5.12.2008 | 11:57
Áskorun til Ríkisútvarpsins. Útvarps allra landsmanna.
Sæl öll sömul, ég hef tekið Spámanninn á orðinu, og sent ríkisútvarpinu svohljóðandi rafpóst;
Ég vil fara þess á leit við stjórn Ríkisútvarpsins, að það verði sjónvarpað beint frá útifundinum á Austurvelli. 'Eg vil benda á að eins og nafn ríkisútvarpsins er, þá er það útvarp allra landsmanna. Það er okkar réttur að fá að fylgjast með þeirri friðar og réttlætishreyfingu sem fram fer núna á hverjum laugardegi.
Með fyrirfram þakklæti, Ásthildur Cesil Þórðardóttir, notandi og greiðandi til ríkisútvarpsins síðan 1970.
Ég vil hvetja fólk úti á landi til að senda svipaðan póst til útvarps allra landsmanna. Við eigum rétt á því að fá að fylgjast með því sem er að gerast. Það er bara sanngjörn krafa fólks sem greiðir árum saman afnotagjöldin. Við erum líka þjóðin, úti á landi, sem ekki komumst og missum af allri stemningunni.
Ég er mjög ánægð með að stjórn Ríkisútvarpsins skyldi hætta við að loka svæðisútvörpum, ég er ein af þeim, sem ætlaði að senda þeim tóninn, því ég hefði hætt að auglýsa mitt fyrirtæki, ef svæðisútsendingum hefði verið hætt. Það ætti frekar að auka þær útsendingar, en minnka. Því það er gott fyrir okkur í hinum dreyfðu byggðum að fá lókal upplýsingar um hvað er að gerast á heimaslól. Við höfum líka duglegt fólk og fært sem stjórnar útsendingum og aflar frétta. Innilega til hamingju Ruvvest. Þetta var sannarlega ein ljóstýra í myrkrinu.
En ég vil minna á fundinn á morgunn á Austurvelli. Þið eruð hetjur sem viku eftir viku, mætið og látið í ykkur heyra, ljáið mér og fleirum rödd ykkar, og nærveru. Ég er innilega þakklát ykkur fyrir það.
Sérstaklega vil ég þakka vini mínum Herði Torfasyni fyrir þrautseigjuna, og ég veit að hann hefði aldrei getað gert þetta svona stórt og eftirtektarvert, ef hann hefði ekki fengið með sér allt það frábæra fólk sem kemur og heldur þrumandi ræður, og alls ekki nema af því að þið mætið og látið í ykkur heyra. Megi þúsund radda kór kalla á réttlætið á morgunn.
Það er enginn svo lítill að hann skipti ekki máli.
Áfram Ísland.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 2022156
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þá fá fleiri að njóta, annars verða örugglega fáir á morgun, leiðinlegt veður og allir að jólastússast eitthvað, ef það er ákveðið fyrirfram að hafa útsendingu þá kannski hætta margir við og vilja bara vera með "heim".
Ásdís Sigurðardóttir, 5.12.2008 kl. 12:20
Sæl Ásthildur.
Við sjáum núna hvernig þeir bregðast við.Ég ætla að reyna að mæta.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 12:28
Frábært framtak.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.12.2008 kl. 12:39
Sammála þér Ásthildur, við skiptum öll máli stór sem smá!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.12.2008 kl. 13:15
Ásthildur er kona með stóran hug og stórt
Heyr!
Mætum öll á Austurvöll með bjartar vonir og sól í sinni.
Sigurður Þórðarson, 5.12.2008 kl. 13:38
Já vona að þeir verði við óskum um að útvarpa fundinum. Hvað er fréttnæmt ef ekki svona uppákomur viku eftir viku ?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.12.2008 kl. 14:50
nei, engin er svo lítill !!!
Takk kæra cesil
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.12.2008 kl. 15:41
Heiða Þórðar, 5.12.2008 kl. 20:09
Kærleikskveðjur til þín Steina mín
Knús Heiða mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.12.2008 kl. 20:33
Ásthildur mín..þær leiðinlegu fréttir berast mér nú til eyrna að Rúv ætli ekki að útvarpa né sjónvarpa frá Borgarafundinum n.k mánudag þegarformenn verkalýðshreyfinga mæta fólkinu í landinu og mörgum brennandi spurningum þeirra. Það eru svo mörg mál sem þarf að ræða í kringum lífeyrissjóðina og mörg mál þar sem þarbnast nánari skýringa sem lansmenn þurfa að fá betri innsýn í. Rúv segir að þeir hafi ekki efni á að senda þessa fundi út til landsbyggðarinnar. Núna eru þúsundir að mótmæla þessu og skora á pál magnússon að breyta þessari ákvörðun sinni. Mailð hjá honum er pall.magnusson@ruv.is Á síðasta borgarafund mættu 2000 manns og urðu nokkur hundruð frá að hverfa....það er bara eðlilegt að landsbyggðin fái að vera með í því sem er að gerjast og gerast.
Vonandi mun landsbyggðarfólk hvetja Pál til að standa vörð um hlutverk Ruv utvarp og sjónvarp ALLRA lANDSMANNA og fá hann til að gera það sem honum ber skylda til en það er að flytja mikilvægan boðskap og réttlæti út á landsbyggðina.
Bestu kveðjur úr Reykjavík......stöndum saman öll!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.12.2008 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.