26.12.2008 | 15:32
Jólin eru hátíð barnanna.
Jólin hafa verið yndæl hjá mér, ég hef notið þess að hafa dóttur mína hjá okkur, og tengdason. Stelpurnar hafa líka verið afskaplega ánægðar að hafa pabba og mömmu hjá sér. Þær fara svo með þeim suður og halda áramótin á Hellu. En koma svo aftur eftir áramótin, þá hefst hið daglega líf aftur.
Þetta er ekki Hamraborgin, en ef til vill fimm litlir apar..... sem hún er að syngja.
Það er allt svo spennandi og tíminn lengi að líða á aðfangadag.
Úlfur pakkar inn gjöfinni fyrir ömmu.
Og loksins kemur að því að það er farið í að opna pakkana.
Og allir eru góðir hver við annan.
Prinsessan var ánægð með kjólinn sem mamma keypti á hana.
Það var reyndar litla skottið líka, enda fékk hún alveg eins.
Og svo er það gamla hefðin hér að hafa tómatsúpu í forrétt. Þetta byrjaði þegar við vorum ung og höfðum lítið milli handanna, þá var alltaf tómatsúpa með cream crackers á undan steikinni, til að spara. En svo komst ég að því seinna, að börnunum mínum fannst ekki vera jól nema fá þessa súpu á aðfangadag, og núna var það Úlfur sem bað sérstaklega um hana. Svona geta einfaldir hlutir orðið að hefð í einni fjölskyldu.
Úlfur las utan á pakkana og Hanna Sól bar þá til viðkomandi, flestir voru reyndar til þeirra, en allt gekk þetta snurðulaust fyrir sig.
Þetta er hápunktur jólanna hjá börnunum í þessu húsi allavega.
Vá hver gægist þarna út úr pakkanum. Lala!!!
Ég fékk þennan flotta krabba.
Þetta er ævintýrið um Loðfílana, saga sem amma samdi fyrir börnin í kúlunni.
En það var líka gaman að púsla saman Lababæ....
Og gæla við dýrin.
Eða bera fram kaffi.
En svo var skemmt sér frameftir kvöldi, þegar litlu stelpurnar voru sofnaðar var dregið fram Vestfirska kvótasvindlið og spilað. Skemmtilegt spil.
Morgunin eftir var bara notalegur, hér eru tvær slæðukonur að spjalla
Já vestfirska kvótabraskið er staðreynd. Gleðilega rest elskuleg mín öll.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2022162
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.12.2008 kl. 16:29
Hún er alveg ævintýralega flott efsta myndin af Ásthildi Ég held bara að ég hafi heyrt sönginn hingað! Það er svo gaman að fylgjast með börnunum á jólunum, mér finnst það skemmtilegast af öllu. Og að sjálfsögðu samveran líka. Jólaknús á ykkur
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 26.12.2008 kl. 16:31
Sagan hennar ömmu hefur örugglega slegið í gegn. Ótrúlega flott hjá þér að gera svona
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 26.12.2008 kl. 16:33
Takk Sigrún mín. Hún varð reyndar lengri en ég ætlaði, eða 90 bls af A4. En þau segja mér að hún sé spennandi, og skemmtileg og þá er tilgangnum náð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.12.2008 kl. 16:39
Skemmtileg jólafrásögn og myndir.
, 26.12.2008 kl. 16:40
Takk Dagný mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.12.2008 kl. 18:01
Yndislegt eins og alltaf.
Knús á alla í kúluni
Helga skjol, 26.12.2008 kl. 18:59
Knús á þig líka elsku Helga mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.12.2008 kl. 19:16
Vestfirska kvótaspilið er þrælskemmtilegt. Tengdasonurinn fékk það í jólagjöf - og við spiluðum það nú áðan.
Laufey B Waage, 26.12.2008 kl. 20:02
Hrönn Sigurðardóttir, 26.12.2008 kl. 21:58
Takk fyrir þetta elsku Ásthildur mín:):) þetta eru yndislegar og skemmtilegar myndir af yndislegum og ólíkum börnum:):):)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 26.12.2008 kl. 22:22
Sæl Ásthildur mín
Gaman af þessu. Mikið voru börnin fín. flottust var nú samt myndin af slæðukonunum. Eiginmaðurinn þinn kann heldur betur að skemmta sér með börnunum. Börnin hljóta að elska hann út af lífinu.
Vertu Guði falin kæra vinkona.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.12.2008 kl. 22:45
Skemmtilegar og fallegar jólamyndir af smáum og stórum í kærleikskúlunni ykkar Ásthildur mín jólaknús
Brynja skordal, 26.12.2008 kl. 23:11
Það hefur verið ljúf og góð stemming hjá ykkur í Kærleikskúlu
Sigrún Jónsdóttir, 26.12.2008 kl. 23:23
Já yndislegt Cesil mín, innilega Gleðileg jól, til þín og þinna.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 27.12.2008 kl. 00:50
Glæsilegir kjólar, flottir krakkar og kósýheit! Gleðilega hátíð Ásthildur mín!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.12.2008 kl. 04:21
Falleg jóla börninn þín og jólakveðja til þín elsku Ásthildur.
Kristín Katla Árnadóttir, 27.12.2008 kl. 11:21
Takk fyrir Heiðu Báru henni fanst bókin skemtileg kveðja Gugga (svo er ekki amalegtt að vera norn0
Guðbjörg (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 15:16
Notó & huggó í kúló.
Skemmtilegt þetta með tómatzúpuna, það er mér nýtt.
Steingrímur Helgason, 27.12.2008 kl. 20:16
glæsilegar myndir hjá þér Ásthildur, þakka fyrir kveðjuna, jóla og áramótakveðjur til þín og þinnar fjölskyldu.
Halli
Hallgrímur Óli Helgason, 27.12.2008 kl. 20:54
Jamm, jólin eru hátíð barnanna og það á öllum aldri!
Og Ammamamman þú ætlar að halda þínu striki allavega fram á vorið!Mér þykja þín dóttir og tengdasonur góð að eiga þig og þinn mann að!
Magnús Geir Guðmundsson, 27.12.2008 kl. 21:49
yndislegt að vanda að kíkja við hjá þér !
JólaLjós í hjartað þitt !
sSteinunn Helga Sigurðardóttir, 27.12.2008 kl. 22:24
Sæl Ásthildur.
Sannkölluð Fjölskyldu jól.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 03:34
Mikid hefur verid gód og jólaleg stemmning hjá ykkur í kúluhúsinu.
Kvedja frá Jyderup
PS Kíkji stundum hérna inn mér til skemmtunnar.
Gudrún Hauksdótttir, 28.12.2008 kl. 07:11
Gleðilega hátíð og bestu kveðjur til ykkar kúlubúar, úr (Borgarfirði) Borgarbyggð, eins og það heitir víst núna (kann illa við að vera Borgbyggðingur) Steini Árna
Þorsteinn Árnason (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 12:43
Borgbyggðingur Steini minn hehehehe... orðskrípi er þetta, knúsaðu Dísu frá mér og kærleikskveðjur til ykkar beggja úr kúlunni.
Velkomin hingað inn Jyderupdrottning
Takk öll fyrir innlitið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.12.2008 kl. 13:29
Þetta er nú bara nákvæmlega eins og það á að vera yfir jólin.
Sigurður Þórðarson, 28.12.2008 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.