Myndir.

Ég hef ekki haft tíma til að fara blogghringinn minn.  Það er mikið að gera á stóru heimili.

Litlu prakkararnir mínir komnir heim aftur, það er yndælt.   En ég fæ tíma siðar í dag til að skoða hvað ykkur liggur á hjarta. Heart

IMG_4727

Hér er Úlfur að útbúa túnfisksalat fyrir gamlárskvöldið.

IMG_4728

Við vorum þjóðleg og borðuðum lambalæri.  Besta kjöt í heimi segja þjóðverjarnir mínir.

IMG_4749

Pabbi eyddi kvöldinu hjá okkur.

IMG_4771

Tilbúin til að fara að skjóta flugeldum.  Eftir bálför, áramótaskaup og fleira skemmtilegt var farið til systur minnar til að skjóta upp flugeldunum.

IMG_4772

Vel klædd voru þau.  en það var hlýtt og hið besta veður.

IMG_4773

Horft á eftir flugeldunum.  Ég held að í Þýskalandi skjóti menn ekki upp flugeldum.  þ.e. almenningur.  Þau höfðu allavega mjög gaman þetta kvöld.

IMG_4774

Vúmms!!!

 IMG_4776

Ekki skemmtu mínir krakkar sér síður.

IMG_4784

Í blysljósi hehehe.. Það var mikið skotið, og þetta vanalega skipslúðrar þeyttir og svo ártölin sett upp með blysum í Stóruurð, 2008 - 2009.

En svo komu þær litlu heim í gær, í þessum fínu kjólum prjónuðum af fræknu sinni.

IMG_4792

Aldeilis fín.

IMG_4793

Sú stutta alveg eins.

IMG_4796

Og mamma.  Sú stutta mátti eiginlega ekki vera að myndatökum, það var svo gott að koma heim.

IMG_4798

Þurfti nefnilega að tékka á hvort allt væri á sínum stað. Heart

En í dag hittist fólk á Austurvelli.  Ég vona að sem flestir mæti, þið mætið þar líka í mínu nafni.  Ég vona að allt fari vel fram.  Það gleðilega við þetta allt saman er, að það er farið að virka ansi vel.  Nú síðast með því að Kristján Arason flæmdist í burtu.  Málið er bara að ef þetta fólk hefði farið strax, og beðist afsökunar, þá hefðu ekki orðið nein mótmæli.  Nú er þetta of seint og of lítið. Sorrý, þið eruð rúin trausti, og eiginlega er komin fyrirlitning í málið.  Það finnst mér allavega.  Ekki get ég borið virðingu fyrir fólki sem hagar sér eins og ráðamenn gera í dag.  Og ekki heldur ofbeldisseggir sem ganga um og hóta mótmælendum.  Fólk sem gegnir opinberum stöðum eins og í Seðlabankanum sem fer að haga sér eins og götudrengir.  Það sýnir svo ekki verður um villst, að þessu pakki finnst vera verulega farið að síga undan sér, er farið að óttast um sinn hag og það með réttu. 

Áfram Nýja Ísland.

Verð endilega að bæta þessu við, vegna þeirra vælandi kjóa hér sem alltaf eru að tala um ofbeldisseggi sem mótmælendur.  Löngu orðnir ótrúverðugir auðvitað, en gefast ekki upp.

Engar skemmdir á tækjum Stöðvar 2

Helgi J. Hauksson, ljósmyndari Nei., hafði samband við Stöð 2 til að taka myndir af skemmdum búnaði hjá Stöð 2 en fékk þau svör að búið væri að gera við snúrurnar, aðrar skemmdir hefðu ekki orðið.

Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttamaður, virðist að óathuguðu máli hafa kosið að skrökva til að hækka dramatíska veðið í frásögn af atburðum gamlársdags er hann hélt því fram í útsendingu á staðnum að þar hefði orðið milljónatjón á tækjabúnaði. Daginn eftir dró forstjóri 365 miðla, Ari Edwald, þá dulu yfir orð Sigmundar að segja milljónatjón hafa orðið í auglýsingatekjum og slíku. Kannski í viðskiptavild.

Nýjasta frétt fjölmiðla í eigu 365 miðla af atburðunum er sú að þriggja milljón króna tekjutap hafi orðið af mótmælunum, ekki tjón á tækjum eins og Sigmundur Ernir sagði ósatt um, heldur tekjutap – meðal annars hafi álrisinn Rio Tinto hætt við að styrkja útsendinguna sem féll niður. Væntanlega er hægt að reikna með sömu nákvæmni þær tekjur sem stöðin hefur haft af áhorfi auglýsinga kringum fréttaflutning af mótmælum til þessa, leggja debet við kredit og gera svo upp með vorinu.

Eftirfarandi bloggaði Sigmundur Ernis, 15. desember, um það þegar ritstjóri DV varð uppvís að ósannindum í þágu útgáfufyrirtækisins og eigenda þess:

„Fyrsti kostur er þessi: Reynir Traustason axli sína ábyrgð og segi af sér sem ritstjóri DV. Skaðinn er skeður. Eigendaáhrifin augljós - og þar með dauði dagblaðs … trúverðugleikans. Blað sem hamrar fjölmiðla mest á ábyrgð vakthafandi valdhafa verður að taka mark á sjálfu sér. Pínlegt allt saman í alla staði. Og enn kemur stakan upp í hugann: Það sem varast vildi hann, varð að koma yfir hann! Það er æðsta takmark allra stjórnenda á ritstjórn og fréttastofu að láta eigandann reka sig vegna hagsmunapots og aðgangshörku. Sá sem stendur ekki af sér storminn, fýkur ekki af veðrinu einu saman. En mikil óskaplega sem Þórðargleðin hlýtur að vera hjá þeim sem hafa haldið því fram að eigendur ráði öllu í fjölmiðlum landsmanna. Þeir eiga daginn. Þeirra er sigurinn um stund. Skíturinn af eigendasukki DV dreifist yfir alla aðra miðla. Og það er kannski ágætt. Þeir þurfa þá enn frekar en áður að sanna fyrir lesendum sínum og áhorfendum að þeir stjórnist ekki af eigendum sínum. Það á við um 365. Það á við um Mogga. Og það á líka við um RÚV …
http://blogg.visir.is/mannamal/?p=546

Jæja Sigmundur, hvernær segir þú af þér!!!

Áfram Nýja Ísland.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Fallagar myndir að venju. Ég skal glaður mæta í þínu nafni.

Sigurður Þórðarson, 3.1.2009 kl. 12:04

2 identicon

Heryrð að það væru mótmæli á Ísafirði í dag , Silfurtorgi kl 15:00.

? Verið væri að búa til kröfuspjöld í bílskúrum. Vonandi verður vel mætt !

Ísafjarðarkona (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 12:16

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir það Siggi minn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.1.2009 kl. 12:39

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Fallegar myndir af fallegri fjölskyldu.

Kristín Katla Árnadóttir, 3.1.2009 kl. 14:23

5 identicon

Kjólarnir sem prinsessurnar eru í eru meiriháttar flottir.

Veit ekki enn af hverju en ég hætti við að fara í dag. Eins og ég var ákveðin í gær og í morgun að ég myndi mæta.

Knús í hamingjukúluna  

Kidda (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 15:07

6 Smámynd:

Sætir kjólarnir á snúllunum  Og greinilegt að þeim líður vel í ömmuhúsi.

Já og áfram með byltinguna  

, 3.1.2009 kl. 17:00

7 Smámynd: Elín Helgadóttir

Knús og klemm ásthildur.....

Elín Helgadóttir, 3.1.2009 kl. 19:30

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús og klemm til þín líka Elín mín.

Takk sömuleiðis Helga mín.  Við þurfum að varast að trúa öllu sem að okkur er lagt.  Eins og uppákomuna við Hótel Borg og lögreglustöðina.  Það er einmitt tilgangurinn að fæla gott fólk frá því að mótmæla.  Það virðist hafa heppnast við sumt fólk því er verr og miður.  En knús á þig ljúfustu.

Lifi Byltingin Dagný mín.  Já þær eru sætar í kjólunum sínum.

Takk Kidda mín, föðursystir þeirra prjónaði þá, mikil lista og hannyrða kona á Hellu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.1.2009 kl. 13:57

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Katla mín.

Sá þetta of seint Ísafjarðarkona, en frétti af því í lauginni á Suðureyri og renndi snarlega í bæinn til að taka þátt.  Takk fyrir að láta mig vita.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.1.2009 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2022159

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband