Rafmagn og tölvuvandræði.

Það var rafmagnslaust meiripartinn í gærkveldi svo það var kertaljós og eldhúsborðsumræður hjá okkur.  En það sem verra var, er að tölvan mín virðist hafa hlotið tjón af.  Það kviknar ekki á henni, ég var með heilmikið í henni, sem ég var að vinna með, meðal annars jólagjafir, og svo jólakortin, þetta næ ég ekki í því miður.  En síðan er allt myndefnið, ég vona samt að ég nái henni í lag, en meðan svona er, þá verður lítið um myndir, nema ég bjargi mér einhvernveginn öðruvísi.

Það var samt dásamlegt í morgun þegar ég kom út, mánabjört fjöllin, hvít og hrein, og það var yndislegt að aka niður Súgandafjörðin, baðaðan tungsljósi það glampaði á sjóinn og fjöllin gnæfðu yfir, og efst trónaði svo fullur máni.  Það var undursamleg sjón, jólalög á diski, værðarleg börnin í aftursætinu, Hanna Sól að vísu öll í spurningum; amma hvernig væri ég ef ég væri Kúlasta stelpan í heim?

Þú væri bara eins og þú ert elskan, frábær.

Nei amma þú skilur ekki, hvernig væri ég ef ég væri Kúlasta stelpan í heimi, óþolinmóð yfir skilningsleysi ömmu.

Ég held að þú værir alveg rosalega flott, sagði amma til bjarga sér fyrir horn, þetta samtal átti sér stað í göngunum.

Já og með galdrastaf fullyrti sú stutta, ákveðinni röddu.

Já auðvitað galdrastaf.  Sagði amma. 

En sem sagt við sjáum til hvort ég bjarga mér eða ekki.  þá verður bara að hafa það, ef ég get ekki sett inn myndir, eða yfirleitt verið í sambandi. 

En ég sendi ykkur bestu kveðjur inn í daginn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kúlust með galdrastaf, það toppar það ekkert í dag

Ásdís Sigurðardóttir, 12.12.2008 kl. 11:01

2 Smámynd:

Úff. Vona að öll vinnan þín hafi ekki tapast  En hnáturnar standa fyrir sínu

, 12.12.2008 kl. 11:06

3 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

ÆÆÆÆÆ ! Það er þetta með að vista reglulega, þá tapar maður oftas litlu eða engu.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 12.12.2008 kl. 11:51

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Úff....ég vona að Vestfirski fréttavefurinn minn komist fljótt í lag.  Ein eigingjörn

En það er alltaf jafn gott að lesa frá þér og knús á ykkur öll í Kærleikskúlu

Hanna Sól er auðvitað "kúlasta" stelpan í heiminum, af því hún á "kúlustu" ömmuna

Sigrún Jónsdóttir, 12.12.2008 kl. 11:53

5 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Anna Ragna Alexandersdóttir, 12.12.2008 kl. 12:07

6 Smámynd: Ásta Björk Solis

Kulust med galdrastaf i kuluhusinu hennar ommu

Ásta Björk Solis, 12.12.2008 kl. 17:27

7 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Sammála henni nöfnu minni, þið eruð bara kúlastar  En leiðinlegt með gögnin þín  Ég vona að þú getir nálgast þau aftur. Knús í kúlustu kúlu

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 12.12.2008 kl. 18:22

8 identicon

Ææ vona að þú náir gögnunum þínum aftur, ekki síst myndunum. Annars fer mikill fjársjóður í súginn. En ég get séð Hönnu Sól fyrir mér svífandi á galdrastafnum sínum að bjarga heiminum. Þá gæti hún skroppið og litið á mömmu og fylgst með öllu.

Dísa (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 18:34

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 12.12.2008 kl. 21:23

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Til þín svona er tölvan mín líka alltaf að frjósa. Gleðileg jól elsku Ásthildur mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 12.12.2008 kl. 23:30

11 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Auðvitað er hún kúlasta kúlustelpan, en vona að þér takist að laga tölvuna

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 13.12.2008 kl. 08:35

12 Smámynd: Laufey B Waage

Gott að þú skulir þó getað skrifað okkur. Þó þú sért góð í myndunum, - ertu ekki síður orðsins kúnstner. En vonandi gengur þetta upp með myndirnar, - ég keypti mína tölvu aðallega fyrir myndirnar, svo ég skil þig mjög vel.

Laufey B Waage, 13.12.2008 kl. 10:40

13 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Hún er bara flott hún Fröken Hanna Sólknús knús og ljúfar yndislegar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.12.2008 kl. 19:01

14 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 13.12.2008 kl. 23:36

15 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Ásthildur,

þarna komstu með það, þetta þurfum við líka að fá í Reykjavík. Almennilegt rafmagnsleysi eins og í gamla daga. Þá stoppa tölvurnar og við förum kannski að tala saman, þá fyrst gerist eitthvað af viti.

Gunnar Skúli Ármannsson, 13.12.2008 kl. 23:44

16 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Hlakka til að fá myndir frá þér aftur. Barnið verður að eignast galdrastaf, það er deginum ljósara.

Helga Magnúsdóttir, 14.12.2008 kl. 15:46

17 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Vonandi getur einhver hjálpað þér að ná gögnunum. Ég þarf að læra að setja myndirnar mínar yfir á flakkarann ef eitthvað kemur fyrir. Þú þarft endilega að gera það líka. Þú ert svo dugleg að taka myndir af börnunum sem verða svo dýrmætar í framtíðinni.

Vertu Guði falin dugnaðarkona.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.12.2008 kl. 20:19

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll sömul.  Jamm ég vona að ég nái gögnunum, það er líka erfitt að horfa á alla fegurðina í kring um mig, og vita að ég get ekki leyft ykkur að njóta hennar með mér.  Vonandi fær ég tölvuna í lag sem fyrst. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2008 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2022160

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband