Upphitun fyrir mótmæli.

Þýsku vinir mínir Hnífsdælingarnir Abrecht búa lengst inn í Þýskalandi, langt frá sjónum.  Þau eru sannir íslandsvinir og hafa keypt sér lítið hús við sjóinn í Hnífsdal, þar sem þau eyða sínum fríum.  Þau hafa líka leigt húsið út til fólks sem kemur hér og nýtur þess að vera við sjóinn og í náttúrunni.  Svo var ákveðið að gera göng til Bolungarvíkur, sem ekki er nema bara gott mál.  En síðan var ákveðið að leggja veg sjávarmeginn við húsið þeirra.  Þau hafa lengi unað sér þarna í fríum veitt fisk í soðið og notið þess að vera á þessum friðsæla stað.  Nú breytist allt, enginn aðgangur að sjó lengur, og sennlega mun hávaðinn af bílum glymja í kyrrláta húsinu þeirra.  Það er því ekki sama eignin og þau keyptu af bænum á sínum tíma. 

Þau fóru því og mótmæltu þessum gjörningi á táknrænan hátt í dag.

IMG_2192

Og slagorðið er orðið klassiskt ekki satt!

IMG_2196

Þau eru bæði vel menntuð hjónin, og vita hvað þau syngja í þessu máli.  Hún er arkitekt og hann sólarorkusérfræðingur.

IMG_2197

Vonandi fær þetta að standa fólki til viðvörunar.  Því eins og þau segja, hvað gerist ef peningarnir klárast þegar gerður hefur verið hálfur vegur og hálf göng? Væri ekki nær að klára göngin og sjá svo til, hvort þörf er á þessum vegi?

IMG_5009

Ásthildi er svo sem sama, því hún étur bara appelsínur og nóg af þeim.

IMG_5014

Hún er líka tilbúin í ræktunina.  En vegna allra smáputtana sem alltaf eru á þessu heimili þá setti afi steypu ofan á pottinn.  Moldin var endalaust út um öll gólf.

IMG_5017

Hér er svo prinsessudyngjan með öllum flottu prinsessukjólunum. 

IMG_5012

Myndir af fjöllunum.  Veðrið var gott í dag eins og venjulega.  Mikið er farið af snjónum eins og sjá má.

IMG_5013

Og jafnvel þó skuggsýnt sé orðið, þá er fjallamálverkið á pollinum. 

En ég ætla að setja hér inn mynd sem var stungið að mér.  Veit einhver deili á þessu fólki?  Mér finnst ég kannast við þau, en kem þeim ekki fyrir mig.

Hvert er fólkið

Það væri gaman að fá nöfnin og söguna.

Svo verð ég að segja það fyrir mig að ég skil ekki alveg þetta niðrandi tal um þá mótmælendur sem bera grímur.  Hvað er að því að fólk hylji andlit sin ef það vill?  Svo lengi sem mótmælin eru friðsamleg og á góðum nótum.  Við hvað er fólk hrætt?  Er það of mikið gláp á erlendar fréttir?  Eða hvað er það sem vekur fólki þennan ótta. 

Er þetta sama og með fólk sem skrifar nafnlaust?

Ég skrifa alltaf undir nafni, og myndi aldrei hylja andlit mitt.  En ég get vel skilið fólk sem það gerir.  Ég veit nefnilega að Ísland er ekki meira lýðræðisríki en svo, að fólk hefur verið látið gjalda fyrir það að hafa skoðanir sem ekki hugnast annað hvort vinnuveitanda eða ráðamönnum.  Þess eru mýmörg dæmi.  Þetta kemur iðulega upp á yfirborðið í kosningabaráttu.  Ég veit ekki hve margar sögur ég hef frá fólki sem þorir til dæmis ekki að láta uppi stuðning við minn flokk, vegna hótana.  Og aðrir sem ekki treysta sér til að fara á lista.  Fólk hefur misst vinnuna vegna þátttöku í pólitísku starfi, fleiri en einn og fleiri en tveir.

Sama gæti átt við um mótmælendur sem hylja andlit sín.  Þið ættuð frekar að beina reiðinni að þeim spilltu yfirvöldum og vinnuveitendum sem haga sér þannig, en ekki fólkinu sem jafnvel er að verja sjálft sig og fjölskylduna. 

Ísland er ekki lýðræðisríki í dag, heldur gjörspillt einokunarríki, því fyrr sem þið opnið augun fyrir því, því fyrr tekst okkur að endurreisa lýðræðið og koma á réttlæti.  Meðan fólk gengur um eins og blindir kettlingar og heldur að allt sé í himnalagi eruð þið að gefa skotleyfi bæði á ykkur sjálf og alla hina.  TAKK FYRIR ÞAÐ.

Eigið svo gott kvöld elskurnar. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Vá - hvílíkt safn af prinsessukjólum  Það er sko satt Ásthildur sem þú segir - við búum ekki í lýðræðisríki. Ísland er líkara ráðstjórnarríki - enda ræður stjórnin öllu.

, 8.1.2009 kl. 23:08

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Flottir þjóðverjar, flottir prinsessukjólar, flottar myndir en þú Ásthildur mín ert samt langflottust

Sigrún Jónsdóttir, 9.1.2009 kl. 00:31

3 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

En hvað ég skil þessi hjón vel. Það er alls ekki sama friðsældin hjá þeim ef þessi vegur kemur þarna. Hanna Sól er eins og prinsessan sem átti 365 kjóla. Ekkert smá flott kjólasafn! Er í lagi að setja steypu yfir moldina hjá lifandi plöntu? Ég er alltaf að sjá eitthvað nýtt ;) Helvítis fokking stjórn  Knús á þig og þakkir fyrir þín innlegg í okkar baráttu

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 9.1.2009 kl. 00:50

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála með þá grímuklæddu.  Ekki málið.  Það eru stjórnvöld sem fólk á að beina reiðinni að í staðinn fyrir að vera að erga sig yfir útliti og nálgun fólks á mótmæli.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.1.2009 kl. 01:35

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Skemmtilegir þessir Þjóðverjar og miklir smekkmenn að vilja búa við sjóinn. Ég á bara góðar minningar að vestan og fannst líka eitthvað rosalega heillandi við hafið, háu fjöllin, þröngu firðina og fólkið sem í þeim bjó.  Ástæur þess að jafn illa er komið fyrir Íslandi og raun ber vitni er  einföld:  5. Valdið keypti upp hin völdin fjögur.

Það lagði flokkonum til fé "til góðra verka" studdi velþóknanlega frambjóðendur og eignaðist fjölmiðla.  Löggjafa- og framkvæmdavaldið brást við með því að veikja stöðu fjármálaeftirlitsins, líta undan þegar á þurfti að halda og sýna virka meðvirkni. 

Sigurður Þórðarson, 9.1.2009 kl. 05:03

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 9.1.2009 kl. 09:20

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús Huld mín.

Siggi minn, það er allavega eitthvað að, svo mikið er víst.

Einmitt Jenný, en íslendingar eru iðnir við að einblína á aukaatriði allra mála að mínu mati.

Sigrún mín, ef þetta er örþunn steypa og gert á hana öndunargöt hér og þar, þá er það allt í lagi.  Fíkusinn minn er búin að lifa þarna af í að minnsta kosti 4 ár svona.   Hann fær undirvökvun. 

Takk Sigrún mín

Dagný mín ekki bara ríkisstjórnin heldru tvær manneskjur í ríkisstjórninni, sem ráða öllu það er dálítið skerí að mínu viti. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.1.2009 kl. 10:15

8 Smámynd: Linda litla

Bestu kveðjur á þig og þína fallega kona.

Linda litla, 9.1.2009 kl. 11:10

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk sömuleiðis Linda mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.1.2009 kl. 11:50

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 9.1.2009 kl. 14:44

11 identicon

Hjónin til vinstri eru Einar Jóhannes Lárusson og Finney Finnbogadóttir Þau eru Hnífsdælingar og Finney er dóttir Anítu Friðriksdóttur og Finnboga Rúts Einar var sonur Daníellu og Lárusar. Held að hin séu Diiddý og Stefán foreldrar Gróu Stefánsdóttur sem gift er Önundi Yfirlögregluþjóns 

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 15:39

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þetta Guðrún ég fékk það í dag að hin hjónin heita Þóranna Hjálmarsdóttir og Hafsteinn Lárusson, bróðir Jóhannesar.  Það er gott að það eru komin nöfn á fólkið.  Reyndar fórst Jóhannes á sjó 1966.   

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.1.2009 kl. 16:54

13 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Snilldargrein hjá þér Ásthildur.  Besta grein sem ég hef lesið lengi   Bara takk fyrir það. 

Hressandi, nærandi og upp hífandi   í þér býr sannur víf-andi sem er hríf-andi virðist vera kona dríf-andi og upp klíf-andi en umfram allt

ljós-til-líf-andi.  Takk enn og aftur og lifðu heil

Máni Ragnar Svansson, 9.1.2009 kl. 17:39

14 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

kjólarnir í kúlunni vááá en takk fyrir í dag

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 9.1.2009 kl. 22:18

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flottur ertu á því Máni  Rapp og alles. Takk fyrir mig.

Knús Hulda mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.1.2009 kl. 23:03

16 identicon

Alltaf jafn gaman að koma við hérna, væri alveg til í að hlusta á hann Lýð á morgunn.

Knús í prinsessukúluna

Kidda (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 01:41

17 identicon

Sæl Ásthildur.

   Ekki er rétt að hjónin til hæri á myndinni séu foreldrar Gróu Stefáns, heldur eru það Lárus Hafsteinn Lárusson og Þóranna Hjálmarsdóttir. Þetta var bræðra brúðkaup. Öll alin upp í Hnífsdal nema Þóranna sem kom úr Skagafirði, systir Ástu Hjálmarsdóttur konu Péturs Kúld sem var byggingarmeistari í Hnífsdal hér á árum áður.

                                            Með nýárskveðju, Guðni og Sigrún

Guðni Ásmundsson (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 2022156

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband