29.11.2008 | 11:27
Munið Fundinn i dag kl. þrjú. Munið að klæða ykkur vel. Það er okkar lýðræðislegi réttur að mótmæla ástandi sem við höfum lent í flest okkar að ósekju.
Ég er löt þessa dagana við bloggið. Það er svo margt sem þarf að gera, og á þessum tíma verð ég rosalega orkulaus. Nú er snjór yfir öllu hér.
Þessar voru teknar fyrir augnabliki síðan.
Það birtir ekki meira en þetta. En það er samt eitthvað notalegt við bæði snjóinn og birtuna, sennilega bara vani. En það er samt einhvernveginn alltaf hlýrra þegar það liggur snjór yfir öllu.
Litli Sigurjón Dagur kom í heimsókn í fyrradag með pabba sínum.
Í dag er hann íþróttaálfur, algjör.
Og Ásthildur er á kossastigi í dag hehehe Hún kissir fóstrurnar á leikskólanum, krakkana líka og alla hér heima.
Í gær var svo sett saman piparkökuhús. Nei ég bakaði ekki, nú er hægt að fá þau tilsniðin í Samkaup.
Hanna Sól og Úlfur límdu húsið saman með bræddum flórsykri.
Meðan sumir bjuggu um sig og lögðust í tröppuna.
Nú er bara eftir að skreyta.
Og svo má skreyta hjörtu.
Það er alveg rosalega spennandi.
Jamm það er gert af stakri alúð
Svo á ég rosalega góðan nágranna. Það var kominn svo mikill snjór í uppganginn hjá mér, og drengurinn bauðst til að moka fyrir mig líka. Það var frábært.
Hann á sjálfur þessa fínu græju. Takk Hilmar minn
En það er nóg að gera hjá mér núna, Evíta komin í heimsókn, Sóley Ebba er hér líka, hún og Úlfur eru að fara á TaiKvonDo æfingu á eftir, þá er beltapróf, og vonandi nær Úlfur gulabeltinu. Hann er mjög spenntur og er aðstrauja búninginn sinn.
Og skotturnar eru að leika sér í rólegheitum eins og er. Veit samt að það breytist fljótlega
En svo þetta;
Munið fundinn í dag. Munið að klæða ykkur vel, og vonandi mæta helmingi fleiri í dag en síðast. Og innilega takk fyrir að berjast fyrir okkur hin líka, sem sitjum heima af ýmsum orsökum. En ég og miklu fleiri eru með ykkur í anda. Vonandi verður fundinum útvarpað. Það er gott fyrir sálina að geta tekið þátt.
Knús á ykkur öll og góða helgi.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022144
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Krúttlegar myndir og VÁ enginn smá snjór! Ég mæti á fundinn með mína fjóra hunda dressaða í íslenska fánann!
Kveðja á þig mín kæra!
Himmalingur, 29.11.2008 kl. 11:47
Flottur Hilmar minn. Ekki veitir af. Ég verð með ykkur í huganum.
Takk Ruslana mín. Góða helgi á þig líka.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.11.2008 kl. 12:00
Flottur nágranni sem þú átt. Það er ekkert sjálfgefið að fólk hjálpist að. Og krakkarnir flott að skreyta. Þau hafa svo gaman að þessu. Ég kemst ekki á fundinn í dag, er að hjúkjra fótbrotna húsbandinu mínu. En ég ætla að fylgjast með útsendingu. Knús í snjókúlu
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 29.11.2008 kl. 12:55
Æðislegar myndir
Ásdís Sigurðardóttir, 29.11.2008 kl. 13:17
Fallegar myndir hjá þér að venju. Það væsir ekki um börnin hjá þér Kveðja í snjóinn.
, 29.11.2008 kl. 16:51
bestu kvedjur til landsmanna er med theim i huganum,Flottar myndir ad vana,eg er ad vonast til ad fa mikinn snjo i vetur svo Ciara min geti leikid i honum i fyrsta skiptid.
Ásta Björk Solis, 29.11.2008 kl. 20:57
Innlitskvitt og kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 29.11.2008 kl. 22:57
Takk fyrir þennan skammt Knús á ykkur í kærleikskúlu
Sigrún Jónsdóttir, 29.11.2008 kl. 23:20
Frábærar myndir að vanda. Og laða fram jólaskapið.
Jens Guð, 30.11.2008 kl. 01:52
Rannveig H, 30.11.2008 kl. 12:14
Ég var að skoða eldra blogg.. Vá hvað Daníel og Óðinn Freyr eru líkir. Ætli Skafti eigi ekki bara öll börnin sín alveg sjálfur!!
Sunneva (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 12:46
Hehehe jú Sunneva örugglega, og svo er von á einu enn hjá þessari elsku. Og líka Inga Þór. Kúlan blómstrar sem aldrei fyrr.
Knús Rannveig mín.
Takk Jens minn
Knús á líka Sigrún mín.
Knús Linda mín.
Vonandi fáið þið snjó Ásta Björk mín. Það er gaman fyrir þessi litlu kríli að leika í snjónum.
Kveðja til þín líka Dagný mín.
Takk Ásdís mín
Æ Sigrún mín, vonandi grær þetta fljótt og vel hjá elskunni þinni. Já það er gott að eiga góða granna. Knús á þig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2008 kl. 17:06
Ég nýt þess svoo að skoða myndirnar þínar, bara sættt!!! knús á þig á móti...*
G Antonia, 30.11.2008 kl. 17:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.