7.1.2009 | 15:01
Dagný Dimmblá. Þú ert bestust.
Ég ætlaði að setja inn nokkrar myndir núna, en ákvað að fresta því þar til seinna í dag. Ég vil nota þetta tækifæri til að ræða um málefni Dagnýjar Dimmblár litlu hetjunnar sem fullorðið fólk er að rífa í sig eins og hungraðir úlfar. Ég held að sambærilegt dæmi gæti verið Smáralindarbæklingurinn frægi.
En hverslagt réttlætiskennd eða skilningur er það hjá fólki að börn megi ekki tjá sig, það hljóti að vera eitthvað bogið við foreldrana, eða barnið hljóti verr af.
Það er ekki skeytt um að kynna sér málið, eða lesa það sem fólk skrifar sem nærri henni stendur. Heldur ræðst hver um annan þveran í vandlætingu að fólkinu eins og um alvarlegan glæp sé að ræða.
Þetta sama fólk segir ekki STAKT ORÐ UM FORELDRA SEM GEYMA BYSSU Á GLÁMBEKK í húsi þar sem eru unglingar. Úr hvaða efnivið er fólk hér gert ?
Andskotans forræðishyggja. Það er allt í lagi að hafa sínar skoðanir á þessu, og sumir eru auðvitað hógværir. En ég verð reið þegar ég sé að aðförin hefur ill áhrif á blessað barnið. Hvað er þá skilningurinn og verndin? Hvar er hún í ykkar huga, sem hér ráðist af vandlætingu fram á ritvöllinn, eða haldiði ef til vill að 8 ára barn kunni ekki að lesa. Eða haldið þið virkilega að hún hafi ekki viljað sjá hvaða áhrif ræðan hennar hafði. Auðvitað hélt hún að hún fengi plús fyrir frammistöðuna, við þráum öll viðurkenningu. Og hvað blasir svo við?
Jú fordæming á foreldrum hennar. Og að það hefði ekki átt að leyfa henni að tala.
Ég segi nú bara, fjandans afskiptasemi alltaf í fólki, og forræðishyggjan. Já ég er orðin reið fyrir hönd litlu stúlkunnar og ég segi nú bara.
Dagný Dimmblá mín takk fyrir að þora að koma fram og segja ÞÍNA meiningu. Ég veit að jafnvel átta ára gömul börn hafa meiningar, og oft heilbrigðari en fullorðna fólkið, sem lætur mata sig endalaust og ætlar því öðrum það sama.
En hér ætla ég svo að endingu að setja inn færslu frá móðursystur hennar:
Innlegg frænku hennar.
Sjaldan hef ég heyrt jafn marga, opinbera fordóma sína og skinhelgi. Börnin eru líka þjóðin, ekki satt! Heldur fólk, að það sé hægt að vernda börn fyrir upplýsingum í upplýsingaþjóðfélagi? Heldur fólk, að börn hafi enga greind og geti ekki myndað sér skoðanir? Heldur fólk, að börn þessa lands verði ekki vör við kreppuna og allt krepputalið? Á sumum heimilum á fólk ekki fyrir mat, á öðrum heimilum eru foreldrarnir búnir að missa vinnuna. Heldur fólk, að það sé hægt að pakka börnunum inn í bómull og vernda þau fyrir raunveruleikanum?Stúlkan sem um ræðir, Dagný Dimmblá, er bróðurdóttir mín. Bráðskír, ófeimin og fylgin sér. Hún ákvað sjálf á sínum tíma, að búa til sitt mótmælaspjald, því hún vildi mótmæla á Austurvelli. Hún fór með pabba sínum á nokkra mótmælafundi, þessir fundir eru afar fjölskylduvænir svo ekki sé meira sagt: Fólk á öllum aldri, frá ungum börnum í barnavögnum upp í háaldrað fólk, og allt fer friðsamlega fram. Á einum fundinum fór hún til Harðar Torfasonar og bað um leyfi til þess að ávarpa næsta fund, því henni fannst vanta upp á að raddir barna heyrðust þarna líka. Pabba hennar leist ekkert á þessa hugmynd til að byrja með, og vildi í fyrstu ekki samþykkja þetta (hann sá fyrir ofstækisfull viðbrögð fordómafulls fólks, það gekk líka eftir). Hann lét þó undan henni að lokum, mest vegna þess að það eru mannréttindi barna að fá að tjá sig. Hún skrifaði ræðuna sjálf, pabbi hennar hjálpaði henni að hreinskrifa og þetta var alls ekki æft heima. Að hún hafi verið heilaþvegin eða fjölskyldan hafi att henni út í þetta er algjör fjarstæða. Allir sem þekkja Dagný Dimmblá vita það mæta vel. Henni varð heldur ekkert meint af atburðinum. Hún hefði getað átt mjög góða minningu um þetta: Hún hélt ræðu, sem hún skrifaði sjálf og hún stóð sig vel og fólk klappaði. Nei, það má hún ekki. Það þarf að eyðileggja upplifunina og snúa þessu upp í ofstæki og einelti. Henni hefur orðið meint af viðbrögðum ykkar bloggara við þessu. Eitrið sem vellur út úr sumum pennum hérna á moggablogginu, meðal annars, er til háborinnar skammar. Fjölskylda mín er kölluð kommúnistar! (ég hélt að þeir væru allir dauðir með kalda stríðinu!) Það á að senda barnaverndarnefnd á okkur! Við erum ásökuð um barnaníðslu og heilaþvott! Svo ég nefni lítið brot af þeim svívirðingum sem velta út úr bloggurum þessa síðustu daga. Dagný litla þorir varla út úr húsi og hefur átt erfitt með svefn síðustu daga. Hún verður sennilega líka að skipta um skóla vegna þessa. Þetta er á ykkar ábyrgð.Þið bloggarar standið ykkur vel í því að brjóta niður unga sál, undir því yfirskini, að þið séuð að vernda barnið og berið hag þess fyrir brjósti. Mig langar að kasta upp. Þjóðin er greinilega ekki bara gjaldþrota í peningum, hún er líka að tapa vitinu að mínu mati, og svona skrif eru ekki greindu fólki sæmandi á neinn hátt. Þau sýna aftur á móti gjaldþrot andans og umburðarlyndisins.
