Mótmæli líka á Ísafirði.

Loksins kom að því að hér voru líka mótmæli.  Ég vissi að vísu ekki af þeim fyrr en seint, rétt missti af innleggi hér á minni eigin heimasíðu, sem sést á því að innleggið er komið inn meðan ég er að svara öðrum.  En ég náði sem sagt að komast til að taka þátt.  Var í sundi á Suðureyri þegar ég frétti af þessu.

IMG_4817

Það voru einhverjir farnir þegar ég kom, en það var mikill hugur í mönnum.

IMG_4818

Og það verður örugglega fjölmennara næst.  Takk fyrir þetta!!!

IMG_4821

Já ég er rosalega ánægð með þetta.

IMG_4822

Og hér skirrist útvarpið ekki við að mæta á staðinn.

IMG_4824

Lýst vel á þetta helvítis fokking fokk hehehehe...

IMG_4826

Síðan lá leið okkar í Gamla bakaríið þar er alltaf sama góða meðlætið.

IMG_4827

Vinkona mín Ruth Tryggvason stendur ennþá vaktina meira að segja á laugardögum.

IMG_4799

Hér er góða álfkonan, álfar og huldufólk fara á stjá á þrettándanum eins og allir vita.

IMG_4811

En sumir eru endalaust að bardúsa.

IMG_4814

Hér reynir hún að bera þrjár appelsín flöskur hehehe...

IMG_4828

Eins og sést var veðrið yndislegt á Ísafirði í dag.

IMG_4829

Polluriinn stendur alltaf fyrir sínu.

IMG_4832

Að lokum, það er notalegt að lesa inn í skápnum hjá ömmu.

En eigið gott kvöld elskurnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elísabet Sigmarsdóttir

Sæl Ía mín, alltaf jafn gaman að skoða myndirnar þínar, en Ísafjarðar myndirnar þínar kítla mig mest. Það er yndislegt að sjá hana Rut og maður verður bara svangur að sjá inn í Gamla bakarí. BESTA bakarí á landinu.

Elísabet Sigmarsdóttir, 3.1.2009 kl. 21:20

2 Smámynd: Rannveig H

 Það er með mig eins og vinkonu mína Elísabetu. verð bara svöng að sjáinn í Gamla Það gladdi mig að sjá þær vinkonur mínar og mæðgur Tótu og Dagný flottar stelpur!

Rannveig H, 3.1.2009 kl. 22:00

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Lángflottuztu mótmælendaskiltin líka & ekki skemma afkomendamyndirnar heldur.

Takk.

Steingrímur Helgason, 3.1.2009 kl. 22:07

4 Smámynd:

Frábært framtak. Þá eru bara Austfirðirnir eftir - og hálendið - en þar er nú búið að mótmæla svo mikið. Litla skottið greinilega glöð að vera komin heim til ömmu að bardúsa. Ótrúlegt hvað þessar elskur geta haft fyrir stafni ef þau fá frið

, 3.1.2009 kl. 22:49

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Baráttukveðjur og gott að sjá sætu systurnar aftur í ömmukúlu.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.1.2009 kl. 23:40

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Mætti halda að Steini væri í afkomendahópnum sjálfur!

Pollurinn annars fallegur he´rna líka, mín fagra Mótmælakona!

Konur hafa tilhneigingu til að vilja synda naktar í honum sem frægt er, þú mætir þegar þig langar!

Annars voru þínir menn á ljósvakanum í morgun, fyrst útvarp ber á góma, hefur væntanlega verið hress með Addann og Maggann!?

Magnús Geir Guðmundsson, 4.1.2009 kl. 01:00

7 identicon

Guð hvað mig langar í brauð úr Besta bakaríinu á landinu.

Knús í ömmukúlu

ps eru systurnar að skipta út í fjólubláa liti?

Kidda (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 11:48

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það lítur út fyrir það Kidda mín að þær hafi skipt út litum.  En ég held að Hanna Sól sé ennþá bleik í eðli sínu.  Knús á þig líka elskuleg mín

Eg missti af þeim, hvar voru þeir að tjá sig Magnús minn.  Ætli ég leggi nú í nektarsund í sjó

Sömuleiðis Katrín mín  Já ég er ánægð með að hafa fengið þær til baka.

Já Dagný mín.  vonandi fylgja Austfirðingarnir í kjölfarið.  Þær litlu eru ótrúlega uppfinningasamar og duglegar

Takk Zteingrímur minn. 

Rannveig, þær Tóta og Dagný voru flottastar þarna.  Og Gamla bakaríið stendur alltaf fyrir sínu.

Elísabet mín, Ruth er náttúrulega algjör perla.  Mér er ánægja að sýna þér kæran Ísafjörð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.1.2009 kl. 13:21

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Gréta mín. Já það er margt girnilegt í Gamla bakaríinu.

Takk Grétar minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.1.2009 kl. 14:55

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Kapparnirsátu fyrir svörum í vikulokunum á rás eitt í gærmorgun milli kl. 11 og 12!

Ó, þú myndir nú bara auka fylgi FF í NA-kjördæmi ef þú tækir einn sprett, glæsilega HAFMEYJAN sem þú ert!

Magnús Geir Guðmundsson, 4.1.2009 kl. 15:49

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha Magnús prakkarinn þinn.  En takk fyrir upplýsingarnar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.1.2009 kl. 15:54

12 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Flott mynd af prinsessunni í flottu fjólubláu peisunni ,hún er dugnaðar forkur :-)

   allar myndir flottar en þessi er spes finnst mér   .Kveðja Óla

Ólöf Karlsdóttir, 4.1.2009 kl. 19:37

13 Smámynd: Laufey B Waage

Ég elska spegilinn á pollinum, - sem er auðvitað til marks um hið margrómaða Ísafjarðarlogn.

Laufey B Waage, 4.1.2009 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 2022157

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband