5.12.2008 | 20:30
Fjallamyndir.
Það var yndælis veður hér í dag, og vonandi verður það eins á morgun.
Sólin teygði sig til og með upp á efstu fjallatinda, en nær ekki lengra niður þessa dagana. Ojæja hún fer þá ekki í augun á manni við akstur.
Jamm það birtir raunar ekki meira, á þessum síðust og verstu, en við erum jú vön...
Þessi var tekin um hádegið, en birtan er aðeins að plata okkur, það er ekki alveg svona dimmt.
Þessi svo seinna um daginn.
Ísafjörður, ber stundum nafn með rentu en alltaf jafn glæsilegur.
Einhverntíman skal ég segja ykkur söguna um huldumanninn í Strengbergin, en hér er Kubbinn í meiri nálægð en oftast áður hjá mér.
Hér erum við komin inn í gönginn, þar eru ýmsar kynjamyndir á veggjum, með góðu ímyndunarafli er hægt að komast í samband við tröll og forynjur.
Suðureyrin, nú er Elli Guðmunds farin að selja fisk á netinu, héðan frá Suðureyri, enda um eðalhráefni að ræða. Nokkrir bændur í Dýrafirði eru farnir að selja kindakjöt á Facebook, mér finnst þetta vera góð þróun, og sýnir svo ekki verður um villst hve við erum í raun og veru dugleg að bjarga okkur, þrátt fyrir endalausar tilraunir stjórnvalda til að drepa okkur niður. En við látum ekki deigan síga.
Og mánin er sperrtur í faðmi fjalla blárra, í Súgandafirði.
Fallegi bærinn minn, kúrir hér í skjóli fyrir veðri og vindum.
Og klukkan bara hálf fimm, en það er allt í lagi, eins og Hanna Sól segir.
Hér spila þau afi veiðimann.
Og svo bjuggum við Úlfur til pizzur í kvöld. Amma bakaði botnana, en Úlfur skreytti, og tókst það vel úr hendi.
Nautakjöt, pepperoni og skinka.
Og túnfiskur... nammi namm.
Hér er svo Úlfurinn að hugga litla bróður. Já svona er lifið í kúlunni.
En ég segi bara góða nótt
P.S. eitt sem mig langar að minnast á, sem ég var að heyra í morgun. Ef maður er að bera á eitthvað með feiti, olíu eða slíku, með tusku, þá má alls ekki setja hana strax í ruslið. Það þarf að geyma hana a.m.k. í Sólarhring áður en henni er fleygt í ruslafötuna, það getur nefnilega kviknað í henni. Svo endilega ef þið eruð að bera tekkolíu á húsgögn, eða bara einhverja feiti, þá er best að setja tuskuna útfyrir, eða á öruggan stað. Alls ekki í ruslafötuna. Knús í knús.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 2022156
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekkert smá fallegar myndir.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.12.2008 kl. 20:57
Alltaf ljúft að kíkja í heimsókn hingað
Rannveig H, 5.12.2008 kl. 21:06
Aldrei tók maður eftir myrkrinu þegar maður var ungur Því það var allt svo bjart í kringum mann
Takk fyrir þessa yfirferð og knús á ykkur öll
Sigrún Jónsdóttir, 5.12.2008 kl. 21:50
Flottar flatbökur hjá Úlfinum, ózkaplega er alltaf gott að kíka við á síðunni þinni, gæzkan mín.
Steingrímur Helgason, 5.12.2008 kl. 22:59
Ég varð nú bara svöng við að sjá pizzurnar
Knús vestur í hamingjukúluna
Kidda (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 23:09
Þetta kallar bara á heimþrá - ætli maður komist einhvern tímann yfir hana :), nú væri gott að heyra marrið í snjónum. Ísafjörður í sínum fallegasta búning - fæ lagið hans Villa Valla upp í hugann sem Ylfa söng um feimna fjallið á fyrri plötunni hans, en það er uppáhalds á mínum bæ. Börnin þín alltaf jafn yndisleg.
Takk fyrir mig
Anna M. Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 23:44
Falleg þessi birta finnst mér. Fallegir líka bræðurnir, litla krullukúla og Úlfurinn
Hrönn Sigurðardóttir, 6.12.2008 kl. 00:03
Takk fyrir yndislegar myndir - þú heldur greinilega vel utan um Úlfinn þinn hann er efnilegur veitingamaður
, 6.12.2008 kl. 00:22
Alltaf jafnfallegar myndirnar þína mín kæra.
Knús í kúluna
Helga skjol, 6.12.2008 kl. 08:22
Það örlaði á því að mig bara langaði á Ísafjörð, þegar ég skoðaði myndirnar þínar. Rosalega er mikið spunnið í hann Úlf og þarna eru margir og miklir hæfileikar, sem hann á eflaust eftir að nýta vel og svo "virðist hjartagæskan ekki vera langt undan frekar en hjá föður hans.
Jóhann Elíasson, 6.12.2008 kl. 11:10
Fallegar myndir af landslagi og fólki knús í kúluna ykkar og góða helgi Elskuleg
Brynja skordal, 6.12.2008 kl. 15:18
frábærar myndir !!! það er svo fallegt þarna fyrir vestan, ég hlakka svo til að koma.
Kærleiksknús frá Lejre
sSteinunn Helga Sigurðardóttir, 6.12.2008 kl. 18:25
Yndislegar stemmingsmyndir að vanda. Mér finnst skammdegið afskaplega fallegt.
Takk fyrir þetta húsráð.
Knús í fjörðin.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.12.2008 kl. 21:12
Anna Ragna Alexandersdóttir, 6.12.2008 kl. 21:59
Innlitskvitt og kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.12.2008 kl. 23:03
Þessi pizza var greinileiga með ekstra áleggi.
Ég er snillingur í að svindla í veiðimanni en afi gamli með hippabandið, gerir hann aldrei slíkt?
Efsta myndin og bjarminn á toppi fjallsins er einstaklega falleg.
Bestu kveðjur úr Mosó frá Kalla Tomm mín kæra.
Karl Tómasson, 7.12.2008 kl. 00:04
Takk öll Anna Margrét mín já Villi Valli er flottur. Ég hef ekki ennþá náð að fá nýja diskinn hans, en það stendur til að bæta úr því.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.12.2008 kl. 11:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.