15.1.2009 | 11:42
Fundurinn í Háskólabíó og hugleiðingar vegna hans.
Ég horfði á borgarafundinn í Háskólabíói í gær og var stórhrifin. Mér líkaði vel allar ræðurnar, þó fannst mér bera af ræður Roberts Wade og Herberts Sveinbjörnssonar að öðrum ólöstuðum. Öll þessi læti út af ummælum Sigurborgar Sigurgeirsdóttur er í raun óskiljanleg, því hún var að koma að nákvæmlega því sem hún var að gagnrýna. Hvaða ráðherra átti í hlut skiptir ekki máli að mínu mati, heldur að hún skyldi fá upphringingu þar sem hún er beðin um að tala varlega.
Ég sé þetta fyrir mér svona: Guðlaugur Þór fréttir að Sigurborg á að halda ræðu í Háskólabíó um siðabót. Hann veit að hann hefur komið illa fram við hana og sagt ýmislegt sem hann vill ekki að verði uppljóstrað. Það grípur hann panik og þar sem hann veit að þær þekkjast ágætlega Sigurborg og Ingibjörg Sólrún hringir hann í Ingibjörgu og biður hana um að reyna að þagga niður í Sigurborgu. Nú kemur að dómgreindarleysi utanríkisráðherrans, henni finnst þetta í raun og veru allt í lag. Takið eftir Ingibjörg þurfti ekki að óttast nein ummæli frá Sigurborgu, þvert á móti. Hvers vegna hringdi hún þá? Jú hún gerði það fyrir samráðherra sinn sem fannst hann vera í klípu.
Þess vegna skiptir afskaplega litlu máli hvaða ráðherra gerði þessi afglöp, heldur að þeim fyndist þetta vera í lagi. Það er það sem Sigurborg er að meina, hún veit að Ingibjörg er að hringja fyrir Guðlaug. Þess vegna bregst hún svona við.
Ef við hættum einhverntímann að gera aukaatriðin að aðalatriðunum, hefðum við séð þetta á þennan hátt. En íslendingar eru ekki þannig, heldur fer mannskapurinn í hár saman út af því hvers maður gerði mistök og æpa hátt og snjallt og skiptast í hópa eftir því hvorum ráðherranum menn fylkja sér um og kallast á. Ég segi hættið þessum barnaskap og skoðið málið í heild sinni. Þau eru bæði sek, hann um mjög slæma stjórnsýslu hún um dómgreindarleysi. Ég veit ekki hvort er betra.
Að vekja athygli með fjarveru sinni.
En svona í framhjáhlaupi, ég á kunningja sem segir gjarnan að einhver hafi vakið athygli með fjarveru sinni. Og svo sannarlega vakti himinhrópandi athygli auður stóll D-listan í gær. Og svona í framhaldi af því, þá fór ég að hugsa um ríkisstjórnina versus almenning.
Á fyrsta fundinn mættu Geir H. Haarde og Þorgerður Katrín, þar voru líka Ingibjörg og Össur. Hvað hélt þetta fólk að myndi gerast. Héldu þau að bara nærvera þeirra myndi fá fólk til að gapa og kikna og fyrirgefa allt? Já ég held það. Það er til máltæki sem hljóðar svo; Sjaldan launar kálfur ofeldið. Og við almenningur - ekki þjóðin, eigum okkar stóra hlut í því hve gjörsamlega úti á túni ráðamenn okkar eru. Við höfum skapað þessa oföldu kálfa. Við höfum sofið á verðinum, látið þau vita að allt sem þau segðu og gerðu væri í gúddý. Án þess að mögla höfum við horft upp á allskonar spillingu og misgjörðir. En nema von að þau hafi virkilega haldið að enn og aftur myndum við halda kjafti og bugta okkur fyrir nærveru þeirra.
En það gerðist ekki, og þess vegna urðu þau undrandi og sár. Hvað var eiginlega að gerast? Vön því að komast upp með hvað sem var, gat þetta bara ekki verið. Þetta var ekki þjóðin sem þau þekktu. Þetta hlaut að vera einhverskonar skríll. Síðan hafa þau ekki látið sjá sig. Hafa þurft að hopa og komast jafnvel ekki í veislurhöld og partý fyrir þessu liði. Hvað þá að geta mokað sína skafla í friði fyrir þessum óþjóðalýð.
