þeirra sérstaklega sem þú getir ekkert gott sagt um.
Mörg góð ráðin þáði ég frá foreldrum mínum og m.a. að ég ef gæti ekki sagt eitthvað gott um menn, skyldi ég ekki segja neitt. Um Ástþór vil ég ekkert segja.
Sigurður j hafberg (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 01:29
STJÓRNSÝSLUKÆRA
Ástþór Magnússon Wium, 18.1.2009 kl. 01:57
Sigurður, hafðu engar áhyggjur. Þó ég hafi ekki minnst á þig þarna merkir það ekki að ég hafi ekkert gott um þig að segja. Þú ert varst bara ekkert til umræðu
Katrín, 18.1.2009 kl. 13:00
Það sem Ástþór getur ekki lært er að hann eins og aðrir fundarmenn æþurfa að fara í röð til aðf á að tala...eins og á borgarafundum. Þá biður fólk um orðið og raðast upp í framsöguröð og bíður þar til það kemur að þeim. Þ.e ef nægur tími er til að allir geti komið sínu á framfæri. Ástþór hins vegar ryðst inn aftur og aftur og vill fremstur í röðina á undan hinum sem bíða. Það fer ekki vel í fólk að frekjast svona framfyrir og halda að hann sé merkilegri en hinir. Þessi uppákoma í gær var á hans vegum..en hann var með snattara fyrir sig og sver svo af sér alla aðkomu að málinu en er samt sá sem heldur henni hvað heitast á lofti. Nyja ísland er einmitt um að vera ekki úlfur í sauðagæru heldur koma hreint fram. Það er það sem fólkið vill enda búið að fá nóg af undirferli og feluleikjum. Og asnagangurinn að fara gegn þeim sem standa gegn óréttlætinu vekur upp spurningar um hvers hags er verið að gæta hér. Og enn hefur ekki fengist svar við því hvort fréttablaðið hafi kostað heilsí'ðuauglýsingu Ástþórs fyrr í vetur og þá hvers vegna?? Er Ástþór útsendari valdhafa sem vilja spilla mótmælum almennings? Maður spyr sig.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 18.1.2009 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.