4.1.2009 | 15:37
Sunnudagur og nýjasta hártískan ala Hanna Sól.
Sunnudagur og löng helgi að baki. Ég er orðin bráðlöt og búin að snúa sólarhringnum við. En á morgun hefst hið daglega líf á ný.
Veitir ef til vill ekki af smá sykursjokki hehehehe...
Prinsessan komin í nýjan kjól.
Svo er skálað við Tinnu frænku í ávaxtatei með hunangi nammi namm.
Fallegu óléttu tengdadæturnar mínar komu í heimsókn.
Og Hanna Sól búin að hasla sér völl í hárgreiðslugeiranum. Þetta er hárgreiðslan árið 2009 ekki spurning.
Stíllin hreinn og mikið í lagt, veitir ekki af í drunganum sem þyrmir yfir landsmenn, þessi hargreiðsla vekur gleði.
Mamma kveður á morgun, það verður sorg í ýmsum hjörtum og sinni. En í dag er í dag, þær eru í sundi og ætla að eyða deginum í gleði og fyrst og fremst saman.
Veðrið í dag er gott eins og sjá má. Og birtan eykst dag frá degi, eitt hænuskréf í einu.
Og þegar geislar sólar ná niður að Sólgötu á Ísafirði, drekkum við sólarkaffi sem er í flestum tilvikum pönnukökur og rjómi.
Ég óska ykkur góðs dags og vona að ykkur líði öllum vel. Eftir daginn í dag tökum við svo til við daglegt líf, og nóg er að vinna og gera. Fyrst og fremst þarf að sinna sínum nánustu, síðan er að reyna að stilla saman strengina í mótmælum, til að vinna að rettlátu og skynsamlegu Nýja Íslandi. Mér finnst sífellt feiri taka í sama strenginn, þó reynt sé á allan hátt að tala mótmælendur niður, týna til allt sem neikvætt er, gera jafnvel neikvætt úr góðum hlutum, eins og til dæmis með þessa litlu átta ára stúlku sem bað sjálf um að fá að tala á Austurvelli. Ástæðan var, jú hún er bara átta ára. Segir ekki að við eigum öll sama rétt án tillits til aldurs, kyns eða litarháttar? Ég held nú það. Á þá að útiloka líka fólk eldra en 70 ára af því að það á ekki að plata gamalt fólk? Hvar liggja mörkin? Eða á ekki að leyfa þroskaheftum einstakling að tala, því hann hefur ekki vit á hlutunum ? Eg þekki þroskahefta einstalinga sem hafa sko aldeilis góða sýn á menn og málefni. Það hafa börn líka, þau hafa sína sýn og sinn skilning. Af hverju mega þau ekki tjá sig? Nei fólk ætti aðeins að hugsa sig um.
P.S: sá þessa færslu eftir að ég skrifaði þetta:
http://gretare.blog.is/blog/gretare/entry/761313/Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 2022156
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fjör og fegurð í Kúlu
Mikið væri gaman að vera á Ísafirði núna í þessu dásamlega veðri.
Já það er eins og margir alltof margir séu að bíða eftir að mótmælin fari úr böndunum....til þess að geta hneikslast eða gera risafrétt.......það er hreinlega setið um það að geta sýnt eitthvað annað en alvöruna að baki þeim .
Solla Guðjóns, 4.1.2009 kl. 15:58
Var að lesa bókina um Sjöunda soninn, nú langar mig enn meira vestur að sjá bæinn ykkar og fjöllin.
Ásdís Sigurðardóttir, 4.1.2009 kl. 15:59
Alltaf jafnflottar hjá þér myndinar, bæði af fólki og landi. Vestfirðir eru nefnilega flottastir, hef komið þangað ótal sinnum en aldrei að vetri til.
Helga Magnúsdóttir, 4.1.2009 kl. 16:12
Einmitt Solla mín, þetta fólk hefur einhverja allt aðra sýn á landið og framtíðina, eins og það skorti sýn, eða hún skipti engu máli. Sorglegt að mínu mati.
Ég er búin að lesa bókina líka, hitti einmitt Árna þar sem hann sat inn á Langa Manga í fyrra, ætli hann hafi ekki verið að kynna sér sögusvæðið þá. Þú er velkomin.
Yes Helga mín, Vestfirðir eru langflottastir !!!
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.1.2009 kl. 16:23
Æ en yndislegar myndir. Erfitt verður sjálfsagt fyrir mömmuna að fara frá stelpunum sínum á morgun. Gott þó að vita af þeim í góðum höndum. Og þær smáu jafna sig örugglega hraðar en mamman. Sendi ykkur kærleikskveðjur
, 4.1.2009 kl. 16:30
Ég staðnæmdist við eigum við að leifa þroskaheftum að tjá sig? Hvernig væri tekið á því hjá foræðishyggjufólkinu? Það er synd hvernig fólk reynir að draga mátt úr mótmælum notar allt. Flottar myndir takk
Rannveig H, 4.1.2009 kl. 16:31
Alltaf jafn yndislegt að kíkja til þín Ásthildur mín og alltaf eru myndirnar jafn fallegar.
Knús inní góða Sunnudagsrest
Helga skjol, 4.1.2009 kl. 16:36
alltaf fallegar myndir ljúfust.Já maður er búin að snúa við sólahringnum en við lögum það bara.
Kristín Katla Árnadóttir, 4.1.2009 kl. 17:09
ást í húsi !
AlheimsLjós til þín og þinna
SteinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 4.1.2009 kl. 17:44
Æ hvað ég finn til með þér að Báran þín skuli vera að fara. Sendi þér stuðningshug á morgunn.
Laufey B Waage, 4.1.2009 kl. 21:00
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.1.2009 kl. 22:28
mér hlýnar alltaf þegar lít hérna inn
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 4.1.2009 kl. 23:00
Alltaf jafn huggulegt ad kíkja hérna inn.Bædi myndir af fólki og landslagi sem gefur flottann lit á tilveruna.
kvedja frá Jyderup.
Tekkji reyndar Ísafjörd vel bjó í nokkur ár ad Sudureyri á mínum yngri árum.
Gudrún Hauksdótttir, 5.1.2009 kl. 10:54
Mikið er hann Úlfur þolinmóður stóri bróðir, og flottur með hárgreiðsluna
Ég skil ekki af hverju börn mega ekki tjá sig. Ef fólk mundi HLUSTA á það sem börnin hafa að segja, þá gæti það lært ýmislegt. Þau hafa mjög frjóan huga og eru það ekki einmitt þau sem munu erfa landið (og skuldirnar) ?
Knús á ykkur
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 5.1.2009 kl. 11:49
Einmitt Sigrún mín. Það eru þau sem þurfa að borga brúsann, af hverju mega þau þá ekki tjá sig um málin. Já hann getur verið ansi þolinmóður stóri bróðir þessi elska.
Takk drottning, gaman að heyra að þú hefur átt heima hér fyrir vestan. kærleikskveðjur.
Knús Helga mín
Takk gaman að heyra Hulda mín
Knús Jenný mín.
Takk elsku Laufey mín, já það var erfitt að fylgja henni á flugvöllin í morgun, sú litla grét hástöfun, mamma var búin að undirbúa þessa stóru vel, svo hún stóð sig eins og hetja.
Takk Búkolla mín knús til þín.
Kærleikskveðja til þín líka Steina mín.
Knús til þín Katla mín
Takk og knús elsku Kidda mín
Einmitt Rannveig mín, fólk reynir allt til að draga úr mótmælum og standa utan við þær. Skyldi það vera svona ánægt með að láta taka sig ósmurt í óæðriendann, ég veit ekki. Málið er að við erum í fullum rétti til að mótmæla og mér vitanlega eru enginn takmörk á því hverjir mega tala og hverjir ekki.
Takk Dagný mín, já það var erfið kveðjustundin í morgun. Samt held ég að það hafi verið verst fyrir dóttur mína að þurfa að kveðja litlu stúlkurnar sínar. Nærri óbærilegt. En ég hvet hana áfram. Það er best að klára dæmið. Hún kemst heim aftur í smáfrí í febrúar, það er gott að vita.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.1.2009 kl. 13:21
Ég er alls ekki sammála þér um að börn eigi ekki að fá leyfi til þess að tjá sig. Mig langar að benda þér á bloggið mitt um þetta mál: http://siggahulda.blog.is/blog/siggahulda/
Sigríður Hulda Richardsdóttir, 7.1.2009 kl. 12:57
Þú ert eitthvað að misskilja eða hefur ekki lesið færsluna mína.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.1.2009 kl. 13:50
Fyrirgefðu Ásthildur, ég misskildi þetta eitthvað. Það eru svo margir að flippa út á þessu, að ég á ekki orð.
Fallegar myndir frá Ísafirði. Bestu kveðjur
Sigríður Hulda Richardsdóttir, 7.1.2009 kl. 14:08
Já íslendingar eru jú svona margir hverjir, það er sjaldan litið á heildarmyndina, heldur étur hver upp eftir öðrum vitleysuna, og oftast huga menn ekki að því hvaða skaða þeir geta valdið þeim sem þeir eru að smjatta á. Takk.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.1.2009 kl. 14:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.