Í gær var eini maðurinn frá Samfylkingu sem mætti Ólafur Ágúst, jú hann er varaformaður flokksins, en ósköp gustaði nú lítið um hann. Ætlaði meira að segja að halda framboðsræðu og lofgjörð um ESB þarna svo mikið á skjön eru þessir ágætu menn um ástandið í landinu.
Það vakti mikla kátínu þegar hagfræðiprófessorinn breski sagði að það ætti að leyfa seðlabankastjóranum að fá að sækja um vinnu, eða gera hann að sendiherra á smáeyju í Kyrrahafi. Fólk stóð upp og klappaði. Og þá fór ég að hugsa; hvað er það sem hann hefur á allt þetta fólk. Af hverju þorir enginn að blaka við honum. Meira að segja stjórnarandstæðan er eins og blindir kettlingar. Það gustar ekki beinlínis af þeim heldur. Mér skilst að það séu til þrautarráð sem stjórnaranstaða getur gripið til í svona nauðum. En það hefur ekkert borið á neinu slíku. Þeir hafa bara talað hátt við almenning um að þetta gangi ekki. En hvar eru þrautarráðin þeirra?
Forsetinn hefur sagst vera maður fóksins, hann fer um sveitir og heimsækir fyrirtæki og vill vel að eigin sögn. En hvar er hans þrautarráð? Hann hefur umboð til að leysa upp þing og ríkisstjórn ekki satt? Hann beitti einu sinni fyrir sig því ráði að neita að skrifa undir fjölmiðlalög og hlaut mikið lof fyrir það. Núna hefur hann algjörlega koðnað niður og þaðan virðist enga hjálp að fá þegar í nauðirnar rekur. Hvar er hann núna?
Nei gott fólk þegar á reynir þá er það samtryggingin sem heldur þessu fólki öllu saman. Þöggunin og að bjarga skinni hvers annars sem er þeirra ær og kýr.
Þess vegna gleður mig að almenningur - ekki þjóðin hefur risið upp og mótmælt. Og ekki bara einhverjir flokksjálkar eða æsingarmenn, heldur Jón og Gunna. Fólkið sem aldrei hefur risið upp fyrr, og alltaf jánkað öllu, sett sitt krossmark við sinn bókstaf samviskusamlega og ekkert halelúja með það.
Er nema von að ráðamenn standi á berangri og viti ekki hvað þeir eiga að taka til bragðs. Aldrei áður hefur þetta gerst, að þeir hafi verið hraktir upp úr bómullarhnoðrum sínum og út í vindgnauðið fyrir utan. Ef við hefðum ekki verið svona leiðitöm og undirgefin, þá hefðu þeir aldrei lagt upp í þessa vegferð. Þeim var kennt að óttast ekkert. Við værum bara hópur af rolluskjátum sem myndum jú æmta í fyrstu, en þagna svo og jarma í kór. Þetta er það sem við höfum kennt þeim ekki satt?
Það sem þeir gerðu sér ekki grein fyrir að til að rollurskjáturnar verði rólegar, þurfa þær að komast á básinn sinn í öryggið og fá töðu í jötuna sína og vatn til að skola niður. Ekkert af þessu gátu forysturmennirnir boðið sauðunum. Og því fór sem fór.
Það er er öðruvísi núna en svo oft áður er einmitt að fremst í flokki mótmælenda eru miðaldra konur. Mæður ömmur og jafnvel langömmur. Grimmustu dýr jarðarinnar eru mæður með unga. Þær verja sitt hyski af mikilli grimmd ef með þarf. Og það þurfti þetta til að vekja upp víkingablóðið í konum. Lokst láta þær að sér kveða svo eftir er tekið. Það gerðist hljóðlega og án hvatninga. Þær stigu fram og veifuðu pottum sínum og pönnum. Strax þá hefði átt að hringja aðvörunarbjöllum, en okkar fólk var of værukært, og sjálfmiðað og of dómgreindarlaust af langvarandi kjötkatlasetu til að átta sig á breytingunum.
Og nú er það orðið of seint. Héðan af er ekkert fyrir þau að gera annað en að stíga niður og leyfa almenningi að velja sér nýja forystu. Leyfa lýðræðinu að hafa sinn gang. Þeirra tími er liðinn og kemur ekki aftur. Þetta gerði Valgerður Sverrisdóttir sér grein fyrir. Hún hafði þor til að stíga niður og hætta. Þó ég muni aldrei fyrirgefa henni Kárahnjúkadæmið, sem mun vera eins og myllusteinn um hennar háls fyrir lífstíð.
Ég er á því að það sem þarf að gerast næst er að hlusta á raddir fólksins sem hefur talað um að endurreisa lýðræðið í landinu. Að við göngum fram þvert á alla flokka og sameinumst í einni breiðfylkingu (með nokkrum smá undantekningum) og förum skynsamlegustu leiðina, til dæmis eins og Njörður P. Njarðvík benti á í Silfri Egils. Hér má enginn skorast undan. Það er framtíð barnanna okkar í veði og okkar ástkæra land með öllum sínum gæðum.
Það er í rauninn hlægilegt (ef það væri ekki svona sorglegt) að ráðamenn skuli ætla að bíða með framhaldið eftir landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Hverstu langt burtu frá raunveruleikanum getur fólk eiginlega orðið? Sjálfstæðismenn munu ekki hafa neitt um framhaldið að segja. Þeirra tími er liðinn sem betur fer í bili allavega.
Það er líka fyndið að ráðamenn Samfylkingarinnar skuli ætla að bera það á borð fyrir okkur að eina leiðin út sé ESB. ESB er að liðast í sundur. Það gerist hægt og hægt en kreppan mun gera sitt til að þjóðirnar fari að huga að sínum innri málum og hversu langt ríku þjóðirnar eru tilbúnar til að styrkja þær sem hafa minna. Og nú þegar er byrjað að sælast í auðlindir þeirra sem eitthvað hafa. Ég er viss um að almenningur í Evrópu setji niður fót, þegar stóra apparatið ætlar að fara að taka eignarnámi auðlindir ríkjanna til að skipta niður milli landa. Og þá byrjar auðvita stríð um hvað mikið hver á að fá. Þetta gekk meðan allt lék í lyndi, en nú þegar kreppir að, og dýpri lægt er á leiðinni, þá vill hver fara að bjarga sér og sínum. Það er mannlegt.
Nei góðir hálsar ég segi bara stöndum saman sem þjóð og notum þetta tækifæri til að rista upp þetta úldna kerfi, stingum á kýlunum og byrjum upp á nýtt. Gefum flokkunum frí á meðan. Það má koma að þeim seinna, þegar tryggt hefur verið að aldrei aftur verði sjáflstæði okkar og eignum stolið af þeim sem hafa gefið sig út fyrir að ætla að verja okkur.
Tek undir orð Ólínu Þorvarðardóttur.
Íslandi allt!
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 2022942
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eins og talað frá mínu hjarta nema hvað þú kemur MIKIÐ betur orði að hlutunum, ég er svo hjartanlega sammála hverju orði.
Jóhann Elíasson, 15.1.2009 kl. 11:49
Heyr heyr !!
Lafðin, 15.1.2009 kl. 11:56
Hvernig veistu að Guðlaugur hafi hringt og beðið ISG að tala við hana. Hún ISG er engin ssakleysingi hún ein af æðstu ráðamönnum þjóðarinnar og gerir ekki neitt frekar en Geir H
Guðrún gg (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 12:28
Allt satt og rétt hjá þér Ásthildur og vel að orði komist.
, 15.1.2009 kl. 13:04
Þú verður að tala á fundum, kona. Það er ekki hægt að láta svona snilling bara heyrast og sjást á blogginu.
Helga Magnúsdóttir, 15.1.2009 kl. 13:05
Takk fyrir þetta Ásthildur mín
Sigrún Jónsdóttir, 15.1.2009 kl. 13:15
Takk fyrir mig
Helga mín það gæti gerst einhverntíma að ég talaði á fundum, en ég held að ég sé betri með pennan eða lyklaborðið.
Guðrún ég leiði getum að þeirri niðurstöðu. Eins og ég sagði, þá hafði Ingibjörg Sólrún enga þörf á að rísa af sjúkrabeði til að biðja Sigurborgu að tala varlega, af hverju? Hún hlýtur að hafa vitað að þessi ágæta kona var fullfær um að gæta sín sjálf, og ekki tel ég að hún hafi þurft að hafa áhyggjur af að Guðborg segði eitthvað sem kæmi henni illa persónulega. Hvatinn hjá henni var því ekki til staðar, og alls ekki til að fara af stað liggjandi á sjúkrahúsi í Stokkhólmi. Aftur á móti hafði Guðlaugur alveg heilmikið að óttast, því hann hafði jú komi mjög illa fram við hana. Það getur því hver sem er sagt sér það sjálfur að ef einhver hafði eitthvað að óttast um talsmátann í konunni þá var það einmitt Guðlaugur Þór. Þegar hann var svo spurður beint út í þetta, varð hann svo sektarlegur að það var ljóst að hann var eitthvað viðriðin málið. Og þetta sáu margir, því fólk taldi víst að hann væri sá seki. Líkamstjáning er nefnilega ansi sterkt afl, sem við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir að við sýnum.
Þannig tel ég næsta víst að þetta hafi farið svona fram. En þetta er bara mín sýn á málið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.1.2009 kl. 14:19
Verð alveg að viðurkenna að það var betra að sjá og heyra þennan fund með eigin augum en heyra litaðar frásagnir. Það hafa allir eitthvað til síns máls, umræðan hefur verið svona eins og í fram fram fylking - fólk hefur valið að fylkja sér bak við aðra hvora -björgina (held hún heiti Sigurbjörg en ekki Sigurborg konan) .. og togast á í reipitogi. Ég valdi í upphafi að "halda með" Ingibjörgu, en sé nú að ég get ekki vitað alla söguna eins og hún er svo ég vil helst fá að sleppa að velja á milli. Svo þegar Sigurbjörg var að tala um "litla ráðherrann" var hún þá ekki að tala um Guðlaug Þór? .. Hmmm.. Jæja, .. það mikilvægasta er að setja sig ekki of fljótt í dómarastellingar - erum alltaf að læra.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.1.2009 kl. 16:25
Takk.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.1.2009 kl. 17:45
Mér leist vel á Robert Wade þó svo að hann kæmi með skelfilega sýn á framtiðina. En ég trúi honum betur en þessu liði sem situr í stjórn og á þingi. Verst að stjórnarliðar og hinir munu ekkert taka mark á honum með að önnur dýfa komi í vor.
Þjóðin þarf svo á því að halda að eitthvað sé gert, einhver látinn sæta ábyrgð eða bara eitthvað. Finn það á sjálfri mér og öllum sem ég heyri í að við erum allt of mörg að komast á uppgjafarstigið en eigum reiðistigið eftir og guð hjálpi þá stjórnvöldum, fólk er orðið þreytt á að láta hafa sig að fíflum með einni lyginni ofan á aðra.
Knús í kúluna
Kidda (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 18:30
Já það er stórmerkilegt fyrirbæri á heimsvísu að bleðlabankastjóri skuli enn sitja sem fastast.Ríkisstjórnin og reyndar allir þingmenn líta út fyrir að vera algerir fávitar.....Forsetinn já ......það er meira en lítið að hérna.
Það var bæði fyndið og sárt að heyra ummæli Robert Wade....fyndið af því að það var fyndið .......sárt af því það er satt.
Solla Guðjóns, 15.1.2009 kl. 20:03
Flott samantekt hjá þér Cesil. Fundurinn var magnaður
Heiða B. Heiðars, 15.1.2009 kl. 23:49
Jóhanna mér þykir það líklegt að litli Ráðherrann í munni Sigurbjargar sé Guðlaugur Þór. Mér finnst hún hafa gert rétt með uppljóstrunum sínum bæði hvað varðar Guðlaug og Ingibjörgu. Mér þykir líka mjög sennilegt að hún hafi nefnt þetta með Ingibjörgu af því að hún vissi hvaðan það var komið í raun og veru. Ingibjörg hefur sjálfsagt sagt henni að Guðlaugur hefði áhyggjur af hvað hún myndi segja. Þess vegna talar hún eins og hún talar. Fyrir mér er það augljóst.
Kidda mín það er ekki hægt annað en að trúa þessum manni betur en ríkisstjórninni, sem allt hefur þaggað niður ekki ekkert veit, meðan hann hefur margvarað við ástandinu.
Já Solla það er dálítið óhugnanlegt ef satt skal segja.
Takk Heiða. Ég vildi að ég hefði haft tækifæri til að mæta.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.1.2009 kl. 09:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.