Amma eru Heilu jól?

Spurði Hanna Sól, á leiðinni frá Suðureyri í gær, ég var annars hugar og sagði já já, hélt að hún ætti við heilög jól, svona eins og gengur.  En eru þá til hálf jól? spurði barnið LoL

IMG_3974

Magnaður Súgandafjörður.

IMG_3975

Myndirnar teknar um hálf fjögur í gær.

IMG_3976

Hanna Sól með viðurkenningu frá slökkviliðinu, þeir komu í leikskólann og ræddu um brunavarnir.

IMG_3977

Skottið að fá sér "nammi" LoL

IMG_3981

Jólasteikurnar að bíða eftir nammi.  Þessar sluppu reyndar við að verða jólasteikur.

IMG_3982

Og Súgfirðingar búnir að kveikja á jólatrénu.

IMG_3986

Þessi grallari harðneitaði að fara að sofa í gærkveldi,  hún sofnaði mjööööög seint.

IMG_3988

endaði með því að stubburinn minn stóri fór að sofa á undan henni.   Ég held að ég verði að biðja fóstrurnar að hætta að láta hana sofa í vagninum á daginn.  Greinilega. Blush

IMG_3990

Það er ekki einu sinni hægt að vera reið við þetta kríli.  Því hún er svo ánægð.

IMG_3995

Hún er algjör grallari. Heart

eigið góðan dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er svo falleg birtan í útimyndunum.  Kveðja vestur  litli grallarinn er yndisleg.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.12.2008 kl. 13:35

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það verða trúlega "hálf jól" hjá sumum í ár. Minni umsvif.

Ég þekki þetta með barnabanið Ásthildur, tíminn sem við vitum ekki alveg hvort þau eigi að sofa lúr á daginn eða ekki.

Ætli jólaundirbúningur trufli ekki eitthvað líka. Ég hafði einn í gær sem hljóp hring eftir hring og lét eins og hann ætti alla heimsins orku.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 9.12.2008 kl. 14:14

3 identicon

Það er svo yndislegt að spjalla við þau litlu, heyra hvernig rökin þeirra eru allt öðruvísi en okkar, en samt svo rökrétt. Finnst litla nafna þín minna á mömmu þína á neðstu myndinni. Það er rétt sem segir hér fyrir ofan, bitan í myndunum er svo falleg.

Dísa (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 15:23

4 identicon

Átti auðvitað að vera birtan

Dísa (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 15:30

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Það er svo gaman að þessari barnaeinlægni

Grallaraskottið þarf líklega minni svefn.

knús í falllegu birtuna fyrir vestan

Solla Guðjóns, 9.12.2008 kl. 15:35

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég þurfti að stoppa vel og lengi við vetrarmyndirnar af Súgandafirðinum og hugsaði að sennilega hefur þú séð fjörðinn minn oftar, já miklu oftar í þessum búning frá þessu sjónarhorni.  Maður var nú ekkert að þvælast upp í heiði á þessum árstíma í den, því ferðalögin voru farin með Djúpbátnum Fagranesi....og þá í hina áttina.

Takk fyrir Ásthildur að sýna mér "heim" svona reglulega

Sigrún Jónsdóttir, 9.12.2008 kl. 15:54

7 Smámynd:

Sennilega orðinn tími á minni dagsvefn  Annars ruglast nú sólarhringurinn hjá mörgum á þessum árstíma  Ungviðið þitt er svo fallegt og auðvitað getur maður ekki verið reiður við svona grallaraskott

, 9.12.2008 kl. 17:56

8 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

En hvað birtan er falleg í fjöllunum "þínum" Ásthildur. Birtan á þessum stystu dögum ársins er dálítið sérstök í snjónum, sérstaklega auðvitað svona norðarlega en þú ert lánsöm að hafa þessa yndislegu birtugjafa í börnunum þvílík krútt.

Ragnhildur Jónsdóttir, 9.12.2008 kl. 18:03

9 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Margur er misskilningurinn. Ég hélt alltaf að ég ætti jólin: Helgu eru jól.

Helga Magnúsdóttir, 9.12.2008 kl. 21:35

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Falleg þessi bláa birta :)

Hrönn Sigurðardóttir, 9.12.2008 kl. 22:25

11 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Mikið skil ég þig vel að geta ekki orðið reið við þennan grallara  Það er bara ekki hægt að skemma mómentin með svoleiðis. Mér sýnist nú hún Ásthildur vera gott efni í fimleikastelpu  Gaman fyrir Hönnu Sól að fá svona viðurkenningu og sniðugt að fara með börnin og kynna þau fyrir alls konar stofnunum og fyrirtækjum. Knús í Kúluna og fallegu fjöllin þín.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 9.12.2008 kl. 22:55

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús Ruslana mín. Hjarta

Knús á þig Sigrún mín, já þær eru yndælar báðar tvær, hvor á sinn mátann Hjarta

Já Hrönn mín, birtan getur verið svona blá, lillableik og allt þar á milli, á þessum tíma.Hjarta

Helga þetta er alveg rökrétt, Helgu eru jól

Takk Ragnheiður mín, já þær eru gleði mín þessa dagana og svo Úlfurinn minn. Hjarta

Dagný mín, já það er eitthvað, þau skynja að það er eitthvað að nálgast, þetta eru í raun og veru fyrstu jólin hennar Ásthildar, því hún var svo lítil í fyrra, þannig að hún á eftir að njóta þeirra vel.Hjarta

Elsku Sigrún mín, mín er ánægjan að geta leyft þér að fá smá nasasjón af kraftmiklum fjöllunum við Súgandafjörð.  Hjarta

Kærleiksknús til þín Solla mín. Hjarta

Það er satt Dísa mín, hún minnir dálítið á mömmu sína þarna, en hún er sami grallarinn og strákastelpan og mamma hennar var. Hjarta

Það er örugglega rétt hjá þér Guðrún Þóra mín, að það verða hálf jól á mörgum heimilum.  En þá dettur mér í hug viðtalið við amerísku konuna sem tekið var viðtal um jólaundirbúninginn.  Hún sagði að hennar fjölskylda ætlaði ekki að kaupa neinar gjafir, það yrði bara kærleiksknús og ást hjá þeim þessi jólin.  Og ætli það sé nú ekki betra en allar heimsins gjafir. Hjarta

Kærleiksknús á þig Ásdís mínHjarta

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.12.2008 kl. 09:28

13 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.12.2008 kl. 14:29

14 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er mikill spenningur í smáfólkinu út af jólunum.  Svefninn kemst í samt horf fyrstu vikuna í janúar á nýju ári.  Hafið það gott í kúlunni.

Jóhann Elíasson, 10.12.2008 kl. 21:29

15 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Börnin eru dýrgripir.

Ég hlakka til að fá smáfólkið mitt yfir jólin. 

Sigurður Þórðarson, 13.12.2008 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2022159

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband