24.12.2008 | 12:18
Aðfangadagur.
Ég vil byrja á að þakka ykkur öllum innlitið. Ég fer að hafa betri tíma til að kíkja við hjá ykkur, það er bara svo mikið um að vera hér hjá mér nákvæmlega núna.
Það er aðfangadagur, lítil kríli og stærri kríli geta varla beðið kvöldsins, þau eru að skoða pakkana, og láta sig dreyma um gjafirnar, með glampa í augum og bros á vör. En aðfangadagur er alveg rosalega lengi að líða, það hefur ekki breyst síðan ég var barn. Að bíða eftir að borða góðan mat, og svo þarf að ganga frá, og þá loksins kemur stundin langþráða, þegar allir setjast kring um jólatréð og gjöfum er úthlutað. Maður gleðst og hrífst með af barnslegri gleði litla fólksins.
Að geta gleymt sér við að upplifa jólin með þeim er yndislegt. Og það er alltaf eitthvað sérstakt við aðfangadagskvöld. Ég man eitt sinn þegar ég var 19 ára og var aupair út í Skotlandi, ég var boðin í mat til íslenskra hjóna kl. 6, eins og vaninn er hér heima, en hjónin sem ég var hjá, vissu ekki að þetta væri svona mikilvægt. Hjá þeim var aðfangadagur eins við höfum þorláksmessu, notuð til að kaupa inn fyrir jólin. Klukkan varð sex, og svo hálf sjö ég að passa börnin og gráti nær að missa af jólunum. Loks komu þau og voru alveg miður sín, þegar þau sáu hvernig ég var. Mér var skutlað með hraði til íslendinganna, þau höfðu þá beðið eftir mér, svo ég missti ekki af neinu. En mikið var ég feginn. Síðan hef ég helst bara viljað vera heima hjá mér um jólin, með mínu fólki.
Pabbi kom í gær, svo nú er litla fjölskyldan sameinuð hér í kúlunni.
Það er gaman að pússla.
Pabbi getur nú ýmislegt, eins og hér sést.
Bjartasta brosið, litla Evítan hennar ömmu sinnar.
Smá reiðtúr á blesa gamla, en hann þarf að fara, því jólatréð á að standa þarna.
Og súpermann mættur á svæðið
Tinna farin að æfa sig fyrir framtíðina sína.
Þessi skápur er uppáhaldsstaður litlu prakkaranna minna, hann er við hliðina á tölvunni og hér skríða þær gjarnan inn og loka.
Systkini við eldhúsborðið.
Og Sigurjón Dagur kíkti líka í heimsókn.
Kannast einhver við þessa staðsetningu !
En svo var farið að kaupa jólatré.
Það tilheyrir Þorláksmessu að kaupa tré. Við eigum gamalt gerfitré, en Úlfur vildi endilega fá að kaupa tré, svo það varð úr. Hér eru hjálparsveitarmennirnir við afgreiðsluna flottir.
Og nú þarf að vanda valið.
Best að hafa afa með í valinu.
Þá þurfti að skreyta.
"Litla systir" fékk að vera með í því.
Undir handleiðslu stóra bróður.
Óðinn Freyr var líka að fylgjast með.
Þessi hestur er alltaf jafn vinsæll.
En það þarf að skreyta tréð.
Aðfangadagsmorgunn og börnin öll vöknuð.
Mamma búin að greiða prinsessunni og hún komin í nýja skó.
Og þá er að leggja lokahönd á skreytinguna á jólatrénu.
Og síðast fer upp jólatréstoppurinn, og það er litla systir sem fær að setja hann á.
Með hjálp.
En ég fékk líka glaðning í gær. Þið munið ef til vill eftir að ég orti ljóð um Fljótavíkina að beiðni vinkonu minnar Sigrúnar Vernharðsdóttur. Hún hringdi svo í mig í gær og sagði að Baldur Geirmundsson sá ágæti maður og frændi minn, hefði samið gullfallegt lag við textann minn, og ég fékk að heyra það á diski. Hann ætlar svo að útsetja það fyrir Sléttuhreppskórinn og það verður svo frumflutt á þorrablótinu. Ég er náttúrulega mjög stolt yfir þessu.
En svo af svipuðu, Elli spurði mig hvað ég vildi fá í jólagjöf, og ég bað um diskinn hans Villa Valla, áritaðan. Ég vona að ég fái hann.
En við erum miklir vinir við Villi Valli og ég dáist mjög að honum sem músíkant og manneskju.
En elskulegu bloggvinir mínir ég vil nota þetta tækifæri til að óska ykkur innilega gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Megi allir góðir vættir vaka með ykkur og vernda. Megi allir góðir hlutir falla ykkur í skaut, og gleðin ríkja.
GLEÐILEG JÓL!
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022163
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jólin eru örugglega komin í "kúluna" eins og þú veist koma þau ekki bara klukkan átján á aðfangadag heldur eru jólin í okkur sjálfum og svo sannarlega hafa þau verið um tíma í "kúlunni" og líður vel þar. Hafið það gott um hátíðarnar og megi guð og gæfan geyma ykkur öll.
