Smámyndir.

Hér er komin norðanhríð og snjókoma.  Vá hugsa ég, það verður ekki auðvelt að komast með börnin á Suðureyri á morgun, en við sjáum nú til.  Ég ætla að setja inn nokkrar myndir fyrir svefninn.

IMG_3776

Systur að búa sig undir leikskólann í morgun.

IMG_3778

Veðrið var fallegt í dag, en maður hugsaði um það sem koma skyldi, spáin er ekki góð.

IMG_3779

En fjöllin mín standa samt alltaf fyrir sínu.

IMG_3784

Hér er verið að vinna í SIMS, í kreppunni er gaman að leika sér, í SIMS er hægt að kaupa allt og innrétta á flottasta máta.

IMG_3786

Í SIMS má láta drauminn rætast LoL En rétt eins og útrásin, þá hverfur þetta allt um leið og þú slekkur á tölvunni.

IMG_3787

En knúsírófan mín, horfir á Lababæ eða bababa... bababa eru múmínálfarnir.

IMG_3790

Ef maður er svangur fyrir háttatíma, er bara gott að fá jógúrt, ekki verra að hún sé frá Húsavík heilnæm og góð, og ekki innflutt, sem betur fer.

IMG_3791

Ég er búin að vera að dást að þessari elsku núna um langa hríð, sjáið bara hún er gul, en ein rósin er rauð.  Er þetta ekki undur náttúrunnar ? Það er bara ein rós í pottinum.

IMG_3793

Svo leit ég út elskurnar áður en ég fór að halla mér, og þetta blasti við mér, norðan áhlaup með snjókomu. 

En ég segi góða nótt um leið og ég hjúfra mig niðru í rúmið mitt. Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi þurfið þið ekki að fara með litlurnar út í veðrið. Svona veður á helst að bíða af sér við kertaljós og kakó, skemmir ekki að hafa smákökur með.

Dísa (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 08:15

2 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Fallegar myndir, allar nema þessi neðsta maður fær bara hroll. Knús á þig mín kæra bið að heilsa á Ísafjörð

Guðborg Eyjólfsdóttir, 27.11.2008 kl. 09:25

3 Smámynd: Rannveig H

Manstu þegar þú og Dísa löbbuðu í klofsnjó frá Stakkanesi í og úr skóla í svona veðri. úff bara.

Rannveig H, 27.11.2008 kl. 09:31

4 Smámynd:

Kveðjur í óveðrið  Þegar viðrar svona á maður helst að halda sig innan dyra með kakó og jólabók  Mæli með Astrid Lindgren

, 27.11.2008 kl. 09:48

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nú er um að gera að láta fara vel um sig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.11.2008 kl. 10:36

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegt að vanda, vona að vel hafi gengið í morgun.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.11.2008 kl. 11:31

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Knús á ykkur öll í stórhríðinni

Sigrún Jónsdóttir, 27.11.2008 kl. 15:01

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já látið þið ykkur líða vel Ásthildur mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 27.11.2008 kl. 16:21

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elskurnar mínar ég ætla að svara ykkur í kvöld, og kíka í heimsókn.  Við fórum með telpurnar í morgun, fórum bæði hjónin, og það var þvílíkt kóf og leiðindi, svo við ákváðum að fara snemma að sækja þær, fórum um þrjú leitið af stað, og vorum komin til Suðureyriar korter í fjögur. Við þurftum að stoppa oft á leiðinn, þar sem ekki sást á milli staura.  En við erum komin í hús heil á húfi öll sömul. Er á fullu núna, knús og sjáumst á eftir.  þegar ég er búin að elda, gefa mat og svæfa hehehehehe.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.11.2008 kl. 18:21

10 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ég vona að veðrið sé orðið betra hjá ykkur. Það er ekki gott að þurfa að þvælast með lítil börn í slæmu veðri.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 28.11.2008 kl. 00:26

11 Smámynd: Laufey B Waage

Rauða rósin minnir á söguna um litla ljóta andarungann. Mér sýnist sú rauða vera á góðri leið með að verða að ægifögrum "svani".

Laufey B Waage, 28.11.2008 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband