Lýðræðið kostar blóð svita og tár!

Þið verðið að afsaka myndleysið þessa dagana hjá mér.  En núna gleymdi ég myndavélinni hjá systur minni, á eftir að sækja hana og setja inn myndir, ef til vill seinna í dag. 

En það er svo mikið verið að hneykslast á mótmælunum á gamlársdag, og fólk fullt vandlætingar, talar um af hneykslun að þetta gangi ekki lengur.  Mér finnst það smárálarlegt, sorrý.  Þeir sem þannig hugsa vilja sem sé óbreytt ástand.  Vilja að ráðamenn komi fram við okkur eins og druslur og gungur í krafti embætta sinna. 

Eða hvað er það til dæmis annað er köld vatnsgusa framan í fólkið sem krafist hefur að allt verði rannsakað ofan í kjölin, þegar dómsmálaráðherran sker niður í efnahagsbrotadeild lögreglunnar um fleiri milljónir? Hver skyldu hin táknrænu skilaboð vera?  Fyrir mér heitir það FOKK YOU!!! Eða fokking fokkings fokk, eins og í áramótaskaupinu.

En ef fólk tryði nú ekki öllu sem borið er á borð fyrir það, þá væri myndin ef til vill önnur.  Gerir fólk sér ekki grein fyrir því hvað það þýðir að allir fjölmiðlar eru að reyna að þagga þetta allt niður?  Og með hverju er það gert? Jú að umsnúa sannleikanum, og gera mikið úr einu, til að þagga annað niður.

Ég er hér með frasögn frá sjónarvotti.  Ég tók þetta af málefnunum.  En þessi drengur hefur verið framarlega í mótmælabaráttunni, og ég trúi honum frekar en frétta- og löggusnápum.

 

http://hehau.blog.is/blog/hehau/entry/759218/#comment2063228

 

Ég var þarna og festi þetta flest allt á filmu. Eina ofbeldið sem ég varð vitni að var
frá hendi lögreglu
. Ég komst ekki inn í andyrið en var fyrir utan og myndaði hvað
mest ég mátti.

Ég varð vitni að og á það á filmu þegar lögreglumaður barði einn mótmælenda í höfuðið
með kylfu, skal ekki segja hvort að viðkomandi hafi orðið meint af. Mér fannst óhuggulegt
þegar þeir byrjuðu að gaza inni í andyrinu, því þeir sem þar voru höfðu ekki greiðan aðgang
út, lögreglan var búinn að króa þau inni.


Ari Edwald lýgur þegar hann segir tugmilljón króna tjón hafi orðið, það var kveikt í nokkrum
snúrum, engar myndavélar voru skemmdar eins og fram hefur verið haldið. Ruglið nær svo
hámarki þegar hann segir fólk hafa verið vopnað með hnífum ofl. Og hvern andskotan
voru þjónar og starfsfólk stöðvar 2 að reyna að stöðva fólk frá inngöngu? Því er ekkert borgað
fyrir það.

Sigmundur afhjúpar sig gjörsamlega sem naðran sem hann er í viðtali við DV um málið
þar sem hann gefur í skyn að Egill Helga hafi átt einhvern þátt í því að kveikt var í
fyrrnefndum snúrum.

Svo langar mig að spyrja þá sem segja að þarna hafi verið komið í veg fyrir lýðræðislega
umræðu, hvar átti hún að fara fram? Þessi lýðræðislega umræða. Það er mikið verið að
gjaldfella tungumálið þessa daganna, með yfirlýsingum eins og ofbeldi, lýðræði ofl. ofl.


Svo langar mig að benda ykkur hér á málefnum á að ríkisstjórn Íslands hefur með aðgerðum
undanfarina vikna rift samfélagssáttmálanum, sem þýðir að við erum ekki bundin því að fara
að lögum. Forsendur réttarríkisins eru brostnar.

Það sem réttlætir tilvist ríkisstjórna í lýðræðissamfélögum er:
Í fyrsta lagi: - þær eiga að vernda almenning fyrir aðsteðjandi hættum,
Í öðru lagi : - þær eiga að standa vörð um velferð almennings,
Í þriðja lagi: - þær eiga að tryggja framgang réttvísinnar og halda lög og reglu, og
Í fjórða lagi: þær eiga að tryggja almenningi aðgang að þekkingu og sannindum eins og þau gerast best á hverjum tíma.
Alþingi og ríkisstjórn Íslands hafa fallið á prófinu í öllum þessum undirstöðugreinum lýðræðisins.

Á þessu hef ég fengið álit frá bæði Ragnari Aðalsteinssyni og Brynjari Nielsen hæstaréttarlögmönnum
voru þeir báðir sammála mér. (leturbreyting mín)

Þetta er frásögn frá sjónarvotti og þátttakanda.  Þetta er hin hliðin á málinu.  Það er aldrei bara ein hlið á neinu máli.  Eða sú opinbera í þessu sambandi.  Ekki vera eins og kálfar leiddir til slátrunar, það er einmitt þess vegna sem svona er komið fyrir okkur, við erum alltof auðleidd áfram í vitleysunni, of hrædd við hvað fólk segir.  Það er nú eða aldrei að standa saman.  Ekki hlaupast undan merkjum og segja ég er betri en þessi eða hinn.  Því það er nákvæmlega það sem fólk er að gera með að hneykslast á mótmælendum.  Sýnið nú einu sinni kjark og þor.  Og þeir sem vilja friðsamlega mótmæli, það er nauðsynlegt að halda áfram að mæta, eða druslast til að mæta á Austurvöll og mótmæla með hinum.  En ekki hætta við, af því bara, af því að mér líkar ekki við þennan eða hinn.

Lýðræði byggist á því að þora að takast á við ástandið.  Ekki draga sig út í horn og hafa eilífar afsakanir fyrir því að mæta ekki.  Og hananú!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já ég er komin á þá skoðun að það taki allt þetta sem þú nefnir að gera byltingu hér á landi. Blóð svita og tár. Því miÐUR. áttu landsmenn að sitja hljóðirog hlusta á forsætisráðherra sem reyndar komst ekki inn á Borgina..tala um auðmýkt og baksnúelsi okkar meðan hann situr með á herðunum ákúrur frá umboðsmanni alþingis að hafa brotið lögin??

Eru einhver mörk fyrir fáránleikanum sem borinn er á borð fyrir þessa þjóð. Ég var fyrir utan Borgina á Gamlársdag og það setti að mér hroll þegar ég sá sjúkrabíla byrja að streyma að löngu áður en nokkur hiti var kominn í mótmælin..greinilegt að það var lagt upp með að mæta fólki með hörðu og sýna því savrt á hvítu hver hefur valdið. Sigmundur Ernir er búinn að sýna sitt rétta andilit og fyrir hvern hann starfar...heyrði umræður +á Bylgjunni í hádeginu á gaml+ársdag þar sem talað var um að dregið yrði fyrir gluggana á Borginni og umræðurnar fluttar innar í salina vegna þess að motmælendur myndu hafa svo mikil læti. Sigmyundi fannst við fínt background sound og kannski gera hann svoltíð töff að taka viðtöl við ráðamenn með skrílinn æpandi fyrir utan. Yfirlýsingar hans eftir þessa uppákomu sýna svart á hvítu að hann er bæði ýkinn og óheiðarlegur og að hann stendur vörðinn með valdinu.

Ari Edwald er líka að fara langt út fyrir sitt starfssvið með því að hvetja lögregluna til mun harkalegri aðgerða gegn fólkinu...svo súr yfir töpðuðum auglýsingatekjum greyið. Enda er það það eina sem telur hjá þessu liði. Peningar. Þeir eru æðri öllu öðru..réttlæti lýðræði og sanngirni. Það fer samt um mig hriollurinn að sjá hvaða afstöðu fjölmiðlarnir hafa í raun...enda myndu blóðug átök lögreglu og mótmælenda selja mun fleiri auglýsingar kringum fréttatímana ef svo væri og myndi það eflaust gleðja Ara og co mikið.

Að lokum langar mig að tala um vitölin sem tekin eru við mótmælendur...ég sá fréttamann Rúv taka langt og ítarlegt viðtal við háksólamenntaða konu sem hefur mótmælt mikið og lengi. Hún svarðai öllum hans spurningum mjög skilmerkilega og vel..útskýrði kröfurnar og hvers vegna það væri að færast harka í mótmælin. En birtu þeir þetta viðtal??

Nei ..auðvitað ekki. Fréttirnar eru svo gegnsýrðar af því að móta ákveðnar skoðanir hjá þeim sem heima sitja og fá þá gagngert gegn mótmælendum..að það er hroðalegt á að horfa. Sérstaklega vegna þess að það virkar á marga.

Afsakaðu langa athugasemd ásthildur mín...en núna verður íslenska þjóðin að vakna...og taka völdin í sinar hendur. Og fyrir þá sem enn velkjast í vafa hverju sé verið að mótmæla. Þá er það einfalt. Spilltum stjórnvöldum. Krafan er óspillt stjórnvöld og embæattismenn. Er það ekki eitthvað sem við getum öll verið sammála um???

 Og að lokum...hugsið ykkur ef engin væru mótmælin og engar aðgerðir í gangi neins staðar og væru ekki fyrirhugaðar. Hvernig liði ykkur eiginlega??  Guði sé lof fyrir fólk eins og Hörð Torfason og fleiri sem hafa opnað þessa leið fyrir okkur.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.1.2009 kl. 12:43

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Byltingu takk, þetta gengur ekki svona.

Og náðu svo í myndavélina vúman.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.1.2009 kl. 13:27

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er ekki orði of langt Katrín mín. Vel skilgreint og gott hjá þér, og ég er 100% sammála þarna.

HEhehe Jenný mín, á ég skal ná í myndavélina, fyrst ætla ég samt út á flugvöll og ná í stelpurnar mínar allar þrjár.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.1.2009 kl. 15:06

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Borgaraleg óhlýðni er það sem koma skal, annað dugar ekki á "skrílinn" sem situr við stjórnvölinn  "Helvítis fokking fokk".....rosalega var gott að segja þetta

Sigrún Jónsdóttir, 2.1.2009 kl. 16:08

5 Smámynd:

Það er skammarleg lágkúra hvernig stöð 2 auglýsti sig í þessu máli. Og lögreglan er orðin dáldið of bandarísk fyrir okkar litla þjóðfélag. Lýðræði - my arse.

, 2.1.2009 kl. 17:41

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég býð þér og þínum gleðilegt ár og hafðu það sem allra best

Ásdís Sigurðardóttir, 2.1.2009 kl. 19:11

7 Smámynd: Solla Guðjóns

Það sem mér þótti skrítið var að Stöð 2 svissaði ekki yfir og sýndi beint frá "ólátumum"

Solla Guðjóns, 2.1.2009 kl. 21:20

8 identicon

Ég ætla að mæta á morgunn og held hreinlega að ég sé hætt að taka mark á fjölmiðlunum. En það sem ég skil ekki hjá Stöð2 er, af hverju fluttu þeir ekki síldina. Þeir vissu að það yrði mótmælt, vantaði þeim ekki æsifrétt? Þeir gátu ekki sýnt beint vegna þess að kaplar voru skemmdir. Snerist óskin þeirra þeim í óhag.

Mér kæmi hins vegar ekki á óvart þó að hagfræðingurinn úr Seðlabankanum hafi hent grjótinu í lögreglumanninn, nei ég segi svona. 

Það styttist óðum í að upp úr sýður. Núna eru komnir 3 mánuðir og það eina sem við vitum er að eins og venjulega á að níðast á þeim sem minnst mega sín, erum komin með lán og skuldahala og eigum von á meiru af þeim hölum. 

Njóttu þess að vera búin að fá dúllurnar heim.

Knús í kærleikskúluna

Kidda (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2022159

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband