30.12.2008 | 14:47
Skilningstréð.
Við tiltekt í tölvunni fann ég þessa grein sem ég skrifaði fyrir margt löngu, hún stendur enn fyrir sínu, svo ég set hana hér inn.
Skilningstréð. Það er margt sameiginlegt með manni og tré. Til dæmis hafa tré tvennskonar æðar, þær sem flytja steinefni og önnur tilvistarefni úr jörðinni og svo æðar sem bera ljóstillífunina niður til rótanna. Við höfum svipað æðakerfi innra með okkur, þar sem eru ósæðar og bláæðar, sem gegna sitt hvoru hlutverki. Tré hafa græn blóðkorn en við rauð. En ég er ekki beint að tala um lífræðilegan mun, heldur frekar okkar andlega svið. Meðan tréð tekur næringu úr jörðinni, og síðan koltvísiring úr andrúmsloftinu og framleiðir súrefni, þá komumst við heldur ekki langt án þess að sækja okkar orku úr móður jörð, og að rækta anda okkar með hugsunum og andlegu ríkidæmi. Trén nýta sér líka framlengingu í jörðinni, þau eiga í samvinnu við sveppi sem lifa neðanjarðar, þeir eru framlenging á rótum trésins, og fá í staðin súrefni frá krónu trésins. Okkar framlenging er ef til vill fólgin í samvinnu og samstöðu með öðru fólki, eða jafnvel dýrum sem við tökum að okkur og gefa okkur ást og kröfulausan kærleika. Í fyrstu eru tré örlítil, njóta ekki virðingar, né er eftir þeim tekið. Sama á við um mannfólkið, okkur hættir til að líta yfir smáfólkið og hlusta ekki á það. Þó finnst sannleikurinn í sinni tærustu mynd einmitt í hugum barnanna, réttlætið sterkast og sýnin á það sem er skærastur. Þegar tré aftur á móti eru fullvaxta og standa glæsileg og bein á sinni rót, þá fyllast margir lotningu yfir fegurð þeirra, og jafnvel margir sem trúa á mátt þeirra og megin. Við eldumst og þroskumst, og berum ávöxt. En aldurinn eykur okkur þroska. Það er ekki út af engu sem öldungarnir voru aðalráðgjafarnir í eldri samfélögum. Menn vissu að því eldri sem menn urðu, því vísari urðu þeir, og þroskaðri til að takast á við hið daglega líf, og miðla öðrum af visku sinni. Því er dálítið sorglegt að upplifa æskudýrkun mannsins í dag, það er þó að breytast smátt og smátt, þegar menn eru aftur að uppgötva fjársjóðin í fólki sem er reynslunni ríkari. Menn mættu stundum fara aftur til eldri tíma og skoða upphaf sitt. Það er líka svo með menntun. Nú er allt kapp lagt á að fólk mennti sig, nái sér í gráður og titla. Það er svo sem af hinu góða, svo lengi sem menn missa ekki sjónar á því sem skiptir raunverulega máli, en það er hæfni einstaklingsins sjálfs til að takast á við lifið og umhverfi sitt. Menn geta haft allskonar próf og nafnbætur, en verið alveg jafn ófærir um að miðla því af sér. Ég þekki líka fjöldann allan af fólki sem rétt hefur gengið gegnum gagnfræðaskóla, en er sjálfmenntað í þessu eða hinu, ég hef hitt mann sem er með bestu rafeindavirkjum, af því að áhuginn vaknaði. Menn sem gengu aldrei í skóla, en eru sjálfmenntaðir, líka hef ég séð bifvélavirkja, tölvufræðinga og bara allkonar fólk sem hefur komist vel áfram á sínum eigin dugnaði og áhuga. Ekki að ég sé að vanmeta skólagöngu, hún ein og sér skilar bara ekki einstaklingi út í lífið, ef hann hefur ekki ræktað sjálfan sig til að takast á við það sem hann er að vinna við. Það er stundum talað um menntasnobb og vissulega leggja margir upp úr því að vera titlaðir hitt og þetta. En skiptir það svo miklu máli þegar allt kemur til alls, ef þeir sömu standa ekki undir þeim væntingum sem til þeirra eru gerðir og hafa ekkert nema prófgráðuna til að sýna fram á getu sína ?Og skiptir það þá máli hvort þessi eða hinn hafi ekki skírteini upp á vasann um að hann hafi lært þetta eða hitt, ef hann getur sýnt fram á getu sína til að sinna því sem hann vill vinna við ? Við erum oft föst í einhverju neti, þar sem hið raunverulega gildismat kemst aldrei að, af því að við erum uppfull af einhverju öðru en því sem er kjarninn í okkur. Hið andlega ríkidæmi, og ræturnar ofan í jörðinni. Sú festa sem ekki verður af okkur tekinn, en er samt svo einföld og sjálfsögð, bara ef við komum auga á hana. Viðurkennum hana og lifum samkvæmt því. Mér finnst stundum eins og við lifum í gerfiveröld, þar sem við höfum búið til önnur gildi og gerfi þarfir sem þjóna í raun og veru ekki okkar andlegu verund. Er það þess vegna sem við erum svona ráðvillt og veruleika firrt ? Ég hef oft leitt hugan að þessu, og mér finnst einhvern veginn að við leiðumst æ lengra í burtu frá því sem skiptir okkur mestu máli. Sálinni og hennar þörfum. Hún þarf ekki auð og völd, hún þarf ekki að eignast allt sem hugurinn girnist. Sálin okkar er einföld og sjálfri sér nóg. Þegar við skynjum að veraldleg gæði þessa heims hafa lítið með sálina í okkur að gera, þá fyrst er hægt að fara að lifa góðu og fullnægjandi lífi. Þegar áhugi okkar er bundin þeim sem við elskum, og því sem næst okkur er, og umhyggja okkar beinist að þeim sem minna mega sín, þegar grundvallarþörf okkar verður að allir aðrir séu líka hamingjusamir, þá fyrst getum við sagt að við séum hamingjusöm. Þá blómstrar vort andlega líf.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eg tek heilshugar undir thennan pistil thinn Asthildur min Gledilegt nytt ar til thin og thinnar fjolskyldu
Ásta Björk Solis, 30.12.2008 kl. 16:35
Takk fyrir
Ásdís Sigurðardóttir, 30.12.2008 kl. 16:41
Svo satt
Gleðilegt nýjár og takk kærlega fyrir árið sem er að líða.
Solla Guðjóns, 30.12.2008 kl. 17:21
Takk fyrir þetta elsku Ásthildur ég held að ég muni eftir þessum pistli.
Kristín Katla Árnadóttir, 30.12.2008 kl. 18:03
Huld S. Ringsted, 30.12.2008 kl. 19:44
Takk Ásthildur mín það er sannleikurinn einn í þessu.
Þar sem kærleikurinn er, lætur almættið rósina spretta
Anna Ragna Alexandersdóttir, 30.12.2008 kl. 21:17
Gleðilegt nýtt ár
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.12.2008 kl. 21:59
Það er svo mikill sannleikur í þessu Ásthildur mín. Ég hef þá trú að nú muni margt breytast á næstunni og sem betur fer segi ég.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 30.12.2008 kl. 22:22
Ég þekki líka fjöldann allan af fólki sem rétt hefur gengið gegnum gagnfræðaskóla, en er sjálfmenntað í þessu eða hinu, ég hef hitt mann sem er með bestu rafeindavirkjum, af því að áhuginn vaknaði. Menn sem gengu aldrei í skóla, en eru sjálfmenntaðir, líka hef ég séð bifvélavirkja, tölvufræðinga og bara allkonar fólk sem hefur komist vel áfram á sínum eigin dugnaði og áhuga. Ekki að ég sé að vanmeta skólagöngu, hún ein og sér skilar bara ekki einstaklingi út í lífið, ef hann hefur ekki ræktað sjálfan sig til að takast á við það sem hann er að vinna við. Það er stundum talað um menntasnobb og vissulega leggja margir upp úr því að vera titlaðir hitt og þetta. En skiptir það svo miklu máli þegar allt kemur til alls, ef þeir sömu standa ekki undir þeim væntingum sem til þeirra eru gerðir og hafa ekkert nema prófgráðuna til að sýna fram á getu sína ?Og skiptir það þá máli hvort þessi eða hinn hafi ekki skírteini upp á vasann um að hann hafi lært þetta eða hitt, ef hann getur sýnt fram á getu sína til að sinna því sem hann vill vinna við ?
...vandamálið er að þetta er svo satt...!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.12.2008 kl. 22:31
Gleðilegt ár kæra vinkona!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.12.2008 kl. 22:32
Takk, takk
Sigrún Jónsdóttir, 30.12.2008 kl. 23:23
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.12.2008 kl. 00:01
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.12.2008 kl. 02:05
Jóla og áramótaknús á þig elsku Ásthildur mín Bestu kveðjur til allra þinna frá mér
Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 10:08
Kærleikskveðjur til þín líka Elísabet mín
Knús Jenný mín
Knús Rósa mín
Knús Sigrún mín
Knús og kærleikskveðja til þín líka Anna mín Og takk.
Ég vona það líka Sigrún mín, knús
Gleðilegt nýtt á Linda mín
Takk og knús Annar Ragna mín
Knús Huld mín.
Knús Katla mín ,ég sé að þú ert búin að bæta við nafnið þitt í upprunalegt nafn, fékkstu bréf?
Knús Solla mín
Knús Ásdís mín
Knús Ásta Björk mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.12.2008 kl. 12:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.