http://siggahulda.blog.is/blog/siggahulda/ Hér er hægt að hlusta á ræðuna hennar líka.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 2022150
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rosalega er ég sammála þér. Aulaðist inn á bloggið hjá Ástþóri Magnússyni og hann fer hamförum vegna þessa máls. Margir aðrir hafa lagt orð í belg en enginn gengur jafnlangt og Ástþór, sem mann þarf kannski að undra ef maður veltir fyrir sér uppákomum hans í gegnum árin.
Helga Magnúsdóttir, 7.1.2009 kl. 17:00
Helga mín þessi skrípavera Ástþór er búin að rústa sínum eigin trúverðugleika alveg sjálfur. Svo er hann hótandi og kærandi út og suður. Ótrúleg mannpersóna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.1.2009 kl. 21:54
Var þarna á fundinum síðasta laugardag og heyrði ræðu hennar og mér fannst stelpan og ræðan frábær.
Skil ekki hvað sumt fólk er að fetta fingur útí þetta framtak hennar.
Bjarni Hallsson (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 21:57
Góður og sannur pistill. Hvernig dettur fullorðnu fólki í hug að fara hamförum á blogginu og hneykslast á því að DD fékk að halda ræðu? Var ekkert hugsað um að það gæti verið slæmt fyrir barnið?
Hólmdís Hjartardóttir, 8.1.2009 kl. 10:43
Gott að heyra Bjarni, ég horfði á myndbandið og fannst hún alveg frábær.
Hólmdís það er þessi árátta íslendinga að hafa vit fyrir öðrum. Í stað þess að leyfa hverjum og einum að njóta sín, þá þarf alltaf að troða öllum ofan í sama boxið. Fólk hefur örugglega ekki hugsað svo langt að það miðbyði barninu, enda var barnið alltaf aukaatriði í þessu öllu saman held ég.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.1.2009 kl. 11:43
Ég verð nú bara að segja alveg eins og er að það er svo mikið af bulludöllum sem skrifa á bloggið að maður þorir varla að tjá sig orðið! Ég treysti mér ekki í rifrildi og læti á blogginu frekar en annars staðar og sleppi því þess vegna að tjá mig um ýmislegt. Og þetta hefur versnað þetta með "frjálsa tjáningu" í landinu; að aðeins þeir sem hata einhvern "megi" tjá sig og þá er allt látið vaða óhugsað.
Mér finnst þessi stúlka með dásamlega fallega nafnið hafa staðið sig eins og hetja og mættu fleiri taka hana sér til fyrirmyndar og þá er ég að tala um fullorðna fólkið. Tala skýrt og málefnalega og standa á sinni skoðun. Já Dagný Dimmblá þú ert hetja og láttu engann reyna að telja þér trú um annað. Ljós og friður til þín og þinna
Og elsku Ásthildur gott hjá þér að vekja athygli á þessu máli
Ragnhildur Jónsdóttir, 8.1.2009 kl. 13:09
Ég vona að hún sjái þetta Ragnhildur mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.1.2009 kl. 13:21
Takk fyrir innleggið Ásthildur!
Ég er búin að benda DD frænku minni á að henni sé óhætt að lesa þitt blogg.
Sigríður Hulda Richardsdóttir, 8.1.2009 kl. 22:36
Gott mál Sigríður mín. Ég er virkilega stolt af þessari ungu stúlku. Finnst hún aldeilis frábær.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.1.2009 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.