Ætlar þetta engan endi að taka - er ekki komið nóg?

Ætli þetta eigi að vera brandari?

Ótrúlegt að horfa upp á þetta.  Heila þrjá klukkutíma ætla þeir að "gefa" Palestínu á degi hverjum, og drepa þá svo í 21 tíma þess í milli.  Opna hvað MANNÚÐARLEIÐ!!!  Er ekki allt í lagi með þetta lið.  Æ nei fyrirgefið, það er auðvitað aldrei í lagi með fjöldamorðinga, þeir þurfa blóð og mikið af því til að finna að þeir eru teknir gildir í samfélagi þjóða.  Eða hvað? 

Ég held að ráðamenn í Ísrael geri sér enga grein fyrir þvílíkan viðbjóð þeir hafa vakið hjá almenningi heimsins.  Þeir munu aldrei þvo þann blóðblett af sér, og eins og íslendingar hafa skuldsett börn og barnabörn, hafa þessir menn blóðgað alla sína niðja í þúsund ár.  Ó vei Ó vei mikil er reisn ykkar morðhundar og mikil er reisn ráðamanna heimsins meðan blóðið flæðir niður heimasvæði Palestínu og allt svínaríið liggur undir steinum. 

Megi þið hljóta þau örlög sem þið hafið skapað öðrum.  Megi allt það henda ykkur sjálfa sem þið ætlið palestínsku þjóðinni. 

Mér er farið að líða virkilega illa út af þessu öllu, og var þó ekki á bætandi  þegar haft er í huga ástandið sem ríkir hér á heimaslóðum.  Ætlar þetta engann endi að taka?  Hvar byrjaði talið um mannlega reisn?  Eða dýrslegar hvatir?  Og hvar er skilgreiningin þar á milli?  Er nema von að ég spyrji.   


mbl.is Hlé gert á árásum á Gaza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey B Waage

Góð grein um skelfilegt málefni. Mér er ekki nokkur leið að skilja þessi ósköp. Bendi á landakort á síðunni hans Jóns Steinars, - sem sýnir breytinguna á Palestínu og Ísrael síðan "47. Þó það skipti kannski ekki aðalmáli, heldur öll þessi skelfilegu morð og misþyrmingar og allt sem því fylgir.

Laufey B Waage, 7.1.2009 kl. 09:49

2 Smámynd: corvus corax

Jú, þessi helför mun taka enda þegar nasistarnir í Ísrael eru búnir að murka lífið úr síðasta Palestínumanninum. En þá byrjar nýr kafli, ný helför gegn þeirri Arabaþjóð sem er næst í útrýmingarröðinni hjá morðhundum gyðinga í Ísrael.

corvus corax, 7.1.2009 kl. 09:55

3 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Anna Ragna Alexandersdóttir, 7.1.2009 kl. 10:49

4 Smámynd: Herdís Alberta Jónsdóttir

Það var erfitt að horfa á viðtalið á RÚV í gær þar sem Bogi talaði við sendiherra Ísraels...... það var meira að segja tekið áður en síðustu ósköp byrjuðu. Konan var með skýringar á öllu og við á vesturlöndum erum bara að misskilja góðmennsku þeirra!!!!!!!! Ég fór í fjölmiðlafrí í 10 daga, hlustaði ekki á fréttir eða bloggaði (skyldi tölvuna eftir heima) og það var gott fyrir sálina í smá tíma en það er ekki hægt að vera Strútur lengi í einu..............og ekki höfðu féttirnar batnað eða fegrast á meðan, því miður.

Herdís Alberta Jónsdóttir, 7.1.2009 kl. 10:57

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Herdís mín allof margir Ísraelar eru óforskammaðir og blindir á sjálfa sig og aðra.  Þeir virkilega halda og trúa því að þeir séu Guðs útvalda þjóð, og þeim leyfist allt.  Og það sem verra er; heimurinn gúdderar þetta, vegna sektarkenndar.

Knús á þig Annar Ragna mín

Þeir munu fyrr farast sjálfir Corvus.  Þeir hafa grafið sína eigin gröf með blóðugum höndum.

Ég skoðaði einmitt þetta landakort Laufey mín á síðunni hans Jóns Steinars.  Þetta er alveg skelfilegt ástand. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.1.2009 kl. 11:02

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 7.1.2009 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2022149

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband