8.12.2008 | 13:46
Myndbrot í dag og í gær.
Jæja þá eru nokkrar myndir á dagskrá.
Þessar voru teknar í gær.
Áður en hægt er að setja jólaljósin upp, þarf að snyrta tréð. Júlíana mín, ef þú lest þetta, þá sérðu skreytingarefnið liggjandi þarna, bara taka það sem þú vilt.
Litla skotta fylgist með úr eldhúsglugganum, en það var hávaði í klippunum og bæði hún og kötturinn voru ekki alveg með á nótunum í þessum hávaða.
En birtan er bara einstök á þessum árstíma.
Þessar myndir eru teknar með stuttu millibili, enda dagurinn ekki langur hér hjá okkur núna.
Ótrúlegt ekki satt?
En það þarf líka að sinna músikinni, gott hjá afa að hafa hjálparkokk.
ég veit að þið hafið heyrt spilað fjórhent á píanó, en hafiði verið á konsert, þar sem spilað var fjórhent á klarinett ?
Þessar voru svo teknar í morgun.
Já stubbarnir eru góðir á morgnana, og hún syngur með Tinky Vinky, Dipsý, Lala, Pó, og svo er talið á þýsku, og hún segir orðin eftir þeim á þýsku, og skilur greinilega, svo eitthvað man hún frá Vínardvölinni.
MMM það er erfitt að vakna á mánudagsmorgni.
Jafnvel þó litla systir sé með allt á fullu, í sama rúmi
Þessar voru svo teknar í morgun, stemningsmyndir fyrir jólin.
Sem betur fer hafa margir sett upp jólaskreytingarnar.
Það lífgar upp á skammdegið.
Minn bær minn bær.
Og betri mynd af Engi.
Og kúlan.
Þessar myndir eru allar teknar á sama klukkutímanum.
Segið svo að náttúran skreyti ekki líka fyrir jólin.
Vona að vinir mínir erlendis, fái smá jólafiðring við svona ískaldar, fallegar veðurmyndir héðan af hjara veraldar. Eigið góðan dag elskurnar mínar.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 7
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2022159
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fallegar myndir og svo jólalegar.
Kristín Katla Árnadóttir, 8.12.2008 kl. 14:18
Kúlan lítur svo sannarlega út eins og Igloo í snjónum, ekta eskimóahús að kúra í. Jólaljósin hjá hinum ylja manni virkilega um hjartarætur, ég var lengi föst í því að skreyta ekki of snemma en þegar ég fann hvað ljós hinna lífguðu upp á mitt skammdegi ákvað ég að launa í sama. Mér finnst yndislegt að líta út um gluggann í myrkrinu á morgnana og sjá þessi glaðlegu ljós.
Dísa (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 14:21
Þetta r allt töfrum líkast. Takk fyrir fallega myndasýningu. Krúttkveðja á skotturnar
Ásdís Sigurðardóttir, 8.12.2008 kl. 14:35
Hrönn Sigurðardóttir, 8.12.2008 kl. 15:11
Hæhæ yndislega Ásthildur mín. Þær eru yndislegar myndirnar þínar. Vetramyndir eru alltaf heillandi finnst mér - ekkert síður en sumarmyndir. Vetramyndir gera allt svo hreint og fagurt - og sumt svo dularfullt. Yndislegt að sjá þessar myndir og ég er handviss um að það væri stórkostlegt að búa svona nálægt fjöllunum og hafinu - vera með þetta allt svona í augnsýn, næstum seilingarfjarlægð.
Skotturnar þínar eru líka svo yndislegar, svo gaman að sjá hvað þær þroskast og stækka. Alltaf svo bætandi að fylgjast með þeim í daglega amstrinu, bæði í leik og "starfi"/leikskóla og fleira. Eins gott að þær hafa ykkur bæði að - Afa og Ömmu - enda sýnist mér á öllu að þið séuð bæði jafn yndisleg! Gefið svo mikið af ykkur og leikið ykkur með barnið í ykkur sjálfum með hinum börnunum, dásamlegt bara. Þú ert sko kona sem þorir Ásthildur mín! Alger demantur!
Knús og kram í vetrarham kúlunnar, sem eru geggjað að sjá - og vonandi eru dagarnir ykkur ljúfir og góðir!
Tiger, 8.12.2008 kl. 15:43
Yndislegt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.12.2008 kl. 17:13
Frábærar myndir Takk.
, 8.12.2008 kl. 17:17
Var lengi hugsi yfir þeirri efstu, þangað til ég fattaði að jóltréð vex auðvitað í skálanum. Er það ekki rétt annars?
Knús í jólakúluna
Kidda (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 18:25
næst efstu
Kidda (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 18:25
Þessar myndir þínar eru eins og jólakort.
Helga Magnúsdóttir, 8.12.2008 kl. 19:07
Kúlan er eitthvað svo yndislega kúruleg undir öllum snjónum
Huld S. Ringsted, 8.12.2008 kl. 23:14
Innlitskvitt og ljúfar yndislegar kveðjur á fallegum ljúfum vetrakvöldi
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 8.12.2008 kl. 23:54
Endalaust falllegar og skemmtilegarlegar myndir hjá þér
Ásthildur litla lítur bara vel út eftir hársnirtingu systur sinnar
Solla Guðjóns, 9.12.2008 kl. 01:16
Alltaf gaman að kíkja við hjá þér!
Haukur Nikulásson, 9.12.2008 kl. 10:48
Þetta eru flottar myndir og alltaf gaman að skoða myndir frá Ísafirði. Takk fyrir
Amalía Pálsdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 11:18
Takk öll sömul
jú Kidda mín þetta tré er inn í gróðurhúsinu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.12.2008 kl. 12:26
Legg til við tónskáld og útsetjara, að þeir reyni nú að vera skemmtilega frumlegir og fari að skrifa klarinett-dúetta fyrir eitt klarinett. Þitt fólk búið að sýna að þetta er hægt .
En ég fékk hálfgerða andarteppu þegar ég sá myndina af kúlunni á kafi í snjó. Getiði nokkuð opnað glugga? Fennir ekki stundum fyrir dyrnar ?
Laufey B Waage, 11.12.2008 kl. 09:44
Takk öll sömul. Ég náði mér í flensu skratta, og hef verið slöpp, er nú samt að hjarna við. Laufey mín, einu gluggarnir sem hægt er að opna snúa út í garðskálann, það eru loftstokkar um húsið, og vifta sem sér um að lofta um húsið. Það hefur fennt fyrir dyrnar nokkrum sinnum, en þær opnast inn, og svo er skófla staðsett í skálanum, svo hægt er að moka sig út.
Knús á ykkur öll.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.12.2008 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.