1.1.2009 | 14:09
Áfram Nýja Ísland.
Já mótmælin við Austurvöll í gær. Um þau er mikið rætt og mismunandi afstaða til þeirra tekinn.
Ég er hlynnt mótmælum, og ég skil að fólk fari yfir strikið. Auðvitað er mér frekar illa við að fólk skemmi hluti og einkum meiði annað fólk. En stundum verður reiðin öllu yfirsterkari. Ég er líka ekki frá því að fólki sé blandað inn í mótmælahópana vísvitandi til að skemma fyrir, og til að lögreglan fái frekar ástæðu til að grípa inn í. Það hefur nefnilega komið í ljós eins og í gær að lögreglan situr ekki á friðarstóli. Ég vil setja hér link á færslu frá manni sem var á staðnum. http://hehau.blog.is/blog/hehau/entry/759218/#comment2063228
Það er ekki fallegt sem þarna birtist, og virðist sem lögreglan sé að búa til æsing til að geta notað gasið. Þó að flestir lögreglumenn séu friðsamir og að vinna vinnuna sína, þá eru alltaf innan um ofbeldisseggir þar eins og annarstaðar, þessir ofbeldismenn eyðileggja svo fyrir friðsamara fólki. Ég man eftir slíkum lögreglumönnum sem urðu að hætta. En þeir gerðust þá lífverðir og fóru til Afganistan minnir mig.
Þegar við búum við ástand eins og það er hjá okkur í dag, er viðbúið að uppúr sjóði. Þá skiptir mjög miklu máli að heilindi löggælumanna sé ekki dreginn í efa. Að aðgerðir þeirra orki ALDREI tvímælis. Almennir borgarar verða að geta treyst því að lögreglan sé hafinn yfir allan vafa. Þess vegna verður sérstaklega að gæta þess að láta ekki ofbeldisseggina vera á verði eða í lykilstöðum við svona aðstæður.
Ef það myndast gjá milli lögreglunnar og fólksins þá erum við í virkilega slæmum málum.
Já ég styð mótmælin heils hugar. Ég vil þetta lið burt, og mér sýnist að svo sé um meirihluta þjóðarinnar. Og þó leyfir frú Ingibjörg sér að tala aftur á þann veg að þetta fólk sé ekki þjóðin. Hverslagt hroka og blindu eru stjórnvöld haldinn?
Í dag er þetta nú þegar gengið það langt, að ekki verður aftur snúið. Það sem er athygli vert og ætti að vera ráðamönnum áhyggjuefni er, að þó reynt sé að segja að mótmælendur séu mestmegnis ungt fólk. Þá er það ekki rétt. Mótmælendur eru á öllum aldri og báðum kynjum. Þroskaðar konur eru ekki bara þátttakendur, þær eru oftar en ekki í fremstu víglínu. Og ég er stolt af þeim. Það er sem sé þverskurður af þjóðinni sem sameinast á hverjum laugardegi og oftar, og mótmælir hástöfum. Og ég segi áfram Ísland, burt með spillingarliðið. Megi hið nýja Ísland koma sem fyrst, svo við getum snúið okkur að því að byggja landið okkar upp hér heima, á okkar eigin vegum, á okkar eigin hátt. En ekki sem leppar eða þrælar annara.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 7
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2022159
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er þér alveg sammála Ásthildur mín. Hræddust er ég um að þessi duglausa ríkisstjórn selji okkur í hendur ESB og þá getum við bara kvatt lýðveldið Ísland.
, 1.1.2009 kl. 14:25
Já Dagný mín, mér sýnist að það eigi að nota ástandið sem nú ríkir til að hrekja okkur umhugsunarlaust í fang þeirra.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.1.2009 kl. 14:30
Takk fyrir þetta Ásthildur mín
Sigrún Jónsdóttir, 1.1.2009 kl. 15:18
Sammála Ásthildur.
Annars áttu Steingrímur og Guðjón að stræka á að mæta.
Þetta borð var fínt fyrir þá sem ábyrgir eru á ruglinu. Framsókn, Samfó og helvítis íhaldið.
Knús á þig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.1.2009 kl. 18:04
Launin í lögreglunni er ekkert til þess að hrópa húrra yfir, af þeirri einföldu ástæðu er ljóst að erfitt er að halda í hæfa lögreglumenn sem eru vaxnir starfi sínu.
Lögreglan er ekkert úrvalslið, oft á tíðum bara samansafn af vitleysingum sem hafa ekkert að gera með það vald sem þeim þeim er rétt með lögreglubúningnum.
Það hefur sýnt sig nógu oft svo það kemur ekki á óvart að þeir kunni ekki að takast á við aðstæður eins og myndast við þessi mótmæli..
Anna Lilja, 1.1.2009 kl. 18:28
Sæl Ásthildur mín
Sorglegt þegar mótmæli fara úr böndunum og nú er spurning hverjum var að kenna. Kíktu á þessa slóð:
http://birgirsm.blog.is/blog/birgirsm/entry/758469/#comments
Vertu Guði falin
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.1.2009 kl. 20:14
Mótmæli og mótmæli eru ekki það sama. Þekki einn sem var þarna við vinnu sína að taka upp fréttir. Og hann vildi meina að mestur parturinn hefði verið ungt fólk sem hefði verið að æsa hvort annað upp. Hann lenti í því að vélin sem hann var með var eyðilögð og hann var heldur betur gasaður.
Þessi tegund mótmæla hugnast mér ekki á nokkurn hátt og ég er ekki ein um það. Þegar laugardagsmótmælin hefjast aftur þá er ekki víst að eins margir mæti af ótta við að þau þróist yfir í þessa tegund. En flestallir vilja mótmæla en ekki með þessarri aðferð.
Þjóðin er ekki vön að mótmæla, þessi mótmæli virtust vera í líkingu við það sem maður sér í sjónvarpinu frá úlöndum. Hvenær verður farið að kveikja í bílum og fleiri og meiri skemmdarverk.
Það verða að vera nokkrar tegundir af mótmælum, en þessi tegund vil ég meina að skemmi bara fyrir. Kannski er ég svona vitlaus en það verður að hafa það.
Knús í hamingjukúluna
Kidda (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 10:51
Takk öll, ég hef hér orð manns sem var á staðnum, og það er ekkert í líkingu við það sem blásið hefur verið upp. Ekki það að ég sé á nokkurn hátt að verja ofbeldi. Og vona að fólk mæti á Austurvöll, gefist ekki upp, þó allt sé ekki eins og það vill hafa það. Það er komin tími til að við tökum á spillingunni, ekki gera yfirvöld það.
Það er leitt til þess að vita Kidda mín að vinur þinn lenti illa í því. En gasið hefur örugglega komið frá lögreglunni ekki satt? Knús á þig til baka mín kæra.
Já einmitt Rósa mín. Ég held að þetta sé magnað upp til að fá viðbrögð.
Það er vitað Anna Lilja mín að lögreglan er svelt fjárhagslega, og nú nýlega var skorið mikið niður einmitt í efnahagsbrotadeildinni, er það ekki bein ögrun við almenning, sem krefst þess að málin séu rannsökuð ofan í kjölin ? Já þeir kunna ekki að takast á við mótmæli, eða þá að þar eru settir í framvarðarsveit menn sem vitað er að vilja ofbeldi. Þeir eru til innan lögreglunnar sem annarsstaðar.
Segi það með þér Jenný, þeir áttu að sitja heima, hafa vit á því.
Sigrún mín, þú ert ein af þessum kvenhetjum sem ég tala um.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.1.2009 kl. 11:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.