28.12.2008 | 14:22
Smá pistill og myndir.
Það er bráðum komið árið 2009. Mér finnst heilmikill tvískinnungur í því að þegar ráðamenn þurfa að hækka áfengis og olíuverð er það gert á einu kvöldi, búmms búið mál. Þegar þarf að lækka launin sín þá eru lappirnar dregnar í fleiri mánuði, og ekki skorið niður eins og skyldi, frekar svona til málamynda og það á ekki að taka gildi fyrr en eftir hálft ár eða svo... þegar kemur að því að bjarga þjóðarskútunni, þá skyndilega tekur allt svo langan tíma, nú eru liðnir fleiri mánuðir síðan óveðrið skall á, og Geir og Ingibjörg eru á fullu við að gera ekki neitt..... og það þarf nafnleysingja utan úr bæ til að benda þessu fólki á að það sé ekki allt með heiglum í bankakerfinu að milljörðum hafi faktískt verið stolið úr bönkunum rétt fyrir hrun.
Haldið þið ágæta fólk að við séum fávitar? Nei það erum við ekki, en langlundargeð okkar er ótrúlega langt og friðsamt. En látið ykkur ekki detta í hug að mótmæli og reiði sé að fjara út. Málið er nefnilega að við viljum halda friðin yfir jólin. En ég get lofað ykkur því að ég til dæmis sem er venjulega frekar friðsöm manneskja og góð inn við beinið er búin að fá nóg. Ég vil fara að gera eitthvað til að losa landið við ykkur spillingaröflin. Og ég mun leggja því afli lið sem vill breytingar í átt að nýju betra og óspilltara Íslandi. Ég hef smátt og smátt komist á þá skoðun. Hér skiptir pólitíkin ekki máli, heldur við fólkið í landinu, hvar í flokki sem við stöndum og hvaða stefnu við aðhyllumst. Við þurfum að standa með sjálfum okkur og börnunum okkar. Ég segi fyrir mig ég vil ekki hafa að þið sitjið þarna og þykist vera að gera eitthvað af viti, þegar það er nokkuð ljóst að það eina sem er að gerast er að þið eruð að fela spor, fyrna sakir og fyrra ykkur ábyrgðina sem þið eigið að bera. Notið fagurgala, lappadrag og allt sem ykkar fátæklega þröngsýna hugsun nær. Þið eruð búin að vera, leppar gærdagsins, og á morgun mun rísa upp nýtt og betra Ísland. Land fólksins, sem þjófar eru þjófar hvort sem þeir stela milljón eða kjötlæri. Þar sem komið verður í veg fyrir slímsetu eins og ykkar hér núna undanfarnar vikur. Þar sem börnin verða ekki skuldsett fyrir gullskeiðar í kjafti. Þar sem fólk verður ekki borið út úr húsum sínum, og þau gefinn hinum ríku. Land þar sem öllu sem þið nú standið fyrir verður úthýst. Og það verður án ESB aðildar. Það verður með því að hlú að því sem við eigum sjálf, heita vatninu, hreina loftinu, fiskinum í sjónum, ullarpeysunum meira að segja. Við erum rík þjóð af auðlindum. Og með því að við leggjumst öll á eitt, vinnum við okkur út úr þessu. En það verður ekki gert með ykkur við stjórnvölin, því fyrr sem þið áttið ykkur á því, því betra, því minni skaði, því minni reiði.
Þjóðin er að verða tilbúin í átök. Ég finn það í hjartanu og í sinninu. Ég finn það gegnum næsta mann. Ég finn það gegnum allt sem andar í kring um mig. Við höfum fengið nóg, það verður ekki aftur snúið. Það verður því farsælast fyrir alla að þið stígið nú niður og gefið öðrum tækifæri til að bjarga okkur og landinu okkar. Ykkar ráð duga einfaldlega ekki. Þið eruð nefnilega ekkert að gera. ykkar lausn er bara að koma okkur inn í ESB og svo getið þið bara slaka á, rétt eins og með Jón bónda og Skjóðuna góðu sem kerling kastaði inn fyrir gullna hliðið. En það var nefnilega bara saga sjáið þið til. Við erum hér í nöturlegum raunveruleika.
En ég ætla að snúa mér að öðru varð bara að koma þessu frá mér, reiði mín er orðin slík að ég held að ég fari að verða veik af henni ef ég byrgi hana lengur inni.
Íslenski hesturinn er ein af okkar auðlindum, og hvað höfum við gert með hann ? Jú flutt hann út skammlaust, bæði merar og graðhesta, er það viturlegt ? Ég segi nei.
Þetta eru hestarnir hennar dóttur minnar. Ég set myndir af hestum hér inn til að minna ykkur á að á gamlárskvöld og nýjársnótt er mikið um hávaða og skothvelli, dýrin hræðast þetta mjög, og það ætti ekkert dýr að þurfa að eyða nóttinni í ótta, jafnvel hlaupast á brott og jafnvel deyja. Munið að gæta að dýrunum á þessum tíma. Hundar og kettir þurfa jafnvel róandi lyf. Að því þarf svo sannarlega að hyggja.
Sjáiði fótaburðin á þessari meri. Hún fer til Bandaríkjanna. Við eigum mikið eftir að læra í markaðsetningu og skipulagi áður en við getum farið að hala inn peninga fyrir svona útfluttning.
Vissuð þið að börnin okkar meta ekki mat eftir því hve dýr eða sérstakur hann er. Sum börn elska spaghettí og meira að segja grjónagraut.
Maður getur því sparað sér heilmikið í matarpeningum, með skynsamlegri matargerð.
Það er því enginn skömm að því að bjóða börnunum upp á slíkar trakteringar.
Því þar eins og í svo mörgu öðru erum við föst í eigin fordómum. En ég hef í mörg ár haft kalkún á gamlársdag, þetta ár verður lambalæri á boðstólum hjá mér. Bara venjuleg sunnudags fjallavillibráð. Að vísu verða þau tvö, því ég ætla að bjóða þýskum vinum mínum í mat það kvöld, ásamt pabba.
Það getur vel verið að það verði súpa í forrétt. Hef ekki ákveðið það ennþá.
Vissuð þið að það sést í augunum á þeim sem er myndefnið hver tekur myndina, það sést í augunum. Oftast eru þau full af ást þ.e. þegar ástvinir taka myndina.
En mynd getur líka verið full af ást, þá viðkomandi séu með augun lokuð. Það er líkamstjáning.
Það var pabbi sem tók þessa mynd. Hér sést líka ástin og virðing líka ef að er gáð.
Mömmuknús eru líka full af ást og kærleika.
Lítill prakkari.
Vissuð þið að jólin eru komin, þegar búið er að opna allar tölurnar á jóladagatalinu.
Það er líka tíminn sem maður liggur afvelta vegna ofáts og má það...
Nú eða lætur sig dreyma prinsessudrauma.
Eða bara pósar...
jafnvel að breytast úr barni í ungling, það getur verið ruglingslegt líka.
Gjafir eru góðar, en best er nálægðin við fjölskylduna og kærleikurinn. Honum getum við líka miðlað til annara, til allra því hann kostar ekkert, og það er til nóg af honum handa öllum
Svo finnast líka óviðjafnanlegir prakkarar, sem eru bara hreyknir þegar þeir hafa gert prakkarastrik, fá sér ís og dáðst að gjörðum sínum. En þeir eiga örugglega góða framtíð fyrir sér.
Elskulegir bloggvinir mínir þetta var ágætis therapí hjá mér ég er viss um að jafnvel bloggvinkona mín Jóna Ingibjörg myndi hrósa mér fyrir útrásina. Ég tók flestar þessara mynda úr myndavél dóttur minnar, því ég gleymdi minni í matarveislu sem ég var í í gær. Fjölþjóðlegri veislu sem spannaði allt frá þýskalandi til El Salvador. En nóg um það síðar.
Litlu stelpurnar mínar eru komnar á Hellu, þar sem þær ætla að eyða áramótunum hjá afa og ömmu á Hellu, þeirra eru auðvitað sárt saknað húsið hljótt, en hvíld er líka góð.
Eigið góðan og friðsælan dag. Stríðið byrjar ekki fyrr en með nýju ári.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ þetta er allt svo satt. Og reiðin breytist í örvæntingu yfir að við almúginn skulum alltaf tala fyrir daufum eyrum. Það er eins og við séum ekki lengur af sömu þjóð með sama mál og þeir sem hafa völd og eiga peninga. En við venjulega fólkið erum fleiri en þeir og það erum við sem höfum aflað þess sem þessir glæpamenn eru að eyða. Það er þjófnaður og ekkert annað. Vona að það verði bylting eftir jól.
, 28.12.2008 kl. 14:54
Sammála þér með pólitíkina! Nú skiptir máli að velja valda menn í hvert sæti. Burtséð frá því hvar í flokki þau standa - ef þau þá standa í flokki!!
Hrönn Sigurðardóttir, 28.12.2008 kl. 16:19
Ég er sammála þér að tími er komin til að þessir pólitíkusar hunskist til að gera eitthvað og ekki sé komið fram við fólk eins og þeir skilji ekki neitt. Við skiljum samt hverjir eiga að hypja sig sem fyrst burt og við fáum allt upp á borðið. Við viljum réttlæti og að þeir fái skellinn sem fyrir honum hafa unnið.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 28.12.2008 kl. 17:57
Kæra Ásthildur mín..deili þessum tilfinningum með þér og get lofað þér og ráðamönnum því að það verða brettar upp ermar og skítnum mokað út eftir áramótin. Það er ekkert í mér sem hlustar lengur á eitt einasta lygaorð sem hrekkur úr munni þessara landráðamanna og kvenna...Við fólkið í landinu munum koma þeim frá hvað sem tautar og raular. Og það er margt frábært fólk sem getur og vill taka við stjórnartaumum þar til nýjar kosningar verða...margar frábærar hugmyndir og lýðræðisvinna á sér nú stað í mörgum hópum um allt land...við erum ekkert að gefast upp..bara rétt að byrja byggja upp nýtt og betra...miklu betra ísland.
Gamlársdagur verður flottur..og margt spennandi sem rennur í æðum okkar núna sem kemur betur í ljós á nýja árinu. Ég er allavega tilbúin og búin að hlaða batteríin sem voru orðin frekar þreytt eftir áföll undanfarna mánuði. Sjáumst og tökum höndum saman í byltingunni..spurningin er ekki hvort hún verði heldur hvenær. Krakkarnir okkar munu verða stolt af því að við tókum slaginn fyrir þau og framtíð þeirra og stóðum uppi sem sigurvegarar. Ekki spurning í mínum huga.
Gleðilegt baráttu ár....kærleiksknús og kram í kúluna og yfir alla jarðarkúluna líka. Ekki veitir af!!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.12.2008 kl. 18:07
Jólakvitt og ljúfar kveðjur til ykkar elsku Ásthildur mín:):):):)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.12.2008 kl. 19:37
hverju orði sannara, njóttu hvíldarinnar kæra bloggvinkona og safnaðu orku fyrir komandi tíma, ekki veitir af
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 28.12.2008 kl. 19:39
Takk stelpur mínar. Katrín það er reyndar sálarhreinsandi að fara inn á síðun þína og hennar Láru Höllu og líka Sigrúnar frá Suðureyri. Það vekur manni von um að ennþá sé dugur í okkur íslendingum. Allt sem þið gerið í mótmælum fyrir sunnan er líka gert í mínu nafni. Og þangað til mótmælin koma hingað, þá mun svo vera.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.12.2008 kl. 20:17
Yndislegar myndir hjá þér og lesningin við þær líka
Hafðu það gott Ásthildur mín
Huld S. Ringsted, 28.12.2008 kl. 22:02
Já það er víst vissara að gleyma ekki að skipta aftur um gír eftir hátíðirnar. Maður er að reyna að gleyma í smá stund. Vill bara fá að finna smá jólafrið, burt frá öllu þessu pólitíska klúðri. Við þjóðin verðum síðan að standa sterk saman á nýju ári.
Ég segi því bara gleðilegt nýtt ár og takk fyrir allt á liðnu ári! Gaman að skoða myndirnar af jólunum hjá þér. Ægilega falleg folöldin líka.
Bryndís Böðvarsdóttir, 29.12.2008 kl. 00:31
Fallegar myndir Jæja nú loksins læt ég verða af því fyrst veður spá er góð framundan þá erum við á leiðinni vestur á þriðjudag og ætlum að eyða áramótum þar þar sem ég fékk ekkert að sjá dóttir mína um jólin þá verðum við hjá henni enda komin nokkur ár síðan við eyddum áramótum fyrir vestan....Hlakka mikið til verð nú eiginlega að finna smá stund til að kíkja á þig Ásthildur mín leita þig uppi hehe
Brynja skordal, 29.12.2008 kl. 00:42
Gaman að heyra Brynja mín. Ef veðrið helst svona þá er ekki mikið að færð á vegunum.
Takk Bryndís mín. Já við þurfum að skipta í kraftgírinn eftir áramótin.
Takk sömuleiðis Huld mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.12.2008 kl. 11:22
Það eru sífellt fleiri að sjá að spillingaröflin ætla ekki burt með góðu. Ég finn á mér líka að eitthvað sé að grassera ef ónýta ríkisstjórnin fer ekki að hunskast út.
Myndirnar alltaf jafn flottar hjá þér. Gleðilega hátíð!
Haukur Nikulásson, 30.12.2008 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.