7.12.2008 | 17:24
Myndir úr kúlunni.
Þá eru það nokkrar myndir. Við erum tvær heima Ásthildur og Ásthildur, Hanna Sól er í jólabaksti með Tinnu frænku sinni, afi á lúðrarsveitaræfingu og Úlfur í afmæli hjá Daníel Erni, en hann er 9 ára í dag, ömmu strákurinn.
Afmælisbarnið kíkti við hjá ömmu í dag, og ég bakaði vöfflur í tilefni dagsins. Innilega til hamingju með afmælið elsku Daníel minn
Svona var veðrið í gær, fallegt eins og venjulega.
Doddi búin að setja upp jólaskreytingarnar á Engi, þessi er fyrir Magný og Rannveigu.
Svo þarf að ditta að jólaseríunum á þessum tíma og Hanna Sól er dugleg við það að hjálpa afa.
En sú litla hehehe.. afi klæddi hana í sokkabuxur og henni er svo sem alveg sama hvernig þær snúa.
Það þarf líka að hengja upp seríurnar, þegar búið er að laga þær og þá er nú gott að hafa lítinn aðstoðarmann.
Jamm þetta er spennandi
Stóra systir þarf nú líka að prófa...
Æ það verður einhvernveginn allt svo miklu skemmtilegra með svona kríli sér við hlið, í jólaundirbúningnum.
Sæta stelpan mín.
Og litli prakkarinn.
Þetta kemur vel út, satt að segja.
Einhvernveginn náðu þær í skæri, og Hanna Sól ákvað að gefa litlu systur jólaklippingu ég vona að mamma hennar sjái þetta ekki. En Matta lagar þetta örugglega fyrir mig áður en hún kemur.
Eigið góðan dag elskurnar mínar.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 7
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2022159
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Greinilegt að ungviðið og þroski þeirra er í fyrirrúmi á ykkar heimili, fá að prófa hluti undir öruggri leiðsögn afa, maður lærir aldrei neitt ef maður á alltaf að sitja bara og vera góður. Kærleikskveðja í kærleikskúluna ykkar.
Ásdís Sigurðardóttir, 7.12.2008 kl. 17:47
Þarf eitthvað laga "lagninguna"?
Jóhann Elíasson, 7.12.2008 kl. 18:02
Það er mín skoðun líka Ásdís mín, það verður að leyfa þeim að fljúga aðeins undir kontról, svo þau læri á hætturnar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.12.2008 kl. 18:03
Hahahaha já Jóhann minn einmitt, það er bara þannig
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.12.2008 kl. 18:20
Var það í fyrra sem ég var að dást að jólaskreytingu iðnaðarmannsins? ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 7.12.2008 kl. 21:02
Þessar snúllur þínar eru nú alveg yndislegar Og sokkabuxur eru nú hvortsemer ólánleg fyrirbæri og snúa iðulega "hinsegin" hjá mínum stúlkum. Þannig að afar mega bara líka snúa þeim hinsegin Það stórsér nú ekkert á hárinu á henni Ásthildi - hef séð það verra Kærleikskveðja til ykkar
, 7.12.2008 kl. 21:41
Takk fyrir myndirnar elsku Ásthhildur mín, jólakveðjur til ykkar allra!
Magný Kristín Jónsdóttir, 7.12.2008 kl. 21:43
Aldeilis stuð og jólafílingur hjá þér. Mann langar bara í heimsókn. Bara ef það væri ekki svona skratti langt að fara.
Helga Magnúsdóttir, 7.12.2008 kl. 22:00
Það er fjör í Kúlunni
Sigurður Þórðarson, 7.12.2008 kl. 22:04
Svona eru jólin, svona eiga þau líka að vera.
Takk fyrir að deila þezzu með okkur hinum.
Steingrímur Helgason, 7.12.2008 kl. 22:12
Yndislegar myndir Takk fyrir mig og knús í Kærleikskúlu
Sigrún Jónsdóttir, 7.12.2008 kl. 23:21
Takk fyrir myndasýningu, það er alltaf jafn gaman að fá að vera fluga á vegg hjá þér. Sammála, það er miklu skemmtilegra að setja upp jólaskrautið með hjálp smáfólksins. Ég er búin að fá hjálp við að setja ljós í glugga, en fæ meiri aðstoð á fimmtudaginn.
Dísa (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 08:31
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.12.2008 kl. 09:30
Jólalegt hjá ykkur í kúlunni og fallegar myndir alltaf nóg að gera hjá þér stórt knús.
Kristín Katla Árnadóttir, 8.12.2008 kl. 11:12
Til hamingju með Daníel Það er svo miklu líflegra þegar smáfólkið hjálpar til við jólaundirbúninginn. Hahaha, varla pláss fyrir afa í tröppunni Algjörir krúttmolar þessar snúllur.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 8.12.2008 kl. 11:14
Endalaust takk fyrir mig. Engi er flott og snúllurnar þínar líka. Fer þetta ekki að verða spurning hjá Halldóri bæjó að verðalauna þig hvað þú ert góð auglýsing fyrir Ísafjörð.
Rannveig H, 8.12.2008 kl. 11:25
Hehehe Rannveig mín, það skyldi þó aldrei vera
Einmitt það var eiginlega ekki pláss fyrir afa, litla skottan þvældist fyrir honum Takk Sigrún mín.
Takk Katla mín, risastórt knús til þín líka
Knús Jenný mín.
Dísa mín já það er virkilega gaman að hafa þau með í svona undirbúningi, ég hugsa að það yrði eitthvað snautlegra ef þau væru ekki, alla vega er Elli duglegri við að skreyta við hvatningu frá litlu krílunum. 'Eg er algjör jólagrís sjálf
Kærleiksknús til þín líka Sigrún mín.
Kærleiksknús til þín Ruslana mín
Mín er ánægjan Steingrímur minn
Já Siggi minn það er alltaf fjör hér, með þessi kríli.
Vertu bara velkomin Helga mín
Kærleiksknús til þín Magný mín
Einmitt Dagný mín, það er sama hvernig þessar brækur snúa hehehe... mamman er búin að hafa samband og er ekkert óhress með töffaraklippinguna, ég veit líka að hún Matta tengdadóttir lagar þetta allt fyrir mig.
Já gott ef ekki var Hrönn mín hehehe
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.12.2008 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.