Jóhann Elíasson, 24.12.2008 kl. 12:44
Jólin eru mætt hjá ykkur ég sé það. Gleðileg jól mín kæra.
Ásdís Sigurðardóttir, 24.12.2008 kl. 12:47
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.12.2008 kl. 13:10
Gleðileg jól elskan til þín og þinna
Heiða Þórðar, 24.12.2008 kl. 13:32
Gleðileg jól, Ásthildur mín!
Þorsteinn Briem, 24.12.2008 kl. 13:37
Gleðileg jól elsku Ásthildur Cesil til þín og allra í Kærleikskúlu
Ég þakka ljúf kynni á árinu sem er að líða og hlakka til frekari samskipta í framtíð
Sigrún Jónsdóttir, 24.12.2008 kl. 13:46
Elsku Íja mín, bestu jólakveðjur til ykkar allra. Eins og þú segir er skemmtilegast að halda jólin með börnunum, þau skapa sérstakt andrúmsloft sem er engu líkt og eftirvæntingin svo mikil og gleðin sem þau gefa okkur.
Dísa (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 13:50
Gleðileg jól til ykkar allra þarna í kúlunni og þakka notaleg kynni undangengnar vikur.
, 24.12.2008 kl. 14:11
Megi algóður Guð og hans fallegu ljúfu Englakór veita þér elsku vinkona mín og þína elsku fallegu ljúfu Fjölskyldu ást,von,trú og yndislegan kærleika um Jólahátíðina og umvefja ykkur notalega hlýju og bros í hjarta og þakklæti fyrir hvern ljúfa dag sem við eigum saman......Stórt knús og hlýr ljúfur og breiður faðmur af Ást og vináttu til þín frá mér og mínum yndislegum dætrum og Húsbandi...........GLEÐI
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.12.2008 kl. 15:49
Elsku Ásthildur mín. Óska þér og öllum þínum yndislegrar hátíðar. Yndislegar myndir hjá þér eins og alltaf, er svo gaman að fylgjast með barnafólkinu þínu og sjá daglega amstrið ykkar allra .. takk fyrir það, það gefur mér mikið!
Bið að englar og allir góðir vættir fylgi þér og þínu fólki á nýju ári - sem og vonandi bara alltaf!
Knús á ykkur öll elskulegust ..
Tiger, 24.12.2008 kl. 19:54
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.12.2008 kl. 23:19
Þau eru skemmtilega lík mæðginin þarna á efstu myndinni! Sama brosið, sömu augun, sama nefið ;)
Gleðileg jól
Hrönn Sigurðardóttir, 25.12.2008 kl. 00:44
....feðginin
Hrönn Sigurðardóttir, 25.12.2008 kl. 00:46
Hef ekki séð prakkaralegri Spiderman til þessa
Gleðileg jól
Solla Guðjóns, 25.12.2008 kl. 01:31
Jólaknús í kúlushús, njóttu dagana með ástvinum, þeir líða alltaf svo hratt gleðileg jól
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 25.12.2008 kl. 09:04
Sendi mínar bestur óskir um Gleðilega jólahátíð vestur til ykkar Elsku Ásthildur hafðu það ljúft með þín fólki yndislegar myndir
Brynja skordal, 25.12.2008 kl. 12:24
Það er alltaf svo glaðlegt og skemmtilegt um að litast þegar kíkt er í heimsókn á bloggið þitt. Þessar myndir eru dásamlegar. Bestu jólakvðjur vestur til þín úr norðrinu mínu.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 15:29
Elsku Ija knús ,kossar og Gleðileg Jól í KÚLUH'USIÐ YKKAR
JÓLAKVEÐJUR VESTUR Svanna frá Grund
'
Svanfríður Guðrún Gísladóttir, 25.12.2008 kl. 18:13
Gleðileg jól!
Knús í kúluna.
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 25.12.2008 kl. 19:50
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.12.2008 kl. 22:45
Ég verð greinilega að koma aftur á þorrablótið.
Gleðileg jól mín kæra.
Laufey B Waage, 26.12.2008 kl. 00:30
Gaman að sjá myndirnar þínar. Þau eru svo falleg og yndisleg börnin þín. Og til hamingju með nýja lagið! Gleðilega hátíð mín elskuleg. Það er örugglega sannur jólaandi í ykkar yndislegu kærleikskúlu.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 26.12.2008 kl. 02:12
Gleðileg jól elsku vinkona og takk fyrir allar yndislegu myndirnar þínar úr kúlunni. Megi nýja árið færa ykkur öllum gæfu, gleði og góða tíð. Knús úr Þorlákshöfninni.
Sigurlaug B. Gröndal, 26.12.2008 kl. 16:24
Takk öll sömul fyrir innlitið. Já ekki spurning að þú verður að koma á þorrablótið Laufey mín. Knús á ykkur öll.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.12.2008 kl. 17:59
Elsku Ía, Gleðilega "rest" og takk fyrir jólakveðjuna. Ég held að mömmu hafi ekkert þótt leiðinlegt að fá sér jálakveðju.
Það er alltaf svo gaman að skoða myndirnar þínar.
Kærleikskveðja
Elísabet Sigmarsdóttir, 27.12.2008 kl. 10:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.