Kajak og kvöldverður með góðum vinum.

Þrettándin var í gær, það er síðasti dagur jóla hér hjá okkur allavega. 

IMG_4957

Svona var veðrið í þá, en það rigndi heilan helling í dag svo nú er allur snjór á burt.

IMG_4958

Hnífdsdælingarnir vinir okkar frá Svartaskógi fóru með Ella á kajak í gær, enda var veður til þess.

IMG_4959

Fyrst var að velja sér kajak.

IMG_4960

Það verður svo skemmtiferð í Reykjanes um mánaðarmótin, þar sem við munum eyða helginni saman.

IMG_4962

En því miður gat ég ekki beðið eftir að þau færu á flot, því ég þurfti að fara og sækja stelpurnar.

IMG_4973

Okkur var svo boðið í mat í notalega heimilið þeirra í Hnífsdal, sem þau hafa nú dvalið yfir jól og áramót.

Þessi líka fína steikta rauðspretta.

IMG_4986

Og svo var spilað og leikið.

IMG_4989

Það var virkilega notalegt.

IMG_4999

Og Úlfur brá smá á leik.

IMG_5002

Birgit og Ásthildur skoða myndir.

Þau ætla sko að fara heim með bæði fisk og kjöt, sennilega harðfisk líka, svo er konfektið gott.  En fiskur og kjöt frá Vestfjörðum er það besta sem til er.

Svo var farið að leita að álfabrennunni, hún var svo í Bolungarvík svo við misstum af henni.

En þetta var samt frábært kvöld..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín Ásthildur mín, flottar myndir að vanda.
Kveðja
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.1.2009 kl. 21:17

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það er alltaf svo gaman að kíkja inn hjá þér. Ég held að það sé alveg rosalega gaman að vera þú, það er alltaf svo mikið líf og fjör í kringum þig.

Helga Magnúsdóttir, 7.1.2009 kl. 21:51

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Milla mín

Takk Helga mín.  Það er rosalega gaman að vera ég.  Mér finnst það allavega

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.1.2009 kl. 21:52

4 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Það er ekki bara gaman að vera þú, heldur líka að vera í kringum þig. Alltaf sama lífið og fjörið í kringum þig og kærleikurinn þar fremstur.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 7.1.2009 kl. 22:13

5 Smámynd: Elín Helgadóttir

Spennandi.  En afhverju ferð þú ekki á kajak?

Elín Helgadóttir, 7.1.2009 kl. 23:08

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Knús á alla í Kúluhúsi

Það var víst þrettándabrenna á Suðureyri hjá Þóru Þórðar

Sigrún Jónsdóttir, 7.1.2009 kl. 23:09

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Knús á þig og alla það er nú ekki slæmt að borða rauðsprettu.Gaman af myndunum. 

Kristín Katla Árnadóttir, 8.1.2009 kl. 07:53

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Gleðilegt ár Ásthildur og kær kveðja í kúluna.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.1.2009 kl. 09:24

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Sigrún mín, það er orðið langt síðan þú bjóst hér í kúlunni

Ella mín ég hugsa að ef ég kæmist ofan í kajakinn, myndi sennilega ekki duga minna er tveir fílefldir karlmenn til að toga mig upp aftur  Ég er hálf léleg í löppunum vegna gigtar.

Já auðvitað hafa Súgfirðingar haft sína brennu Sigrún mín.   Hefði átt að fara beint þangað.

Nei Katla mín rauðsprettan var rosalega góð.  Knús á þig.

Kærleikskveðja til þín líka Jóhanna mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.1.2009 kl. 10:19

10 Smámynd: Halla Rut

Er ég sá myndina af þessum dökkhærða dreng á myndunum hélt ég fyrst að um elsta son minn væri að ræða. Sláandi líkir við fyrstu sýn.

Bestu kveðjur til þín og gleðilegt ár (eða var ég búin að því?)

Halla Rut , 8.1.2009 kl. 12:31

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Halla mín, þessi dökkhærði drengur heitir Leon Abrecht og er þýskur, en þau eru eiginlega íslendingar í sér, búa í Dietlingen í Svartaskógi, en eiga hús í Hnifsdal og eyða hér öllum sínum fríum.  Hann er líka búin að fá loforð fyrir sjálfboðavinnu á Sjúkrahúsinu á Ísafirði í sumar, en í Þyskalandi þurfa nemendur að sinna samfélgasþjónustu á sjúkrahúsi eða elliheimili  í mánuð, og hann vildi fá að vinna hér. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.1.2009 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 2022152

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband