29.12.2008 | 21:35
Palli einn í heiminum.
Mér líður núna eins og Palla sem var einn í heiminum. Ekki hægt að komast inn á bloggið nema bakdyrameginn. Svo er maður að spá, er þetta bilun, eða eru þeir að loka búllunni, er umræðan orðin of óþægileg þrátt fyrir að ætla að henda nafnleysingjunum út? Nei segi bara svona.
En ég ætlaði að minnast á hugmyndina hennar Lilju Guðrúnar, mér finnst hún rosalega flott sjá hér http://lillagud.blog.is/blog/lillagud/entry/756330/#comment2055611
Við ættum í rauninni að gefa okkur fimm mínútur í þögn rétt um kl. tólf á miðnætti á gamlársdag. Hugsið ykkur hver áhrifaríkt það yrði ef allt hljóðnaði niður fimm mínútum fyrir tólf og svo byrjaði fjörið aftur fimm mínútum yfir. Hugsið ykkur hvað þetta yrði sterk aðgerð. Hvað fólk myndi hugsa, þegja saman, líta hvort á annað og finna nálægðina við hvort annað og almættið, samtakamátturinn yrði algjör. Hverjum nema frábærri leikhúsmanneskju gæti dottið svona í hug. Mín kæra ég var að hlusta á hann Jón Viðar í dag ræða um pólítískt leikhús, nú skora ég á þig að hafa samband við karlinn og koma af stað verkefni, pólitísku leikhúsi sem hefði það verkefni að knýja á um vakningu meðal fólksins, með rammpólitísku leikhúsi. Þetta var gert i Rússlandi, og örugglega mjög víða, þar sem kúgun og alræðisstjórnir fara með völdin. Þá er það hlutverk menntamanna, leikara og listamanna að koma fram og vekja þjóðir til umhugsunar.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Algerlega brilliant hugmynd..þögn á áramótum og pólitískt leikhús. Sé það að við getum hlakkað til virkjunar hugarafls þjóðar...mun betri og skemmtilegri kollar en þeir sem nú sitja sem fastast.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.12.2008 kl. 21:44
Hugmyndin er alveg frábær. Það er alveg pottþétt að ég tek þátt!
Jóhann Elíasson, 29.12.2008 kl. 22:26
Sæl og blessuð
Þetta er fín hugmynd en sennilega er of stuttur fyrirvari að láta alla vita.
Mér finnst að það eigi að setja upp lista t.d. á vefnum þar sem fólk getur skrifað undir að þau vilji að þessi ríkisstjórn fari frá völdum. þau eru ekkert að gera að gagni fyrir almenning frekar að gera ógang. Skattamál, hækka mest skatta á það sem minnst mega sín, hækka áfengi og bensín sem hefur áhrif á vísitöluna. Fólk sem neytir ekki áfengis þarf að gjalda með hækunn lána. Hefði nú verið skynsamlegra að koma á hátekjuskatt.
Þetta var bara smá romsa, bíddu þar til næst.
Guð veri með ykkur
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.12.2008 kl. 22:47
Ég tek þátt, að sjálfsögðu....ekki erfitt, þar sem ég skýt engu upp
Sigrún Jónsdóttir, 29.12.2008 kl. 23:36
Ókey ég ætla að senda mínum bloggvinum skeyti um þetta ef við gerum það öll, þá ætti þetta að virka ágætlega ekki satt?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.12.2008 kl. 00:22
Búin að senda öllum bloggvinum mínum skeyti um þetta og líka á málefnin.com.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.12.2008 kl. 00:35
Ég sen di póst á alla í innhólfi póstsins míns sendi núna á allabloggvini
Solla Guðjóns, 30.12.2008 kl. 00:53
Frábær hugmynd..... sendi hana út um allt :)
Heiða B. Heiðars, 30.12.2008 kl. 01:17
Elskulega Ásthildur, takk kærlega fyrir þetta, ég hef ekki verið í sambandi við netheiminn í dag vegna bilunar eða eitthvað enn verra. - En ég ætla sko að halda áfram að fylgja þessari frábæru hugmynd okkar áfram til allra bloggvina minna, og vona að aðrir geri slíkt hið sama. - Þá veit ég að þetta heppnast. -
Hvað pólitískt leikhús varðar, þá er frumsýning fyrirhuguð hjá Leikfélagi Akureyrar strax í byrjun næsta árs, eða þann 16. janúar n.k. í Rýminu á Akureyri. - Þar verður frumsýnt frábærlga vel skrifað nýtt Íslenskt verk eftir okkar magnaða leikritaskáld Bjarna Jónsson. - Þetta er samtímaverk, og Bjarni er eins og allir góðir leikritahöfundar, vakandi yfir öllum sveiflum okkar samfélags, skrifar um það, og hittir beint í mark. Alveg magnað verk. Það hefur verið alveg rosalega gaman að vinna þetta verk með frábærum listamönnum, í styrkri leikstjórn Jóns Gunnars Þórðarsonar leikstjóra. - Ég hlakka til að fá viðbrögð áhorfenda. - Þetta er leikhús!
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.12.2008 kl. 01:34
Flott hugmynd hjá LG.
Búið að laga bloggforsíðu.
Sjúkkitt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.12.2008 kl. 08:32
Þetta er fyrirtaks hugmynd hjá Lilju Guðrúnu.
, 30.12.2008 kl. 10:12
Ásthildur mín ég mun taka þátt Solla sendi mér skilaboð og það er bara engin spurning, á afar auðvelt með þó allir séu hér í kringum mig að sprengja allt vitlaust
að loka mig úti frá því.
Sendi ykkur ljós og kærleik Þér og þínum.
Milla og C/O Húsavík.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.12.2008 kl. 13:31
Takk öll, gaman að sjá hvað fólk er jákvætt gagnvart þessari brillijant hugmynd hennar Lilju. Já það verður þörn hjá mér þessar mínútur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.12.2008 kl. 14:49
Reyni eftir fremsta megni að taka þátt í þögninni, efast bara um að þessir skotglöðu nágrannar mínir leyfi mér að vera í þögn um miðnættið. En ég mun þegja.
Knús í hamingjukúluna
Kidda (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 00:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.