17.12.2008 | 19:20
Myndir myndir myndir!!
Jæja mín elskuleg, þá er ég komin í samband aftur. Elskulegur sonur minn bjargaði mér með tölvuvandræðin, og þeir í Netheimum áttu varahlut í hana, yndislegir drengir á allan hátt. Svo nú er ég komin í samband aftur og er alveg rosalega glöð með það.
Það var þessi elska, frumburðurinn sem bjargaði móður sinni. Pabbi hennar Evítu litlu. Takk Ingi minn.
Við Úlfur fórum í verslunarleiðangur í dag og keyptum jólafötin á strákinn, hann er náttúrulega rosalega flottur.
Hann á eftir að fara í klippingu, ég er að vona að Matta mín, tengdadóttir sjái um hana.
En það gerðist ótalmargt meðan ég var tölvulaus. Ekki vildi ég hafa verið í þessum bíl til dæmis,
En það voru margir til að leggja hönd á plóg.
Og allt gekk þetta svo vel sem betur fer.
Hér eru Hanna Sól og Sigurjón Dagur að leik. En litla skottið þurfti að snyrtast eftir að stóra systir klippti hana um daginn.
Og afi sá um þá klippingu, afsakið klæðnaðinn á herranum
En hún er alveg hæstánægð með drengjakollinn.
Svo kom Evíta litla í heimsókn og pössun.
Og hún svaf í ömmuholu.
Úlfur spreytti sig á rosalega góðum ítölskum kjúklingarétti. Hann er að verða Gourmekokkur drengurinn.
Hér er allt klárt.
Þetta er saladið með matnum. Stelpunum þótti það rosalega gott.
Þetta er orðin uppáhaldsstaður prakkarans.
Í dag var jólaballið í Leikskólanum, það var svaka fjör, hér sést litla skottið með drengjakollinn sinn.
Það var gengið kring um jólatréð og sungið.
Prinsessan ekki í vandræðum með að dansa.
En svo fór að kárna gamanið.....
Það komu nefnilega skrýtnir karlar.
Satt best að segja varp hún skelfingu lostinn, yfir þessum körlum.
Ekki er hægt að segja það um alla hina.
Krakkarni fögnuðu þeim nefnilega vel, þeim Giljagaur og Stekkjastaur.
Þau sungu fyrir þá.
en sumir forðuðu sér sem lengst í burtu hehe
Hér eru börnin með jólasveinunum.
Að lokum svo nokkrar fjallamyndir.
Og svona mun jólakortið mitt líta út, ég hef ekki getað unnið í því ennþá, vegna tölvuhrunsins, en nú get ég sett allt í gang með það.
Eigið góðan dag elskurnar.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Yndislegar myndir. Takk.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.12.2008 kl. 20:43
Mikið skil ég Ásthildi litlu, ég man ekki hvað ég var gömul þegar ég fór á jólaball á Hernum með Hönnu Ingvars og það var rosalega gaman þar til einhver rauðklædd ófreskja kom inn í salinn. Ég varð svo hrædd að einn hermaðurinn lyfti mér uppá bekkjastaflann og hélt í mig þar uppi. Ég þorði ekki einu sinni að taka við nammipokanum nema með milligöngu. Myndirnar eru flottar hjá þér eins og alltaf og gott að þú ert orðin myndskreytt aftur. En hver kveikti í fjallinu??
Dísa (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 21:02
Flott kort mamma.
Skafti Elíasson, 17.12.2008 kl. 21:39
Þetta litla skott er rosalega flott með drengjakollinn sinn, prakkarasvipurinn skín af henni. Ég vona að nýja árið og hækkandi sól færi okkur betri stjórn og betri tíð, bestu aðventukveðjur vestur það er mannbætandi að skoða myndirnar þínar og lesa pistlana. Kveðjur að norðan.(Þar sem fjöllin eru bara ekki svona falleg)
Herdís Alberta Jónsdóttir, 17.12.2008 kl. 21:42
Knús Jenný mín
Hanna hefur nennt að fara með ykkur Rannveigu á jólaball, blessunin. hehehehehe.... Ég held að sólin hafi kveikt í fjallinu Dísa mín, af því að hún komst ekki yfir það
Takk elsku Skafti minn.
Takk Herdís mín. Já hún er algjör prakkari þessi stelpa. Og bestu kærleikskveðjur til ykkar þarna fyrir norðan.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.12.2008 kl. 21:56
Yndislegt, takk kærlega fyrir mig
Sigrún Jónsdóttir, 18.12.2008 kl. 00:02
Helga skjol, 18.12.2008 kl. 06:40
Rannveig fékk ekkert að fara með á jólaballið, efast um að hún hafi verið fædd, ég hef verið tveggja-þriggja ára. En Hanna passaði mig svo oft þegar hún var unglingur.
Dísa (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 08:33
Ókey hehehe Dísa mín. Þú hefur sem sagt fengið að fara á Jólaball á undan mér.
Knús Helga mín.
Mín er ánægjað Sigrún mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.12.2008 kl. 09:09
Þú mátt nú ekki verða myndaróð.
Hafðu góðan dag.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 18.12.2008 kl. 10:06
Æðinslegar myndir, ég myndi nú bara láta kallinn sjá um að klippa Úlf líka mér sýnist hann taka sig vel út í því. Knús og heilsa á Vestfirðina
Guðborg Eyjólfsdóttir, 18.12.2008 kl. 13:03
Gott að tæknin er komin í lag hjá þér kærust, takk fyrir fallegar myndir að venju og rosalega flott jólakort
Knús í kúlu
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 18.12.2008 kl. 13:32
Fallegar myndir af fallegri fjölskyldu. - Bjarta framtíð.
Ellen Björnsdóttir, 18.12.2008 kl. 13:35
Glæsi eins og fyrri daginn, gott að tölvan er komin í lag... vantaði eitthvað! Flott jólakortið sem þú ætlar að senda.. ** knús og kvitt á þig
G Antonia, 18.12.2008 kl. 14:23
Hún er bara flott svona snoðuð hún Ásthildur. Þeir geta nú virst vera ægileg skrímsli í augum barnanna þessir rauðklæddu kallar Samt eru þeir svo góðir að gefa í skóinn. Gott að tölvan er komin í gagnið aftur, vona að þú hafir engu glatað. Flott jólakortið þitt.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 18.12.2008 kl. 15:20
yndislegt
s
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 18.12.2008 kl. 15:39
Risaknús á þig súperamma
Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 19:58
Solla Guðjóns, 18.12.2008 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.