Bara ég.

Set inn nokkrar fjallamyndir sem ég tók í gær og í dag.  Það birtir ekki mikið, á þessum tíma, en birtan er mjúk, og það eru skemmtilegir litir í henni. 

Þið verðið að afsaka mig, hve ég er léleg við að sinna ykkur mínir kæru bloggvinir, það er einhvernveginn svo að tíminn rennur frá mér, það er mánudagur, og áður en ég veit af er allt í einu komin föstudagur.  Tíminn æðir bókstaflega áfram.   Ég man þegar ég var yngri, þá silaðist tíminn áfram, sérstaklega þegar maður var að bíða eftir einhverju.  En svo fór tíminn að renna aðeins hraðar, eins og göngubretti sem maður æfir sig á, og núna þarf ég að halda í öll handföng, og næstum hlaupa til að halda í við tímaskrattann LoL Ykkur að segja þá er ég að nota allan þennan litla aukatíma sem ég hef, til að útbúa svolítið handa börnunum mínum, kúlubörnunum öllum 18.  Það er auðvitað leyndarmál, en ég skal segja ykkur frá því seinna.  Það tekur tíma frá mér.  Maður hélt einhvernveginn að þegar maður væri orðin 64 ára, When you're sixtie four að þá ætti maður allan heimsins tíma.... en látið ykkur dreyma elskurnar.  Það verður sennilega ekki fyrr en ég verð orðin áttræð, sem ég hef nægan tíma, og þess vegna þarf ég að passa vel upp á heilsuna, svo ég geti einmitt notað þann tíma vel.  LoLLoL

En hér eru myndirnar.

IMG_3852

Víst er hann glæsilegur tindurinn á Eyrarfjallinu, og þarna fyrir ofan er Engi, ég á eftir að taka myndir af skreytingunum þar fyrir Rannveigu og Magný. Heart Doddi er nefnilega búin að skreyta.

IMG_3853

ég kalla þetta fjöllin mín í tússlitunum.  Allt svo hreint og myndrænt.

IMG_3854

ef þið lokið augunum, gætuð þið ef til vill séð dýsirnar dansa í Naustahvilftinni.

IMG_3856

Jamm svona er þetta bara fallegt og orkugefandi.

IMG_3857

Þið megið alveg prófa ef þið eruð þreytt og orkulaus, að loka augunum með myndirnar fyrir framan ykkur og hugleiða á fjöllinn, gá hvað gerist. Þið gætuð orðið hissa. Heart

IMG_3855

ég sá að hann jóli minn var búin að týna gleraugunum sínum, mig grunar litla putta, og lítinn prakkara. 

IMG_3867

Hann Júlli minn hefur eytt mörgum dögum núna í að búa til fiska sem hann langaði til að gefa Hlíf.  Maðurinn sem ekkert á, langaði svo til að gleðja aðra að hann stóð í kulda og trekki úti við að útbúa fiska, til að gleðja gamla fólkið. 

IMG_3868

Þessir eiga líka að fara niður á Hlíf.  En minn drengur þekkir eymdina, og einmanaleikann frá sínu eigin lífi.  Og loks núna hefur hann náð að komast upp í samfélagið, sem hann hraktist frá aðeins unglingur.  Já þó ég sé 64 ára og hann verði 4o á næsta ári, þá hefur hann lifað meira en ég, flogið hærra, lotið lægra, og hefur meiri reynslu.  Og hef ég þó töluverða slíka sjálf.  En við eigum að fagna hverri sál sem tekst að ná til baka, þó það sé ef til vill ekki fullkomlega, þá er hvert eitt slíkt spor risasigur, og hann hefur unnið stóran sigur og ég er stolt af honum, og reyndar öllum mínum börnum.Heart  En sérstaklega þessu barni, því hann hefur sagt mér, að ef það hefði ekki verið fyrir minn stuðning gegnum lífið, þá væri hann ekki hér, og þessi sérstaka list, steinfiskarnir hans og blómin, hefðu sennilega ekki uppgötvast um ókomna tíð.

IMG_3873

Hér er þessi elska.  Mamma vilt þú ekki bara fara og láta Grétar hafa þetta, sagði hann.  Ég er búin að tala við hann.  Ekki hringja á BB.

Auðvitað hringdi ég í Bæjarins Besta og tilkynnti þetta, og sagði við minn dreng, auðvitað ferðu sjálfur og afhendir listaverkin þín.  Já ég er stolt af honum.

