31.12.2008 | 12:51
Gleðilegt komandi ár. Takk fyrir þau gömlu.
Mínir kæri Bloggvinir, nú fer senn að ljúka árinu 2008. Það reyndist mörgum það erfiðasta hingað til. Og margt segir manni að 2009 verði verra ef eitthvað er.
En ég vona að allir þessi erfiðleikar og áföll kenni okkur að bera meiri virðingu fyrir því sem við höfum. Hjálpi okkur að læra að hlú að þeim sem næst okkur eru. Vera þakklátari fyrir allt það góða sem kemur til okkar. Það er nefnilega svo að þegar erfiðleikar steðja að, sést best úr hvaða efni við erum gerð. Við þurum líka að vera á verði gagnvart fólkinu sem er í kring um okkur, nágrönnum, fólkinu sem við mætum á götunni. Við þurfum að vera vakandi fyrir því ef þau sýna á einhvern hátt að þau séu að gefast upp. Það þarf stundum ekki nema hlýleg orð, klapp á bakið, eða bros til að gefa von. Við getum verið duglegri að heimsækja gamlar frænkur og frænda, eða skrifa falleg bréf, það kostar nú ekki mikið. Senda fallegar myndir af börnunum. Gamalt fólk verður oft útundan í svona tíð. Fólki finnst að það hafi nóg með sig. Og stundum fer fólk inn í skáp, vill ekki trufla einhvern í erfiðleikunum. Það er eitt það versta - afskiptaleysið -
Ég hef verið að hugsa um þetta nafnatal í okkar fólki hér á Mbl. Það væri gaman að vita hversu miklum tíma þau hafa eytt í að snúast kring um okkur bloggarana. Ég veit um fleiri en einn og fleiri en tvo sem hafa fengið bréf frá þeim, vegna þess að nafnið þeirra var ekki alveg samhljóða Þjóðskrá. Þau notuðu sem sagt fullt nafn, sem er oftar en ekki, ekki gefið upp á Hagstofunni, til dæmis eins og með Sigurðu Þór Guðjónsson. Er þetta ekki að fara full langt í eftirgengninni ?
Ef fólkið notar nafnið sitt og kennitalan passar, þó þar sé nafninu meira ? Er það þá ástæða til að rita bréf og hóta fólki brottvikningu af því þau heita fleiri nöfnum en kemur fram í Þjóðskránni.
Á sama tíma neita þeir að taka út lygar og ávirðingar sem einn af þeirra eðalprinsum hefur um mig. Og er það fyrsta sem fólk sér þegar það opnar leitina að mér. En það hljómar svona:
Ásthildur Cesil fjarlægir kjaftasöguþráðinn sinn
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, vefstjóri og ábyrgðarmaður spjallvefsins málefnin.com, hefur nú eytt kjaftasögu- og ósannindaþræði sínum þar sem hún gaf í skyn þau ósannindi að ég hefði gengið í Frjálslynda flokkinn til að vinna í haginn fyrir Margréti
Ásthildur Cesil biðst afsökunar á skrifum sínum
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, vefstjóri og ábyrgðarmaður spjallvefsins málefnin.com, hefur beðið mig opinberlega afsökunar á því að hafa komið á spjallvefinn með kjaftasögu þess efnis að ég hefði átt að hafa gengið í Frjálslynda flokkinn til að styðja.
Svo mörg voru þau orð.
Þetta fyrra er hrein og klár lygi. Og er sennilega vitni um sannleiks ást þessa ofurbloggara. Ég hef aldrei fjarlægt neitt af því sem okkur fór á milli. Glæpurinn var að þegar síðasta landsþing fór fram hjá Frjálslynda flokknum, kom hópur af ungu fólki sem var sagt að væru félagar í Heimdalli, það var líka talað um það á fundinum að þau væru að koma þar til að greiða Margréti Sverris atkvæði sitt. Þetta var svo stoppað af að hluta til. En einn framámaður í flokknum sagði mér að hann hefði séð nafn Stefáns Fr. á einu umsóknarblaðinu. Ég sá enga ástæðu fyrir hann að fara með rangt mál, og setti þetta inn á Málefnin. Stefán varð afskaplega reiður og sakaði mig um lygar. Því miður þá höfðu mínir menn eytt þessum gögnum, svo ég hafði ekkert í höndunum um sannleiks gildi þessa, svo ég vildi heldur biðja Stefán afsökunnar en að gera meira úr þessu. Enda virtist þetta ekki vera mál, sem þyrfti að blása svona upp. Sennilega hefur einhver félagi hans gefið upp nafnið hans, þegar hann skráði sig inn. Svo má deila um þessa aðferðarfræði ungsjalla að ráðast inn á flokksþing annara til að reyna að hafa áhrif á hvernig atkvæðagreiðsla fer fram. En það skiptir ekki máli hér.
Nema hvað, þetta er það fyrsta sem blasir við núna þegar fólk vill leita að blogginu mínu. Ég fór fram á að þetta væri fjarlægt, en fékk þessi svör;
Sæl Ásthildur.
Þetta eru bloggfærslur sem Stefán hefur skrifað og birtast að sjálfsögðu
þegar t. d. þitt nafn er slegið inn.
Kerfið leitar í öllum greinum og birtir niðurstöður í framhaldi.
Til að koma í veg fyrir að þessar færslur finnist þyrfti Stefán að
fjarkægja þær úr sínu bloggi.
Kveðja,
Ingvar Hjálmarsson
netstjóri mbl.is
Já þetta birtist að sjálfsögðu þegar nafn mitt er slegið inn. Þá hef ég það.
Þetta segir að mínu mati heilmikið um Stefán Fr. og ást hans á sannleikanum.
En þetta var útúrdúr. Ég vil óska ykkur öllum gleðilegs árs og friðar. Ég vil óska ykkur öllum þess að þið eigið gleðilegt nýtt ár framundan.
Ég vil líka óska Moggablogginu góðs á komandi árum, og þakka þeim fyrir mig, ég hef átt marga ánægjustundina hér og eignast marga góða vini og kynnst frábæru fólki, sem ég myndi ekki vilja missa af.
Moggabloggarar innilega takk fyrir mig og öll fallegu og góðu innlegginn ykkar til mín.
Sjáumst hress og kát á nýju ári.
P.S. þið verðið að fyrirgefa mér þetta, en ég tek nærri mér að horfa upp á svona, og það skuli ekki vera hægt að fjarlægja þennan ósóma. Af því að leitarvélarnar finna greinar og setja þarna inn.
Eða eins og sagt var um skrifstofufólkið; ég get því miður ekki lagfært þetta, tölvan gerði þessi mistö en ekki ég.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022160
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já tölvurnar gera mörg mistökin........ ;)
Gleðilegt ár ljúfust og takk fyrir gamla
Hrönn Sigurðardóttir, 31.12.2008 kl. 14:00
Gleðilegt ár og kærar þakkir fyrir árið sem er að líða. Það hefur gefið mér mjög mikið að lesa bloggið þitt, þar er mikil jákvæðni og bjartsýni á ferðinni svo maður tali ekki um allan kærleikann sem þar er. Vonandi hafa allir í "kúlunni" það sem best um áramótin og megi nýtt ár færa ykkur öllum gæfu og hamingju.
Jóhann Elíasson, 31.12.2008 kl. 14:14
Kæra Ásthildur, takk fyrir frábær kynni innan bloggs, sem utan Megi árið verða þér og þinni fjölskyldu gæfuríkt
Sigrún Jónsdóttir, 31.12.2008 kl. 15:17
Gleðilegt nýjár og takk fyrir árið sem er að líða elsku Ásthildur mín.
Solla Guðjóns, 31.12.2008 kl. 15:43
Gleðilegt ár mín kæra. Takk fyrir árið sem er að líða.
Laufey B Waage, 31.12.2008 kl. 16:33
Það hefur verið upplífgandi að lesa bloggið þitt, Ásthildur mín og vonandi verður komandi ár þér og þínum best af öllum árum.
, 31.12.2008 kl. 17:02
Sæl Ásthildur mín.
Guð gefi þér og þínum Gleðilegt nýtt ár.
Megi almáttugur Guð blessa ykkur um ókomna tíð.
Þakka innilega fyrir frábær kynni.
VERTU KEIK
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.12.2008 kl. 17:20
Gleðilegt ár Íja mín og takk fyrir mig bæði fyrr og síðar.
Rannveig H, 31.12.2008 kl. 17:21
Ásthildur og draumaprinsinn
Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.12.2008 kl. 17:26
Takk takk og ljúfar kveðjur og takk fyrir yndisleg kynni á árinu sem er að líðaog megi nýja árið veita þér og fjölskyldu þinni ljúfar stundir .
Knús knús og ljúfur faðmur af yndislegri hlýju og ljúfa vináttu
Linda Linnet og Gunnar Óla
og dæturnar:):):):)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 31.12.2008 kl. 17:42
Kæri bloggvinur, ég óska þér gleðilegs nýs árs og þakka fyrir skemmtileg kynni á árinu megi nýja árið færa þér hamingju og gleði. Kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 31.12.2008 kl. 18:11
Jamm, gyðja í faðmi fjallanna háu,sömuleiðis gott nýtt ár og vertu nú passlega svartsýn!
Magnús Geir Guðmundsson, 31.12.2008 kl. 21:05
Elsku Íja, gleðilegt ár til þín og allra þinna og takk fyrir öll gömlu árin.
Dísa (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 11:47
Stebbi fr. Frusssssssssss.
Takk fyrir allar myndirnar og pistlana þína sem gleða mig ævinlega.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.1.2009 kl. 12:00
Takk Jenný mín sömuleiðis.
Gleðilegt ár og sömuleiðis elsku Dísa mín.
Hehehe Magnús, ég á frekar erfitt með það, en ég skal reyna
Takk sömuleiðis Jóna Ingibjörg mín, þú hefur breytt minni sýn á ýmislegt með blogginu þínu og greinaskrifum.
Kveðja til þín líka Ásdís mín.
Kveðja líka til þín og þinna Linda mín.
Flott mynd Rósa mín, þetta er svo sannarlega rómantík.
Sömuleiðis Rannveig mín.
Takk Dagný mín sömuleiðis.
Sömuleiðis Laufey mín
Takk sömuleiðis Solla mín.
Já takk sömuleiðis Sigrún mín.
Takk kærlega fyrir okkur Jóhann minn og föstudagsgrínin sem hafa kætt mig oft og mörgum sinnum.
Einmitt Hrönn mín, tölvur gera mistökin ekki við
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.1.2009 kl. 13:06
Rannveig sé að það er ekki lengur hægt að skrifa inn á bloggið þitt. En ég vil ekki missa af þér aftur mín kæra.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.1.2009 kl. 13:17
GLEÐILEGT ÁR ÁSTHILDUR! .. 2009
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.1.2009 kl. 14:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.