1.12.2008 | 20:26
1. des. 90 ára afmæli fullveldis.
Til hamingju með níu tíu ára afmæli fullveldisins. Jamm, þá er það spurning hvort við erum ennþá sjálfstæð þjóð, þökk sé stjórnvöldum og hverju klúðrinu á fætur öðru í björgunaraðgerðum þeirra. Það segir einhversstaðar ef þessi er vinur þinn, hver er þá óvinurinn. Það má heimfæra þetta upp á núverandi stjórnvöld og dindlana þeirra.
En einmitt á fullveldisdaginn í dag, má segja að aldrei hafi verið nær því að fólki gerði byltingu, gegn ríkjandi ráðamönnum, ætli það sé tilviljun? Nei ég held ekki. Ég held að flestir séu að opna augun fyrir því, hvers lags spilling er hér allstaðar. Æpandi að ekki skuli hafa verið sjónvarpað frá mótmælum á laugardaginn, og mest sýnt frá það sem kallað er "innrás" í seðlabankann í dag. Hvenær ætla stjórnvöld að skilja að þeirra björgunaraðgerða er ekki óskað. Fólki, sem greinilega er ekki þjóðin, heldur skríll, samkvæmt Geir og Ingibjörgu, er nóg boðið, og vill breytingar. það eru auðvitað alls ekki allir sammála um leiðir, en hvenær er það svo? þegar um svo marga er að ræða. Það er einnig athygli vert, að hlaupatíkur ryðjast fram á ritvöllinn, tala niður til mótmælenda, efast um heilindi þeirra, gera grín að tilfinningum þeirra, ég vil kalla það fólk Kvislinga, eða er það Kvistlingar? Kalkvistir allavega.
En þetta er dagur þjóðarinnar, mér var boðið að koma í heimsókn í Grunnskólann í dag, sem foreldri. Það var virkilega gaman að fylgjast með kennslunni. Í seinni tímanum sem við hjónin sátum, var reikningstími, þá var íslenski fánin teiknaður upp í reikningsbókina, og útskýrt hlutföllinn í honum, litirnir, og hvað mætti og ekki mætti i umgengni við hann. Virkilega gaman. Sum börnin þekktu ekki fánan, eða vissu litina, þá voru þau send fram til að skoða fána sem reis við hún frammi í skólanum.
Við skemmtum okkur konunglega í kennslutímunum. Takk fyrir okkur Hlíf kennari.
Svona var dagurinn í dag á Ísafirði.
Leikskólinn var líka skreyttur í tilefni dagsins.
Þjóðlegt ekki satt?
Sætar saman vinkonurnar, allir krakkarnir fengu kórónur. Sóldís Björt og Hanna Sól, nöfnur ekki satt.
Litla skottið ekki langt undan.
Ásthildur rokkar
Já klukkan er að verða fjögur, að degi til. Birtunni ekki mikið fyrir að fara. Og enn á niðurleið.
En þá skipta jólaljósin miklu.
En nú þarf að koma litlum ærslabelgjum í svefninn. Þarf víst að rjúka. En gleðilegan Fullveldisdag.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 2022149
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sömuleiðis
Ásdís Sigurðardóttir, 1.12.2008 kl. 20:38
Tek undir allt sem þú hefur til málana að leggja. Og flottar myndir sem endranær.
Rannveig H, 1.12.2008 kl. 21:27
Gleðiegan fullveldisdag.
Helga Magnúsdóttir, 1.12.2008 kl. 21:31
Kæra Ásthildur
Ég ætti sannarlega að vera duglegri við að kvitta fyrir mig hér þar sem ég kíki alltaf reglulega hingað inn á bloggið þitt, sérstaklega til að sjá fjöllin mín sem ég sakna svo mikið núna, enda verandi í Danmörku. Yndislegar stelpurnar þínar og fjölskyldan, á sjálf 2 stráka á sama aldri og sú yngri minnir mig óneitanlega mikið á mitt litla skott, sem er vægast sagt mjög uppátækjasamur og yndislegur eftir því.
Takk fyrir mig - framvegis skal ég vera duglegri að kvitta fyrir mig :)
Bestu kveðjur úr Danaveldi
Anna Margrét Magnúsdóttir (M. Reynis)
Anna M. Magnúsd. (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 22:24
Sömuleiðis
Anna Ragna Alexandersdóttir, 1.12.2008 kl. 23:40
Til hamingju með Fullveldisdaginn en hann er mér sérstaklega kær,því fyrir 49 árum fæddist ég á sjúkrahúsinu á Ísafirði
Flottar myndir af leikskólanum.
´´Eg er sammála skrifum þínum hér.
Solla Guðjóns, 1.12.2008 kl. 23:47
Takk fyrir myndirnar, ætli það verði nú margir aðrir fullveldisdagar sem við fáum að halda upp á, ef að fram heldur sem horfir, Ásthildur mín.
Mærum á meðan varir.
Steingrímur Helgason, 2.12.2008 kl. 00:07
Já Steingrímur, er á meðan er, eins og amma mín sagði alltaf.
Til hamingju með daginn í gær Solla mín.
Knús Anna Ragna mín.
Takk Anna Margrét mín, og takk fyrir innlitið. Gaman að sjá þig hér. Svo þú ert í Danmörkinni. Bestu kveðjur héðan til ykkar allra.
Knús Helga mín
Takk Rannveig mín
Knús Ásdís mín
Knús Búkolla mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2008 kl. 09:27
Það tók okkur ekki langan tíma að "klúðra" fullveldinu, það ætti að óska fólki til hamingju með daginn en það virðist vera óviðeigandi eins og staðan er í dag. En myndirnar þínar hlýja alltaf. Góða nótt. Fyrirgefðu ég hefði átt að skrifa þetta í gær en þá var ég svo niðursokkinn í próflestri að ég gleymdi mér alveg.
Jóhann Elíasson, 2.12.2008 kl. 21:17
Sæl Ásthildur.
Þetta hefur verið góður dagur,ég komst ekki inná færsluna þín fyrr.
Mér finnst þú veruleg vel beinskeitt á köflum og okkur vantar fleiri eins og þig og sem meira er að fólk þarf að vera fylgið sér,það ertu.
Baráttukveðjur.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 00:53
Sömuleiðis Ásthildur mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 3.12.2008 kl. 10:04
Knúa Katla mín
Takk fyrir það Þói minn. Ég vona bara að ég geti vakið einhverja til umhugsunar um hvað það er sem skiptir máli, ef maður vill vera manneskja en ekki motta, eins og Katrín komst svo skemmtilega að orði.
Ekki málið Jóhann minn, alltaf gott að sjá að þú lítur við. Já það er bara einhvernveginn ekki við eigandi að óska íslendingum til hamingju með þennan dag, eins og ástandið er, og ekki síst, vegna þeirra sem hæst gala um að komast inn í ESB, sem fyrst.
Knús Ruslana mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.12.2008 kl. 13:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.