IMG_3876

Og þessi saga verður sögð, ég hef skrifað hana hjá mér, og það er margt að í okkar þjóðfélagi sem þarf að laga, í sambandi við fólk sem hefur farið út af sporinu.  Þar þarf margt að breystast og margt að læra fyrir það fólk sem sér um þeirra málefni.  En það hefur líka margt gott verið gert.  Þið ykkar sem þarna eruð úti með vandamálin okkar mæðginanna, örvæntið ekki, þó öll sund virðist lokuð.  Með því að hlú að einstaklingnum,, og gefa tækifæri, þá er hægt að ná svo miklu til baka.  En þar held ég að grunnurinn skipti mestu máli.  Það er, að afkvæmið hafi undirstöðuna.  Til dæmis einhverja frasa, sem þau hafa í nesti frá byrjun, eða bænir, eða bara eitthvað sem hægt er að nota.  Ég hef til dæmis gefið mínum börnum gælunöfn eins og til dæmis úsinimínigú, útelídúdeli, Úsídúsi, eitthvað sem þau þekkja frá fyrstu byrjun.  Og þegar allt er komið í kalda kol, þá getur verið eina leiðin til að nálgast sálina, að geta kallað eitthvað sem býr frá fyrstu gerð.  Eitthvað gælunafn, sem þið hafið gefið barningu frá fyrstu byrjun, og það þekkir frá barnsárunum. 

Þetta er í boði móður, sem veit hvað hún er að tala um. 

Knús á ykkur öll.  Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Auðvitað ertu stolt af drengnum þínum, maður gefst aldrei upp á börnunum sínum, til lukku með strákinn, hann er virkilega handlaginn og klár.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.12.2008 kl. 20:14

2 Smámynd: Elín Helgadóttir

Ég er búin að finna eitt enn sem ég verð að gera áður en ég dey.....  Ég bara verð að finna það í beinunum, sálinni og fyrir alvöru hvernig það er að búa hjá tússfjöllunum þínum í eitt ár.

Elín Helgadóttir, 3.12.2008 kl. 20:24

3 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

hann strákurinn þinn er algjör listamaður, þetta er virkilega fallegt sem hann er að gera  

Svala Erlendsdóttir, 3.12.2008 kl. 20:55

4 Smámynd: Rannveig H

Flottur strákurinn og listaverkin. Það væri gaman að vita hvar Grétar ætlar að staðsetja þau svo þetta fari ekki fram hjá mér þegar ég kem næst.

Rannveig H, 3.12.2008 kl. 21:59

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.12.2008 kl. 22:26

6 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Það eru örugglega einhverjar 64 sem hafa allan tímann í heiminum, en þær eru þá örugglega ekki ungamömmur líka  Svo er þessi skemmtilegi árstími núna og flestir eitthvað að bardúsa meira en vanalega  Júlli er mikill höfðingi að færa þeim þessa gjöf á Hlíf. Það eru ekki þeir sem eiga mest sem gefa mest af sér, eins og þetta dæmi sannar. Knús á þig elskuleg og takk fyrir fjallaorkuna þína

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 3.12.2008 kl. 23:07

7 identicon

Hann er alveg æðislegur strákurinn þinn :) og fiskarnir hans líka!!

Gangi þér vel með listaverkin fyrir bbörnin 18 :)

alva (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 23:40

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Ásthildur mín.

Fallegar myndir að vanda. Þú mátt sko vera stolt af Júlla þínum. Það munar um hvern og einn sem getur komið til baka. Ég vona að hann sé hamingjusamur í dag. 

Listaverkin hans eru hreinasta snilld. Móðirin skemmtileg að hringja í BB og Júlli var búinn að segja: "ekki hringja í BB." Þú ert nú meiri grallarinn.

Vertu guði falin duglega kona.

Kær kveðja/Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.12.2008 kl. 23:44

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Yndisleg gefandi og tær frásögn

Júlíus og listaverkin hans eru frábær  Knús á ykkur öll

Sigrún Jónsdóttir, 3.12.2008 kl. 23:55

10 Smámynd:

Já þú mátt svo sannarlega vera stolt. Það styrkir mann í trúnni á foreldrahlutverkið að fá frá fyrstu hendi svona staðfestingu á að grunnurinn skiptir öllu máli. Og á Júlla sér maður grunninn - gjafmildi, hógværð og þolgæði.

Gangi þér vel með jólajólað fyrir börnin18

, 4.12.2008 kl. 00:18

11 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þú ert heppin, vinkona, bæði með þitt barnalán & barnabarnalán.

Lífið er enda ekki um upphafið eða endann, heldur ferðina á milli.

Mig langar í svona flotta listafizka til gjafa fyrir jólin...

Steingrímur Helgason, 4.12.2008 kl. 00:36

12 Smámynd: Tiger

  Hreinustu djásn þessar myndir hjá þér Ásthildur mín - hreinustu djásn, rétt eins og þú ert sjálf ljúfust! Júlli er heppinn - sannarlega - hann á yndislega að og auðvitað trónir þú þar á toppnum - dásamleg móðir og yndisleg kona!

Fiskarnir hans eru stórskemmtilegir, handviss um að gamla fólkið fílar svona listaverk mun meira en margt annað - enda tengist fiskurinn og steinninn gömlum og góðum tímum.

Knús og kram á þig Ásthildur mín og hafðu ljúfa aðventuna alla og njóttu þess bara að vera dálítið löt við bloggið - við þurfum öll okkar tíma heimavið - sér í lagi í Desember sko .. *Bigtime knús*.

Tiger, 4.12.2008 kl. 00:42

13 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki nóg með að Júlli  sé góður listamaður heldur er hann með stórt og mikið hjarta og svona gjörðir eiga eftir að skila sér þó síðar verði.

Jóhann Elíasson, 4.12.2008 kl. 07:09

14 Smámynd: Laufey B Waage

Þið Júlli eruð yndisleg. Knúsaðu hann frá mér.

Laufey B Waage, 4.12.2008 kl. 08:57

15 Smámynd: Laufey B Waage

Ég vildi líka segja, að mæli með því að þú hugsir fyrst og fremst um þína eigin heilsu - og að sinna og gleðja þín eigin börn.

Laufey B Waage, 4.12.2008 kl. 08:58

16 Smámynd: Solla Guðjóns

Knús á þig ....er líka léleg

Solla Guðjóns, 4.12.2008 kl. 10:22

17 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Strákurinn og verkin hans virkilega flott og eiga örugglega eftir að gleðja fólkið á Hlíf.

Helga Magnúsdóttir, 4.12.2008 kl. 12:18

18 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Flott

Anna Ragna Alexandersdóttir, 4.12.2008 kl. 14:17

19 identicon

Hef ekki haft tíma til að skoða en værir þú til í að kíkja á mína síðu. Vantar upplýsingar sem þú gætir kannski lumað á.

Knús í hamingjukúluna

Kidda (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 15:44

20 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Mín yndislega bloggvinkona. Ég held að þú hafir það stærsta hjarta sem til er. Ég hef horft á myndirnar þínar með áðdáun. Umhyggjan fyrir öllum þínum kúlúbúum, þolinmæðin með þennan stóra grallaraspóa-hóp sem er endalaust að upplifa ævintýri með ömmu og afa. Þetta er yndislegt. Og fyrir þann sem hefur misstigið sig í lífinu, átt erfitt, eða verið settur til hliðar og á svona skjól. Hann er ríkur. Hann á mikið meira en vonina. Í dag sem og reyndar alltaf, að þegar á reynir er það baklandið sem skiptir máli. Fjölskyldan, vinirnir, börnin, amma og afi og allir sem standa að manni sem skipta megin máli í lífinu. Megi Guð blessa þig og vaka yfir velferð þinni og þinnar fjölskylda um ókomna tíð. Knús úr Þorlákshöfnninni.

Sigurlaug B. Gröndal, 4.12.2008 kl. 18:28

21 identicon

knús á þig og þína  kv. úr Borgarfirði, Steini Árna.

Þorsteinn Árnason (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 21:00

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skal reyna að gera það Spámaður. 

Knús á móti elsku Steini minn, bið að heilsa frúnni.

Takk fyrir þessi hlýju orð Sigurlaug mín, svo sannarlega gleður mig að fá svona fallega umsögn.  Innilega takk fyrir mig  og kærleikskúlukveðjur.

Geri það núna á eftir Kidda mín.

Takk Ruslana mín.

Knús Annar Ragna mín.

Ég er viss um það Helga mín.  Takk

Svona er þetta bara Solla mín, stundum hefur maður orku, stundum ekki.  Knús

Takk Laufey mín.

Ég vona það svo sannarlega Jóhann minn.

Takk TíCí minn.

Þetta er vel orðað hjá þér Steingrímur, það er eimitt þetta inn á milli, sem við viljum gleyma.  Það væri lítið mál að senda þér svona fisk.

Takk fyrir það Dagný mín.  

Knús og takk Sigrún mín.

Hehe ´Rósa mín, jamm, knús

Takk Alva mín, ertu til í að senda mér aftur lykilorðið að blogginu þínu í einkaskeyti?

Hehehe Sigrún mín, já ætli það séu ekki einhverjar svona stútungskerlingar þarna úti með allan tímann í heiminum.  KNús á þig elskuleg mín

Knús Jenný mín

Já Rannveig mín, hann hlýtur að setja þau einhversstaðar niðri í anddyri, annars sagði Júlli að best væri að setja þau á þjónustudeildina, því þar myndi fólki alltaf sjá ný listaverk á hverjum degi

Takk Búkolla mín

Takk Svala mín

Já einmitt Elín mín, það væri gaman ef þú kæmir, það er aðeins öðru vísi en Hornafjörður.

Takk Ásdís mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.12.2008 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 2022152

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband